Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 9
irsögninni Donum Vitae þar sem tilraunir til að klóna fólk eru fordæmdar m.a. á þeim forsend- um að þær stríði gegn mannlegri reisn og helgi hjónabandsins. Fulltrúar ýmissa annarra trú- félaga, sem og veraldlega þenkjandi siðfræð- ingar, hafa líka fordæmt klónun m.a. á þeim forsendum að menn megi ekki „leika guð“. Ef til vill hafa páfinn og hans menn dæmt sjálfa sig úr leik í alvarlegum umræðum um þetta efni því þeir halda til streitu alls konar firrum um kynlíf og bameignir, eins og þeim að rangt sé að nota getnaðarvarnir. En hvort sem við tökum mark á páfanum eða ekki hlýtur um- ræða um réttmæti þess að banna klónun að taka mið af þeirri staðreynd að mörgu skyn- sömu fólki þykir slíkt vera helgispjöll og menn sem slíkt gera sýni þann ofmetnað að leika guð. Þegar menn vara hver annan við að leika guð hafa þeir yfirleitt tilfinningu fyrir eða hugboð um að þeir séu í þann mund að fara yfir einhver mörk sem ekki má fara yfir. í sumum tilvikum kann svona tilfinning að eiga rætur í fordómum eða skoðunum sem ekki verða studdar skyn- samlegum rökum. En stundum kann hún að vera hluti af viturlegu gildismati og þroskaðri siðferðiskennd sem menn eiga erfitt með að koma orðum að eða skýra nákvæmlega. Til að vega það og meta hvort þeir sem klóna menn „leika guð“ með einhveijum vítaverðum hætti dugar þó ekki að styðjast við óljósa tilfinningu. Það verður að rökstyðja að eitthvað annað og meira en grillur og fordómar búi að baki henni. Margir óttast það óþekkta. Það er því ekkert undrunarefni að í hvert sinn sem fram koma nýjar hugmyndir, ný tækni, nýir lífshættir þá vilji einhveijir banna nýjungina, segja hingað og ekki lengra. Þessi viðbrögð eru skiljanleg en ekki er þar með sagt að þau séu skynsamleg. Þegar röntgengeislarnir voru uppgötvaðir fyrir um það bil 100 árum síðan þótti mörgum óhugnanlegt til þess að hugsa að hægt væri að „lýsa“ gegnum föt, húð og kjöt allt inn að beini. Fljótlega kom líka í ljós að þessi tækni var hættuleg og nokkrir dóuaf völdum hennar. Nú, öld síðar, er augljóst að sá óhugur sem sumir voru slegnir og sú hætta sem stafaði af rann- sóknum á þessum geislum, hefðu engan veginn verið gild rök fyrir banni við tilraunum með þá. Frá því Röntgen var og hét hafa framfarir í tækni, meðal annars í læknisfræði og líffræði, gerbylt lífi manna til hins betra. Ef við viljum áframhaldandi tækniframfarir og batnandi lífs- kjör ættum við ekki að setja skorður við til- raunum og vísindarannsóknum nema mjög brýnar ástæður séu til. Og jafnvel þótt við ef- umst um að meiri þekking og fullkomnari tækni verði til góðs höfum við ástæður til að ætla að mannlegri farsæld sé best borgið í frjálsu og opnu samfélagi, þar sem fólk má í flestum greinum fara sínu fram meðan það skaðar ekki aðra. Með þessu er ekki sagt að það sé sjálfsagt og rétt að fólk taki upp á að fjölga sér með kyn- lausum hætti heldur aðeins að sönnunarbyrðin sé hjá þeim sem vilja banna það. Eigi að banna klónun þarf að styðja það bann betri rökum en þeim að rifja upp hryllingssögur eða segja að rnerm skuli ekki leika guð. Aður en ég skoða rök fyrir því að banna að klóna fólk ætla ég að fara nokkrum orðum um mögulegar ástæður til að reyna slíkt. 1. ástæða: Aðferð til að eignast börn í Heimdallargaldri segir guðinn Heimdallur frá uppruna sínum: Níu em ek mæðra mögur, níu em ek systra sonur. Ekki veit ég hverjum hætti mæður Heim- dallar blönduðu saman genum sínum. Þær kunnu trúlega lítil skil á líftækni. En þróist sú tækni áfram má vel hugsa sér að hægt verði að splæsa saman erfðaefni úr níu systrum, setja litningana sem úr verða í einn frumukjarna og koma honum svo fyiir innan í eggi. Ein þeÚTa gæti svo gengið með krógann. Hvort nokkurs staðar eru níu systur sem kæra sig um að gera þetta skal ósagt látið. En ef tæknin þróast á þann veg að hægt verði að eignast börn með klónun, án þess þeim hætti fremur en öðrum til vanheilsu og ellihrumleika fyrir aldur fram, því skyldu tvær lesbíur þá ekki vilja eignast barn saman? Ein leið væri að önnur legði til egg og gengi með barnið en erfðaefni væri frá hinni; önnur að erfðaefnið yrði blanda af erfðaefni beggja. Dóttirin sem fæddist ætti þá tvær mæður og engan föður. Með hvaða rökum er hægt að banna tveim kon- um að eignast barn með þessum hætti? Barnið yi-ði venjuleg stúlka og mæðrum hennar þætti jafnvænt um hana og foreldrum yfirleitt þykir um börn sín. Hún yrði að vísu til með tækni- brellum en það sama má segja um „glasabörn“ og börn sem fæðast fyrir tímann og er bjargað með háþróaðri tækni. Það eitt að nútímatækni hafi gegnt lykilhlutverki við tilurð manns gerir hann ekki á nokkurn hátt að minni manni. Ein rökin með klónun eru að hún gæti gert fólki mögulegt að eignast bai'n sem getur það ekki með venjulegum hætti. Þetta gæti gagnast fleirum en lesbíum sem vilja eiga barn saman, t.d. þeim sem eru ófrjóir. Nú má kannski segja að þeir sem þurfa á AUSTAN UM HEIÐI: STALDRAÐ VIÐ BÓK EFTIR HEIMI STEINSSON Nýplatonisminn gegnsýrði hugmyndaheim hinna kristnu kirkjufeðra. Flestir helztu kenninga- smiðir kristinnar guðfræði í öndverðu megg kallast kristnir platonistar. klónun að halda til að eignast börn geti eins ættleitt barn og trúlegast er að þótt klónun standi til boða muni flestir fremur kjósa ætt- leiðingu. En af þessu er ekki hægt að draga þá ályktun að rétt sé að banna þeim minnihluta sem kýs klónun að fara sínu fram. 2. ástæða: Aðferð til að lækna sjúka og fatlaða Það er ekki sennilegt að börn verði til með sama hætti og kindin Dollý alveg á næstunni. Hins vegar kann að vera stutt í að menn noti klónaða fósturvísa við lækningar. Það má til dæmis hugsa sér að mögulegt verði að gera við skaddaða líkamshluta með því að láta klónað fóstur vaxa, þar til þær frumur sem á þarf að halda myndast, og koma þeim svo fyrir og láta þær vaxa í líkama sjúkhngsins. Ef aðferðir af þessu tagi verða til þess að menn sem annars yrðu t.d. lamaðir til æviloka geti staðið á fætur þvi ætti þá ekki að nota þær? Klónaðir fósturvísar geta gert læknum mögulegt að bæta líf sumra sjúklinga. Þeir tím- ar kunna jafnvel að koma að hægt verði að rækta einstök líffæri upp af okfrumu sem til er orðin með því að skipta um frumukjama í eggi. Þá verður hægt að útvega mönnum ný líffæri án þess að fyrri eigandi deyi. Blátt bann við til- raunum til að klóna fólk kann að koma í veg fyr- ir að takist að þróa tækni af þessu tagi og afla gagnlegrar þekkingar sem getur bætt líf manna. Umræðan um þetta hefur stundum verið nokkuð ýkjukennd. Sumir hafa til dæmis mót- mælt hugmyndum um að klóna fósturvísa til að nota við lækningar á þeim forsendum að það sé ekki réttlætanlegt að búa til mann til þess eins að drepa hann og nota í varahluti. Ég efast um að margir læknar eða líffræðingar hafi áhuga á slíkum voðaverkum. Siðaðir menn eru á einu máli um að óréttlætanlegt sé að drepa mann til þess eins að hirða úr honum líffæri. En fóstur- vísir eða ungt fóstur sem enn hefur of óþroskað miðtaugakerfi til að geta haft meðvitund af neinu tagi er ekki mannvera, heldur í mesta lagi tilvonandi mannvera. Sé slíkur fósturvísir notaður til að bjarga lífi eða heilsu manns er því ekki verið að drepa einn mann til að bjarga öðr- um. Það er ef til vill hálfgert óyndisúrræði að rækta fósturvísa til þess að aflífa, en óyndis- úrræði geta verið réttlætanleg þegar mikið er í húfi. Að jafna þessu við stórglæpi eins og morð er ýkjur og öfgar. 3. ástæða: Að eignast barn og bjarga öðrq um leið Auk þess sem hugsanlegt er að rækta fóstur- vísa og jafnvel einstök líffæri með klónun og nota til lækninga má hugsa sér að undir vissum kiingumstæðum vilji fólk eignast barn með klónun til þess að bjarga um leið öðrum manni. Hugsum okkur til dæmis að hjón eigi barn og það sé með lífshættulegan sjúkdóm sem hægt væri að lækna með blóðgjöf úr einstaklingi sem er erfðafræðilega mjög líkur því, eða eins. Hjónin hafa kannski hugsað sér að eignast annað barn og standa nú frammi fyrir vali milli þess að eignast það með venjulegum hætti og þess að klóna veika barnið. Velji þau seinni kostinn tekst næstum örugglega að bjarga sjúklingnum svo því skyldu þau ekki gera það? Börnin þeirra yrðu þá misgamlir tvíburai'. Þótt það yngra hafi orðið til með óvenjulegum hætti er ekkert sem kemur í veg fyrir að þeim þyki jafnvænt um bæði. Yngra barnið yrði sjálfstæð- ur einstaklingur með sama rétt og önnur börn þótt það hafi að nokkru verið skapað til að bjarga bróður sínum eða systur. Það er ekki endilega verra hlutskipti að vera skapaður í þessum tilgangi heldur en að vera til dæmis getinn til að bjarga vonlausu hjónabandi eða fá móður sinni afsökun til að hætta í skóla. Fólk eignast börn í alls konar tilgangi sem stundum er miklu ómerkilegri en þessi, að bjarga öðru barni. Þetta kemur ekki í veg fyrir að þegar barnið er fætt þá hafi líf þess tilgang í sjálfu sér. Ég hef nú litið á þrenns konar ástæður sem menn gætu haft til skapa mann eða mannsfóst- ur með klónun. Erfitt er að meta mikilvægi ástæðna af því tagi sem taldar voru númer eitt en ég held að ástæður eins og þær sem taldar voru númer tvö og þrjú hljóti að teljast nokkuð veigamiklar og það þurfi því sterk mótrök til þess að styðja blátt bann við tilraunum til að klóna fólk. Hver gætu þau verið? f síðari hluta, sem birtist að viku liðinni, ætla ég að skoða fimm gerðir andmæla gegn klónun á fólki sem nokkuð hefur borið á í umræðum um þetta efni. Niðurlag í næstu lesbók. Heimildir: 1 Prjár þýðingar iærðar frá miðöldum. 1989. Gunnar Ágúst Harðarson bjó til prentunar. Hið íslenska bók- menntafélag. Reykjavík. Bls. 65. 'l Wilmut, Schnieke, MeWhir, Kind og Campbell. 1997. „Viable Offspring Derived from Fetal and Adult Mammaii- an Cells." Naturev ol. 385 bls. 810-813. 3 Heimild: Skýrsla ráðgjafarnefndar bandaríska alrikis- ins um siðfræði lífvísinda Martha C. Nussbaum og Cass R. Sunstein (ritstjórar). 1998. Clones and Clones. W. W. Nor- ton & Co. New York. Bls. 165-180. 4 Sjá t.d. viðöl við siðfræðingana Vilhjálm Árnason og Björn Björnsson í DV hinn 6. júlí 1999. Höfundurinn er heimspekingur og kennari. Seint á liðnu ári kom út „Sam- drykkjan" eða „Sympósion" eft- ir Platon í nýrri íslenzkri þýð- ingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar. „Samdrykkjan birtist fyrst í Aþenu á öndverðri 4. öld fjrir upphaf tímatals vors. Þýðandi ritar inngang og skýr- ingar. Bókin er meðal Lærdómsrita Hins ís- lenzka bókmenntafélags. í síðari hluta kversins birtir Eyjólfur Kjalar þýðingu sína á fornfrægu riti Plótínosar „Peri tou kalou“ eða „Um fegurð- ina“. Sú ritgjörð kom fyrst fyrir almennings sjónir í Rómaborg árið 301. Hér er þannig meira en sex öldum til skila haldið í einum bæklingi smáum. Arið 1959 gaf Bókaútgáfa Menningarsjóðs Samdrykkjuna út í þýðingu Steingríms Thor- steinssonar. Jón Gíslason annaðist útgáfuna og ritaði allýtarlegan inngang. Ég var liðlega tvít- ugur, þegar þessi útgáfa kom fram, og gleymi ég aldrei hrifningu minni. Þýðingu þjóðskálds- ins varðveiti ég að sjálfsögðu og hef lesið hana af og til í áranna rás. En Eyjólfi Kjalari tekst einkar vel að flytja lesendum þann „léttleika tal- málsins", sem Vilhjálmur Amason í stuttum eft- irmála kveður einkenna fi-umtexta Samdrykkj- unnar. Þýðing Eyjólfs er og „í samræmi við aðstæður“, svo að ég vitni aftur í Vilhjálm. Það skyldi ekki gleymast, að í Samdi-ykkjunni era menn „glaðir á góðri stund“. Sú kátína skilar sér afar vel í nýju þýðingunni. Ný útgáfa Samdrykkjunnar er sjöunda verk Platons, sem birtist í Lærdómsritaröð Hins ís- lenzka bókmenntafélags. í inngangshlutum þessara rita getur að líta greinagjörðir fyrir al- mennum atriðum um ævi, störf og hugmyndir Platons - og Sókratesar, kennara hans. Bókin „Síðustu dagar Sókratesar" kom út áinð 1973. Þar er að finna „Málsvöm Sókratesar", en einn- ig „Kríton“ og „Fædon“. Sigurður Nordal þýddi hluta þessa efnis og gaf út árið 1925. Skrifaði hann þá inngang, sem ég las í bemsku og verður mér ógleymanlegur, eins og ritin sjálf, þótt áfram líði árin. í útgáfunni 1973 þýddi Þorsteinn Gylfason mestan hluta Fædons. „Gorgías“ kom fyrir almennings sjónir í Lær- dómsritaröðinni í þýðingu Eyjólfs Kjalai's Em- ilssonar árið 1977. Ritið fjallar um mælskulistina eða nánai' til tekið um „áróðurstækni", eins og þýðandi kemst að orði í eftirminnilegu forspjalli. Hið mikla rit Platons, „Ríkið“, kom til sögunnar á sama vettvangi í tveimur bindum árið 1991. Enn var Eyjólfur Kjalai' þýðandinn og ritar stórfróðlegan formála, þar sem hann meðal ann- ars gjörir nokkra grein fyrir hinni frægu frum- myndakenningu Platons. Sjálfur texti „Ríkis- ins“ er á köflum óviðjafnanlegur til upp- byggingai-. Á það einkum við um hina framspekilegu þætti verksins. Það er væntanlega ági'einingslítið, að Eyjólf- ur Kjalar Emilsson sé atkvæðamestur íslenzkra heimspekinga í platonskum fræðum. Enn vitna ég í Vilhjálm Ámason, en hann segir, að Eyjólf- ur sé „einn fremsti fræðimaður um Plótínos á okkai' dögurn", - þá væntanlega einn hinn fremsti um heimsbyggðina. Við túlkun sína á ritum Platons höfðu heimspekingai' endurreisn- araldai' hugmyndii' Plótínosar og annarra plat- onista síðfornaldar að leiðarljósi, „enda virtu þeh' þessa lærisveina til jafns við meistarann sjálíán11, eins og Eyjólfur kveður sjálfur á í inng- angsorðum. Tilkoma ritverks Plótínosar „Um fegurðiná* í íslenzkri þýðingu Eyjólfs Kjalai's er því umtalsverð viðbót við fyrri kynni íslenzki'a lesenda af platonskum fræðum. Enski guðfræðingurinn Dean Inge ritaði bók um Plótínos, sem Bertrand Russell í „Heim- spekisögu VestmTanda“ telur „ómetanlega". „Platonismi", segir Dean Inge, „er hluti af grandvallarbyggingu kristinnar guðfræði. Það er algjörlega ómögulegt að nema platonisma brott úr kristnum dómi án þess að tortíma hin- um síðar nefnda“. Heimspeki Plótínosar nefnist „nýplatonismi". Hún var hið viðtekna lífsviðhorf menntaðra manna í Rómaveldi, þegar kristni tók að breiðast veralega út. Eyjólfur Kjalar seg- ir í aðfaraorðum ritsins Um fegurðina, að nýplatonisminn „gegnsýrði hugmyndaheim hinna kristnu kh'kjufeðra. Flestir helztu kenn- ingasmiðir kristinnar guðfræði í öndverðu mega kallast kristnir platonistar". Grandvallarhugsun Platonismans er kenn- ingin um „frammyndhTiar", ævai-andi og óum- breytanlegar fyrinnyndir síkvikrai' sköpunar á jörðu. Ktísthm nútímamaður fær með hægu móti tekið undir þá hugmynd fornra trúspek- inga, að „írummyndimar" eigi sér heimkynni í hugskoti Guðs. Æðst allra frammynda að plat- onskum skilningi er frammynd hins góða og fagra. í bréfi sínu til Rómverja talar Páll postuli um „að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna" (Róm. 12:2). Þarna er „vilji“ Guðs orðinn að frummynd hins góða, kærleikans, sem að sínu leyti er grandvallarhugtak í guðfræði Páls og alh-ar kristninnai'. I fyrsta Jóhannesar- bréfi getur að lesa þessi orð: „Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðug- ur í Guði og Guð er stöðugur í honum“ (1. Jóh. 4:16). Héðan er stutt stekkjargatan yfir til hugs- unar platonismans um hið góðfagra. Einn af fyriiTennui-um Platons var hellenski heimspekingurinn Parmenídes. Hann fjallaði sérstaklega um „veru“, og átti með því orði við raunveruleikann sjálfan. í ritgjörð sinni um „Framheija grískrai' heimspeki“ telja þau Patr- icia Kenig Kurd og Eyjólfur Kjalar Emilsson þarna vera um „að ræða sérstaka (heimspeki- lega) notkun orðsins, þar sem „er“ merkir nán- ast „er í eðli sínu“, „er í raun og vera“. Um ára bil hef ég í ræðu og riti bent á hverful- leika skynheimsins og það spumingarmerki við „raungildi" hlutveruleikans, sem sá hverfulleiki bregður upp. Jafnframt hef ég vakið athygli á orðum Drottins í annaiTÍ Mósebók 3:14, Jiar sem Guð kynnir sig fyrir Móse og segir: „Ég er sá sem ég er“. Og hann sagði: Svo skalt þú segja Israelsmönnum: „Ég er“ sendi mig til yðar“. I þessum ritningarstað er Drottinn Guð dreginn upp sem frummynd raunveruleikans. Kristur er í Jóhannesar guðspjalli að sínu leyti settur fi-am sem sama frummynd: ,Áður en Abraham fædd- ist, er ég“ (Jóh. 8:58). Fjöldi annarra ritningar- staða í Jóhannesar guðspjalli bendir til, að höf- undur ritsins líti beinlínis á Krist, Orðið, Logos, sem frummynd raunveruleikans. Lærisveinum Jesú ætlar höfundur hlutdeild í sömu fram- mynd: „Verið í mér, þá verð ég í yður“ (Jóh. 15:4), en þau orð era lögð Kristi í munn, þar sem hann ávarpar postulana að skilnaði. í árslok 1999 las Eyjólíur Kjalai' Emilsson þýðingu sína á Samdrykkjunni í þættinum „Víð- sjá“ í Ríkisútvarpinu Rás 1. Ástæða er til að bera umsýslumenn Víðsjár lofi fyrir efnisvalið. Hitt er óhjákvæmilegt að gagnrýna, hvernig um efnið var búið. Lestri sígildra rita í þættinum Víðsjá fylgir að jafnaði nokkur viðleitni til fræði- legrar umfjöllunar þess efnis, sem efst er á baugi í hverjum lestri. Varðandi Samdrykkjuna skorti nokkuð á þessa málsmeðferð. Því leyfi ég mér nú að bera fram þá tillögu, að Víðsjá fái Eyjólf Kjalai' til að flytja nokkra valda kafla úr rití Platons, „Ríkinu", og rammi þá lestra inn með úttekt fræðimanna á efninu. Það er ekki ámælislaust að tæpa á þeim stóra hlut- um, sem hér er um rætt. Brýnt er að ganga feti framar og leitast við að gjalda rétt gjöld sem flestum hliðum máls. Höfundur er prestur og stoðahaldari ó Þingvöllum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 5. FEBRÚAR 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.