Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 17
’Ctj/k.Ja’S’SÞi h , #**ZL ^ ~ i k > £ * S<; ■_JEÍL«. -wV ¥» 4UfJ í^á V^É??^ * **’ >«* ' ,£(>**" U^V*^ . fli^4 uá^—1 .ý ' ^ , to£g n+*+%* ^rwdcwiL /t 6£/efo'/9 fV •JÉÍu ~ r? J y^tfp, ^r-As jÁý<S- jfáP*'<e%-*-* ^ftrýJi £y<Z» f~J -J^/7'^ fi/ *«*ýp'tzs *ý(. '*+?%' íf^ T-^r^r * ^Zt***?' 4t»V* /Vvfc^íífcVV ■^' A~ 4« cyjf^r ++*/>V9& *s/h'~** •>—+ .-p *• i3S»^3. JUjLo^ - á&o-Jy.y* r 4z*^- /fee/ír . /m*o - *• í^4v úfzz* ***~ / '~j •3 /7 '7?~m '& f' V /^v*-- ^fCÁCtvUn, <r a/»*j Áyajjt., */ f^p'f***' o7 ****" *r <U‘,ittjtJJ f'H <*»*J*<*/íyr- * a~r3'77 “>" Morgunblaðið/Ásdís Ljóðabréf ásamt teiknlngu Þórbergs af sjálfum sér á göngu í Örfirisey. Bréf frá Gunntaugi Scheving. Teikning eftir búlgarska myndhöggvarann sem Halldór Laxness fór með frá Holiywood. skyndilega gagntekinn af einhverrí voldugri al- heimslyfting. Nú fannst mér gervallur heimur- inn vera ættland mitt og allir menn í öllum löndum vera bræður mínir og systur. Þetta gerðist íglaðatunglsljósi frammi undan Kjalar- nesinu.“ Og þegar Þórbergur hefur tekið gleði sína á ný skemmtir hann sér við að setja saman eftir- farandi kvæði sem fylgir bréfinu. Hægt skríður Lyra mótaustrí. Nú er ég byrgöur í klaustrí. Á íslandi er tunglsjós og blíða. Mig langar ósköp að ríða. Hvass erhann enn þá á austan. Ég er skyldur Jóni gamla Austmann. YHr hafdjúpið heyri ég kveina mína einmana iærisveina. Til helvítis hrapa ájólum, þeir sem hröktu mig burtu úr skólum. Þá hrópar heilagur andi: „Hvort ernú sál þín í standi?“ Sálmín, hún erhrein ogístandi. Ég hlýði þér heilagur andi. Hratt skríður Lyra mót austrí. Égvillifa ogdeyjaíklaustrí. Á íslandi eru hörkur oghríðar. Mig langar ekkert aðríða. Indæll er svalinn áaustan. Ég þekki ekkert Jón gamla Austmann. Engan mann heyri égkveina. Aldrei hefi ég átt lærisvein a. I himininn hopp ájólum þeirhmktu migburtu úrskólum. Nú hneigir sig heilagur andi. Hann sér, að égerístandi. Svona éta ekki aðrir ofan í sig en þeir sem eru fordjarfaðir af auðmýkt útvaldra.“, segir Þórbergur að loknu kvæðinu. Annað kvæði öllu rómantískara sendi Þór- bergur Erlendi og lét með fylgja mynd af sér á göngu út í Örfirisey. Ég sá á sólarhæðum, einn sumarfugl á kvist. Hann kunni margtafkvæðum, og kyrjaði þau aflist- En svo kom haust, - haust,-haust svo kom haust með svalri raust, og söngurínn hvarf af hæðum. Stefán frá Hvítadal Þeir Stefán og Erlendur voru á líku reki. Stefán var fæddur 1887 og Erlendur 1891. Ste- fán hafði komið suður til prentnáms en varð að hætta því námi vegna veikinda og sneri heim til foreldra sinna í Hvítadal í Dalasýslu dapur í huga og óviss um framtíð sína. Stefán hafði verið kostgangari hjá Unu móður Erlendar og kynntust þeh- þar. Hann ritar Erlendi bréf frá Hvítadal þann 11. september 1910 en þá er Erl- endur 19 ára. „Elskulegi vinur minn! Ég þakka fyrir bréfið þitt með síðasta pósti. Það er engan veginn víst að ég komi suður í haust. Mörg atvik framkomin síðan ég skrifaði þér, sem virðast ætla að gera mér það ómögu- legt. Það er sárt að eiga allt líf sitt undir góð- semi annarra manna - því hún er ávalt tak- mörkuð; - en hvað um það - suður langar mig til að koma í haust. Ég óttast að veturínn verði hér langur og kaldur - en ég er að ýmsu leyti illa undir hann búinn. En ég vil ekki kvarta. Ennú kemur það sem þyngst er og það er að biðja þigað tala við ÓI. Bjömsson fyrirmig. Ég skrifaði honum um daginn og spurði hann þá um hvort hann gæti séð mér fyrír atvinnu í vet- ur. En éghefí ekkifengið svar." Síðar í bréfinu segir Stefán: Bréf Þórbergs frá Noregi. „Égget ósköp vel skilið að þú viljir feginn vera laus við þetta - en þú veist að ég þekki ekJd marga, sem ég treysti - og þar að auki er enginn jafn kunnug- ur mínum högum og þú. Þú mátt segja það sem þér sýnist um mig. Eins og þú skilur þá er mérþetta afar áríðandi. Égget ekki hugsað mér að vera heima í vetur. Þú mundir ekki lá mér það ef þú vissir allar ástæður.“ Guðmundur G. Hagalín Bréf Guðmundar Hagalin til Erlends eru fjölmörg og hafa enn lítt verið skoðuð. Það sem hér birtist er frá miðjum þriðja áratugnum, svipuðum tíma og bréf þeirra Halldórs og Þór- bergs hér á undan. Verður heldur ekki annað séð af bréf- inu en þeir Þórbergur og Guð- mundur hafi verið samtíma í Noregi. Vadheim Sogn 12.2.1926 Kærí vinur! Alt af á ferð og flugi! Ekkert fengið enn af bókinni. Held ég að pakkinn hljóti að hafa mis- faríst. Sendi þér skeyti. Var hreint eyðil. Ernú heima stutta stund. Fer aftur í dag. Predika nú yfír fullu húsi hvert kveld. Hef haft svo hundruðum skiptir upp á síðkastið. Og nú hef ég aldrei frið. Ékki hægt að hafa „festtale“ án þess að ég verði að halda hana. En dýrt og óró- legt og útdragsamt er þetta. Ekkert hef ég frétt af Þórbergi. Við vorum einmitt að tala um hann í gærkvöld. Hann kvað vindinn þynnrí í Noregi en á íslandi, jólakökurnar stærrí - og konvolutter kallaði hann omslag, þegar hann bað um þær í búðum. Hefur bókin orðið „fía- sko“ þar eð enginn nefnir hana? Mundu að segja mér það. “ Bréffrá Þorvaldi Skúlasyni Bréf Þorvalds til Erlends ber það með sér að Þorvaldi hefur þótt nokkuð langt tii seilst að biðja Erlend um aðstoð. En hér er nefndur til sögunnar annar þekktur velgjörðamaður ís- lenskra listamanna um miðbik aldarinnar, Ragnar Jónsson í Smára. Er ekki annað að sjá en Erlendur í Unuhúsi verðskuldi sess við hlið hans sem ekki síðri bakhjarl þeirra andans manna sem ekki gátu lifað á loftinu einu saman fremur en aðrir dauðlegir menn. Kelleríshuset Kvistgaard 5/8 ’46 Kærí Erlendur. Ég bið afsökunar á því að ég neyddist til að senda þjer kveðju símleiðis áður en ég hafði mannskap í mjer til að láta þig vita af mjer brjeflega - en satt að segja hefur ekki verið mikið næði til brjefaskrifta. Nú erum við komin fyrir nokkru hingað til Kvistgaard, leigðum tvö herbergi og eldhús í mánaðartíma, auk þess fékk églítið herbergi til að mála í, svo alt er þá orðið „normalt" í bili. Það einasta sem amarað okkur er það, að gjaldeyririnn er kominn að þrotum. Ragnar Jónsson lofaði mjer hátíðlega að senda peninga í júlí, en þrátt fyrir að ég bæði hefí skrifað honum og sent neyðaróp sí- mleiðis eru peningamir ókomnir enn. Ég gerí ráð fyrir að þetta stafí af minnisleysi, og þar sem ég ekki get varið þeim fáu krónum sem eftir eru íkassanum til þess að senda honum sí- - mskeyti á hveijum degi datt mjer það ráð í hug að snúa mjer til þín og biðja þig um að minna hann á mig.“ Bréffrá Gunniaugi Scheving Grindavík 18. október 1944 Kærí Erlendur! Sendi þjer nú nokkrar línur. Það er orðið svo langt síðan jeg hefí sjeð þig eða heyrt frá þjer. Hjeðan allt prýðilegt að frjetta - held ég - það er að segja, af mjer allt gott og afgangurinn er því eins - svona hugsar maður. Hjer ergott að vera - og mjög margt sem gleður mig. Brim viði_ tangann, hrafnar - dásamlegir. Hvolpar-hest- ar - kettir -hús- menn í fallega litum fötum - falleg birta - og fallegur himininn. Þetta verk- ar vel á mig ogjeg reyni að hugsa rjett og fal- lega. Náttúran er alveg hrein, og alvaran er nauðsynleg; alveg óhjákvæmileg. Ef maður er einlægur sjer maður hvað á að gera og hvernig á að vinna. Síðan sjer maður svo galla, en aðal- atríðinu var náð, verkið hafði tilgang - sem fæðir nýtt af sjer. Líklega kem jeg bráðum til Reykjavíkur. Jeghlakka til að sjá þig. Kærkveðja. Frá Gunnlaugi Bréf frá Steini Steinarr Steinn Steinarr var lítill bréfritari og segja sumir það stafa af því að hann ferðaðist lítið og. þurfti því ekki á bréfaskriftum að halda. Eina ferð fór hann þó a.m.k. til Kaupmannahafnar árið 1936 og sendi þá Erlendi eftirfarandi bréf. Bréfið sjálft er ódagsett en umslagið er stimpl- að í Kaupmannahöfn í apríl 1936. Kærí Erlendur Enginn veit kannske betur en þú, hversu lít- ilmótleg persóna ég er, enginn nema ef til vill Þóra, þessi ágæta stúlka, viltu heilsa henni frá mér og segja henni að ég sé að hugsa um að senda hennipostuhnshund og myndagátur í af- mælisgjöf. Item eina aldýra, ef vel liggur á mér. Nú skal ég segja þér eitt. Það fór svo að áður en ég komst hingað til Kbh. hafði ég eytt og sóað um 50 kr. af mínum skáldastyrk, ég hefí gjaldeyrísleyfí upp á 250 kr. (það er í höndum bróður míns) en ekki nema 200 kr. ípeningum.^ Nú hefír bróðir minn lofað að hjálpa mér með 25 kr. en alls ekki meira því hann er aðgætinn í fjármálum og stórgáfaður! Nú vil égspyrja þig, kæri Erlendur, geturþú lánað mér (í viðbót við allt annað sem þú hefur lánað mér) þessar 25 krónur, sem til vantar svo gjaldeyrisleyfí mitt verði þá for satan útnotað? Eg bið Hjört bróð- ur minn að tala um þetta við þig nánar áður en hann fær þessa peninga mína yfírflutta. Annars hefí ég þaðfínt í alla staði og líkai' vel við danskinn. Fyrirgefðu svo þetta allt saman og vertu blessaður. Steinn Steinarr >AMAN OG VERTU BLESSAÐUR" "V LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 5. FEBRÚAR 2000 I 7,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.