Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 15
íbúðablokk Hundertwassers í Vínarborg: Túristarnir flykkjast þangað svo íbúunum þykir nóg um. Sumar íbúðirnar eru á einni hæð, sumar á tveimur og hver íbúð er með sérstökum lit að utan. Undirgangur undir íbúðablokkina. Hér er gosbrunnur, mósaíkskreytingar og burðarsúlur, sem þykja óvenjulegar. •i Lloyds nálgast það betur en hús, sem lítur út eins og kassi. Hér er það að vísu ekki vél til að búa í, heldur vél til að starfa í; vél til að láta risavaxið tryggingafélag blómstra í. Vonandi hefur það tekizt. Það kemur að minnsta kosti á óvart, að slík framúrstefna skuli eiga uppá pallborðið á stað, sem yfir- leitt er fremur orðaður við mjög rótgróna íhaldssemi. ÍBÚÐABLOKK HUNDERT- WASSERS Maður er nefndur Friedenreich Hundert- wasser og telst meðal þekktustu myndlistar- manna í Austurríki. Að auki hefur hann mjög viðrað skoðanir sínar á nútíma arki- tektúr, sem hann telur fram úr hófi ómann- eskjulegan. Hann vill ekki að reglustikan ráði ferðinni; hann hefur gerzt talsmaður torfþaka og vill hafa trjágróður á svölum og hvar sem honum verður við komið. Á sýningum sínum hefur Hundertwasser stundum sýnt tillögur að nútíma bygging- um. Þar ræðst hann m.a. að litahræðslu arkitekta og sýnir líkön eða teikningar af mjög litskrúðugum húsum. Þar kom, að borgaryfirvöld í Vínarborg ákváðu að gefa Hundertwasser tækifæri. Hann teiknaði allstóra íbúðablok, sem valinn var góður staður í borginni og eins og að líkum lætur sker hún sig mjög úr öllu, sem þar er í kring. Austurríki er eitthvert ihaldss- amasta land sem fundið verður, hvað bygg- ingar áhrærir. Það er því eins og við mátti búast, að fólk hefur aðeins fengizt til að flytja í 16 íbúðir af þeim 50, sem í blokk- inni eru. Vonandi stendur það til bóta og yfirvöld í Vínarborg þurfa varla að hafa slæma samvizku, því blokkin er orðin eitt af því, sem ferðamenn vilja endilega sjá. Það hefur að vísu þann annmarka í för með sér, að blokkin er líkt og í sífelldu umsáturs- ástandi og vísast, að fólk vilji síður búa í henni vegna þessa. Eins og myndir bera með sér, hefur hver íbúð sinn sérstaka lit að utan; jafnframt hefur Hundertwasser afmarkað hverja íbúð með keramikramma í dökkum lit og sá rammi hafður viljandi skakkur og óregluleg- ur. Svo er og um gluggastærðir. í samræmi við þekktar skoðanir málarans, hefur hann gert ráð fýrir ýmisskonar tijágróðri á svöl- um og þaki. Hundertwasser hefur kallað nútíma borg- aríbúðir kjúklingabúr. Hann segir einnig, að nútíma arkitektúr sé „glæpsamlega dauð- hreinsaður" og að „beinar línur séu ómenn- skar“ Ekki gekk átakalaust að koma bygg- ingunni upp. Hundertwasser var fenginn arkitekt til að útfæra teikningar og hug- myndir málarans, svo hægt væri að byggja eftir þeim. Hann vildi þó sem minnst sam- starf hafa við arkitektinn, en þeim mun meira við sjálfa smiðina. Að innan eru íbúð- irnar þó hornréttar og venjulegar nema að því leyti, að baðherbergin eru eitthvað óregluleg. Hafa þeir sem gagnrýna bygging- una bent á þetta og segja, að kjúklingabúr- in séu öll á sínum stað og eins og venju- lega; þau séu bara í dularklæðum að utan. GÍSLI SIGURÐSSON Yfirbragð tæknialdará aðalstöðvum Lloyds svo húsiðsker sigmjög úríhinu rótgróna fjármálahverfi Lundúna, The City. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚLÍ 1988 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.