Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 20
1 REYKJAVÍK - MENNINGARBORG EVRÓPU 2000 LEYHDAR PERLUR FRAM I DAGSUÓSIÐ Ljóðatónleikar með ein- söngslögum í íftir Svein- björn Sveint >jörnsson verða haldnirannað kvöld kl. 20 í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi. Flytjendur eru þau Jónas Ingimundarson, Signý Sæmundsdóttir og Berg- þór Pólsson. Á tónleikun- „ um verður flutt 21 ein- söngslag, þar af 12 við nýjar þýðingar úr ensku sem Páll Berg| þórsson 1 ief- ur gert. ÞORVARÐUR HJÁLMARSSQN bró sér í Gerðuberg og tók söngvarana og þýð- anda Ijóðanna tali. Þau flytja sönglög Sveinbjörns Sveinbjörnssonar í Gerðubergi: Jónas Ingimundarson, Signý Sæmundsdóttir og Bergþór Pálsson. SIGNÝ Sæmundsdóttir sópran- söngkona og Bergþór Pálsson barítonsöngvari ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara munu á morgun flytja einsöng- lög eftir Sveinbjöm Svein- björnsson í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi. Tilefnið er útkoma geisladisks eftir hópinn sem hefur að geyma efni sem flutt verður á m tónleikunum. Sveinbjöm Sveinbjömsson mun flestum kunnur en hann samdi lag fyrir þjóðhátíðina 1874 við ljóð skólabróður síns, Matt- híasar Jochumssonar, Ó Guð vors lands, sem síðar varð eins og allir vita þjóðsöngur okkar Islendinga. En Sveinbjöm lét hér ekki staðar numið við tónsmíðar sínar. í fróð- legri kynningu eftir Jón Þórarins- son tónskáld kemur fram að Sveinbjöm Sveinbjömsson samdi nærri 80 sönglög, þar af 14 við ís- lenska texta, og eru þjólagaút- setningar hans þá ekki meðtald- ar. Þá varð hann fyrstur íslenskra tónskálda til að spreyta sig við A hin stærri tónlistarform, samdi m.a. Sónötu fyrir fiðlu og píanó og tvö Tríó fyrir fiðlu, selló og píanó. Fleiri tón- verk, ýmissa tegunda, liggja eftir hann. Svein- bjöm var í mörgu langt á undan sinni samtíð. Hann varð fyrstur íslendinga til að helga sig alfarið tónlistarstörfum og var í því efni svo langt á undan öðram löndum sínum að hinir næstu sem reyndu fyrir sér á sömu braut voru um hálfri öld yngri en hann. Hann hlaut því að eyða starfsævi sinni nær allri erlendis og bjó í Edinborg í Skotlandi nær óslitið í næstum hálfa öld. Árið 1919 fluttist hann til Kanada ásamt skoskri eiginkonu sinni og bömum. Þar dvaldist hann á ýmsum stöðum og fór víða til 4 tónleikahalds en festi ekki rætur. Eftir að Aiþingi veitti honum heiðurslaun árið 1922 fluttust þau hjónin heim til Reykja- víkur. Sveinbjörn gerðist þá þegar virkur í tónlistarlífinu hér á landi þó hann væri orðinn 75 ára gamall, og kom fram við ýmis tækifæri, meðal annars með stúdentakór sem hann æfði og stjómaði. Sveinbjöm andaðist í Kaup- mannahöfn 23. febrúar 1927. Voru lengi óþekkt Að sögn Jóns Þórarinssonar vora lög Svein- bjöms sem hann samdi í tugatali við ensk Ijóð á síðasta fjórðungi 19. aldar að heita má alveg óþekkt hér á landi fram á 20. öldina en árið 1908 íslenskaði Þorsteinn Gísla- son nokkur ijóðanna og urðu lög Sveinbjöms við þau fljótt vinsæl. Löngu síðar fór Jakob Jóh. Smári að dæmi hans og íslenskaði nokk- ur kvæðanna. Nú hefur Páll Berg- þórsson ráðist í það að þýða úr frammálinu tólf þeirra Ijóða sem Sveinbjörn setti lög við og það liggur beinast við að spyrja hvað hafi rekið hann til þess? „Þetta er svo sem ekki mitt fag en ég freistast oft til að fást við fleira en veðrið,“ svarar Páll. „Það var fyrir áeggjan Bergþórs sonar míns og Jónasar Ingimundarson- ar, að ég lagði í það að þýða dálítið af þessum ljóðum. Mér fannst þetta lofsverður áhugi sem þeir sýndu á að auðsýna Sveinbirni verðuga sæmd. Þó hann væri fs- lendingur þá starfaði hann erlendis lang mest- an hluta ævi sinnar og í því menningarum- hverfi samdi hann stærstanhluta laga sinna við ljóð á ensku. Fyrirbragðið era þessi lög hans lítið sem ekkert þekkt hér á landi. Jón Þórarinsson tónskáld sem gerþekk- ir verk Sveinbjöms, hefur þó sýnt honum mik- inn sóma með því að rita ævisögu hans sem út kom árið 1969. Um þýðingamar má segja að það er töluvert djarft tiltæki að fást við þær enda er þetta býsna vandmeðfarið, eðlilega. Sveinbjörn var snillingur í því að fella lögin að ljóðinu og því er sanngjarnt að maður reyni að fella þýðinguna að laginu á sama hátt, sérstak- lega hvað snertir áherslur, hrynjandi og efni kvæðanna. Þessar hörðu kröfur era kannski afsökun mín fyrir því að þetta hafi ekki tekist nógu vel. En um það verða aðrir að dæma.“ En nm hvað yrkja þau útlendn skáld sem Sveinbjörn semur lög sín við; eru einhverjir sameiginlegir drættir í kvæðum þeirra? „Segja má að þarna séu í megindráttum tvennskonar Ijóð á ferðinni. Annarsvegar það sem mætti fast að því kalla hljómkviður, jafnvel mögnuð ádeiluljóð! Hinsveg- ar mjög Ijóðræn Ijóð tengd náttúr- unni. Lögin semur hann við ljóð samtímaskálda, en líka við kvæði þekktra skálda á borð við Sir Walter Scott og ameríska skáldið Longfel- low. Á tónleikunum á sunnudag- inn verður flutt tuttugu og eitt einsöngslag, þar af tólf í nýjum þýðingum en þetta er aðeins hluti af því sem Sveinbjörn gerði. Vonandi verður þetta áfangi á þeirri leið að gera þessar tónsmíðar aðgengilegar Islendingum, flytja þær heim ef svo má segja.“ Þau Signý Sæmundsdóttir og Bergþór Páls- son hafa áður tekið höndum saman við ýmis verkefni, en hvers mega áheyrendur vænta á tónleikunum á sunnudagkvöldið? „Þetta era útgáfutónleikar fyrir geisladisk sem kemur út á næstunni, segir Bergþór Páls- son. „Það sem er skemmtilegt við þessa útgáfu er að þarna birtast tólf nýir íslenskir textar við lög sem segja má að hafi að mestu fallið í gleymskunnar dá. Við vorum svo heppin að hafa aðgang að þessum orðsins listamanni sem faðir minn er! Það sem gerir gæfumuninn er að hann les nótur og hefur þess vegna full- komna tilfinningu fyrir því að stuðlar og höf- uðstafir lendi á réttum áherslum, og orðaröð sem og stemmning falli að tónlistinni. í grófum dráttum má skipta þessum lögum í tvo flokka. Annarsvegar í ljúfar lýrískar melódíur og hinsvegar í dramatísk hetjuljóð. Það er mjög merkilegt með Sveinbjöm, að hann verður fyrstur hérlendra manna til að semja sönglög, þeir sem fylgdu í fótspor hans vora einum fímmtíu áram á eftir honum. Þessvegna var enginn starfsvettvangur fyrir hann hérlendis og hann varð að búa erlendis stóran hluta ævi sinnar. Jónas Ingimundarson átti hugmyndina sem varð til þess að þessu var ýtt úr vör. Það hefur komið til tals að láta prenta þessar nýju þýðingar ásamt nótunum en það er enn sem komið er bara á umræðustigi." „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jónas gaukar hugmyndum að íslenskum söngvur- um,“ bætir Signý Sæmundsdóttir við. „Hann er sannarlega óþreytandi við það að benda okkur á áhugaverð verkefni. Jónas á auðvelt með að laða til sín fólk og tengja fólk og verk- efni saman á skemmtilegan hátt. Það er gaman að fá að syngja það sem er nær óþekkt og kynna það í leiðinni á þennan hátt. Þama erum við kannski búin að eignast nýj- ar perlur á borð við Sverri konung og Sprett. Hver veit! Lögin eru mjög söng- væn og aðgengileg fyrir söngvara. Svein- björn hefur haft gott eyra fyrir söng og hann skrifar mjög vel fyrir söngvara. Þetta era lýr- ísk lög og vel uppbyggð. Jón Þórarinsson sem veit manna mest um Sveinbjörn segir ein- hverstaðar um hlutdeild hans f íslensku tón- listarlífi, að hann hafi verið fremstur í stafni án þess að vera um borð. Sveinbjörn er merkur maður, hann fór utan og gerir það sem hugur hans stendur til, starfar við tónlist alla sína ævi. Tónlist hans líkist tónlist frá Mið-Evrópu. Hún er mjög faglega skrifúð miðað við það sem okkar íslenska arfleifð ber vitni um. I sönglögunum hefur píanóið sjálfstæða rödd sem undirstrikar og kallast á við söngrödd- ina.“ Nú eru þessi einsöngslög orðin rúmiega ald- argömul og sum þeirra að mestu gleymd. Það hlýtur að vera mikil ánægja fólgin í því að draga gamlar perlur fram í dagsljósið á nýjan leik? „Jú, það er mjög gaman að kynna þessa tónlist og mikill heiður fyrir okkur,“ svara þau Bergþór og Signý einum rómi: „Við eram að gera tónlistarsögunni mikið gagn. I Gerðubergi á sunnudaginn gefst fólki kostur á að hlýða á upphaf íslenska einsöngs- lagsins auk þess sem fluttar verða tólf glænýj- ar þýðingar. Sveinbjörn Sveinbjörnsson er auðvitað öllum kunnur sem höfundur þjóð- söngsins en tónleikaniir munu leiða í Ijós fjöl- breytileika hans sem tónskálds. Þessi maður átti marga og magnaða strengi til í hörpu sinni, og það er gleðilegt að fá tækifæri til að koma þeim á framfæri." Páll Bergþórsson ,20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.