Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 10
Um nýja ,4*oðann í austriu Götumynd frá Sjanghai, A síðastliðnu hausti var okkur hjónum boðið í þriðja sinn að heimsækja Kína. Nú var ásamt okkur boðið forstjóra Kjarvalsstaða, Alfreð Guðmundssyni og konu hans, Guðrúnu. Kínverjar hafa efnt til margra og stórra vöru- Róttækasta breytingin, sem átt hefur sér stað í efnahagsmálum Kína á undanförnum árum, felst í stórauknu samstarfi við erlend fyrirtæki í því skyni að fá erlent fjármagn til landsins og hagnýta vestræna tækni. 3. HLUTI Eftir GYLFA Þ. GISLASON og listsýninga í Reykjavík og jafnan haldið þær á Kjarvalsstöðum. Náin samskipti hafa því átt sér stað um mörg undanfarin ár milli kínverska sendiráðsins og forstjóra Kjarvalsstaða. Dvöldum við í Kína frá 6. til 20. maí og heimsóttum Peking, Xían, Guil- in, Hangzhou og Sjanghai. Leiðsögumaður okkar allan tímann var Wang Chongxu, háskólamenntaður maður í ensku og ensk- um bókmenntum, og ung stúlka, Lu Yan- istar. Með því vildu þeir undirstrika, að þeir teldu rétt, að ríkið ætti allt jarðnæði og öll framleiðslufyrirtæki. Um einhvers konar allshetjar áætlun um heildarfram- leiðslu þjóðarbúsins yrði að vera að ræða. Hins vegar höfðu margir þeirra uppi efa- semdir um jafnmiðstýrðan áætlunarbúskap og tíðkaðist í Sovétríkjunum. Ríkið hefði þar of mikil áhrif, og ekki væri víst, að hið opinbera væri hagsýnn atvinnurekandi. Þeir höfðu mikinn áhuga á að fræðast um skip- an atvinnumála í Vestur-Evrópu, einkum um þá tegund áætlunarbúskapar, sem stundaður hefur verið og er í Frakklandi. II. A dagskrá heimsóknar okkar nú í maí Samstarfsfyrirtæki Sqibb og Kínvetja í Sjanghai. xia, einnig menntuð í ensku og enskum bókmenntum. Í borgunum, sem við heim- sóttum, var hvarvetna tekið á móti okkur af fulltrúum Vináttustofnunarinnar. í lok sfðustu greinar minntist ég þess, er ég hafði 1982 dvalið daglangt í hagfræði- deild háskólans í Sjanghai og átt viðræður við ýmsa prófessora deildarinnar. Þá var þegar orðið ljóst, að mikil stefnubreyting var að eiga sér stað í efnahagsmálum Kína. Allir kváðust prófessoramir vera kommún- var fundur í Ráði Kína til eflingar alþjóðavið- skiptum. Tekið var á móti okkur af forseta ráðsins, Jia Shi, manni á mínum aldri. Hann kynnti okkur síðan fyrir einum af hagfræð- ingum ráðsins, Liu Deyu, sem við áttum síðan langar og ýtarlegar viðræður við. Hann reyndist hámenntaður hagfræðingur á vestrænan mælikvarða. Það, sem sagt verður hér á eftir, verður fyrst og fremst byggt á þessum viðræðum. Landbúnaður er aðalatvinnuvegur þjóðar- innar. Um 80% þjóðarinnar eru bændur. En mjög lítill hluti framleiðslunnar fer nú fram á ríkisbúum. Framleiðslan fer fram á samyrkjubúum eða býlum, sem einstakir bændur hafa fengið umráð yfir og afnota- rétt af hjá opinberum aðila. Meiri hluti fram- leiðslunnar verða bændur og afhenda hinu opinbera við verði, sem það ákveður, en kjami þeirrar breytingar, sem smám saman hefur verið að eiga sér stað síðan 1979, er fólginn í því, að bændur mega selja vax- andi hluta framleiðslu sinnar á markaði við því verði, sem þar er að fá. Tilgangurinn er að hvetja til aukinna afkasta og tekju- aukningar. Kínveijar vilja ekki kenna hug- myndina, sem hér er að baki, við einkarekst- ur, heldur „eigin ábyrgð" („responsibility"), en hennar gætir í sívaxandi mæli á öðrum sviðum efnahagslífsins. Önnur meginbreytingin, sem átt hefur sér stað, er sú, að sett hafa verið lög um rekst- ur fýrirtækja, sem gera ráð fyrir því, að fyrirtæki geti verið rekin af samvinnufélög- um, einstaklingum, samstarfsfyrirtækjum kínverskra aðila og erlendra og erlendum aðilum eingöngu. Eru fyrirtækin þá eign þessara aðila. Þau ákveða verð afurða sinna og það kaupgjald, sem greitt er. Kveður einkum að slíkum rekstri í ýmsum þjónustu- greinum, en einnig t.d. í fataiðnaði. Er það talin skýring á þeirri gífurlega auknu §öl- breytni í klæðaburði, sem nú blasir við. En róttækasta breytingin, sem átt hefur sér stað í efnahagsmálum Kína á undanförn- um árum, felst í stórauknu samstarfi við erlend fyrirtæki í því skyni að fá erlent fjár- magn til landsins og hagnýta vestræna tækni. Komið hefur verið á fót fjórum svo nefndum „efnahagssvæðum", fjórtán svo nefndum „opnum borgum“ við ströndina og nýlega hafa heil strandsvæði verið „opnuð“ erlendum fyrirtækjum. í þessu felst, að á efnahagssvæðunum, í opnu borgunum og á opnu strandsvæðunum, mega erlend fyrir- tæki hefja rekstur og framleiðslu hvers konar varnings, sem einkum er ætlaður til útflutnings, en ekki til sölu á markaði í Kína. Hagur Kínverja af þessu er sá, að fólk fær vel greidda atvinnu, fyrirtækin kaupa ýmis hráefni í Kína og þá ekki hvað sízt: Kínveijar kynnast nýrri háþróaðri tækni. Hagur erlendu fyrirtækjanna er fólg- inn í því, að vinnuaflið er ódýrt, auk þess sem kínversk stjórnvöld veita þeim ýmiss konar hlunnindi. Meðan við vorum í Kína, var t.d. birt frétt um það, að ákveðið hefði verið, að allur innflutningur til nýrra fyrir- tækja í Hainan-fylki yrði tollfijáls, bæði efni til bygginga og hráefni til framleiðslu. Það eru einkum Bandaríkjamenn og Japan- ir, sem stofna fyrirtæki við þessi skilyrði. Algengasta formið á samvinnu Kínveija við erlend fyrirtæki er, að stofnað er fyrir- tæki, sem nefnt er „samstarfsfyrirtæki“ (,joint venture"). Um 10.000 slík fyrirtæki hafa verið stofnuð í Kína á undanfömum árum, og getur stofnfé skipzt með mismun- andi hætti milli Kínveija og hinna erlendu aðila. Um 4600 slíkra samstarfsfyrirtækja eru hliðstæð hlutafélögum okkar, um 5200 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.