Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 10
Ljósmynd: Snorri Snorrason. Grumman-flugbáturinn TF ISR kemur í fyrsta sinn til Akureyrar haustið 1945 og stefnir upp á planið við Strandgötuna. Flugstjóri var Örn Johnson. Ljósmynd: Snorri Snorrason. Ari Jóhannesson og Chevrolet-farþegabíll Flugfélagsins á Melgerðismelum 1946. FLUGIÐ OG FRUMHERJARNIR UÓSMYNDIR OGTEXTAR: SNORRI SNORRASON Það mun hafa verið haustið 1943 sem ég, þá 13 ára, fór fyrstu ferðina inn á Melgerðismela með Ara Jóhannessyni sem sá um farþegaflutningana fyrir Flugfélag Islands, en Melarnir sem oftast voru þannig nefndir voru þá flugvöllur Akureyr- inga. Reyndar var þetta eina flugbrautin á öllu Norðurlandi, að undanskildum söndun- um yst í Miðfirði. Flugfélagið fékk um þetta leyti nýjan Chevrolet-skutbíl sem tók eina níu farþega ásamt farangri, og var Ari með þann bíl öll næstu ár. í eitt skipti þegar við vorum á leið inn á Mela og komnir á móts við Kristnes kom maður hlaupandi niður brekkurnar í veg fyrir okkur með þau skila- boð að flugvélin að sunnan væri snúin við, svo ekki komust farþegarnir suður þann daginn. Og í annað skipti höfðum við beðið alllengi á Melgerðismelum eftir flugvélinni að sunnan, þá loks sást hvar hún kom úr norðri, hafði veðurs vegna orðið að fljúga út Skagafjörð og út fyrir Siglunes og var því talsvert á eftir áætlun. Urðu nú allir glaðir og sérstaklega þeir sem ætluðu suður, en nú ákvað flugstjórinn að fara hvergi veðurs vegna, svo allir voru keyrðir aftur í bæinn. Svona var þetta brösótt þessi ár. Hænsni og hundar I eitt skipti vorum við Hrafnkell Sveins- son, ágætur félagi minn og vinur, á ferð með Ara frá Melunum til Akureyrar. Frammí hjá Ara sat fín frú pelsi klædd. Þegar við nálg- uðumst Samkomugerði var allstór hænsna- hópur rétt vestan við veginn og fór nú allur á flug þvert fyrir okkur til síns heima, ekki skil ég enn hvernig þær sluppu við bílinn, en ein hænan lenti á framluktinni, fékk við það talsvert stuð og flaug áíram yfir girðinguna og inn á tún, en á framrúðu bílsins voru dropar af eggjarauðu. Vakti þetta talsverða furðu og skemmtan. Ekki var nokkur bílaumferð á þessum sveitavegi sem lá frá Akureyri inn á Mel- gerðismela þessi ár. Helst var það mjólkur- bíllinn og þann bíl þekktu allir hundarnir á bæjunum; sá fór rólega, og kom við á hverj- um bæ. Oðru máli gegndi um Flugfélagsbíl- inn, Ari ók greitt og rykstrókurinn vitnaði um að þar var ekkert verið að slugsa, enda urðu allir hundar alveg vitlausir í að djöflast á eftir bílnum hjá Ara. Man ég oft eftir heilli Ljósmynd: Snorri Snorrason. Dragon Rapide-flugvél Flugfélagsins á Melgerðismelum vorið 1944. Félagið keypti tvær flugvélar af þessari gerð frá Bretlandi. Hreyflarnir voru 200 hestöfl hvor og skrúfan var þannig að ekki var hægt að snúa blöðunum ef hreyfill bilaði. Það var notalegt að sitja í þessari flugvél á flugi, hún var hljóð og vel einangruð, sæti voru fyrir átta farþega og voru þau leðurklædd. Frammi í var aðeins einn flugmaður. Á myndinni sést að verið var að Ijúka við að dæla bensíni á geymana. Það er Gunnar Steinsen sem heldur á trekt, en á vængnum er Hrafnkell Sveinsson. Allar flugvélar Flugfélagsins voru rauðmálaðar þessi ár vegna styrjaldarinnar. Rapide-flugvél Rugfélagsins TF ISM við Eiríksjökul á leið til Akureyrar 1945. Flugstjóri var Magnús Guðmundsson. Jóhannes R. Snorrason tók myndina úr hinni Rapide-flugvélinni, sem bar einkennisstafina TF ISO, en sú flugvél nauðlentl á sjó norðan við land í síldarleitarflugi seínnipart sumars 1945. Flugvélin á myndinni var dæmd ónýt um 1950. 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 5. FEBRÚAR 2000 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.