Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 8
Bandaríski sölumaðurinn Jack Angel, sem örkumlaðist þegar kviknaði í honum í svefni.) Stigmata Fjölmörg dæmi um áverka á fólki eru þekkt sem ekki hefur tekist að rekja til „eðlilegra“ orsaka, svo sem stigmata. Stigmata er sár, sem myndast með óútskýrðum hætti á höndum, enni eða síðu. Sár þessi, sem minna á sár Krists á krossinum, eru einkum þekkt meðal heittrúaðra kaþólikka. Oft fylgir stigmata viðkomandi mestan hluta ævinnar og er ekki unnt að græða sárin. Dæmi um einstakling með stigmata er bæverska konan Teresa Neumann. Árið 1926 opnuðust fyrst sár á síðu hennar, enni og höndum. Sár þessi opnuðust síðan á hvetjum föstudegi, þar til hún lést árið 1962. Mælt er, að hún hafi talað aramísku í leiðslu- ástandi. Menn greinir eðlilega á um, hver kunni að vera skýringin á stigmata. Sumir telja að um blekkingar sé að ræða, trúaðir halda sig við þá skýringu að fyrirbærið sé kraftaverk, og enn aðrir halda því fram að stigmata stafi af hugsýki eða taugaveiklun á háu stigij er haft geti slík áhrif. Eldganga Segja má að til séu eins konar andstæður við þá sem verða fómarlömb sjálfvakins bruna, en það er fólk sem virðist ónæmt fyrir eldi. Þekktustu t'ilfelli af þessu tagi eru eldgöngur sem tíðkast hafa víða um heim frá alda öðli. Eldganga fer þannig fram að fólk gengur eft- ir nokkurra metra langri gryfju (venjulega að undangengnum helgiathöfnum) sem í er glóð- hitaður grjótmulningur, allt að 430°C heitur. Fyrirbæri þetta hefur þótt í ótrúlegra lagi og Georg Sandwith sem var landstjóri á Suvaeyju í Fijii-eyjaklasanum á fyrri hluta þessarar aldar lýsir þannig viðbrögðum Evrópubúa, er hann sá eldgöngu í fyrsta sinn: „Hann viðurkenndi, með tregðu þó, að eldgangan væri ekki blekking því hann hafði kast- að einhvetju í eldgryfjuna sem fuðraði samstundis upp. Hann var hins vegar eindregið þeirr- ar skoðunar að stjómin ætti umsvifalaust að banna svona athæfi! Þegar hann var inntur eftir því, hvers vegna eldgangan færi svo mjög í taugamar á honum svaraði hann því til, að hún væri ekki í samræmi við uppgövanir nútímavísinda. Þegar ég benti honum á að rann- sóknir að fyrirbærinu kynnu að veita okkur einhverja nýja þekkingu, varð hann ævareiður og strunsaði burt. “ Sennilegt er að fyrirbæri þetta eigi sér bæði sálrænar og eðtisfræðilegar skýringar. Urðarmáni Skýrt var frá hrollvekjandi atburði í tímaritinu Fate árið 1961. Maður nokkur vaknaði upp við óp konu sinnar, og kom að henni liggjandi á gólfinu — í Ijósum logum, og var eld- hnöttur í lausu lofti fyrir ofan hana. Manninum tókst að slökkva eldinn með hjálp nágranna, en konan lést af völdum brunasára. Engir hlutir höfðu orðið fyrir skemmdum í herberginu þar sem atburðurinn átti sér stað. Þessi frásögn minnir óneitanlega á hið sérkennilega fyrir- bæri sem nefnist urðarmáni. Urðarmáni er eins konar glóandi kúla sem ýmist þmmir kyrr í loftinu eða skýst af stað, jafnvel með hvæsandi hljóði, og getur átt það til að gera óskunda — skaða fólk og valda skemmdum. Enginn kann að útskýra þessi fyrirbæri, en ýmsar tilgátur hafa birst um eðli þeirra, meðal annars að þeir séu myndaður úr geysihárri rafspennu, eða ef til vill andefni. Hvað sem þvi líður þá hefur sú hugmynd skotið upp kollinum, að urðarmánar kunni að valda sjálf- vöktum bruna. Þeir sem styðja þessa tilgátu halda því fram, að orkurík fyrirbæri á borð við urðarmána gætu gefí frá sér skaðlegar stuttbylgjur. Telja þeir að urðarmáni nálægt eða hreinlega í líkama manneskju gæti brennt hana til bana með hliðstæðum hætti og kemur fram í lýsingum á sjálfvöktum bruna. Ef til vill gæti urðarmáni í vissum tilvikum verið skaðvaldur- inn, en þá er meðal annars þeirri spumingu ósvarað hvers vegna það er oftast eldra fólk sem verður fyrir barðinu á sjálfvöktum bruna. Væri tilgátan um urðarmánann rétt, þá ætti sjálfvakinn bruni að vera algengastur í fjölmennustu aldurshópunum. BARTHOUNI A C T A MEDICA & PHILOSO- PHICA HAFNIENSIA Ann.nSyi. Sc 1672, Qum œrnis figuris. H A J? N I Æ, SomrotJtts fETRI HAUBOLDAckBibl. TfP” G«öfc.cm Got>iani »TTpogr, Rcg. cw^clwiii. Titilsíðan á riti Thomasar Bartholin frá árinu 1763. I því fjallar hann fyrstur manna um sjálfvakinn bruna sem lækn- isfræðilegt vandamál. af þeirru einföldu ástæðu að bindindismenn voru sjaldgæf fyrirbæri á síðustu öldum. Efnafræðin hefur vissulega komið til hjálpar við lausn á ýmsum undarlegum fyrir- bænim. Dæmi um slíkt er „eldpresturinn" breski. Hrollur fór um sálir trúaðra þegar eldtungur stóðu út úr klerki þessum, er hann reyndi að slökkva á altariskertunum með því að blása á þau. Skýringin á þessum eldlega anda prestsins var myndun bráðeld- fimrar lofttegundar, metans, í meltingar- færum hans. Var orsökin rakin til sárs í skeifugöm. Eldfimt gas í meltingarfærum dugar þó ekki sem skýring á sjálfvöktum bruna. Upp á síðkastið hafa böndin borist að öðrum orkuríkum efnum sem myndast — eða geta myndast — í efnaskiptaferlum líkamans. Telja t.d. sumir að viss orkurík efnasam- bönd geti hlaðist upp í slíkum mæli, að líkaminn verði beinlínis eldfimur og geti fuðrað upp við vissar kringumstæður, eigi kviknun sér stað. Nýlegt dæmi frá Bandaríkjunum gæti bent til þess, að eitthvað kynni að vera hæft í síðastnefndu tilgátunni. Sölumaðurinn Jack Angel lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu árið 1981, að það kviknaði í honum í svefni. Eldurinn varð Angel að vísu ekki að bana, en hann hlaut örkuml af. Gat brann á bijóstkassann, hryggjarliðir sködduðust og önnur höndin var svo illa brunnin að taka varð hana af. David Fem, læknir sem annaðist Angel, var sannfærður um að or- sökin hefði verið sjálfvakinn bruni og taldi ástæðuna óvenjuleg efnahvörf í líkamanum. Ekki fundust minnstu ummerki um eld, þar sem atburðurinn átti sér stað. Atburðurinn markaði endalokin á sölumannsferli Jack Angel og segir í grein í bandarísku tímariti um mál þetta, að Angel sé nú lítið annað en skugginn af sjálfum sér Sé nú gert ráð fyrir þeim möguleika, að bráðeldfím efni geti myndast við vissar að- stæður í líkamanum, hveijar em þá þessar aðstæður og hvað veldur kviknuninni? Ein tilgátan er sú, að sjálfvakinn bruni kunni að vera í einhveijum tengslum við breyting- ar á segulsviði jarðar. í þessum efnum hafa menn ekki annað fyrir sér en vissa tölfræði- lega fylgni, sem varasamt getur verið að reiða sig á eina sér. Aðrir leita orsakanna í sálarástandi fórn- arlambanna eins og fyrr var nefnt, og telja að vonleysi, skortur á lífsvilja og jafnvel löngun til að yfirgefa auma tilveru geti valdið sjálfvöktum bruna (vitað er um tvö tilfelli, þar sem sjálfvakinn bruni átti sér stað eftir sjálfsmorð). Einnig hafa menn reynt að tengja sjálfvakinn bruna við sálræn fyrirbæri eða „dulræn“, og þá einkum og sér í lagi hið forvitnilega fyrirbæri, skarkala- drauga. Skarkaladraugar eru fyrirbæri sem stundum skjóta upp kollinum á heimilum fólks með hvers kyns skarkala og fyrir- gangi. Ýmsir hafa reynt að rannsaka skark- aladrauga, þótt skiljanlegra sé ekki hægt um vik og smám saman hefur það verið að renna upp fyrir mönnum, að skarkaladraug- ar séu að öllum líkindum ekki draugar! Menn fóru að veita því athygli, að skarkala- draugar eru langoftast bundnir nærveru unglings. Eru leiddar að því getur, að sá óróleiki í sálar- og tilfinningalífi sem oft fylgir unglingsárunum sé með einhveijum hætti — beint eða óbeint — valdur að skark- aladraugnum. Þetta viðhorf hefur í raun leitt til nýrrar skilgreiningar á hugtakinu skarkaladraugur, og er það nú notað um ýmsar óútskýrðar uppákomur sem virðast tengjast vissum einstaklingum. Sumir halda því fram að svonefndir skarkaladraugar stjórnist af viljanum — meðvitað eða ómeðvitað — og að sjálfvakinn bruni sé í rauninni óhemjumagnaður „skark- aladraugur", það er, óskaplegt uppnám og jafnvægisleysi kvalinnar Sálar. Sé þessi til- gáta rétt, þá er sjálfvakinn bruni „skarkala- draugur", sem beinist gégn orsakavaldinum sjálfum, en ekki umhverfinu. Sjálfsagt yrði erfítt að leiða líkur að þessari tilgátu, en vitað er um „eldlega" skarkaladrauga, sem valdið hafa miklum skaða. Fjórtán ára munaðarlaus stúlka, Jennie Bramwell, sem hjón nokkur í Ontario höfðu tekið að sér, var miðpunktur óútskýrðra eldfyrirbæra, sem eyðilögðu svo til alla inn- anstokksmuni á heimilinu. Jennie mun hafa átt við sálræna erfiðleika að stríða, auk þess sem hún hafði fengið heilahimnubólgu er meðal annars hafði í för með sér, að yfir hana gat komið eins konar mók eða leiðsluástand. Jennie var eimitt í einu slíku kasti, þegar hún benti skyndilega upp fyrir sig og hrópaði: „Sjáið!“ Það hafði reyndar kviknað í loftinu og ekki er að orðlengja það, að í kjölfarið kviknaði hver eldurinn á fætur öðrum. Þessum hörmungum létti ekki fyrr en vesalings Jennie hafði verið send aftur á munaðarleysingjahælið. Við höfum nú kynnt okkur lítillega fyrir- bæri, sem hvort tveggja í senn þykir eitt hið ótrúlegasta — og einna best staðfest — í hópi þeirra fyrirbæra sem menn kalla furðuleg eða óskiljanleg. Langt er um liðið síðan fyrst var fjallað um sjálfvakinn bruna sem læknisfræðilegt vandamál. Sá sem það gerði var Thomas Bartholin, í riti sínu Acta Medica & Philosophia, sem gefið var út 5 Kaupmannahöfn árið 1673. Fyrirbæri þetta er í raun jafn mikil ráðgáta nú og það var á dögum Bartholins. Höfundur er líffræðingur og kennari. Heimildir: Arnold, Larry E.: Human Firebals, í tímaritinu Science Digest, The Hearst Coroporation, New York, okt., 1981. Marrison, Michael: Fire from Heaven, Pan Books, London, 1977. ii>ebelson, Harry: Human Combustion í tímaritinu Omni, Omni Publications, New York, des. 1981. Michell, John og Richard, Robert J.M.: Phenom- >*na, Thames and Hudson, London, 1977 Rickard, Bob: An Outward and Visible Sign í tíma- ritinu Unexplained, Orbis, London, 1981. Rickard, Bob: Spontenous Human Combustion í tímaritinu Unexplained, Orbis, London, 1980.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.