Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 19
MEÐ KALE- VALAOG CARPELAN Um fátt er meira talað í Finnlandi en nýja rómaða þýðingu á Kalevala, þjóðarbálki Finna. JÓHANN HJÁLMARSSON víkur að bálkinum fræga og einnig því hvernig sú kenning Brechts var \ irakin að Finnar þegi á tveimur tungumálum. ELSINGFORS tekur á móti okkur með frosti og snjó, laus við blíðviðri Reykjavíkur, en líka menningarborg. Það er þó eins og allt gangi hægar í Helsing- fors, minni asi er á fólki. Dómnefndarmenn Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs koma sér fyrir á Intercont- inental hótelinu við Mannerheim-veg . Framundan er dagur ákvarðana, atkvæða- greiðsla um verðlaunahafa ársins 2000. Enginn undrast þegar úrslit eru tilkynnt á blaðamannafundi í Þinghúsinu. Henrik Nordbrandt hlýtur verðlaunin fyrir ljóða- bókina Drömmebroer. Greinargerð nefndar- innar er á þessa leið: „Drömmebroer er ein fallegasta ljóðabók Henriks Nordbrandt. Þessi ljóðasvíta ein- kennist í senn af depurð, kaldhæðni, létleika og leit. Brúin birtist ítrekað í bókinni sem tákn- mynd lífsins milli komu og brottfarar og minningarinnar um það sem var glatað en endurheimt í ríki skáldskaparins.“ í opinberu boði eftir að störfum nefndar- innar lýkur er það m. a. rætt að koma þurfí tilnefndum bókum, ekki bara verðlaunabók- um, á framfæri. Þýðingarnar verði að gefa út. Þetta er gömul andvana hugsjón, en finnskur stjórnmálamaður segist hafa áhuga á að taka þetta upp og fylgja því eftir. Fyrir miðju borði situr Bo Carpelan, einn af verðlaunahöfundum nefndarinnar, og hef- ur lítið breyst. Hann hefur gaman af að tala og tjáir sig á litríkan hátt, ekki síst með svipbrigðum og handahreyfmgum. Hann af- sannar rækilega þá kenningu Bertolts Brechts að Finnar séu þjóð sem þegi á tveimur tungumálum. Carpelan vill að allir verðlaunahafar hitt- ist og rifji upp liðna tíð. Nokkrir eru dánir. Nú fer hver að verða síðastur að hóa þeim gömlu saman, segir Carpelan, og hugsar um aldur þrátt fyrir unglegt útlit og mörg bók- menntaafrek í viðbót á liðnum árum. Skáld- sögur hans hafa þótt afbragð, meðal þeirra Bo Carpelan Axel, en vettvangur hans er ljóðlistin. Ann- ars er umræðuefnið nú sérstaklega Kalevala. Komin er út ný þýðing feðganna Lars og Mats Huldén á þessum þjóðardýrgrip Finna. Huldén er eitt af kunnustu skáldum Finna og sonur hans liðtækur þýðandi. Kalevala sem Elias Lönnrot (1802-1884) tók saman er í senn þjóðkvæði og sígilt verk þýtt á 50 tungumál. Fyrsta útgáfan kom 1835 og átti kvæðið því 150 ára afmæli í fyrra. A sænsku hefur það verið þýtt fimm sinnum. Áður var einkum stuðst við þýðingu Björns Collinders frá 1948. Sú útgáfa er aft- ur á móti stytt. Sænsk þýðing feðganna sem hefur verið svo ákaflega lofuð þykir þó ekki taka þýð- ingu Collinders fram að því leyti að Collin- der er mun nákvæmari og trúari frumtext- anum. Þess má til gamans geta að í tilefni af- mælisins kom einnig út Kalevala för lata eða Kalevala handa letingjum eftir Anders Lars- son. Hann er barnabókahöfundur og leikari, gamansamur maður sem sjaldan sést brosa. Það gengur vissulega betur eða tekur styttri tíma að lesa 90 blaðsíður Larssons en tæplega 400 þéttprentaðar síður feðganna. Engu að síður borgar það sig. Kalevala er einstakur bálkur: ljóðlist, saga, leiklist, tón- list, myndlist og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Ljósmynd/I.K. Inha Á slóðum Kalevala í Kirjálalandi. Hjörtur Pálsson hefur nú tekið að sér að þýða Kalevala og nýtur til þess styrks. Er það vel til fundið. Einhverjir minnast þó þýðingar Karls ísfelds. í Helsingfors sýna fjölmiðlar úthlutun bókmenntaverðlaunanna áhuga. Hufvud- stadsbladet er mjög áhugasamt. Nýlega birti það ítarlega umfjöllun um íslenskt tónlistar- líf, Sjudande viljestarkt islándskt musikliv (19. 12. 1999, höf. Mats Liljeroos), afar já- kvæða. Books from Finland er gott tímarit um finnskar bókmenntir á ensku. Ritstjóri þess er ungt skáld, Jyrki Kiiskinen. Nifin, nýtt norrænt menningarsetur í mið- borg Helsingfors, opnaði sýningu á bókum tilnefndum til Norðurlandaráðsverðlauna . Þær voru kynntar af dómnefndarmanni og einnig lesin íslensk ljóð í sænskum og finnskum þýðingum skáldsins Martins En- ckells, Maj-Lis Holmbergs og fleiri. Martin Enckell, þýðandi flestra ljóðanna, las ásamt undirrituðum. Stjórnandi var Lisbet Ruth, bókavörður setursins. íslenskar bókmenntir vekja athygli í Finnlandi. Á milli Kalevala og íslenskra fornbókmennta er ekkert hyldýpi. Það er kannski dæmigert að nýr þýðandi*- íslenskra fornbókmennta á finnsku er Anti Tuuri, einn af verðlaunahöfundum Norður- landaráðs. TVEIR STÓRMEISTARAR PÍANÓSINS TðNLIST S í g i I d i r d i s k a r GÉZA ANDA Chopin: Valsar op. 18, op. 34/1-3, op. 42, op. 64/1-3, op. 69/. 1-2, op. 70/1-3. Mozart: Píanókonsert nr. 21, KV 467. Bartók: Píanókonsertar nr. 1-3. Einleikur: Géza Anda (píanó). Hljómsveitir: Útvarps- hljómsveitin í Berlfn og Camerata Academica des Salzburger Mozarteums. Hljómsveitar- stjórar: Ferenc Fricsay og Géza Anda. Útgáfa: Philips 456 772-2. Heildartími: 234 (2 diskar). Verð 2.199 (Skífan). í ÁGÚST sl. fjallaði ég um sýnishorna- disk útgáfunnar Great Pianists of the 20th Century í dálki þessum og leyfði ég mér þá að tala um algjört „nammi“ sem væri svo lystaukandi að það æpti á frekari neyslu. Það hef ég hér með látið eftir mér. Upphaísverk sýnishornadisksins var vals- inn frægi op. 70 nr. 1 ei'tir Chopin, leikinn af ungverska píanóleikaranum Géza Anda (1921 - 1976). Flutningur hans á þessum margspilaða valsi var eins og sólargeisli, hlýr og bjartur og ómótstæðilegur. í settinu sem hér er til umfjöllunar gefur að heyra 13 valsa Chopins sem Géza Anda hljóðritaði skömmu áður en hann lést. Það sem strax vekur athygli er „hættulega11 hægt tempó og maður veltir fyrir sér í fyrstu hvort þessi stykki þoli það (hlustið t.d. á op. 34/3 og op. 64/1). Fljótlega kemur í ljós að þetta getur ekki verið öðruvísi. Túlkunin undirstrikar hið innhverfa, oft angurværa og jafnvel dapra yfirbragð margra valsanna fremur en glæsilegt yfirborðið eins og margir píanó- leikarar kjósa að gera. Það er mikil nautn að hlusta á þessa óvenjulegu túlkun. Deutsche Grammophon markaðssetti píanókonsert Mozarts nr. 21 svo rækilega eftir að tónlistin heyrðist í kvikmyndinni Elvira Madigan frá 1967 að salan sló öll met og plötuna mátti finna í öðru hverju plötu- safni. Og hér er hún komin aftur, þessi fræga og dáða hljóðritun Géza Anda frá ár- inu 1961, alveg eins fersk og fallega spiluð og mann minnti að hún væri. Og tæknilega ber hún aldurinn afar vel. Bartók-konsertarnir tilheyra allt öðrum heimi. Géza Anda sýnir á sér alveg nýja hlið í þessum verkum (að sjálfsögðu, eðli málsins samkvæmt). Slagverkseðli píanósins kemur hér berlega í ljós í kraftmiklum leik hans. Fyrri konsertarnir tveir eru hráir, taum- lausir og hrjúfir í tónmáli sínu og njóta þeir sín vel í sérlega lifandi túlkun Géza Anda og ungverska stjórnandans Ferenc Fricsays. Þetta er spilamennska eins og hún gerist best og andrúmsloftið, svo þrungið spennu, er líkt og um tónleika væri að ræða. Þriðji konsertinn (1945) er mun blíðlegra verk en þeir fyrri. Aðalstef fyrsta kafla er ógleym- anlegt þeim sem heyrt hafa og gullfallegur millikaflinn er sveipaður þeirri dulúð sem einkennir svokallaða „næturmúsík" Bartóks. Leikur Géza Anda er hér sem í hinum verk- unum hafinn yfir alla gagnrýni. Hljóðritunin er fertug en síung og skýr. ARTURO BENEDETTI MICHELAN GELI Debussy: Images - bók 1 og 2. Préludes - bók 1, nr. 1, 4, 6, 8, 10 og 12. Préludcs - bók 2, nr. 3, 6, 7, 8, 9 og 12. Galuppi: Píanósónata nr. 5. Scarlatti: Sónötur Kll, K159 og K 322. Ravel: Gaspard de la nuit. Píanókonsert í G-dúr. Einleikur: Arturo Benedetti Michelangeli (pianó). Hljómsveit- arstjóri: Ettore Gracis; Hljómsveit: Phil- harmonia Orchestra. Útgáfa: Philips 456 901 - 2 (2 diskar). Heildartími: 220. Verð: kr. 2.199 (Skífan.) SEINNA settið sem hér verður fjallað um úr útgáfuröðinni Great Pianists of the 20th Century er með Arturo Benedetti Michelan- geli (1920-1995). Aðalsmerki hans þótti af- burðatækni og einstök tilfinning fyrir hinum ólíkustu stíltegundum. Hann varð goðsögn í lifanda lífi, hélt sjaldan tónleika, þótti erfið- ur í viðskiptum við konserthaldara, afboðaði oft tónleika og sögur fara af því að hann hafi stundum heimtað að spila á eigin flygil ef hann var ekki ánægður með það hljóðfæri sem til boða stóð í tónleikasal. En tónleikar með honum þóttu ógleymanlegir þeim er á hlýddu. Images er safn sex píanólaga eftir Debus- sy. Þau spanna vitt svið tjáningar í tónlist og er leikur Michelangelis mjög blæbrigðar- íkur og veitist honum auðvelt að laða fram hinar ólíkustu stemmningar. Úr Préludes bók I og II leikur hann svo valin (og flest velþekkt) stykki. Hér á það sama við og um Images: flutningurinn er geysifallegur og tæknin í einu orði sagt stórkostleg. Minnis- stæð eru lögin La fille aux cheveux de lin (nr. 10) og hið tilkomumikla La cathédrale engloutie (nr. 11) sem er dramatískt í meira lagi. Samt held ég að rómuð hljóðritun Walters Giesekings á Préludes I og II eigi sér engan líka og verði seint rutt úr vegi sem besta útgáfan á þessum merku píanó- verkum. Seinni diskurinn skartar einni frægustu upptöku aldarinnar á konsert- verki: G-dúr-konsert Ravels í hljóðritun frá 1957. Miklu lofi hefur alla tíð verið hlaðið á túlkun Michelangelis á þessum konsert. Og sannarlega gefur hann, stjórnandinn Ettore Gracis og Philharmonia Orchestra allt af sér í þessu frábæra verki. Philharmonia var á þessum árum talin ein besta hljómsveit heims og virðast menn þar á bæ skemmta sér jafn vel og snillingurinn við flygilinn. Rómantískan millikaflann hef ég sjaldan heyi’t svo ótrúlega blíðan og fallegan (sbr. ofurveikt upphafið, nr. 11) og á þetta ekki síður við um hljómsveitina en einleikarann. Sannarlega stórmerkilegur flutningur á þessu ástsæla tónverki. Gaspard de la nuit er þekktasta einleiksverk Ravels og er flutningur Michelangelis glæsilegur (hlustið t.d. á jafnvægið milli raddanna í Ondine). « Hið magnaða Le Gibet (Gálginn) er sannar- lega ógnvekjandi. Síendurtekin nótan b fær kalt vatn til að renna milli skinns og hör- unds. Hinn dvergvaxni hrekkjalómur Scar- bo er líka skelfilegur þegar hann sprettur fram sem hver púkinn á fætur öðrum. Á seinni diskinum er einnig að finna sjald- heyrða sónötu ítalans Baldassare Galuppi (1706-1785), sem ég minnist eingöngu að hafa heyrt áður í ágætum flutningi Jónasar Ingimundarsonar. Sónatan er látlaus en skemmtileg - og með grípandi laglínum. Michelangeli fer afar nærfærnum höndum um verkið og gælir við hvert smáatriði þess- arar litlu perlu. Hraðavalið í fyrsta kafla er fremur hægt, ásláttur mjúkur og áhersla lögð á hið fínlega. Af seinni köflunum stirnir í glitrandi« píanóspili. Þrjár örstuttar Scarlattisónötur eru skyldar Galuppi í anda en einnig er slá- andi skyldleiki við tónmál J.S. Bach í sónöt- unni K.ll. Sónötur Scarlattis eru óþrjótandi brunnur frumlegrar og skemmtilegrar tón- listar sem sífellt kemur manni á óvart. Michelangeli laðar fram mjög ólíka stemmn- ingu í þessum þremur stuttu verkum, K. 11 er allt að því harmræn, K.159 er taumlaus í gleði sinni og K.322 angurvær undir yfir- borðinu. Hljóðritanirnar sem eru gerðar á ýmsum tímum á ferli Michelangelis (1957-1988) bera að sjálfsögðu mark síns tíma. En það er að sjálfsögðu ekki það sem málið snýst k um þegar maður vill kynnast svona stór- snillingi. Allt tæknihjal er bara bjánalegt í þessu samhengi. Valdemar Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 5. FEBRÚAR 2000 1 9„

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.