Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Blaðsíða 7
Bæverska konan Teresa Neumann fékk opin sár á síðu, enni og hendur & hverj- um föstudegi. fyrri hliðstæður að fá Millet sýknaðan. Helstu rökin í málinu voru drykkjuskapur frúarinnar. Nú er öldin önnur. Læknar viðurkenna almennt ekki (að minnsta koti ekki opin- berlega) að sjálfvakinn bruni eigi sér yfir- höfuð stað. Ekki svo að skilja að þeir liggi á upplýsingum um slíka atburði, heldur snúa þeir sér einfaldlega undan þegar slíkt ber á góma — finnst það ef til vill sér til minnkunar að tjá sig um svo fáránlegan hlut. Vera má, að menn beri minna skyn- bragð á það nú á tímum hversu sérstakt fyrirbæri sjálfvakinn bruni er en á hinum myrku öldum, þegar böðlar kvörtuðu yfir miklum eldsneytiskostnaði við að brenna glæpamenn og galdrahyski. Víkjum aftur að öldungi þeim 92 ára sem nefndur var í upphafi þessa máls. Það eru víst ekki miklar ýkjur að segja að maður þessi, Dr. J. Irving Bentley, hafi brunnið til ösku einn og yfírgefinn á klósettinu heima hjá sér. Frásögnin af atburði þessum er ef til vill meira traustvekjandi í okkar augum en sagan af frú Millet vegna þess að hann gerðist á þessari öld. Einnig var tekin ljós- mynd á staðnum þar sem atburður þessi átti sér stað. Vetrarmorgun árið 1966 í Coudersport, Norður-Pennsylvaníu. Don nokkur Gosnell sem sér um að lesa af mælum fyrir gas- kompaníið þar í bæ kemur í hús dr. Bentley til að athuga stöðuna á gasmælinum. Hann kastar að venju kveðju á gamla manninn, sem aldrei þessu vant ansar honum engu. Gosnell fer niður í kjallara þar sem gasmæl- irinn er, en verður þá var við ljósbláan reyk sem leggur af undarleg lykt. Uti í homi sér hann öskuhrúgu og gat brennt í gegnum loftið fýrir ofan. Gosnell þykir þetta ekki einleikið og hraðar sér upp í íbúð Bentleys, þar sem hann finnur mannsfót inni á klós- etti. Skelfingu lostinn æðir hann út úr hús- inu og öskrar: „Dr. Bentley er bmnninn til ösku.“ Dauði dr. Bentley vakti sérstaka athygli þeirra manna sem vanir vom að fást við mál af þessu tagi — slökkviliðsmanna sem annarra. Fyrir utan þennan bút af fótlegg, svo og hnjálið, var nefnilega ekkert eftir af Bentley annað en öskuhrúgan. John J. Grenoble, sérfróður maður um líkbrennslu, upplýsti af þessu tilefni að í líkbrennsluofn- um séu líkin fyrst brennd í eina og hálfa klukkustund við 1200oC, en síðan í eina til tvær og hálfa klukkustund við tæpar 1000°C. Að því búnu verði að mylja beinin í mortéli. Jafnframt minnti hann á að í húsbmna kæmist hitinn í mesta lagi um 800°C! Yfirvöld tilkynntu að dánarorsök hefði verið reykeitmn — þægileg leið út úr óþægilegu máli; og dánardómstjórinn skáld- aði sögu um atburðinn. Hún var eitthvað á þá leið að gamli maðurin hefði trúlega kveikt sér í pípu uppi í rúmi og þá viljað svo óheppilega til, að kviknað hefði í nátt- fötum hans. Hefði Bentley þá staulast fram á klósett, en fallið þar í öngvit og orðið eldin- um að bráð. Auðséð er, að hér var verð að beija í brestina með því að „gleyma" ýmsum mikilvægum atriðum. Jafnvel aulalegar skýringar em taldar skárri en að þurfa að grípa til hins voðalega og bannfærða fyrir- bæris, sjálfvakins bmna. Til dæmis gleym- ist að beinin vom bmnnin til ösku, en slíkt á ekki að geta gerst jafnvel þótt húsið hefði bmnnið til kaldra kola (einu skemmdirnar á húsinu af völdum bmnans var bmnagatið í gegnum gólfið sem fyrr var nefnt). Einnig gleymdist að nefna að pípa Bentleys var í statífí þegar aú var komið. Jafnvel þótt við gemm því skóna að dr. Bentley hafi verið persónugervingur reglufestunnar (dánar- dómsstjórinn byggði reyndar niðurstöðu sína á því að svo hefði ekki verið), þá er erfitt að sjá fyrir sér mann sem kviknað hefur í dunda við að koma pípu fyrir í statífi. Dauði dr. Bentleys er að ýmsu leyti dæmi- gerður fyrir það sem nefnt hefur verið sjálf- vakinn bmni — bæði aðkoman og viðbrögð yfirvalda. Athugum nú helstu almennu ein- kennin á fyrirbæri þessu. Þau dauðsföll sem sumir kenna sjálf- vöktum bmna hafa viss sameigileg ein- kenni. Líkaminn brennur að mestu til ösku, hold og bein, yfirleitt þó að hluta útlima slepptum og stundum höfði. Húsgögn og aðrir munir á staðnum þar sem atburðurinn á sér stað verða yfirleitt fyrir litlum eða engum skemmdum — sama gildir oft um klæði fólksins. Hitinn sem myndast við slíkan bmna hlýtur þó að vera óskaplegur því lifandi hold er, eins og fram hefur kom- ið, ekki sérlega eldfimt og auk þess fara mannsbein ekki að gefa sig fyrr en við u.þ.b. 1650°C. Tilfelli af þessu tagi þykja einmitt undarleg sökum þess, hve lítið (eða jafnvel ekkert) eldurinn breiðist út. Þá hafa menn dregið þá ályktun af stellingum líkamsleifanna að eldurinn kvikni í svo mik- illi skyndingu, að fórnardýrin hafi oft ekki Jarðneskar leyfar Irvings Bentley. ráðrúm til að bregðast við á nokkum hátt. Að öllu samanlögðu virðist sjálfvakinn bmni frábmgðinn venjulegum bmna að því leyti, að hann nærist aðeins á einni gerð eldsneyt- is og engri annarri: mannsholdi. Ekkert er vitað um það með vissu hve algengur sjálfvakinn bmni er, enda almenn tilhneiging að til að hafa hljótt um slík fyrir- bæri. Fjöldi þekktra tilvika er á þriðja hundr- að og telja sumir, að óhætt muni að tífalda þá tölu. Við nánari athugun á þeim tilfellum sem vitað er um kemur í ljós, að sjálfvakinn bmni heijar nokkum veginn jafnt á karla og konur (áður vom margir þeirrar skoðun- ar að slík örlög biðu fyrst og fremst kvenna, einkum drykkfelldra). Þó munu kvenkyns fómardýrin að jafnaði nokkuð yngri. Sjálf- vakinn brani virðist einkum heija á fólk sem býr við bágbomar félagslegar aðstæður (svo sem einangmn), en frá þeirri reglu em þó ýmsar undantekningar. Dæmi em um svo til hvers kyns ytri aðstæður (sjálfvakinn bmni hefur deytt fólk á dansgólfi, á göngu, undir bílstýri o.s.frv.) og aldur, samanber örlög ellefu mánaða ungbarns, Peter Sea- ton, í Lundúnum í janúar 1939. Bamið lá sofandi í herbergi sínu, þegar fjölskylduvin- Eldganga. Á Suðurhafseyjum fór hún þannig fram, að maðurgekk yfir steina, sem ættu að hafa verið rúmlega 400 stiga heitir og er hægt að ímynda sér, hvaða áhrif það hefði á vepjulegt fólk. Sjá einnig rammagrein um eldgöngu. ur sem hafði litið inn heyrði óttaþmngið óp og flýtti sér að herbergi Peters. Honum sagðist svo frá: „Engu var líkara en að ég hefði opnað brennsluofn. Miklar eldtungur skutust fram, svo ég brann í andliti og hent- ist yfir ganginn. Það var ekki í mannlegu valdi að koma Peter til bjargar." Yfírmaður í slökkviliði Lundúna sem rannsakaði her- bergið gat enga skýringu gefíð á brananum. Hann fann ekkert sem valdið gæti minnsta bmna, hvað þá slíku eldhafi sem orðið hafði Peter litla að bana. Flest húsgögn í herberg- inu vom óskemmd. Þegar reynt er að lýsa „dæmigerðu" fóm- arlambi sjálfvakins bmna — og þá verður auðvitað hafa allar undantekningar í huga — getur útkoman t.d. orðið þessi: „Aldur og kyn skipta minna máli en sál- rænt og líkamlegt ástand. Við getum ímyndað okkur einmana kyrrsetumann- eskju, þjáða afvöldum sjúkdóms eða slysa á barmi örvæntingar, þunglynda eða fulla gremju. Slíkt andlegt ástand gæti haft áhrif á líkamann og efnaskiptin ..." Ýmsir hafa lagt á sig það erfíði að leita skýringa á sjálfvöktum bruna. Þarf ekki að orðlengja það, að engin fullnægjandi skýring hefur fundist til þessa. Skýringartilraunir em af ýmsu tagi og endurspegla þær ef til vill fyrst og fremst heimsmynd og hugsana- ferli höfunda sinna. í meiginatriðum má setja tilgátusmiðina í tvo flokka — þá sem leita sálrænna eða „dulrænna" skýringa af einhveiju tagi og hina sem telja orsakir af efna- og eðlisfræðilegum toga. Þessi tvenns konar viðhorf eiga sér raunar gamlar ræt- ur. Til forna kenndu menn um reiði guð- anna, en þegar menn tóku að tileinka sér vísindaleg viðhorf eftir lok miðalda var far- ið að kenna víninu um. Menn vom þó ekki slyngari í tölfræði en svo, að þeir áttuðu sig ekki á því að setja mátti vínneyslu í sambandi við hvers kyns slys og hrakfarir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚLl 1988 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.