Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 6
4 NÁIÐ SAMBANDOG NÁKVÆM RANNSOKN A UMHVERFI Pi er yfirskrifr sýningar sem opnuð var í Listasafni íslands í gær. Sýningin er innsetning sem saman- stenduraf45 Ijósmyndum bandarísku listakonunnar Roni Horn. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR ieit inn þegar verið var að setjg upp sýninguna og hitti lista- konuna, sem hefur bundist Islandi sterkum böndum J ÓSMYNDIRNAR era allar teknar hér á landi á árunum 1991- 1998, flestar á Mel- rakkasléttu og í Grímsey. Roni Hom hefur sótt ísland heim HBHi svo að segja árlega allt frá árinu 1975 og þá gjaman ferðast ein til afskekktari staða landsins. í þessari heimsókn mun hún þó fyrst og fremst dvelja inn- an borgarmarkanna og vinna að næstu sýningarverkefnum sín- um. Hún hyggst koma aftur í haust og þá liggur leiðin út á land. Hún þekkir orðið allar árstíðimar á Fróni og kveðst ekki geta gert Ronl Horn upp á milli þeirra. A sumum myndanna sem nú má sjá hátt uppi á veggjum Listasafnsins er horft út á haf, á öðr- um má sjá æðarhreiður og dún, konu og karl, uppstoppuð dýr á borð við mink, sel og snæuglu, að ógleymdum myndunum sem hún hefur tekið af hinni sívinsælu amerísku sápuóp- eru Leiðarljósi í sjónvarpinu, sem listakonan álítur jafnstóran og mikilvægan þátt í lífi margra Islendinga og það sem á undan er talið. Ljósmyndimar eru án titils, enda h'tur hún ekki á þær sem stakar myndir, heldur einungis sem hluta af heildinni, innsetningunni Pi, sem vísar til hins stærðfræðilega tákns fyrir hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Sem aftur vísar til þess að myndimar era teknar norður við heimskauts- baug, á nyrstu svæðum íslands. Notar ísland sem mynd- hverfingu fyrir heiminn Roni Horn leggur þó áherslu á að hún sé ekki að lýsa þessum svæðum í sjálfum sér, en fremur að rannsaka samskipti sín við þetta umhverfi í tíma og rúmi. Verkin vísi langt út fyrir hið stað- bundna rými landsins og endur- spegli ákveðna spennu milli hug- vera og hlutvera; hvemig einstaklingurinn samsami sig mynd sinni af umhverfinu og hvemig myndin spegli hlutvera- leikann. „Þegar ég sýni þessar myndir hér geri ég ráð fyrir að flestir Islend- ingar upplifi myndmálið sem íslenskt. En þegar ég sýni þær í öðra landi er hugmyndin um ís- land ekkert sérstaklega sterk, það er bara hug- myndin um stað, ákveðinn stað, það er allt og sumt. Svo þessi sýning er alls ekki um ísland - ég er aðeins að nota ísland sem myndhverfingu fyrir heiminn,“ segir hún. Roni Hom lætur í ljósi sterkar efasemdir um gildi.þess að ræða um list sína í viðtali í dag- blaði, þar sem henni þykir miðillinn helst til yf- irborðskenndur. „Ég veit ekki hversu upp- byggilegt það er. En ef ég reyni að einfalda - sem ég vil eiginlega helst ekki gera, ef ég á að vera alveg hreinskilin - þá eram við að horfa á nokkrar stakar Ijósmyndir, eða öllu heldur samsafn samskipta. Við höfum hér 45 ljós- myndir og vegna þess hvað þær hanga hátt uppi á veggjunum þá horfir þú ekki á hverja einstaka mynd fyrir sig, heldur sérðu þær sem eina heild eða syrpu. Þannig að þú sérð sjón- deildarhring sem er settur saman af mörgum ólíkum hlutum en það sem tepgir þá era þessar hálfu sjóndeildarhringsmyndir af sjónum,“ segir hún og bendir á myndimar, þar sem hún hefur horft út á sjóinn, út í sjónarröndina, og tekið þær svo í sundur, þannig að form mynd- anna er lóðrétt en ekki lárétt, eins og myndir af sjóndeildarhring era oftast. Þannig hafi áhorf- andinn þörf fyrir að leita að hinum helming- num. Möguleikar og takmörk tungumálsins Hún segist yfirleitt ekki veita viðtöl, láti frek- ar sýningarstjórana um það. Vegna sérstakra tengsla sinna við ísland eigi hún þó til að gera undantekningu, þó að henni sé ekki vel við það. Svo flettir hún bókinni Pi, sem er nýlega komin út í tengslum við sýninguna, gluggar þar í lærð- ar greinar listspekinga og segir: „Ég hef ekki einu sinni lesið þetta. Ég vona að þetta sé ekki tóm vitleysa. Þó að það sé auðvitað ekkert við því að gera úr þessu.“ í kynningu frá Listasafni íslands segir að Roni Hom eigi rætur sínar í bandarískum mini- malisma frá sjöunda áratugnum. „í upphafí fer- ils síns vann hún skúlptúra og rýmisverk í anda naumhyggju. Það skapaði verkum hennar þó ákveðna sérstöðu þegar frá upphafi að þau vora oft unnin út frá bókmenntalegum hugmyndum. Þessi tengsl ritlistar og myndlistar hafa sett æ meiri svip á verk hennar, þannig að segja má að þau fjalli öðram þræði um möguleika og tak- mörk tungumálsins," segir þar ennfremur. Ekki meðvitandi ákvörðun Roni Hom er sem sé jafnvíg á marga miðla en þegar hún er á íslandi er ljósmyndavélin hennar nærtækasta verkfæri. Island er líka af einhverjum ástæðum eini staðurinn í veröldinni þar sem hún tekur myndir - en hún veit ekki al- mennilega hvers vegna. „Það var ekki meðvituð ákvörðun - það þróaðist bara þannig,“ segir hún og ypptir öxlum. Milli listakonunnar og íslensks umhverfis og íslenskrar náttúra hefur á liðnum áram skapast sérstakt samband, sem hún hefur nýtt sér til listsköpunar, einkum í ljósmyndum, bókverk- um, grafík og skrifuðum textum. Bókverk hennar sem tengjast Islandi sérstaklega era nú orðin að minnsta kosti sex að tölu, og hafa að geyma ljósmyndir og texta sem vitna ekki ein- ungis um náið samband listakonunnar við ís- lenskt umhverfi, heldur líka um nákvæma rannsókn hennar á þessu umhverfi og upplifun hennaráþví. Sýningin Pi hefur farið víða um Bandaríkin og meginland Evrópu og hvarvetna vakið mikla athygli, en hún var raunar fyrst sett upp í Sydney í Ástralíu fyrir hálfu öðru ári. Frá Reykjavík fer sýningin svo til Torino á Ítalíu. Sýningin í Listasafni íslands stendur til 5. mars nk. Safnið er opið kl. 11-17 alla daga nema mánudaga. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 5. FEBRÚAR 2000 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.