Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 5
Ljósmynd: ÞjóSminjasafn íslands. Grams-verslun rétt fyrir síðustu aldamót. Húsið til hægri var kallað „Ameríkaninn" og varð síðar frystihús. Framan við húsin má sjá járnbrautar- teina, þá fyrstu á landinu. Heimild: Gunnar Hvanndal. Þingeyri fyrir 1890. Annað hús frá vinstri er gamla pakkhúsið frá 1733. Þar var m.a. geymt salt frá skútunum yfir vetrartímann. Húsið til hægrí við Grams-verslun er „gamla búðin" en þar uppi var seglasaumaverkstæðið til húsa. Húsin lengst til hægri eru lýsisbræðsla ogfiskhús. Stóra skipið til hægri er franskt hersklp. Helmlld Gunnar Hvanndal. um sínum þar sem hann lá best við lúðumiðun- um. Veiðamar gengu vel og skipunum fjölgaði ár frá ári. Samkvæmt skrám Grams urðu fleygin þrettán þegar mest var á árunum 1891-94; stórir tvímastraðir bátar sem gátu orðið allt að 160 tonn að þyngd. Lúðuveiðararnir voru hetju hafsins i Gloucester og einungis úrvalssjómenn voru svo heppnir að fá skipspláss. Oft höfðu þeir verið skipstjórar á minni bátum. Ekkert var til sparað við lúðuflotann og var svo vel búið að þeim í matarvistum og drykkjarföngum að ís- lensku sjómönnunum blöskraði. Þótti sumum sem skipsveran þýddi veisluhöld nótt sem nýt- an dag. Samkvæmt James Pringle, fréttaritara Boston Globe, höfðu skipverjanir með sér bestu og hlýjustu föt sem völ var á, nægar birgðir af tóbaki, nautakjöt, svínakjöt og hveiti í tunnutali auk mikils magns af sykri, smjöri, feiti, te, kaffi, mjólk, baunum, kartöflum, róf- um, súrsuðu grænmeti, rauðrófum, hvítkáli, tómatsósu og fjölbreytt úrval af niðursuðuvör- um. Kynntu þeir Þingeyringum fyrir nýjung- inni gúmmístígvélum sem átti eftir að koma ís- lenskum sjómönnum að góðum notum. Vistaverur og annar aðbúnaður sjómannanna var einnig langt um betri en íslenskir sjómenn áttu að venjast. Meðalhlutur skipverja var 220-270 dollarar fyrir sumarið en það þótti mjög gott. í samanburði við bæjarbúa höfðu þeir næga fjármuni undir höndunum og eyddu þeim óspart í Grams-verslun þar sem þeir keyptu vistir til viðbótar við það sem fyrir var. Gátu úttektir einstakra skipverja orðið allt að 100 dollarar yfir sumarið. Var það stórfrétt á mælikvarða þeirra tíma. Önnur starfsemi sem hagnaðist vel af „sprökuveiðurunum" var „vertshúsið“ eins og það er kallað í dag. Húsið er eitt elsta hús Þingeyrar, reist af Birni Magnússyni „vert“ og konu hans Guðrúnu Sveinsdóttir árið 1881. Nafn hússins er dregið af starfseminni sem fór fram í því fyrstu fimmtán árin. Þá var það kall- að Hótel Niagara að amerískum sið og var veitingasala og gistihús sem hafði leyfi til að hýsa sex ferðamenn í senn. Tæpum áratug síð- ar töpuðu hjónin húsinu og um leið rekstrinum til Grams-verslunar þar sem verslunin hafði lánað allt efni til húsbyggingarinnar. Um svip- að leyti rann upp uppgangstími amerísku lúðu- veiðaranna og það varð hlutur hreppstjórans Jóhannesar Olafsson og konu hans Helgu Samsonardóttir, sem bjuggu í húsinu til 1895, að hagnast á „ástandinu". Fjöldi skipverjar í hverri áhöfn gat orðið 22. Auðvelt er að ímynda sér breytinguna á bæjar- bragnum þegar fjöldi skipa var sem mestur og tala amerískra sjómanna gat orðið helmingi hærri en íbúatala Þingeyrar. Þeir lögðu bæinn undir sig. Færslur Grams-verslunar sýna mikla aukningu í bjórsölu þegar Ameríkanarn- ir komu til Þingeyrar. Árið 1884 seldust 700 pottar af bjór á meðan 9600 pottar seldust á tímabilinu 1891 til 1894 þegar fjöldinn var sem mestur. í útvarpsviðtali sem tekið var við Sig- urð heitinn Jóhannesson Ólafssonar hrepp- stjóra, fyrir mörgum árum, minntist hann æskuára sinna á Hótel Niagara. Þar fékk hann sem smágutti að fylgjast með þessum mönnum sem höfðu umtumað bænum með nærveru sinni og gert heimili hans að félagsheimili sínu. Kallaði Sigurður Ameríkanatímabilið vástandsár“ á Þingeyri, hálfri öld áður en aðrir Islendingar fóru að tala um slíkt ástand. Þegar Ameríkanarnir komu í land, með fullar hendur fjár, hafi gleðin tekið öll völd þar sem haldið var uppi fjörmiklu samkvæmislífi í bænum með dansi og bjórdrykkju á Hótel Niagara. Ameríkanamir hafi spígsporað um bæinn upp- áklæddir í fín föt og með harða hatta, annálaðir fyrir þrifnað og snyrtimennsku og heillað heimasætumar upp úr skónum. Þær hafi ekki getað staðist jafn flotta menn og boð í kvöldsamkvæmi á hótelinu hafi verið draumur allra stúlkna. íslensku sveitapiltarnir hafi ekki fengið tækifæri þó einn og einn hafi einnig sést í þessum samkvæmum. Þar hafi dansinn dunað fram eftir nóttu, kvöld eftir kvöld, og eftir reynslu sína trúði barnið ekki sögum þess efnis að ekki væri hægt að verða dmkkinn af bjórþambi. Samkvæmin enduðu iðulega með logandi slagsmálum og var það hámark fjörsins í augum tæplega tíu ára gutta sem hefði átt að vera kominn í rúmið fyrir löngu. Astandið var orðið alvarlegt ef marka má bréf sem Gram, ræðismaður og verslunar- stjóri, sendi sjávarútvegsráðuneytinu í Wash- ington og tollýfirvöldum í Gloucester árið 1891. I bréfinu kvartar hann yfir því að í seinni tíð hafi hegðun bandarísku sjómannnana versnað til muna. Taldi hann nauðsynlegt að gera strangari kröfur til hegðunar og hlýðni. Vildi hann til dæmis að skipverjar yrðu skilyrtir til að fá landgönguleyfi hjá viðkomandi skip- stjóra, sæta reglum um útivistartíma og stand- ast kröfur um góða og karlmannlega hegðun. Taldi hann að sumarið 1891 hefðu bæjarbúar verið í lífshættu vegna drukkinna bandarískra sjómanna sem gengið höfðu berserksgang í þorpinu, brotið rúður, grýtt hús og þvingað upp hurðir að næturlagi. Gram var ekki einn um að hafa þessa skoðun á málunum. Þingeyri var um þessar mundir orðin annáluð fyrir laus- læti og yfirgang Ameríkana og áleitni þeirra við konur. Danskur læknir, dr. Ehler, ferðaðist um ísland sumarið 1894 og nefndi Þingeyri sérstaklega á nafn sem dæmi um ólifnað á Isl- andi í grein sem birt var í Ugeskrift for Læge eftir heimkomu læknisins. Greinin var þýdd og birt í Þjóðviljanum Þingeyringum til mikillar gremju. Upplýsingar dr. Ehlers voru fengnar frá Sigurði Magnússyni, héraðslækni á Þing- eyri. Auk þess voru kirkjubækur til vitnis um náin kynni íslenskra stúlkna og erlendra sjó- manna. í manntali Massachusets-fylkis kemur fram að árið 1900 hafi 16 íslendingar búið í Gloucester, þar af 11 konur. „Astandið" tók enda eins og varð einnig með hið síðara og þekktara í Reykjavík. I þetta skipti var það ekki verk mannanna sem batt enda á tímabilið heldur náttúran. Lúðan hvarf og Ameríkanarnir um leið. Önnur ástæða var samdráttur í úthafsveiðum Bandaríkjamanna sem leiddi til þess að hetjur hafsins misstu ljóma sinn. Rekstri hótelsins var hætt árið 1896 þegar Nathanael Mósesson, skósmiður, leigði húsið og opnaði skósmíðaverkstæði. Að vísu var það það stærsta sinnar tegundar sem nokkurn tím- ann hefur verið á Þingeyri þannig að glæsileik- inn fór ekki alveg af starfseminni. Síðar átti húsið eftir að vera vettvangur fleiri mikilvægra atburða í sögu Þingeyrar, m.a. hýsti það fyrstu símstöð bæjarins. Hvað útlendinga snertir áttu bresku togarastjómennimir eftir að vera áberandi í bæjarlífinu framan af 20. öldinni og elda grátt silfur við heimamenn. Um aldamótin voru fjölmiðlar í Reykjavík uppfullir af sögum um ódæðisverk breskra landhelgisþjófa sem sökktu báti sýslumannsins Hannesar Hafstein rétt upp undir landsteinum í Dýrafirði. Sam- kvæmt fréttinni slapp sýslumaðurinn, sem síð- ar átti eftir að setja mark sitt á stjórnmálasögu Islands, naumlega við skrekkinn en þrír Dýrf- irðingar voru ekki jafn heppnir. í október sl. var reistur veglegur minnis- varði í Dýrafirði um mennina sem létu lífið þennan dag í þágu þjóðarinnar. Þrátt fyrir misjafna reynslu af erlendum heimsóknum í gegnum tíðina buðu Þingeyring- ar Pólverja velkomna í aldarlok. Þá sögu þekkja flestir og er óþarfi að endurtaka hana hér. Helstu heimildir: Hjálmar R. Bárðarson. 1993. Vestfirðir í máli og mynd- um. Reykjavík: Hjálmar R. Bárðarson. íslandssaga til okkardaga (ritstj.) Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson. 1991. Reykjavík: Sögufélagið. Mannlíf og saga í Þingeyrar- og Auðkúluhreppum hin- um fornu: Þjóðlegur fróðleikur gamall ognýr, 1. hefti (ritstj.) Hallgrímur Sveinsson. 1996. ísafjörður: Vest- firska forlagið. Mannlíf og saga í Þingeyrarhreppi: Þjóðlegur fróðleik- urgamall ognýr, 5. hefti (ritstj.) Hallgrímur Sveinsson. 1998. ísafjörður: Vestfirska forlagið. Ragnheiður Mósesdóttir. 1987. Cloucestermenn í Lúðu- leit. í NýSaga, tímarit Sögufélagsins. Sigríður Ingimarsdóttir. 1999. Ódæðisverk á Dýrafirði fyrir 100 árum. í Lesbók Morgunblaðsins, 9. október. Öldin sem leið: Minnisverð tíðindi 1801-1900 (ritstj.) Gils Guðmundsson. 1956. Reykjavík: Iðunn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 5. FEBRÚAR 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.