Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 7
, GRÍNAÐ I LON DON Agústa Skúladóttir er Lundúnabúi, leikkona og grín- isti. Hún kom til London f/rirtæpum tíu árum til að læra og iðka leiklist. Núna er 1 hún líka komin á 1 Fullt sem „uppistandari" og grínisti. Annar Lundúnabúi, DAGUR GUNNARSSON, deild i einum katli c if Earl Grey með henni á dö igunum. Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson Ágústa Skúladóttir segist ekki vera fyndin heima hjá sér á morgnana. ABRETLANDI er löng og mikil hefð fyrir grínistum sem koma einir fram og skemmta áhorfendum, þeir eru „comedians“ og stunda „stand-up“ líklegast vegna þess að þeir standa einir á sviðinu með hljóðnemann. „Stand-up“ hefur verið snarað á íslensku sem „uppistand" sem er hvorki þjált né lýsandi, en verður að duga í bili. Það segja allir sem reynt hafa að uppistand sé ákaflega erfið og oft og tíð- um skelfileg lífsreynsla, grínistinn þarf að ná upp góðri stemmningu, hafa á hraðbergi mis- munandi sögur og brandara eftir því hvemig andrúmsloft er í salnum og til að halda gríninu léttu og lifandi má það ekld vera of bundið handriti. Margir breskir grínistar spila á áhorf- endur, spjalla við þá og spyija spuminga sem þeir leggja síðan grínið út frá. Frammíköll eru líka mjög algeng og grínistarnir þurfa því að geta svarað vel fyrir sig og snúið slíkum árásum í leiftursnöggar gagnárásir ef þeir eiga ekki að vera hrópaðir niður. Það em fjórir eða fimm stórir kómedíuklúbbar í London sem eru sér- hannaðir fyrir grínkvöld og stunda ekkert ann- að, síðan em margir minni klúbbar sem em í kjöllurum eða á efri hæð á pöbbum og þar getur návígið við áhorfendur verið mjög mikið. Uppistand er líka að ryðja sér til rúms í sjónvarpsdagskránni og því hafa nokkrir grín- istanna náð mjög langt, orðið frægir og vinsælir en eigi að síður er ekki beinlínis litið á þá sem listamenn og virðist almenningur líta svo á að þeir séu einhvers staðar mitt á milli Shakespea- re-leikarans og rokkstjömu í virðingarstigan- um. Er þetta fyndið? Árlega keppa uppistandarar um mjög virt verðlaun, Perrier-verðlaunin og það er mikið mið tekið af því hvemig manni vegnar í þeirri keppni sem er haldin í júlí í tengslum við Edin- borgarhátíðina. Takist manni vel upp í Edin- borg em miklar líkur á að fá samning við um- boðsmann og alls konar dyr geta farið að opnast. Ég sá einu sinni heimildarmynd í sjónvarp- inu þar sem Rowan Atkinson (Mr Bean og Blackadder) var að fjalla um kímnigáfu og leit- aðist við að svara spumingunum: Hvað er fynd- ið og hvers vegna? Ég hef sjaldan séð ófyndnari þátt, öll umfjöllun um þetta efni virðist hrein- lega vera dauðadæmd. Ein kviksaga úr þjóðfé- laginu hermir að Þórhallur Sigurðsson hafi far- ið á fund jakkafataklæddrar skemmtinefndar hjá ónefndu stórfyrirtæki til að selja þeim kvöldstund með Ladda. Hann gaf þeim nokkur sýnishom af bröndumm, geiflum og gríni. „Er þetta fyndið?“ spurði forstjórinn „Ha, já já, al- veg drepfyndið maður,“ svaraði Þórhallur. „Ókey við kaupum pakkann," sagði forstjórinn þá grafalvarlegur. Um leið og maður reynir að greina húmor er eins og öll ánægjan af umfjöll- unarefninu gufi upp, ég ætla eigi að siður að gera tilraun og mælti mér því mót við hana Agústu Skúladóttur til að spyrja hana hvort hún sé fyndin. Uppistand og magadans Ágústa fór upphaflega til London tii að nema leiklist, hún ílengdist og hefur leikið með ýms- um leikhópum. Sjálf hefur hún tekið þátt í að stofna einn eða tvo slíka, m.a. The Icelandic Take Away Theatre sem hefur það á stefnu- skránni að færa Bretum íslenska menningu. Næsta verkefni er alveg að bresta á og er byggt á Völuspá en Ágústa hefur undanfarið ár verið að þreifa fyrir sér í uppistandinu og orðið tölu- vert ágengt. Hvemig byrjaði uppistandsferillinn? „Icelandic Take Away var að sýna í listamið- stöð í Beckenham sem er úthverfi í suðurhluta London og þar var boðið upp á alls konar nám- skeið, allt frá magadansi til ópemsöngs.“ Þannig að það var bara tdviljun að þú fórst ekki út í magadans? „Já, eiginlega, heyrðu ég væri ömgglega miklu betri í því maður, kannski ég geti gengið í lið með The Beckenham Belly- dancers eða hreinlega sameinað þetta einn dag- inn.“ Ágústa hlær innilega að hugmyndinni, heldur um magann og heldur áfram: „En mig langaði á eitthvert námskeið til að hrista svolít- ið upp í sjálfri mér og það er varla hægt að gera neitt meira ógnvekjandi en uppistand. Þama var okkur kennt að setja saman efni, bara að koma saman nokkra mínútna efni getur verið margra vikna vinna. Það er reyndar mismun- andi eftir fólki hvað það tekur langan tíma, en það er mjög mikilvægt að fyrstu mínúturnar haldi vatni. Svona tveggja mánaða námskeið er leiðin að fyrstu mínútunum í uppistandi og æf- ing í að koma fram og kljást við áhorfendur, síð- an er uppistandskvöld á vegum miðstöðvarinn- ar í lok námskeiðsins og það getur leitt til meiri vinnu. Hin leiðin, sem langflestir fara, er að æfa sig heima og dúndrast síðan bara af stað, hringja í klúbba og fara í prufur, svellkaldir eft- ir að hafa einungis geiflað sig fyrir framan kött- inn.“ Ágústa var einungis búin að koma þrisvar fram með uppistandsatriðið sitt þegar hún fór í keppni sem heitir „Svo þú heldur að þú sért fyndinn", sem er keppni fyrir byrjendur í fag- inu og er einnig i tengslum við Edinborgar- hátíðina og í samvinnu við Channel Four sjón- varpsstöðina. Þar komst hún í undanúrslit og stefnir hærra næst. „Ég ætlaði ekkert að fara út í þetta af neinni alvöru, ég ætlaði bara á námskeiðið og eftir lokasýninguna í Beckenham hugsaði ég með mér, fínt, þá er ég búin að prófa þetta. Þá var mér eiginlega ýtt út í keppnina og þar með var ég komin út á þessa hálu grínbraut." Nýtist leiklistin þér eða er þetta allt öðruvísi? „Jú, auðvitað tekur það svolítið úr manni hrollinn að hafa staðið á sviði áður, en eigi að síður þurfti ég að æfa mig í að tala meira í sam- ræðustíl, koma á sviðið og bara rabba við áhorf- endur í léttum dúr, bara eins og við emm að gera núna yfir tebollanum.“ Ágústa hefur sett saman dagskrá sem hún þróar síðan stöðugt áfram og reynir að koma með eitthvað nýtt fyr- ir hveija sýningu. Hún fer í hlutverk saklausu ljóskunnar og byrjar á því að segja áhorfendum frá sjálfri sér, hún talar með ýktum íslenskum hreim á enskunni, talar vitlaust mál, segist vera spíritísk og ákaflega „næm“ og er miskilin af öllum. Grínið gengur út á miskilninginn og hún spilar á þá fordóma sem Bretar hafa (margir hveijir) gagnvart norrænum þjóðum almennt, þ.e. að taumlaus drykkjuskapur, slagsmál og lauslæti séu Norðurlandabúans innsta eðli. Hún er á köflum svolítið gróf, það koma nokkrir brandarar fyrir neðan belti en af því að hún er svo sakleysisleg og talar bjagaða ensku kemur það ekki út eins og hrein klúrheit og það em kannski þær andstæður sem koma áhorfendum tíl að hlæja og eins það að klúrheitin koma al- farið frá sjónarhomi kvenna sem er frekar óvenjulegt og kemur skemmtilega á óvart. Ég gat ekki stiUt mig um að bauna lúða- spumingunni á Agústu: Heldurðu að þú sért eitthvað fyndin? „Já alveg ógeðslega, en bara á kvöldin ... alls ekki heima hjá mér á morgnana ... en ef ég er ekki heima hjá mér á morgnana get ég verið þokkalega hress ef sá gállinn er á mér og upp á mér typpið." Hvar finnurðu efni í grínið? „Aðallega gerist það þegar ég er að drepa tímann í biðröðum eða að bíða eftir strætó, síð- an hringlar hugmyndin í kollinum á mér fram og aftur og stundum tekst mér að vinna eitt- hvað úr því þegar heim er komið.“ Næst á döftnni er að vinna við margmiðlunar- sýningu sem verður byggð á og spunnin út frá Völuspá. Það er Icelandic Take Away Theatre í samvinnu við Katrínu Þorvaldsdóttur, brúðu- gerðarkonu og leikmyndahönnuð, sem stendur á bak við þetta verkefni ásamt leikstjóranum Neil Haigh. YFIR 100 MANNS Á TÓN- LISTARNÁMSKEIÐIINGÓLFS ÓNLISTARNÁMSKEIÐ Ingólfs Guðbrandssonar, sem ber heitið „Frá klassík til rómantíkur í Salzburg - Vín - Prag“, hófst í fullskipuðum safnaðarsal Há- teigskirkju á miðvikudagskvöld. Þar kemur fólk saman fimm kvöld til að efla þekkingu sína á tónlist og hæfni í að njóta hennar. Slík nám- skeið hefur Ingólfur Guðbrandsson haldið í Háskólanum í nafni Endurmenntunarstofn- unar síðastliðin 7 ár, við mikla eftirspurn, en nú gengst Listasjóður Heimsklúbbsins fyrir námskeiðinu og styrkir það. Að þessu sinni er námskeiðið samþjappaðra en áður að hætti tíðarandans, og farið skipulega yfir mikið efni á skömmum tíma. Aðstaða er með ágætum í húsakynnum Háteigskirkju, og var safnaðar- salurinn búinn nýjum hljómtækjum, sem vígð vom á miðvikudagskvöld. Námskeiðið fylltist um leið og það var kynnt, og sækja það rúm- lega 100 manns á þriðjudagskvöldum kl. 20- 22. Framhald þessa námskeiðs verður ferð á slóðir meistaranna í Salzburg, Vín og Prag í byrjun júní, en þá standa vorlistahátíðir yfir í þessum borgum, og eins og kunnugt er, er Prag ein af menningarhöfuðborgum Evrópu á aldamótaárinu 2000 og óvenjumikið um dýrðir. Annað námskeið ■ mars Vegna mikillar aðsóknar á tónlistarnám- skeið Ingólfs hefst annað 14. mars næstkom- andi með sömu tilhögun, en þá verður fjallað um eina vinsælustu grein tónlistarinnar: ít- alska ópem, með aðaláherslu á óperujöfurinn Verdi og helstu ópemr hans kynntar í stuttri umfjöllun innihalds og með tóndæmum í flutningi þekktustu söngvara. í ferðinni Listatöfrar Ítalíu dagana 12.-27. ágúst, gefst þátttakendum námskeiðsins kostur á að hlusta á eina frægustu ópem Verdis í Aren- unni í Veróna, koma á marga staði þar sem Verdi dvaldist og rifja upp sögu hans frá fá- brotnu uppeldi til heimsfrægðar. Þátttakendur beggja námskeiða fá lista- ferðirnar á sérkjömm. /vujrgunDiaoio/ vjoiii Ingólfur Guðbrandsson ásamt þátttakendum á tónlistarnámskeiðinu í Safnaðarhelmill Háteigskirkju. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 5. FEBRÚAR 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.