Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 2
BRESKI LISTAMAÐURINN ALISTAIR MACINTYRE SÝNIR f GRAFÍK GALLERÍI SLÆST VIÐ KLAKANN SÝNING á íslistaverkum breska lista- mannsins Aiistair Macintyre verður opnuð í Grafík Galleríi í Hafnarhúsinu í dag klukkan 14. Verk Macintyres eru reyndar ekki ís- listaverk í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur eru þetta stór pappírsverk unnin úr ís og járnlitarefni. Macintyre lætur ísinn bráðna á blað og þegar blaðið er fullþornað stendur mynd eftir, sumstaðar ryðlituð, sumstaðar svört eða blá með ummerkjum eftir rennandi vatn inn á milli. Leggur eitt autt blað á jörðina í samtali við Morgunblaðið segist Mac- intyre byrja á því að leggja autt blað á jörð- ina. Síðan tekur hann ísklumpana með járn- litarefninu út úr frystinum og leggur á blaðið. „Þá byrjar ísinn að bráðna og síðan fylgist ég gaumgæfilega með ferlinu og passa að ekkert fari úr böndunum. Eg stýri því hvernig ísinn bráðnar og hve fljótt hann þornar á blaðinu. Alltan tímann á meðan verkið er í mótun eru átök á milli mín og íssins. Þessi spenna endurspeglast svo í myndinni," segir Macintyre. Eins og listamaðurinn segir er hér bæði um náttúrulega teikningu að ræða sem og teikningu gerða af höndum listamanns sem fylgist vandlega með bráðnunarferlinu og notar jafnvel sogrör til að minnka vatns- magn á einum stað og bæta_ í annars staðar. „ísinn er merkilegt efni. Ég þekki ekkert annað efni sem teiknar sig sjálft eða þá efni sem af sjálfsdáðum breytist úr þrívíðu formi yfir í tvívítt form,“ segir Alistair Macintyre. Fyrir listamanninum eru verkin tákn- mynd tímans ekki síður en umbreytingu forma. „Efnið í myndunum er eins og forn- leifar sem koma undan snjónum, minnis- merki um hið liðna.“ Uppgötvaði aðferðina á íslandi í tveimur myndum á sýningunni eru bláir flekkir innan um náttúrulitina. „Ég er far- inn að gera tilraunir með að blanda bláum olíulit í myndina. Oiían vinnur gegn vatninu og þar með aukast enn átökin á myndfletin- um.“ Listamaðurinn uppgötvaði ísbreytingar- aðferðina á Islandi árið 1995 þegar hann tók sér snjó í hönd og lét hann bráðna á papp- írsblaði. Síðan þá hefur hann þróað aðferð- ina og vinnur nú hluta úr árinu í vinnustofu hér á landi enda er íslensk náttúra honum hugleikin. „Upplifun á íslensku landslagi, yfirborði þess og massa er engu lík.“ Sýningin stendur til 27. febrúar og er op- in fimmtudag til sunnudags frá klukkan 14- 18. Morgunblaðið/Jim Smart Alistair Mcintyre við eitt verka sínna á sýningunni. Reuters LEIKFANGA- LEST UR HVITAGULLI HANS Zink frá þýsku leikfangaverksmiðj- unni Merklin heldur hér á leikfangalest sem unnin er úr hvítagulli og er metin er á rúmar tvær milljónir króna. Lestin er aðeins eitt fjölmargra leik- fanga sem eru til sýnis á stærstu leik- fangavörusýningu heims sem haldin er í Nuremberg í Þýskalandi þessa dagana. TÓNLEIKAR TÓNSKÁLDAFÉLAGS ÍSLANDS í TÓNLEIKAHÚSINU ÝMI Morgunblaðið/Jim Smart Greta Guðnadóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Guðmundur Kristmundsson, Sigurður I. Snorrason og Sigrún Eðvaldsdóttir koma fram á kammertónleikum Tónskáldafélags íslands. Þar lelka einnig þau Bryndis Halla Gylfadóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Örn Magnússon. ISLENSK KAMMER- VERK FRÁ FYRRI HLUTA ALDARINNAR FYRSTU kammertónleikamir verða haldnir á morgun, sunnudag, kl. 16 í Ými, nýju tón- leikahúsi Karlakórs Reykjavíkur, við Öskju- hlíð. Á efnisskránni eru verk eftir íslensk tónskáld frá fyrri hluta síðustu aldar. Tónleikarnir eru framlag Tónskáldafélags íslands á menningarárinu í samvinnu við Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Verk eftir marga höfunda Flutt verða verk eftir nokkur af þekktustu tónskáldum íslands frá þessum tíma: Jón Leifs, Pál Isólfsson, Ama Björnsson, Jón Þórarinsson, Þórarin Jónsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Skúla Halldórsson, Karl 0,- Runólfsson, Hallgrím Helgason, og Helga Pálsson. Flytjendur á tónleikunum eru nokkrir af fremstu hljóðfæraleikumm landsins, þau Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Anna Guð- ný Guðmundsdóttir píanóleikari, Sigurður I. Snorrasson klarínettuleikari, Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari, Öm Magnússon píanóleikari, Greta Guðnadóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Guð- mundur Kristmundsson víóluleikari. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn: Verk Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Margt smátt. 28 listamenn eiga verk. Til 20. febrúar. Galleri@hlemmur.is: Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson. Til 27. febrúar Gallerí Nenia hvað: Elín Helena Evertsdóttir. Til 13. febrúar. Gallerí One o One: Ráðhildur Ingadóttir. Til 8. febr. Gallerí Sævars Karls: Anna Líndal. Hafnarborg: Ljósmyndasýning. Sig- ríður Zoéga. Til 28. febrúar. Elías B. Halldórsson. Til 14. febrúar. Hallgrímskirkja: Leifur Breiðfjörð. Til 16. feb. i8, Ingólfsstræti 8: Birgir Andrésson. Til 27. febrúar. íslensk grafík, Hafnarhúsinu: Alist- air Macintyre. Til. 27. feb. Kjarvalssstaðir (austursalur): Jó- hannes Sveinsson Kjarval. Myndir úr Kjarvalssafni. _ Listasafn ASÍ: Ásmundarsalur og Gryfja: Guðný Magnúsdóttir. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug. og sun. kl. 14-17. Höggmynda- garðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands: Claudio Parmiggi- ani. Til 28. febrúar. Roni Horn. Til 5. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Val- in verk eftir Sigurjón Ólafsson. Mokkakaffi: Stefán Geir Karlsson. Til 7. febrúar. Nýlistasafnið: Sýning á verkum úr eigu safnsins. Til 13. febrúar. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning opin þriðjudag-föstudaga kl. 14-16. Til 15. maí. Stöðlakot: Messíana Tómasdóttir. Til 6. febrúar. Upplýsingamiðstöð myndlistar: Lista yfir fyrirhugaðar og yfirstandandi myndlistarsýningar í öllum helstu sýningarsölum landsins má finna á slóðinni www.umm.is undir „Fréttir“. TONLIST Laugardagur Kýpverski píanósnillingurinn Martino Tirimo heldur tónleika í Islensku óp- erunni kl. 14.30. Sunnudagur Gerðuberg: Ljóðatónleikar, verk Sveinbjörns Sveinbjörnssonar kl. 20. Ýmir: Kammertónleikar kl. 16. Fram- lag Tónskáldafélags íslands. Mánudagur Salurinn: Ljóðatónleikar Huldu Bjarkar Garðarsdóttur kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Gullna hliðið, mið. 9. feb., fim. 10. Glanni glæpur í Latabæ, sun. 6. feb. Krítarhringurinn í Kákasus, lau. 12. feb. Tveir tvöfaldir, laug. 5. feb. Abel Snorko býr einn, sun. 6. feb., fös. 11. feb. Vér morðingjar, laug. 5., sun. 6. fim. 10., fös. 11. feb. Borgarleikhúsið: Djöflarnir: lau. 12. feb. Bláa herbergið, fim. 10. feb. Litla hryllingsbúðin, lau. 5. feb. Sex í sveit, miðv. 16. feb. Afaspil sun. 6. feb. Leitin að vísbendingu..., fös. 11. feb. Fegurðardrottningin frá Línakri, laug. 5., fim. 10. feb. Iðnó: Stjörnur á morgunhimni, sun. 6., fös. 11. feb. Frankie & Johnny, lau. 12. feb. Hafnarfjarðarleikhúsið: Salka, ástar- saga, lau. 5., fös. 11. feb. Loftkastalinn: Panodil, laug. 5., fös. 11. feb. Ég var einu sinni nörd: laug. 12. feb. Kaffileikhúsið: Ó-þessi þjóð, lau. 5., fös. 11. feb. Nornaveiðar, sun. 6. feb. Islenska óperan: Lúkretía svívirt, laug. 5., fös. 11. feb. Baneitrað samband: laug. 12. feb. Hellisbúinn: fim. 10. feb. Biólcikhúsið: Kossinn, laug. 5. feb. Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðviku- dögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 5. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.