Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 17
Fjórða bók um hetjulegar dáðir og orðtæki hins göfga PANTAGRÚLS Eftir FRANCOIS RABELAIS Erlingur E. Halldórsson þýddi ir, átti mjög dijúgan þátt í því að rekstrar- hagur er miklu síður en áður verkefni heimil- is, þar sem hver og einn hnýtti jöfnum hönd- um bönd starfs og sifja. Þegar eftir að hrikta tók í stoðum gróinna efnahagsmála fjölskyldu og heimilis, má svo heita að eftir standi einber persónutengsl. í sambúð hjóna stuðla slíkar breytingar oft og einatt að nánara og einlægara ástalífi karls og konu, fremur en áður. En slík náin tengsl, án atbeina efnahagsmála, kunna jafnframt að stigmagna álag, gremju, spennu og árekstra, og valda um leið þrúgandi andúð hjóna í milli, enda verður oft sú raunin á. Annars kann starf eða verkaskipting að bæta um þegar vanstilling og óánægja taka við af ástarsælu. Sennilega hefur guð vikið Adam og Evu úr garðinum út í háskalega tvísýnu í því skyni að afstýra lífsleiða sem kynni að verða samfara ófijóu samlífi í draumalandinu. Menntaðir menn og greindir fara ekki varhluta af kenndum einsemdar, lífsleiða og ofsaðningar, enda eru táknræn þessi ummæli Hamlets: „Á einbeitninnar holla lit- arhátt slær sjúkum fölva í hugans kalda húmi“, og síðar „hve vesælt þvælt og væm- ið virðist mér hátterni þessa heims.“x^ Ömurleiki lífsins kemur fram við þvi sem næst hvers konar álag lífsleiða. Þrátt fyr- ir gífurleg afköst bókmenntafrömuðarins Samuels Johnsons var hann haldinn þrot- lausum kvíða vegna þess er hann nefndi „lífstóm" (vacuity of life). Aðeins ótti hans við öfundsýki yfirgnæfði ótta við sálræna mæðu þar sem það eitt blasti við er virtist einskis virði, fánýtt eða óþarft. í sögunni um Rasselas kveður hann píramíðana eg- ypzku langstæða smíð þúsunda sárþjáðs vinnulýðs, — minnisvarða um konunglegan lífsleiða, og í því skyni að milda faraóskt ok ofsaðningar. Ef menn neyðast til að láta af starfi eða köllun sem þeim er annt um, þá vofir lífsleiði yfir á næsta leiti. Þegar stund gafst milli stríða í Rómaborg hinni fornu, hafði hermannalýðurinn, þrúgaður og ön- ugur vegna iðjuleysis, jafnframt áfjáður í að hefjast handa um hernað á ný, afleit áhrif á hag almennra þegna, olli þeim ómældu hugarangri. Miðaldariddarar voru háskalegri samfélaginu þegar þeir sátu um hríð á friðarstóli en ella, enda áttu þeir til að umhverfast af óyndi á heimaslóð- um, sem bitnaði fyrst og fremst á eigin- konu og börnum. Enda þótt þrælastríðið í Bandaríkjum N-Ameríku ylli skelfilegum manndrápum og farsóttum, varð ekkert lát á framboði ungra manna til herþjón- ustu, á flótta undan þrúgandi einsemd í sveit eða þorpi, enda fylktu þeir liði undir einum eða öðrum gunnfána. Lífsleiði á sér fróðlega sögu á sviði fé- lagsþróunar. Vísast hefur hans fyrst orðið vart þegar lífshættir breyttust, fyrir um 20 þús. árum, úr veiðimennsku eða hjarðlífi í þéttbýli, og menn urðu háðir jarðrækt og árstíðum. Það er sitthvað að reika víðs vegar í stöðugri leit að öryggi og fæðu, eða úðra við áþján sáningar og uppskeru, og búa við einhæfa lífshætti í þorpi. Orðið „paradís“ er persneskt og merkti upphaf- lega „ósnortin náttúra“ eða „(gróin) ör- æfi“; veitir það óefað nokkra vitneskju um hugarheim forfeðra vorra. Sennilega urðu leikir til í því skyni að draga úr lífsleiða. Mannfræðingar gera ráð fyrir því að meginhlutverk helgisiða í frum- stæðu þjóðfélagi sé að andæfa tómleika- kennd. Helgisiðir kunna að milda lang- dregið, ömurlegt tilbreytingarleysi eða fá- breytni mannlífs. Tímatal var reyndar upp tekið í því skyni að skrá og tímasetja helg- iathafnir og hátíðir. Um aldaraðir hafa trúarbrögð allra þjóða yfirleitt verið helzta mótvægi kennda sem ella brytust fram í lífsþreytu, doða og sinnuleysi í huga fjöl- dans. x) Tilvitnun í Hamlet-þýðingu Helga Hálf- danarsonar. Kjartan Ragnars þýddi úr tímaritinu Dialoge. XXVIII. KAFLI Hvernig- Pantagrúll segir átakanlega sögn um dauða goðhetja Epiþerses, faðir Emilíans mælsku- fræðings, var að sigla frá Grikklandi til It- alíu á skipi hlöðnu margvíslegum varn- ingi og allmörgum farþegum, þegar byr- inn féll undir kvöld hjá Ekkinadeseyjum sem eru á milli Moreu og Túnis; skipið rak upp að Paxes þar sem þeir lögðu því. Nokkrir farþegar sváfu og sumir vöktu, og aðrir drukku og átu. Þá heyrð- ist frá Paxes-ey rödd kalla hástöfum: Þamún. Við þetta skelfdust þeir allir. Þamún þessi var skipstjórnarmaður þeirra, Egifti að uppruna; en þeir þekktu hann ekki undir því nafni, að undantekn- um nokkrum farþeganna. Þessi rödd heyrðist í annað sinn; hún kallaði Þamún með hræðilegu öskri. Enginn svaraði, en allir voru hljóðir og skulfu þá er þessi rödd heyrðist í þriðja sinn, enn hræði- legri en áður. Þá varð Þamún til að svara: „Hér er ég. Hver kallar mig? Hvað viltu ég geri?“ Þá talaði röddin enn, og hafði hærra, hún sagði honum og bauð að tilkynna þegar er þeir kæmu til Palotes, að Pan hinn mikli Guð, væri dauður. Epiþerses sagði að þá er allir skip- veijar og farþegar höfðu heyrt þessa rödd hafi þeir orðið magnstola og dauð- hræddir. Og þegar þeir ræddu það sín á milli hvort væri ákjósanlegra: að þegja, eða láta berast það sem þeim hafði ver- ið skipað, sagði Þamún þeim hvað hann hygðist fyrir: fengju þeir meðbyr skyldu þeir fara fram hjá án þess að segja neitt; en ef logn dytti á myndi hann láta berast það sem hann hafði heyrt. Þegar þeir komu nær Palotes, höfðu þeir hvorki vind né straum. Svo Þamún steig upp á stafn, horfði til lands og tilkynnti það sem honum hafði verið sagt; að hinn mikli Pan væri dauður. Fyrr hafði hann ekki sleppt síðasta orðinu en háværar stunur, mikil harmakvein og mikið há- reysti heyrðist frá landi, ekki frá einum einstaklingi heldur mörgum senn. Þessi fregn (en þar voru margir við staddir) var fljót að spyijast til Róma- borgar. Tiberius, þá keisari í Róm, lét senda eftir þessum Þamún. Þegar hann hafði hlýtt á mál hans festi hann trúnað á það sem hann sagði. Hann spurðist fyrir um það hjá lærðum mönnum, sem voru fjöl- mennir við hirð hans og í Rómaborg, hver hann væri þessi Pan, og komst að því af frásögn þeirra að hann væri sonur Merkúrs og Penelópu. Svo hafði Heródótus ritað snemma á wll guoa. tiigi ad siour neit eg nann vera hinn mikla e'ndurlausnara trúaðra sem lífið lét smánarlega í Júdeu vegna öfundar og óréttsýni æðstu prestanna, doktoranna, klerkanna og munkanna undir lögmáli Móse. Og þessi túlkun sýndist mér ekki fráleit: því með réttu má kalla hann á tungu Grikkja Pan, vegná þess að hann er okkur Állt, allt sem við erum, allt sem við lifum, allt sem við eigum, allt sem við vonum er hann, það er í honum, kemur frá honum, er af honum. Þetta er sá góði Pan, hirðir- inn mikli, sem ber ekki aðeins elsku og kærleika til lamba sinna, eins og hjarð- maðurinn ástheiti, Korydon, vottar, held- ur og til hjarðmannanna. Við dauða hans verða kveinstafir, andvörp, emjan, harmagrátur um alla Heimsins vél: Himna, jörð, haf, helju. Tíminn kemur heim við þessa túlkun sem er mín, því þessi stór-góði, stór-mikli Pan, okkar einstæði frelsari, dó fyrir utan Jerúsal- em, á stjórnartíma Tiberiusar keisara í Rómaborg. Að endaðri sögu þessari var Pantagr- úll lengi hljóður, djúpt sokkinn í hug- leiðslu. Litlu síðar sáum við úr augum hans renna tár, stór sem strútsegg. Guð varðveiti mig ef ég lýg einu orði. Þýðandinn er rithöfundur og kennari. HALLDÓR KRISTJÁNSSON í tilefni dagsins Vér komum að gleðjast í mirmingu manns er markaði þjóð sinni skeið, vér vitum að orð hans og hugsanir hans oss hrifu á farsældar leið, því sá kunni stáli að stappa í þjóð og styrkja til baráttu menn, þó langt sé að baki hans barátta góð vér búum að starfi hans enn. Hann trúði á samtök og samvinnu lýðs og sigrandi í félagi störf, hann kunni með festu að fylkja til stríðs er fólkinu væri það þörf. Hann vissi að þjóðanna velmegun öll á verðmætri framleiðslu er byggð, með nýtingu landsins við firði og fjöll er framtíðin alþýðu tryggð. Ogþess vegna hlaut hann að meta það meir sem mönnum til verka er kennt, með ráðdeild og hagsýni hlytu þá þeir að hefjast af verklegri mennt. Og söguna kunni hann og vissi því víst hvað verðmætin tapast og nást, ..... . , , ,,, Hofundur er kenndur við Kirkjubol i Onundar- hann vissi hvert olán af óreiðu hlýst fjrg| 0g er ný þjngVörður á Alþingi. Ljóöiö var og einnig hve sigrarnir fást. tlutt á Hrafnseyri 17. júní 1988. Hann vissi að hófsemi erhamingja manns, með hagsýni áleiðis kemst, að nýta með skynsemi náttúru lands er nauðsyn sem skipað er fremst, með elju og manndómi yrkja skal land og ávaxta komandi tíð svo skammsýnin nái ekki aðgera oss grand með gjörninga meinlegri hríð. Vér komum að gleðjast í minningu manns sem menningu farsældar sá, og gott er að dveljast við hugsjónir hans og hugsa oss til þeirra að ná. ' Að nýta, að vernda, að verja sitt land með verklegri kunnáttu mennt, að láta ekki hófleysið gera oss grand, það getur Jón forseti kennt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚLM988 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.