Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 12
HROPANDINNI EYÐIMÖRKINNI Bandaríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut hefur unnið hug og hjörtu margra sem leggja að öllu jöfnu ekki í vana sinn að lesa skáldsögur. Sumir andans menn hafa legið Vonnegut á hálsi fyrir að skrifa samtalsstíl og koma um of til móts við lesa- ndann. Nær undantekningarlaust eru hér á ferð höfundar bóka sem selst hafa í mun minna mæli en verk eftir Vonnegut svo að taka ber slíkri gagnrýni með æmum fyrirvara. Skáld- sagan Breakfast of Champions sem Vonnegut áritaði á sínum tíma fyrir greinarhöfundinn hefur nú verið fest á filmu en skáldverk eftir Vonnegut hafa ekki ratað á breiðtjald í hartnær fimmtán ár. Mörgum finnst bækur eftir Vonnegut heimsósómi og svartagallsraus. Þessi sleggju- dómur á við einhver rök að styðjast. Vonnegut prédikar vissulega yfir lesandanum en slík messa hlýtur að bera vott um andlegt lífsmark. Sögumaður gerir það hins vegar aldrei með frekju eða gerist of aðgangsharður við hann eins og oft vill verða þegar mönnum liggur eitt- hvað þungt á hjarta. Má til sanns vegar færa að einatt sé meiri fengur í bráðskemmtilegri prédikun en drepleiðinlegum gamanmálum. Þjóðverjar eiga orð yfir menn af sama sauða- húsi og Vonnegut og kalla þá Weltverbesser líkt og slíkur fugl er nefndur salvator mundi á latínu. Er hvort tveggja skammaryrði yfir slettirekur sem telja að mannkyn fljóti sofandi að feigðarósi og vilja fyrir alla muni ráða bót þar á. Svo sannarlega er það nokkuð ungæðis- leg ástundun að fást við að bjarga heiminum en Vonnegut hefur sagt andlegri örbirgð stríð á hendur og staðið í þessum ósköpum frá því að hann settist fyrir framan ritvélina. Oft hefur þetta verið vanþakklátt starf sem margur kynni að telja vart ómaksins vert. Þórbergur Þórðarson sagði í Bréfi til Láru eitthvað á þá leið að höfuðeinkenni andlegs dauða væri ánægja með yfirstandandi eymd. Lesandanum hlýtur að vera nokkur fróun í þeirri vitneskju að til sé einn maður sem sættir sig ekki við yfir- standandi eymd þótt aðrir kæri sig kollótta hvernig veröldin veltist. Sláturhúsfimm Vonnegut kynntist stríðshörmungum af eig- in raun í seinni heimsstyrjöld og þreytist seint á að vara menn við þeim. Hann var settur á stall á dögum Víetnamstríðsins. Friðarsinnum óx ásmegin í Bandaríkjunum eftir ófarir Ame- ríkumanna í Víetnam og fór Vonnegut þar fremstur í flokki. Ofriðarmönnum á Vestur- löndum hefur á hinn bóginn vaxið fiskur um hrygg þar sem Bandaríkjamönnum hefur fam- ast betur í stríðsrekstri undanfarinn áratug. Af þessum sökum er því miður engin hætta á að bók á borð við Sláturhús fimm eftir Vonnegut verði úrelt. Sláturhús fimm er án efa þekktasta skáldsaga sem komið hefur út eftir Vonnegut og sagan verið þýdd á íslensku. Bókin er öðrum þræði sjálfsævisaga. Rithöfundurinn er af þýsku bergi brotinn en var sendur austur um haf til að berjast við frændur sína í seinni heimsstyrjöld. Vonnegut hefur allar götur ver- ið nokkuð seinheppinn. Þegar Þjóðverjar voru svo að segja upptefldir og kvöddu börn og gamalmenni í herinn unnu þeir þann hersigur að taka til fanga óbreyttan dáta frá Indianapol- is. í fyrstu töldu þeir að maðurinn hefði farið í vitlausan einkennisbúning því að hann hét því rammþýska nafni Kurt Vonnegut yngri en létu gott heita. Vonnegut var færður í járnum til Dresden og látinn vinna í sláturhúsi sem auð- kennt var með tölunni fimm. Von bráðar gerðu bandamenn loftárás á Dresden og jöfnuðu borgina við jörðu. Vei, vei, yfir hinni föllnu borg! Loftárásin á Dresden var svívirðing við mannkynið og einn skelfilegasti stríðsglæpur í manna minnum. Borgin hafði ekkert hernaðar- vægi en bandamenn vildu ólmir draga móðinn úr Þjóðverjum með öllum tiltækum ráðum. Öll- um er hulið hve margir urðu sprengjunum að KURT VONNEGUT Á BREIÐTJALDINU EFTIR JÓNAS KNÚTSSON Mörgum finnst bækur eftir Vonnegut heimsósómi og svartagallsraus. Þessi sleggjudómur á við einhver rök að styðjast. Vonnegut prédikar vissulega yfir lesandanum en slík messa hlýtur að bera vott um andlegt lífsmark. Nick Nolte boðar grimmt fagnaðarerindi í myndinni Skollaleik (Mother Night). Bruce Willis vísar veginn í myndinni Breakfast of Champions. bráð. Á fimmtíu ára „afmæli" loftárásarinnar fullyrtu engilsaxneskir fjölmiðlar að fimmtíu þúsundir hefðu látið lífið en útilokað er að fá úr því skorið hve margir flóttamenn voru staddir í borginni þegar breski marskálkurinn Bomber Harris vann þetta hreystiverk. Það varð Vonn- Kurt Vonnegut að springa af frásagnargieði. egut til lífs að hann var staddur inni í slátur- húsinu þar sem eldtungurnar náðu ekki til hans. Þjóðverjar létu undir höfuð leggjast að skjóta ungliðann að árásinni lokinni svo að það kom í hlut Vonneguts að stafla líkunum í himin- háa valkesti. Ég, hinn aumkunarverði riddari réttlætisins, ég, hinn hörmulegi og skoplegi verjandi sakleysisins segiviðyður: Sjá! Hér mun nú barizt verða. (Ur ljóðinu Don Quijóte ávarparvindmyllumar eftir Stein Steinarr.) Vonnegut gerðist sem skiljanlegt er svarinn óvinur skipulagðra mannvíga og hélt á ný til orrustu, að þessu sinni vopnaður kímni- og frá- sagnargáfu sem á engan sinn líka. Vonnegut steypti sárum minningum úr seinni heims- styrjöld í nýstárlegt form sem var í senn vís- indaskáldskapur, gamansaga og æviminning. Við fyrstu sýn kynni að orka tvímælis að hafa slíkan hildarleik í flimtingum. En snilld höf- undar er í því fólgin að geta fíflast og verið grafalvarlegur í sömu setningu án þess að vera veginn og léttvægur fundinn enda minnir Slát- urhús fimm um margt á Birting eftir Voltaire. Eftir á að hyggja er erfitt að gera sér grein fyr- ir af hve mikilli dirfsku Vonnegut óð fram og gekk í berhögg við tíðarandann. Bókin The Naked and The Dead eftir Norman Mailer sem þótti eitt mesta bókmenntaverk aldarinnar er lítið annað en innantómt karlagrobb í saman- burði við hið margslungna meistaraverk eftir Vonnegut. Vitaskuld er boðskapur Vonneguts nokkuð einfeldningslegur. Hann hvetur menn til að elska náungann í stað þess að dansa kringum gullkálfinn og úthella blóði og neitar að sætta sig við hvílíkur gallagripur mann- skepnan er. Höfundur fellur þó aldrei í þá gryfju að taka sig of hátíðlega svo að sá um- vöndunartónn sem læðist í skáldsögurnar er ekki til ama. Hið heilaga fífl úr slavneska menningarheiminum kemur í huga þegar sögumaður hefur upp raust sína. Hafa ber hugfast að Vonnegut bregður sér af ásettu ráði í hlutverk einfeldningsins til að eiga sem greið- asta leið að lesandanum. Það er einungis á færi lygara eða vitringa að gera flókna hluti ein- falda þótt hvaða bjálfi sem er geti flækt ein- földustu mál. Gamli stríðsmaðurinn sem hvorki Adolf Hitler né þúsundir tonna af sprengjum fengu grandað féll næstum því í valinn um árið, í stríði við óvin sem reyndist mun skæðari sök- um þess að hann var nákomnari Vonnegut en fornir fjendur hans. Sú var tíð að Vonnegut þótti fara langt út fyrir öll velsæmismörk þótt þessi eldfimu textabrot hljóti að þykja blásak- laus nú á dögum. Ekki verður í fljótu bragði séð að höfundur leggi sig í líma við að hneyksla lesendur. Vonnegut lét sögupersónurnar í Sláturhúsi fimm blóta að hermannasið, sem von var. Orðbragðið fór svo fyrir brjóstið á siðapostulum og öðrum góðum mönnum að Vonnegut hlotnaðist sá heiður að bækur eftir hann voru brenndar á almannafæri en slíkar brennifómir hljóta að teljast meiri vegtylla en nokkur bókmenntaverðlaun. Vonnegut á breiðtjaldinu Rithöfundurinn kemur fram í myndinni Aft- ur í skólann (Back to School) en ber að öðru leyti enga ábyrgð á þeirri gamanmynd ef svo skyldi kalla. Þar leikur bandaríski gn'nistinn Rodney Dangerfield nýríkan almúgamann sem bítur það í sig að ljúka námi á gamals aldri. Busanum vefst tunga um tönn þegar honum er gert að skrifa ritgerð um Vonnegut. Sá gamli deyr ekki ráðalaus og ræður Vonnegut til að skrifa ritgerðina fyrir sig. Vart þarf að taka fram að kennarinn gefur Vonnegut þá einkunn að hann hafi ekki skilið verkið til fulls. Einnig glittir í Vonnegut í myndinni Skollaleik (Moth- er Night). I nýjustu Vonnegut-myndinni Breakfast of Champions leikur hann auglýs- ingaleikstjóra auk þess sem hann teiknar myndirnar í upphafskaflanum. Fyrsta verkið eftir Vonnegut sem höfundur fól í hendur kvik- myndamönnum var leikritið Til hamingju með afmælið, Wanda June (Happy Birthday Wanda June). Wanda June er ekki meðal merkari verka eftir Vonnegut en úrvalsleikar- ar á borð við Rod Steiger og Susannah York 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 5. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.