Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 11
þvögu af hundum sem biðu og ruku í bílinn þegar Ari birtist. Benti hann mér einu sinni á hund í hópnum sem var með lafandi skott, hafði sá eitthvað lent óþægilega utaní bíln- um skömmu áður. Brotlending á Melgerðismelum Eitt sinn sem oftar vorum við að afgreiða Beeehraft-flugvélina TF ISL á grasinu rétt vestan við flugbrautina á Melunum þegar tvær orrustuflugvélar af Tomahawk-gerð birtust ásamt Douglas-flugvél. En henni höfðu þær fylgt frá Reykjavík því að á þess- um árum voru þýskar flugvélar oft á sveimi við landið. Douglas-flugvélin var að sækja flugvirkja sem höfðu verið að gera við eina af orrustuflugvélunum sem aðsetur höfðu á Melunurn, en sú hafði skemmst. Eg horfði á þegar fyrri orrustuflugvélin kom inn til lendingar til suðurs á mikilli ferð, snerist í lendingunni og geystist útaf brautinni, undan henni brotnuðu hjólin og rann hún afturábak á grasinu rétt fyrir sunnan okkur. Flugmaðurinn var snöggur að opna hlífðarglerið og stökkva út. Vafalaust hafa flugvirkjarnir þarna fengið nýtt verk- efni að kljást við. Oftast var bensíni bætt á geyma farþegaflugvélanna og sat ég oft uppi í stjórnklefanum til þess að fylgjast með bensínmælunum hvenær nóg væri komið. Það var spennandi að sitja þarna við stýr- ið og hlusta á gíróhjólin suða í mælitækjun- um, horfa á hreyflana og skrúfurnar rétt fyrir utan gluggann, þetta var alveg nýr heimur og heillandi. Stundum hafði ég kassamyndavélina með í þessum ferðum, en þar sem Melarnir voru líka herflugvöllur var ég hálf smeykur við að láta sjá mig með myndavél, því miður, annars ætti ég fleiri myndir frá þessum sögulegu árum. í snjókomu og rökkri Líklega var það í nóv. 1945 að tvær flug- vélar Flugfélagsins komu að sunnan með farþega, fóru strax til baka og lögðu síðan í hann aftur norður, báðar án farþega, en margir biðu á Akureyri eftir ferð suður. Við Hrafnkell Sveinsson fylgdumst með atburða- rásinni, og laust fyrir myrkur fór að snjóa, og rétt í því kemur Grumman-flugbáturinn TF ISR yfir bæinn, og ætlaði inná Melgerð- ismela en sneri við rétt innan við Akureyri og lenti á pollinum, siglir síðan uppað innri bryggjunum og þar tókum við Hrafnkell á móti Magnúsi Guðmundssyni flugstjóra. Hann spurði strax: „Hvar er Kristján?“ en það var flugstjóri hinnar flugvélarinnar sem var Dragon Rapide. í því kemur Addi Kristbjarnar á BSA inneftir og förum við allir áleiðis inn á Melgerðismela í bílnum með honum, en við erum varla komnir nema spöl áleiðis þegar Rapide-flugvélin flýgur lágt inn í fjörð í snjómuggunni. En á Mel- gerðismelunum beið Ari Jóhannesson eftir flugvélinni og þegar hann sá að veður fór ört versnandi auk þess sem farið var að rökkva tók hann fulla bensíntunnu, opnaði Chevroi- et-bílinn að aftan og kom tunnunni þar fyrir, opnaði minna lokið og ók nú eftir flugbraut- inni þannig að bensínið seytlaði úr tunnunni, síðan kveikti hann í og varð af talsvert bál. Þetta sá flugmaður Rapide-flugvélarinnar við Samkomugerði og gat sveigt inn og lent. Sagði Kristján okkur að þetta hefði bjargað sér, en við mættum honum og Ara við Grund á leið í bæinn. Sandur saman við rjómakökurnar Þetta haust tepptist Grumman-flugbátur- inn TF ISR á Akureyri vegna veðurs en hann var alltaf keyrður uppá planið við Strandgötuna þar sem Nortrop-flugvélarnar norsku höfðu aðsetur á stríðsárunum. Við Hrafnkell vorum settir á vakt alla nóttina og sátum í flugbátnum þar til um morguninn, ég veit eiginlega ekki til hvers, en líklega áttum við að vekja Ara ef veður yrði mjög slæmt, það var þó engu að síður talsvert sunnan rok. En Ari kom snemma morguns og ók okk- ur heim, en hann var alveg einstaklega góð- ur maður og fyrirgaf mér þó svo að ég væri öðru hvoru að stelast í bílinn, próflaus og ekki nema fjórtán ára. Kristjánsbakarí var rétt norðan við planið þar sem Grumman-flugbáturinn var af- greiddur, Strandgatan var malargata í þá daga og þegar þurrt var kom það fyrir þeg- ar flugmenn voru að snúa flugbátnum að blástur frá skrúfunum þyrlaði upp sandi og möl sem rauk beint inn um opna glugga og jafnvel dyrnar á bakaríi Kristjáns. Minnast menn þess að bakarameistarinn hafi komið út á plan öskureiður eftir að rjómakökurnar í bakaríinu voru orðnar allar í sandi og mold. Nú er planið umrædda horfið en geymir nú minnismerki um sögu atvinnuflugsins. Höfundurinn er flugmaður og Ijósmyndari. SVEINN SNORRI SVEINSSON VETRARKVÖLD Allt fléttaðist það saman í snarkandi glóðinni léttúðugir tímar tignarlegir hljómar eftirs tríðsáranna trompets angurværir tónar vaknið! einmana píanóleikur frá rjúfa morgunsvæfan barrokktímabilin u daginn. vangaveltur núsins, séð að Haninn hoppar einfættur í ofan tjörninni sköpunarlag vatnið gárast. kona gengur eftir snævi Form skósóla skilið eftir í þöktum vegi hvítum snjónum klingjandi glös Dom perig- kliður næturinnar umlykur non hlæjandi munnar húsið. líkami án skugga undir Hún sem gekk eftir vegin- skínandi rafljósum færist nær og nær meðan sígarettan brennur upp um er gengin fram hjá. Höfundurinn býr á Egilsstööum og hefur gefið út þrjár Ijóðabækur. JÓN FRÁ PÁLMHOLTI ASOKN Silfurblátt hafið sigla bátar í logni suðrænukulið minnist við fjörusteina. Fuglasveimur í lofti og ljósrauð ský liðast við ystu brúnir um hvelið hreina. Ég stend í fjörunni og stari hljóður í djúpið. Straumurinn ber mig í huganum alla leið heim yfir kviku sögunnar kulda tímans í kvöldblæ af norðri. Ég undrast hvílíkan seið andráin magnar. Máttvana hvíli ég einn í mjúku grasi fjarri úthafsins straumi. r Þá heyri ég kallað og kyrrðin rofnar. Ég veit ég kemst ekki lengur heim nema í draumi. Höfundurinn er skóld í Reykjavík. ÁVÍÐOGDREIF Publius Vergilius Maro var latn- eskt nafn hans. Hann fæddist árið 70 f. Kr. í þorpinu Andes, smáþorpi skammt frá Mantua. Eftir hefðbundna uppfræðslu í Cremona var hpn sendur til Rómar af föður sínum, sem var þokkalega stæður bóndi, til frekara náms. Þar stundaði hann mælsk- ufræði og lagði stund á tölfræði og stjörn- ufræði. Mælskufræði var grundvallargrein, listin að koma fyrir sig orði og sinna mál- flutningi fyrir rétti, á þjóðarsamkomum (stjórnmálaumræðum) og lofræður. Höf- uðáherslan var lögð á að orða ræðu sína á þann veg að áheyrendur snerust á sveif með málflytjanda. Elsta gerð mælskufræð- innar er kennsla í réttarræðum, málflutn- ingi. Þessi grein hefst á Sikiley á 5. öld og berst síðan til Aþenu og Rómar. Til þess að ná valdi á merkingarfylltri ræðutækni, þurfti heimspeki og þar með almenna upp- lýsingu. Fyrsta latneska kennslubókin í mælskufræði var „Rhetorica Herennium" samin um 80 f. Kr. og er ekki ólíklegt að Virgil hafi kynnst því riti. Þessi bók var kennd í skólum langt fram á miðaldir. Mælskufræði var undirstaða menntunar með Rómverjum og varð ein þriggja náms- greina í „trivium" þ.e. „artes liberales“, sem eru námsgreinar sem hæfa frjálsum manni. Virgil reyndist of feiminn og veikburða til þess að hefja starf í Róm sem málafylgju- maður og hvarf frá Róm heim á búgarð föð- ur síns, þar sem hann sökkti sér niður í gríska heimspeki og skáldskap. Þegar Julíus Caesar var myrtur 44 f. Kr. upphófst pólitísk uplausn í Rómaveldi, sem náði jafnvel til hinna friðsælustu sveita- byggða. Saga Rómar frá 44 til 40 var mörk- uð aftökum, útlegðardómum og eignaupp- töku. Árið 41 f. Kr. var allt land í eigu landeigenda gert upptækt í nágrannasveit- um Mantua og Cremona og þar með föður- leifð Virgils. En svo vildi til að sá sem sá um þessar aðgerðir, Asinius Pollo, var menntaður maður, hafði kynnst skáldiðju Virgils og ómerkti eignaupptöku jarðeigna Virgils. Hann kom Virgil í kynni við hinn víðkunna Maecenas, styrktarmann skálda og listamanna. Fyrir áeggjan Maecenasar tók Virgil að búa kvæði sín undir útgáfu, yi'kja upp og endurbæta og auka. Fyrsta ljóðasafnið var frágengið 37 f. Kr. „Bucol- ica“ hjarðljóð, þar sem tónninn var eftirsjá liðinna tíma, einfaldra lífshátta í skauti náttúrunnar og von um betri tíma þar sem friður myndi ríkja og forn-rómverskar dyggðir mótuðu samskipti mannanna. „Bucolica" gerði Virgil skáldjöfur Rómar. Maecenas bauð honum dvalarstað á Suður- Ítalíu, í Neapel og þar hóf Virgil undirbún- VIRGIL ing að nýju verki sem hann vann að næstu sjö árin - 37 til 29 - „Georgica" búnaðar- ljóð. Meðan Oktavianus - Augustus - vann öllum árum að því að uppræta siðspillingu og endurvekja forn-rómverskar dyggðir, vann Virgil að ljóðum um rómverska bónd- ann sem arktýpu ræktunar og hirðis - skyldurækins borgara og boðbera siðmenn- ingar og friðar. Báðir þessir ljóðabálkar Virgils eiga sér fyrirmyndir í grískum ljóðum Theocritusar og Hesiodusar, en þótt kveikjan sé þaðan runnin er efnið alrómverskt, mettað róm- verskri sögu fortíðar og eigin tíma. Tilgang- ur höfundarins er hvatning til samtíðarinn- ar, að iðka rómverska skyldurækni og þegnskap og stuðla að friðarveldi Rómar um alla heima, allt til heimsenda og öll heimsbyggðin skal þjóna þeim sem tryggir hinn rómverska frið, Oktavíanusi „Tibi serviat Ultima Thule“ Georgica 1,30. Þegar Virgil hafði lokið „Georgica" hóf hann að semja söguljóð um upphaf Rómar. Hann gat valið úr ýmsum sögnum og ákvað að nota arfsögnina um Eneas, prins frá Troju, sem komst úr logum brennandi borgarinnar og komst eftir mikla hrakninga til Italíu þar sem afkomendur hans stofn- uðu Róm. Eneas var sonur Venusar og af- komendur hans voru því goðlegs uppruna. Júlíanska ættin rakti ættir sínar til Eneas- ar og var því goðkynjuð. Kveikjan að kvið- unni eru kviður Hómers, Ilions- og Odys- seifskviður. í hinum 12 bókum Eneasarkviðu, mýt- unni um sögu Rómar, lýsir Virgil barátt- unni fyrir stofnun Rómar, hetjudáðum og ótal goðsögnum og margslungnum for- sendum atburðarásar, sem áttu að verða samtíðarmönnum skáldsins hvati til að full- komna ætlunarverk Eneasar að stofna ríki friðar og farsældar sem stæði að eilífu. Þetta var stefna Oktavíanusar - Ágústusar keisara. Virgil lauk ekki við kviðuna og hann gaf fyrirmæli um að verkið yrði eyði- lagt. Virgil lést 21. september árið 19 e. Kr. eftir heimkomuna frá Aþenu. Kviðan var gefin út að frumkvæði vina skáldsins. Eneasarkviða er hátindur rómverskrar ljóðlistar og þótt skáldið væri heiðið gerði kirkjan hann að einhvers konar heiðnum spámanni. Talið er að Virgil hafi byrjað að yrkja Eneasarkviðu um 30 f. Kr. og kristnir fræðimenn og guðfræðingar miðalda töldu sig geta lesið úr kviðunni og fleiri verkum Virgils, spásögn um fæðingu Krists. Höfuð- skáld miðalda, Dante, hafði hann að leið- sögumanni um undirheima, hreinsunareld- inn og helvíti. Á fjórðu öld, nánar einhverntíma á árunum 325 og 327, vitnaði Konstantínus mikli í verk Virgils við kirkju- lega athöfn. Verk Virgils voru lykilnámsefni í klassískri menntun til loka Rómaveldis. Staða Virgils sem „skáldsins“ vottast best af þeim fjölda lýstra handrita sem varðveist hafa frá miðöldum, einkum Eneasarkviðu. Verk Virgils hafa verið lesin og skilin á ýmsan hátt þær tvær þúsaldir sem liðnar eru frá dauða hans. Á miðöldum og langt fram á aldir var lestur Virgils skyldunám í skólum og aðalsmerki menntaðra manna var kunnátta í verkum hans. Eins og áður segir voru kviður Hómers kveikjan að Eneasarkviðu. Sigur Grikkja á Trjóumönnum og bruni Tróju varð kveikjan að frásögninni um Trójumanninn Eneas sem komst úr eldunum og var stofnandi Rómar. Óhemju magn rita hefur komið út um Virgil og verk hans. Með aukinni texta- gagnrýni hafa vaknað margvíslegar spurn- ingar um höfundinn. í nýlegri bók sem er gefin út og að mestu skrifuð af kunnum fræðimanni í Virgil, Nicolas Horsfall: A Companion to the Study of Virgil og fleir- um. Brill 1995. Er fjallað um síðustu rann- sóknir að „staðreyndunum“ um Virgil. Kveikjan að ritinu voru greinar eftir Tenn- ey Frank og Heinrich Neumann sem nefnd- ust: „What do we know about Vergil“ og „Was wissen wir von Vergils Leben?“ Rit- gerðirnar í þessari bók eru mjög ítarlegar og staðreyndir raktar með tilvísunum í verk skáldsins. Umfjöllunin skýi-ir ýmis vafaatr- iði, öðrum verður ekki svarað en ritgerðirn- ar víkka skilning á hinum víðtæku áhrifum skáldsins á bókmenntir og listir Evrópu síð- astliðnar tvær þúsaldir. Og þær þ.e. rit- gerðirnar auka skilninginn á verkum eins mesta stórskálds í menningarsögu Evrópu og þeim djúpstæðu áhrifum sem verk hans hafa haft á framvindu þeirrar menningar. Nú hefur mesta verk hans verið þýtt á ís- lensku í heild af Hauki Hannessyni og gefið út af Máli og menningu 1999. Þetta þýðing- arverk er hliðstæða við þýðingu Hómers- kviða á fyrri hluta 19. aldar. Söguljóðið er þýtt í prósa. Þýðanda hefur fyllilega tekist að koma verki Virgils yfir á íslenskt mál, sem er unun að lesa. Það er algjör óþarfi að nota hástemmd lýsingarorð um þýðinguna og málfarið. Hófsemi og næmur málsmekk- ur einkennir þýðingarverkið. Þessi bók er langmerkasta ritið sem út kom á síðastliðnu ári. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 5. FEBRÚAR 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.