Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 14
ÞEGAR GRAF VON SPEE VAR SÖKKT EFTIR HJÖRT J. GUDMUNDSSON Um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því að þýzka vasaorrustuskipinu Admiral Graf von Spee var sökkt á La Plata-flóan- um við strendur Suður- Ameríku. Var þetta f/rsta herskipið sem Þjóð- verjar misstu í síðari heimsstyrjöldinni, en það sem gerir þennan atburð enn merkilegri er sú staðreynd að skipinu sökktu Þjóðverj- ar sjálfir, '■k ^■asaorrustuskipinu Admiral K Graf von Spee var hleypt af K stokkunum í Wilhelmshav- K en, árið 1934. Eftir fyrri K heimsstyrjöld hafði nær öll- um flota Þjóðverja verið sökkt, en í Versalasamn- ▼ ingnum var þó tekið fram að Þjóðverjar mættu eiga nokkur úrelt herskip. Ennfremur var tekið fram að eina nýsmíði þeirra mætti vera sex 10 þús. tonna beitiskip. I samningnum var hins vegar ekk- ert minnst á stærð vopnabúnaðar og nýttu Þjóðverjar sér þetta með því að smíða 14 þús. tonna beitiskip (opinberlega sögð 10 þús. tonn) með sex 28 cm orrustuskipabyssum. Bandamönnum brá í brún en gátu ekkert að- hafst, Þjóðverjar virtust ekki hafa brotið samninginn. Vegna vopnabúnaðar skipanna þótti ekki hæft að flokka þau sem beitiskip og ekki voru þau heldur nógu stór til að teljast til orrustuskipa. Var því afráðið að búa til nokkurs konar milliflokk, svokallaðan flokk vasaorrustuskipa (enska Pocket Battleships, þýska Panzerschiffe). Var áætluð smíði fjög- urra slíkra skipa en aðeins þremur var lokið: Admiral Graf von Spee, Admiral Scheer og Deutschland. Nafni þess síðastnefnda var síðar breytt að skipun Hitlers þar sem óþol- andi yrði ef nafnskip Þýskalands færist. Vasaorrustuskipin voru, eins og fyrr segir, 14 þús. tonn. Þau höfðu 26 hnúta hámarks- hraða, voru 182 m á lengd, 21,7 m á breidd og ristu 5 metra. Þau voru búin átta 6.750 hest- afla vélum, samtals 54 þús. hestöflum og 2 skrúfum. Síður skipanna voru með 60 mm brynvörn, þilfar með 40 mm, stjómstöð 150 mm, og skotturnar 140 og 100 mm brynvörn- um. Þau voru búin sex 28 cm fallbyssum í tveimur skotturnum, átta 15 cm fallbyssum, tuttugu og fjórum loftvamarbyssum af ýms- um stærðum, átta 53,3 cm tundurskeytarör- um og tveimur flugvélum. í áhöfnum skip- anna voru 1.150 manns. Síðari heims- styrjöldin Þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt út voru Þjóðverjar eina þjóðin sem undirbúin var fyrir styrjöld. Þeir voru ekki aðeins und- irbúnir á landi og í lofti heldur einnig á haf- inu. Áður en Þjóðverjar réðust inn í Pólland, 1. september 1939, höfðu þeir sent bæði Graf von Spee brennur ennþá 18. desember 1939, daginn eftir að í því var kveikt og botnhlerarnir opnaðir. Admiral Graf von Spee. Skipið var nefnt eftir frægum þýzkum flotaforingja úr heimsstyrjöldinni 1914-18, Maximilian von Spee greifa. Gerði skipherrann á Graf Spee, Hans Langsdorf, í byrjun þau mistök að dreifa skothríð sinni á brezku skipin í stað þess að reyna að sökkva þeim einu á fæt- ur öðru. Breyttu Þjóðverj- ar þó fljótlega út af þessu og einbeittu sér að Exeter þar sem byssur þess vom þeim hvað skæðastar, enda hafði Exeter öflugasta vopnabúnaðinn af bresku skipunum, sex 20 cm byss- ur. Varð Þjóðverjum vel ágengt á tuttugu fyrstu mínútum orrustunnar og tókst að eyðileggja fjórar af sex byssum Exeter. Mörg skot Graf Spee reyndust þó gölluð og sprungu ekki þó þau hittu brezku skipin. Á meðan hafði hinum brezku skipunum tekist að koma nokkrum vel miðuðum Atburðurinn áttl sér stað á La Plata-flóa við austurströnd Suður-Ameriku. herskip og vopnuð kaupför út á sunnanvert Atlantshaf til að stunda sjórán þegar styrj- öldin brytist út. Þessum skipum tókst að valda töluverðu tjóni og beindust árásir þeirra einkum gegn siglingum breskra skipa. Gerðu Bretar ýmsar ráðstafanir til að hafa hendur í hári þessara skipa sem skiluðu þó yfírleitt mjög litlum árangri. Eitt þessara skipa var Ádmiral Graf von Spee, þá undir stjórn Hans Langsdorf skipherra. Fyrstu þrjá mánuði styrjaldarinnar hafði Graf Spee, eins og það var yfirleitt nefnt, sökkt níu kaupskipum Breta á Suður-: Atlantshafi, samtals yfír 50 þús tonnum. í þessum átökum hafði þó enginn týnt lífí vegna - skilyrðislausrar hlýðni Langsdorfs skipherra við Haag- stríðssáttmálann. í hvert skipti sem Graf Spee hafði grandað óvina- skipi voru farþegar og áhöfn flutt yfir í þýzka herskipið og þeir síðan settir í land í fyrstu hlutlausu höfn. „The Battle of the River Plate" Bretum var Graf Spee sem þyrn- ir í augum, en þrátt fyrir mikla gæslu hafði þeim ekki tekist að granda því. Reynt var að gera ráð fyrir því á hvaða slóðum Graf Spee héldi sig hverju sinni miðað við neyðarsendingar sem borist höfðu frá sumum fórnarlömbum þess. Af- mörkuðu Bretar að lokum svæði nálægt La Plata-flóa í Suður-Ameríku þar sem þeir töldu líklegast að þýzka skipið væri. Hélt S- Ameríkudeild brezka flotans, með beitiskip- unum Exeter, Ajax og Achilles, á þetta svæði og sigldi loks fram á Graf Spee við mynni flóans, þann 13. desember 1939. Graf Spee hafði mikla yfirburði á við brezku skipin og átti frá hernaðarlegu sjón- armiði séð að geta sökkt þeim öllum. Þjóð- verjar lögðu þó aðaláherslu á að koma sér undan, en varð ekki ágengt vegna yfirburða brezku skipanna í hraða. Var hleypt af fyrstu skotunum kl. 6.18 að morgni 13. desember. Brezku skipin umkringdu strax Graf Spee. skotum á Graf Spee úr 15 cm byssum sínum og breyttist orrustan fljótlega í eltingarleik þar sem þýzka skipið reyndi að komast undan í átt að La Plata ármynninu. Beittu þeir til þess m.a. reykvél. Eftir um klukkustundar eltingarleik sneri Graf Spee við og réðst til atlögu við Exeter til að reyna að gera út af við illa laskað beitiskip- ið. Exeter beit þó illa frá sér með þeim byss- um sínum sem ekki höfðu verið eyðilagðar og sneri þýzka skipið fljótlega við aftur með minniháttar eld innanborðs. Fimm mínútum síðar greiddi Graf Spee Ajax þungt högg sem eyðilagði báða afturskotturna breska skips- ins. Að öðrum fimm mínútum liðnum neydd- ist Exeter til að láta undan síga og halda und- an þar sem þær byssur þess sem eftir voru í lagi voru orðnar ónothæfar vegna mikils leka í skipinu. Sömuleiðis loguðu miklir eldar um borð í skipinu, auk mikils mannfalls. Á sama tíma og Exeter hélt undan reyndu hin brezku skipin að þrengja að Graf Spee og koma þannig betur skotum á það. Einn af fjórum skotturnum Ajax var á þessari stundu með öllu orðinn ónothæfur. Graf Spee reyndi á ný að komast undan og notaðist enn við reykvélina. Brezku skipin eltu og tókst að koma nokkrum skotum á þýzka skipið. Er talið að annar skotturn Graf Spee að aftan hafí orðið ónothæfur um þetta leyti þar sem ekkert var skotið úr honum eftir þetta. Um 7.40 höfðu brezku skipin nær klárað skotfærabirgðir sínar og voru að auki orðin -14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 5. FEBRÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.