Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 16
Maðurinn er undarlega gerður og virðist þurfa að hafa eitthvað til að berjast við til að geta unað glaður við sitt. Þegar markmiði er náð, byrjar tómleikinn og lífsleiðinn. Miðaldariddarar urðu háskalegir í samfélaginu, ef þeir sátu um hríö á friðarstóli og umhverfðust þá úr óyndi. Og enda þótt styrjaldir hafí jafnan haft í for með sér skelfingar og dauða, hefur ekki staðið á því að ungir menn vildu taka þátt í atinu fremur en að una við öruggt en tilbreytingarlaust líf heima fyrir. í ritgerð þessari Qallar merkur fræðimaður um félags- og sagnfræði lífsleiða, og gerir því skóna að þessa fyrirbæris hafi þá fyrst orðið vart þegar lífshættir breyttust þannig að hirðingjar tóku að rækta jörðina og gerðust háðir harðstjórn hennar og árstíða, áttu allt sitt undir sól og regni. Nisbet sem nú (1983) hefur látið af störfum prófessors við Columbia-háskóla, hefur samið margar bækur, þ.á m. „The Quest for Community“, „Twilight of Authority and History of the Idea of Progress“. Þessi ritgerð er útdráttur úr nýjustu bók Nisbets, „Prejudices: A Philosophical Dictionary“. Hugleiðíng um lífsleiða Lífsleiði er einn áleitnasti og almennasti þáttur mannlegs atferlis, og enda þótt naumast verði gerð grein fyrir honum í aldanna rás jafn ræki- lega og styrjöldum, sjúkdómum, efnahags- kreppum, hallæri og byltingum, fer því víðs fjarri að hans sjái ekki stað fyrr og síðar. Fjöldi annála, dagbóka, endurminninga og ævisagna veitir verulega vitneskju um að- gerðir gegn iífsleiða og árangur, svo og um lyf og vamir. Eftir ROBERT NISBET Böi lífsleiða ristir miklum mun dýpra en böl sljóleika, og trúlega er aðeins háþróað taugakerfi mannsins næmt fyrir lífsleiða; það virðist og skilyrði að maður búi við a.m.k. eðlilega greind. Fáviti kann að vera haldinn sljóleika, en lifsleiði bítur ekki á honum. Starf unnið af vélrænni endurtekn- ingu er boðlegt þroskaheftum manni, en vekur, að öllu öðru jöfnu, þegar í stað leiða verkmanni sem býr við eðlilega greind. Starf sem samræmist nokkurn veginn hæfileikum hvers og eins er án efa hagstæð- ust vöm gegn lífsleiða. Svo sem vísindamað- urinn Dennis Gabor lagði áherzlu á er vinn- an eina sýnilega athöfnin sem óhætt er að fela manninum. — John Maynard Keynes mælti svo: „Ef lausn finnst á efnahags- vanda, verður mannkyn svipt hefðbundnu markmiði sínu. Er það hagstætt? Ef menn trúa yfirleitt á raunhæft gildi lífsins kunna slíkar horfur e.t.v. að vekja vonir um betra líf. Þó hryllir mig við nýskipan siða og eðlis- hneigða venjulegra manna, sem þeim hefur verið innrætt frá örófi alda, og vænzt verð- ur að þeir leggi fyrir róða innan fárra ára- tuga.“ Iðjulaus lýður er ekki nýtt fyrirbæri í sögu mannkyns. í Rómarveldi hinu foma minnumst vér sagna um hálfa milljón manna sem ólu aldur sinn við brauð og leiki, en íbúar voru samtals um tvær milljónir. Afleið- ingar voru vægast sagt válegar, enda taldi sagnfræðingurinn Amold Toynbee þennan eirðarlausa, lífsleiða og óarðbæra „innlenda öreigalýð“ er haldinn var sívaxandi gremju í garð stjómvalda sem ólu önn fyrir honum, eiga, ásamt hinum „erlenda öreigalýð", sið- lausum innrásarvörgum, — aðra meginsök tveggja, á endanlegu hmni Rómarveldis. Svo sem Gabor minnist á hefur mið- taugakerfi mannsins þróazt smám saman um milljónir ára, enda hafi árvekni, aðgát og ágengni verið, á þvf skeiði, forsenda þess að mannskepnan héldi velli. Þar sem slíkar eigindir vom nauðsynleg forsenda, hlutu þær að orka rækilega á innsta kjarna mannlegs taugakerfis. Líffræðingar em al- mennt þeirrar skoðunar að fáar, ef nokkr- ar, marktækar, lífrænar breytingar hafi átt sér stað sl. 5000 ár; sé það rétt hlýtur nauð iðjuleysis, ásamt of mörgum tómstundum, og oft ofgnótt matar, að valda skaðvænum áhrifum. Lífsleiði er í stuttu máli svömn mannsheilans við aðstæðum, sem em fram- andi langærri mótun hans. Ofsaðning er án efa einn meginvaki lífsleiða. Sagt hefur verið að aðeins einn kostur mannlífs sé neikvæðari en að öðlast ekkert af því sem keppt er að, þ.e. að fá því öllu framgengt. Hartnær öruggt má teljast að Arthur Schopenhauer hafi haft lög að mæla er hann lét svo um mælt að lífsleiði væri dulið átumein útópíu. Atferliskönnuð- urinn B.F. Skinner virtist þeirrar skoðunar að gnótt veraldlegra gæða myndi afstýra hvers konar þjóðfélagsböli, en honum sást yfir Iífsleiða samfara algem frelsi og lysti- semdum. George Orwell sást ekki yfir það í bók sinni „1984", enda unir allt hans fólk því aðeins við sitt, að það eigi aðgang að gnægð áfengis. Þrátt fyrir þróaðar öryggis- ráðstafanir handa útópistum sínum, sér Aldous Huxley þeim í bók sinni „Brave New World" fyrir gnægð vímugjafans „Sorna" til hressingar, ef haldnir em þunglyndi eða lífsleiða. Utópistar verða einnig, í stuttu máli sagt, að sætta sig við líf „hljóðlátrar örvæntingar". Lífsleiði er áþekkur vald- stjóm að einu leyti. Því ágengari og þrengri sem umhverfi eða aðstæður em, því dýpra ristir þjáning fómarlambs. Harðstjóm er ágengust í nábýli; sama á við um lífsleiða. Náin tengsl auka áhrifavald kennda eða hughrifa sem kvikna með einstaklingum. Ef menn eiga völina eða kvölina milli skeija- lausrar harðstjómar í stóm landi eða litlu, þá er stórt land illskárra. Stærð þess ein veitir kost á því að smjúga úr neti valdstjóm- ar, síður í smáríki sem býr við harðstjóm. Svipuðu máli gegnir um það, að hvergi verð- ur vart jafn megns lífsleiða og í þröngum hópi sem hefur á einhvem hátt gerzt sundur- þykkur innbyrðis, en er þó í tengslum og samloða. Margt og mikið hefur verið skrifað um þrúgandi lífsleiða samfara lífsháttum smábæja þar sem almenningsálit er vökult, og oft er í holti heyrandi nær, eða einhæfu og tilbreytingarlausu starfi sem valda kann taugaáfalli, nautn vímugjafa eða ofdrykkju. Menn hryllir við þegar minnzt er lífsleiða sem samfara var mannlífi í sveitum Ameríku á 19. öld, einkum á þrotlausum sléttum miðvesturfylkja Bandaríkjanna. Lífsleiði er stundum nefndur kofasýki meðal almenn- ings, og er einatt förunautur fásinnis hins langa, myrka vetrar þegar menn þreyja jafn- vel þorra og góu auðum höndum. Hjúskapur er e.t.v. það samvistarform þar sem lífsleiði þrífst hvað bezt. Hins veg- ar ber að gæta þess að síðari tíma þróun heimilislífs á Vesturlöndum skiptir hér meg- inmáli. Iðnbyltingin ásamt umsköpun efna- hagsmála sem áður fyrr hvíldu á herðum fjölskyldunnar einnar, yfir á aðrar stofnan-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.