Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 11
eru samvinnufélög og tæplega 200 algjör- lega í eign erlendra aðila. Flest selja þau á erlendum markaði. En Kínveijar fá gjald- eyri. Við heimsóttum slíkt samstarfsfyrirtæki í Sjanghai. Það er lyfjafyrirtæki og er að hálfu leyti í eigu bandaríska lyfjafyrirtækis- ins Sqibb, en að hálfu leyti í eigu Kínveija. Verksmiðjan var byggð fyrir þrem árum, af Sqibb, og kostaði um 100 milljónir doll- ara. Hún er eins og nýjustu og fullkomn- ustu verksmiðjur fyrirtækisins í Banda- nkjunum og notar einkalejrfí, sem Sqibb á. I stjóminni er helmingur Kínveijar, en hinn helmingurinn Bandaríkjamenn. Aðalfor- stjórinn er Bandaríkjamaður, en allir aðrir starfsmenn, um 250, em Kínveijar. Hagnað- ur skiptist til helminga. Þótt þessi verk- smiðja hafi sérstöðu að því leyti, að hún selur nær eingöngu á innlendum markaði, á bandaríska fyrirtækið rétt á að fá sinn ágóðahluta greiddan í dollumm, en hefur hins vegar ekki enn farið fram á það, hald- ur geymir hann í fyrirtækinu, á vöxtum. Við ræddum þama við Ding Shou Ren fjármálastjóra og Jin Bai Cheng aðalefna- fræðing. Þegar ég spurði þá, hvort þeir réðu sjálfir verðinu á afurðum sínum (verið var að framleiða vítamíntöflur, þegar við vomm þama), svömðu þeir því játandi, og sögðust selja dálítið ódýrar en ríkisfyrirtæki í sömu grein. Þegar ég spurði þá, hvort þeir ákvæðu sjálfir laun starfsmanna sinna, svömðu þeir því líka játandi, og sögðust greiða hærri laun en hliðstæð ríkisfyrir- tæki. Þegar ég spurði þá, hvort þeir högnuð- ust, sögðu þeir hlæjandi, að annars væm þeir varla að reka fyrirtækið. En þegar ég spurði þá um hagnaðinn í hlutfalli við stofn- féð, létu þeir sér nægja að segja, að hann væri vemlegur, en bættu við, að salan hefði þrefaldazt á þeim ámm, sem fyrirtækið hefði starfað. m. Liu Deyu taldi hina nýju stefnu Kínveija í efnahagsmáium hafa borið mikinn árangur á undanfömum níu ámm. Hann skýrði kjama hennar á fagmannlegan hátt: 1. Eignarréttaraðstæðum hefur verið breytt. Opinber eign er yfírgnæfandi, en eignarréttur að fyrirtækjum getur einnig verið með öðmm hætti: í höndum sam- vinnufélaga, einstaklinga, samstarfsfyrir- tækja og erlendra fyrirtækja. Tekjuskipting- arreglum hefur einnig verið breytt. Tekjur em fyrst og fremst í formi launa, en eigna- tekjur og hagnaður em einnig viðurkennd tekjuform. 2. Akvörðunarvald fyrirtækja hefur verið aukið. Þau geta tekið ákvörðun um fram- leiðslu. sína og sölu, ákveðið verð afurða sinna og laun starfsmanna sinna. Megin- reglan er sú, að greina milli eignar fyrirtæk- isins og stjórnar þess. 3. Fram að þessu hefur verið lögð megin- áherzla á að auka fjölbreytni í neyzluvöm- framleiðslu, en nú er einnig farið að leggja áherzlu á markað fyrir framleiðendavömr, bæta tækni og efla fjármagns- og fasteigna- markað. Áhrif verðmyndunar á framleiðslu og sölu verða æ meiri. Sósíalískt markað- skerfí er í burðarliðnum, og markaðsöfl skipta vaxandi máli í efnahagslífinu. 4. Þjóðarhagfræðilegum stjómunarað- ferðum er beitt í auknum mæli, á sviði áætlunargerðar, fjárfestingarstjórnar, í op- inberum Qármálum og skattamálum, banka- málum og utanríkisverzlun. Á öllum sviðum er lögð megináherzla á að hverfa frá beinni stjóm yfir í óbeina. Áætlunargerðinni, sem var miðstýrð í alltof ríkum mæli, hefur ver- ið breytt. Að fáeinum árum liðnum mun aðeins um 30% efnahagslífs Kína lúta heild- aráætlanagerð. Þegar leið á samtalið varð það smám saman æ opinskárra. Ég sagði, að stefna sú, sem hann lýsti, minnti að ýmsu leyti á stefnu nútíma jafnaðarmanna á Vesturlönd- um, nema að því leyti, að þeir væru í æ ríkara mæli andvígir þjóðnýtingu, ríkiseign á landi og framleiðslutækjum. Hins vegar sagðist ég fyrir mitt leyti telja, að minnk- andi fylgi við þjóðnýtingu á Vesturlöndum ætti ekki fyrst og fremst rót sína að rekja til eignarréttaraðstæðnanna, heldur til hins, að þjóðnýtingunni hefði fylgt stjórn ríkisins á fyrirtækjunum, þ.e. áhrif stjómmála- manna á stjómina, en góðir stjómmálamenn þyrftu ekki að vera hagsýnir atvinnurekend- ur. Þetta væri í raun og veru það, sem hann hefði verið að segja. í sjálfú sér teldi ég eignarréttarsjónarmiðið aukaatriði. Þró- un stórfyrirtækja á Vesturlöndum hefði ein- mitt byggzt að verulegu leyti á því, að skil- ið hefði verið milli eignar og stjórnar. Mik- ill fjöldi hluthafa ætti fyrirtækin, en stjóm þeirra væri í höndum launaðra sérfræðinga, sem lítið sem ekkert ættu í fyrirtækjunum. Þetta sagðist Liu gera sér ljóst og vera mér sammála um, að hagkvæm stjórn væri aðal- atriði í efnahagslífínu. Kínversk stjómvöld vildu hins vegar ekki hverfa frá opinberri eign sem undirstöðu hagkeri'isins, þótt þeir viðurkenndu réttmæti og jafnvel nauðsyn einkaeignar á ýmsum sviðum. Hann sagðist vera fylgjandi markaðskerfí og kvaðst telja það geta samrýmzt opinberri eign lands og framleiðslufyrirtækja, ef nógu skýrt væri greint milli stjórnar og eignar og unnið væri í aðalatriðum eftir samræmdri heildaráætl- un. Svo bætti hann brosandi við, að í fyrra hafí hann fengið heimsókn af þremur dönsk- um hagfræðiprófessorum. Þeir hafi spurt sig, hvort hann teldi, að hagkerfíð ætti að byggjast að hálfu leyti á markaðskerfi og að hálfu leyti á áætlunarbúskap, fyrst og fremst á markaðsbúskap, sem styddist við áætlunarbúskap, eða á áætlunarbúskap, sem styddist við markaðskerfi. Hann sagð- ist hafa svarað því til, að hann teldi það komið undir aðstæðum og þróunarstigi þjóð- félagsins. Hann kvaðst ekki draga það í efa, að í iðnríkjum Vesturlanda gæti hag- kvæmasta skipunin verið markaðskerfi með stuðningi áætlunarbúskapar. En í Kína yrði opðinber eign og áætlunarbúskapur að vera grundvöllur hagkerfisins, markaðskerfið ætti hins vegar smám saman að fá víðari vettvang. Ég sagði, að ég hefði orðað spumingu dönsku prófessoranna dálítið öðru vísi. Vandamálið væri, hvernig blanda ætti í hagkerfí markaðskerfi, áætlunarbúskap og velferðarstjónarmiðum. Þá var eins og birti yfír honum, og hann sagði eitthvað á þá leið, að þeirri spumingu hefði hann heldur viljað svara. Hann þekkti skoðanir jafnaðar- manna, sósíaldemókrata. Á Vesturlöndum mundi hann velta þessu fyrir sér. En í Kína væm velferðarsjónarmiðin ekki enn ofarlega á baugi, nema að því leyti, að meginvanda- málið væri að útvega milljarð manns mat og /öt. Ég sagði, að athyglisvert væri, um hversu mikið maður, sem væri kommúnisti, eins og hann, og maður, sem væri jafnaðarmað- ur eins og ég, værum sammála. Hann sagð- ist í sjálfu sér ekki vera neitt hissa á því. Menn gætu verið og ættu að vera sammála um viss grundvallarsjónarmið. En þegar menn lifðu í gerólíkum þjóðfélögum, væri ekki óeðlilegt, að viðhorf til skipunar bæði stjómmála og efnahagsmála yrðu ólík. Það yrði að hafa í huga, að Kínveijar væru fá- tæk og fmmstæð þjóð í atvinnumálum, átta hundmð milljónir bænda. Samt framleiddu Kínveijar nú meira af kolum en nokkur önnur þjóð, og hið sama ætti við um korn og bómull. Þeir væm orðnir hinir þriðju í röðinni í framleiðslu rafmagns og hinir fjórðu í framleiðslu stáls. IV. Að morgni síðasta dags heimsóknar okk- ar var okkur boðið til kveðjuathafnar í ein- um af viðhafnarsölum þinghailarinnar við torgið við Hlið hins himneska friðar. Gest- gjafí okkar var frú Lei Jieqiong, ein af fímm varaforsetum þingsins. Var þar skipzt á kveðjuræðum að hefðbundnum hætti. Það er mjög lærdómsríkt að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast þeirri stefnu, sem núverandi valdhafar í Kína fylgja í efna- hagsmálum. Á því er ekki nokkur vafi, að hún mun leiða til mikilla framfara á næstu ámm og áratugum. Á þeim tíma, sem liðinn er, síðan heimsstyijöldinni síðari lauk, hafa gerzt efnahagsundur í Austur-Asíu. Hið sigraða ríki Japan er orðið eitt af mestu iðnríkjum heims. Hong Kong er stórveldi í framleiðslu og viðskiptum. Hið sama má segja um Singapúr. Og fátæk lönd eins og Suður-Kórea og Taiwan em orðin iðnríki. íbúar allra þessara ríkja em bráðduglegt og vinnusamt fólk. Það á sannarlega ekki í minna mæli við um Kínveija. Auðvitað tekur það tíma fyrir þúsund milljóna þjóð, sem nú er fyrst og fremst bændaþjóð, að verða iðnríki. En Kínveijar hafa tíma. Þeir þekkja sögu sina í fjögur þúsund ár. Þeim þarf ekki að liggja nein ósköp á. En þegar að því kemur, að allt að 1500 milljónir manna í Austur-Asíu hafa tileinkað sér nútímatækni í framleiðslu og viðskiptum, verður heimurinn mjög frábmgðinn því, sem hann er í dag. Mannkyn allt verður þá miklu auðugra en það er í dag. En valdahlutföllin í heiminum geta orðið önnur. Varðveizla friðar er sannarlega nauðsynleg í dag. Hún verður enn nauðsynlegri þá. Og mikilvægt er, að sem flestir geri sér ljóst, að heimur- inn mun breytast mikið á næstu áratugum og að margt bendir til þess, að breytingin muni verða mest í Austur-Asíu. Höfundur er prófessor við Háskóla (slands. RAGNHILDUR ÓFEIGSDÓTTIR Seinasta kvöldið okkar Hunang sálar þinnar var & vörum þínum líkami þinn var ilmandi fijóduft ofþroskaðrar rósar sem átti ekkert eftir nema fella blöðin sál mín var fræið sem reis upp af rósinni það kvöld blés blærinn fræinu til mánans hvít mjólk mánans draup á draum þinn Astarljóð 6 ástin mín logandi hættulega eins og skógareldur á Líbanonshæðum eins og hnífur hertur í eldi í hendi hins ókomna ástin mfn skínandi bjarta eins og sólin þegar hún brennir ör á ásýnd eyðimerkurinnar eins og sólin þegar hún rífur úr sér rautt hjartað og lætur blóð sitt flæða yfir hvíta eyðimörkina eins og net stjarhanna sem breiðist yfír eyðimörkina á nóttinni sem enginn fær rofíð frekar en forlögin Höfundur er húsmóðir í Reykjavík. GUÐRÚN ÞURA KRISTJÁNSDÓTTIR Til prinsins frá Öskubusku Flýgur fíjótt fuglinn fagur flýgur frá mér. Stélið strítt en stíllinn stór stefnir ekki til mín. Hjartað hopp næstum stopp og stolin rós handa þér. Dansar dátt draumur dýr dansaðir við mig. Bakið breitt og brosið blítt beindir þvf til mín. Hjartað hopp naestum stopp og stolinn koss fyrir löngu. Sorg I myrkrinu heyrist ekki. Eitt óboðið tár skýst úr hvarmi, leitar sér dvalarstaðs endar á þunnri vör gamals manns. Höfundur er laganemi. Æðabert handarbak þurrkar þreytulega tárið en annað kemur í þess stað. Allt sortnar og í myrkrinu heyrist ekki. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚLl 1988 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.