Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 8
ERILLAGERT AÐ KLÓNA FÓLK? Vanggveltur um klónun mgnng vekjo upp ótal draugg og grýlur. Þær blandast á ýmsan hátt við hrollvekjur eins og skáldsögu Mary Shelley um vísindamanninn Frankenstein sem skapaði mann með tæknibrögðum. EFTIR ATLA HARÐARSON lucidarius er kennslubók í guð- fræði sem samin var einhvers staðar í Vestur-Evrópu um 1100 °g þýdd á íslensku þegar á 12. öld. Bókin er samræða læri- sveins og meistara og í 119. grein segir meistarinn: Fjórum háttum skapaði Guð menn. Einum hætti fyrir utan föður og móður sem Adam. Að öðrum hætti af karlmanni einum sem Evu. Þriðja hætti frá karlmanni og konu sem altítt er. Fjórða hætti frá meyju einni sam- an sem Kristur var borinn. Einhverjum kann að finnast þessi upptalning á þeim fjórum aðferðum sem Guð hefur til að skapa menn dálítið brosleg. En nú er svo komið að menn fjölga sauðfé tvennum hætti: Af hrúti og kind sem altítt er og frá kind einni saman sem Dollý var borin. Það var í Skotlandi sem líf- fræðingurinn Ian Wilmut og félagar hans tóku frumu úr júgri sex vetra kindar og komu kjama hennar fyrir í eggfrumu úr annarri kind. Þeir sögðu frá þessu í grein sem birtist í tímaritinu Nature í febrúar 1997. Síðan hafa menn klónað skepnur af öðrum tegundum, t.d. nautgripi, og sumar þessar klónuðu skepnur hafa erfðaefni frá karldýri einu þótt eggið sem því er plantað í sé úr kvendýri og fóstrið vaxi í kviði kvendýrs. Ekki veit ég til að menn hafi enn skapað dýr af engu foreldri en þeir tímar koma ef til vill að einhver búi til erfðaefni frá grunni og skapi þannig nýjar tegundir sem ekki eru byggðar á skepnum sem til eru í náttúrunni. Þegar er töluvert til af erfðabreyttum lífverum sem menn hafa skapað með því að splæsa saman genum úr nokkrum skepnum, sumum af sömu tegund, sumum ólíkrar gerðar. Grein Wilmut og félaga olli töluverðum taugatitringi. Menn tóku þegar að velta fyrir sér hugmyndum um að kióna fólk. Wilmut sjálf- ur hefur lýst þeirri skoðun sinni að óráðlegt sé að klóna menn með sama hætti og Dollý og víst er að þessi tækni enn ekki nógu þróuð til að veijandi sé að beita henni tii að eignast böm. T.d. er ýmislegt á huldu um hvort böm sem yrðu til með þessum hætti geta orðið jafnheii- brigð og átt sömu vonir um langlífi og böm sem verða til með venjulegri æxlun. Rannsóknir á klónuðum skepnum benda til að dýr sem klón- uð em af fullorðnum einstaklingi verði fyrr elli- hrum en þau sem til verða með kynæxlun. Erfðaefnið sem geymt er í kjarna hverrar frumu er risasameindir sem kallast DNA. Þær era lengjur úr milljónum niturbasa sem raða sér í tvöfalda röð. í hvert sinn sem frama skipt- ir sér klofnar þessi lengja að endilöngu og hver helft fær nýja niturbasa á móti. Þannig tvö- faldast erfðaefnið og í framhaldi af því verða til tveir framukjamar úr einum. Þetta aíritunar- ferli er ekki óskeikult m.a. vegna þess að lengj- umar rýma til endanna. Þegar skepna lifir lengi og íramumar í vefjum líkamans skipta sér oft hrömar því erfðaefnið. Þetta á þó ekki við um egg og sæðisframur. Þær era eins í ung- um og gömlum. Af þessum sökum er hætt við að bam sem klónað er af fullorðnum manni verði fremur ellihramt fyrir aldur fram en nátt- úraleg afkvæmi roskinna foreldra. Meðan ekki er séð við þessu er varla verjandi að búa til böm með því að klóna fullorðið fólk. Þótt ekki sé á dagskrá að fullorðið fólk klóni sig til að eignast böm alveg á næstunni hafa menn rætt um það í fullri alvöra að nota klónun til að skapa fósturvísa og eyða þeim áður en þeir taka á sig mennska mynd. Fyrr á þessu ári var enskum vísindamönnum synjað um leyfi til slíkrar tilraunastarfsemi. Að mér skilst studd- ist synjunin einkum við siðferðileg rök. Vanga- veltur um klónun manna vekja upp ótal drauga og grýlur. Þær blandast á ýmsan hátt við hroll- vekjur eins og skáldsögu Mary Shelley um vís- indamanninn Frankenstein sem skapaði mann með tæknibrögðum. Sá var af holdi og blóði og gæddur tilfinningum eins og við hin. En vegna upprana síns var hann dæmdur til lífs án ástar og vináttu. Mönnum varð líka hugsað til sögu Aldous Huxley Veröld ný og góð. Þar er lýst framtíðarþjóðfélagi þar sem bömin era búin til í tilraunaglösum og hvert og eitt hannað til að sinna ákveðnu hlutverki og gera sér það að góðu. Kynlíf er iðkað til skemmtunar en kemur æxlun ekkert við. Þessi framtíðarsýn Huxley er óhugnanleg vegna þess að skoðanir manna og tilfinningar mótast ekki af rökum eða skyn- samlegri umræðu heldur er þeim beinlínis áskapað að sætta sig við þann skerf sem þeim er úthlutaður. Hér hefur verið minnst á tvö bókmenntaverk sem hafa að einhverju leyti mótað viðhorf manna til tækni eins og þeirrar sem notuð var til að skapa kindina Dollý. Það mætti tína til ýmislegt fleira út menningararfinum sem skýrt getur þann óhug sem margir era slegnir þegar rætt er um möguleikana á að klóna fólk. Mér verður til dæmis hugsað til kynbótatilrauna þýskra þjóðernissósíalista fyrr á öldinni og hugmynda bandarískra gervigreindarfræðinga um að búa til vélmenni til að nota í hemaði, ver- ur með mannsvit sem era fullkomlega kaldrifj- aðar og kunna ekki að óttast. Mun kannski ein- hver stríðsherra nota líftækni til að búa til morðvarga og fjöldaframleiða þá svo með klón- un? Svona mætti lengi telja. En gamlar hryll- ingssögur og skáldlegt ímyndunarafl era ekki gild rök gegn þróun og beitingu lif- og erfða- tækni, a.m.k. ekki nema ástæður séu til að ætla að hún leiði í raun og vera til hryllings af því tagi sem Shelley, Huxley og fleiri hafa ímyndað sér. í því sem hér fer á eftir ætla ég að velta fyrir mér rökum með og á móti því að banna tilraunir til að klóna fólk. En fyrst ætla ég að fara örfá- um orðum um hvað gerist þegar dýr er klónað. Klónun, tvíburar og kynlaus æxlun Kynfrumur, þ.e. egg- og sæðisframur, era ólíkar öðram framum. Erfðaefni þeirra er að- eins hálft. Þegar sæðið frjóvgar eggið leggja þessar tvær framur saman í púkk og úr verður okframa. Hún skiptir sér svo aftur og aftur og myndar fósturvísi sem verður fóstur og síðan jóð og loks fullvaxinn einstaklingur. Framurn- ar í fullvöxnu dýri, t.d. kind, era margs konar t.d. vöðvaframur, taugaframur og húðfrumur. Að kynframunum undanskildum hafa þær allar sama erfðaefni og okfruman, sem varð til við samrana eggsins og sáðframunnar þegar dýrið var getið. Með því að taka frumukjama úr eggi og setja í staðinn kjama úr t.d. húðfrumu er því búin til okframa sem hefur sömu erfðaeigin- leika og eigandi húðframunnar. Sé þessari framu komið fyrir í legi getur hún svo skipt sér þannig að upp vaxi dýr sem er eins konar tví- buri síns eina foreldris. Með öðrum orðum: klónun gerir það mögulegt að fjölga dýram og mönnum með kynlausri æxlun. Nú er svo sem ekkert nýtt að nota kynlausa æxlun til að fjölga lífverum sem eignast af- kvæmi með kynæxlun í náttúranni. Þetta er til dæmis gert þegar græðlingar era teknir af plöntum. Það gerist líka meðal sumra lífvera, sem yfirleitt fjölga sér með kynæxlun, að einn og einn einstaklingur verði til með kynlausum hætti. Sá er þá kvenkyns og með sömu erfða- eiginleika og móðirin. Ekki er heldur nýtt að til verði tveir menn með sömu erfðaeiginleika því Menn hafa látið sér detta í hug að einræðisherrar og ofbeldismenn á valdastólum gætu látið klóna sérstaka hrotta til notkunar í hernaði. W í lllVv 1 W i \ 7 / eineggja tvíburar hafa verið til alla tíð. Klónun á sér því samsvörun bæði í hefðbundnum land- búnaði og í ríki náttúrannar. í umræðu um klónun hefur þess misskilnings stundum gætt að einstaklingar sem verða til með þessum hætti verði nákvæmlega eins og foreldrið. Menn hafa ímyndað sér að hægt verði að fjöldaframleiða mann og afkvæmin yrðu með einhverjum hætti mörg eintök af sama manninum. En eineggja tvíburar era tveir menn en ekki tvö eintök af sama manni. Þeir hafa hvor sinn persónuleika, hugsanir, hæfi- leika og tilflnningar. Þeir era kannski líkari en gerist og gengur um systkini en engu að síður tveir sjálfstæðir einstaklingar. Raunar era eineggja tvíburar töluvert líkari en t.d. Dollý er sínu eina foreldri eða menn yrðu sínum klón-áum og klón-buram. Veldur hér að minnsta kosti femt: Eineggja tvíburar hafa sama erfðaefni í hvat- beram en klónaður einstaklingur hefur hvat- bera úr eggi þótt erfðaefnið í framukjarna sé fengið úr öðram einstaklingi. Þetta á þó ekki við ef framukjaminn og eggframan eru úr sama líkama. Eineggja tvíburar vaxa upp af sama eggi og þar sem prótín í eggi hafa nokkur áhrif á vöxt og þroska lífvera verða þeir af þessum sökum líkari en tvær verar með sama erfðaefni sem vaxa upp af tveim ólfkum eggjum. Eineggja tví- burar dvelja í sama legi og fá sams konar nær- ingu á meðgöngutíma. Eineggja tvíburar fæðast á sama tíma og al- ast oftast nær upp við svipaðar aðstæður. Trúlegt er að þau atriði sem hér vora talin númer 3 og 4 hafi veraleg áhrif á vöxt og þroska miðtaugakerfisins og þar með þróun persónu- leika, tilfinninga og vitsmuna. Frá því miðtaugakerfið byrjar að vaxa þar til á unglingsárum era taugafrumur sífellt að tengjast saman og rjúfa tengsl sín á milli. Full- vaxinn mannsheili inniheldur um 100.000 millj- ónir taugaframa sem hver um sig tengist nokk- ur þúsund öðrum. Þetta er flókið net og enn skilja menn ekki nema að litlu leyti hvemig það virkar. En eftir því sem best er vitað ráðast tengingar í heilanum aðeins að hluta til af erfð- um og því er h'til ástæða til að ætla að einstakl- ingar með sama erfðaefni þurfi endilega að vera líkir í hugsun og hátt. Það er því ástæð- ulaust að óttast að maður sem yrði til við klónun yrði eitthvað síður einstakur og með sín eigin persónueinkenni heldur en við hin. Krafa um bann Löngu áður en Dollý varð til voru komnar fram kröfur um bann við klónun á fólki. Árið 1987 gaf páfagarður til dæmis út plagg með fyr- 8 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 5. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.