Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 4
// ASTAN DSAR Á ÞINGEYRI // Ljósmynd: Þjóðminjasafn íslands. EFTIR HULDU RÓS GUÐNADÓTTUR Allt frá því á (Djóðveldis- öld hafa ýmsir erlendir hópar komið til Þingeyrar og farið þaðan aftur. Mestan svip á bæjarlífið settu sérstæðustu gestirn- ir, amerísku lúðuveiðar- arnir undir lok 19. aldar. Ameríkanarniráttu heim- kynni sín í Gloucester í Massachussets og höfðu aðalbækistöðvar á Þing- eyri yfir sumarmánuðina. ingeyri, við sunnanverðan Dýra- fjörð, var mikið í fréttum fyrr á árinu þegar fískverkunarfyrir- tækið Rauðfeldur var dæmt gjaldþrota og starfsmenn misstu vinnu sína. Aberandi í frétta- flutningi af gjaldþrotinu var þáttur Pólverja sem störfuðu hjá fyrirtækinu. Var haft eftir mönnum að þeir hefðu verið verðmætt vinnuafl. í kjölfarið bár- ust Pólverjunum atvinnutilboð víðs vegar af landinu og þeir fluttu í burtu. Pótti mörgum merkilegt við fréttina að hópur útlendinga hefði haldið uppi fiskvinnslu í litlu sjávarþorpi á ystu annesjum Islands. Þegar rýnt er í sjáv- arútvegs- og verslunarsögu Þingeyrar kemur hins vegar í ljós að Pólverjarnir voru einungis síðastir útlendinga til að hverfa frá Þingeyri. Ailt frá því á þjóðveldisöld hafa ýmsir erlendir hópar komið og farið eftir þvi sem taktur at- vinnulífs og stjómmála hefur risið og hnigið. Dýrafjörður er elsta verslunarhöfn Vestur- ísafjarðarsýslu og sennilega ein sú elsta á öllu landinu. Höfnin er mjög góð frá náttúrunnar hendi og skipalægi innan við eyrina. Á þjóð- veldisöld söfnuðust Vestfirðingar þar saman til fundar við erlendar skipshafnir sem létu þeim ýmsar nauðsynjar í té í skiptum fyrir vaðmál. Þrátt fyrir að kaupmennimir hefðu aðallega verið frá Noregi varð Dýrafjarðarhöfn í upp- hafi gluggi Vestfirðinga að umheiminum þar sem skipin komu hvaðanæva að. Talið er að goðar hafi ráðið kaupum og sölu í Dýrafjarðar- höfn fram á 13. öldina. Dýrfirðingagoðorð, sem náði yfir svæði frá sunnanverðu ísafjarðar- djúpi að austurenda Barðastrandar við Breiða- fjörð, var eitt þriggja goðorða á Vestfjörðum. Á vorin var venja að Vestfjarðagoðin kæmu saman á Dýrafjarðarþingi áður en riðið var til Alþingis. Eins og nafnið Þingeyri bendir til er líklegt að þingið hafi verið haldið á eyrinni þar sem kauptúnið er nú. Á13. og 14. öld varð mik- ill vaxtarkippur í fiskveiðum á Vestfjörðum og Vesturlandi. Á sama tíma dróst markaður fyrir íslenskt vaðmál saman í Evrópu. Ýtti það undir aukna skreiðarverslun í gegnum Dýrafjarðar- höfn á síðmiðöldum. Á 4. áratug 14. aldar var skreið orðin aðalútflutningsvara Islendinga. Noregskonungur einokaði millilandaverslun og kaupmenn sigldu frá Björgvin að Dýrafirði þar sem vöruskipti fóru fram á skreið og ódýru korni frá Hansakaupmönnum. Eftirspurn eftir skreið fór vaxandi meðal Evrópubúa og sigl- ingar jukust jafnt og þétt, sérstaklega í lok al- darinnar. Þingeyri var mikilvæg höfn allan þennan tíma og tók þannig þátt í einhveijum mestu breytingum sem hafa átt sér stað í ís- lenskri samfélagsgerð og hagsögu þegar sjó- sókn og skreiðarútflutningur tók við af vað- málsframleiðslu. Á eftir Norðmönnum komu Englendingar. Tímabilið 1415 til 1475, þegar enskir sjómenn frá öllum helstu verslunarhöfnum Englands frá Newcastle til Bristols sigldu yfir hafið á hollenskum duggum og keyptu skreið, vaðmál og lýsi í skiptum fyrir ensk klæði og lín, mjöl, bjór, vín, salt og aðrar heimilisvörur, hefur verið nefnt enska öldin. Tímabilinu lauk þegar Kristján I Danakonungur felldi úr gildi sigl- ingaleyfi þeirra. Þar með skapaðist rými fyrir Þjóðverja og skip frá Brimum, Lýbiku, Danzig og síðast en ekki síst Hamborg, tóku að sigla til Dýrafjarðar í auknum mæli. Englendingar og Þjóðverjar börðust um hafnir og verslun við ísland en Englendingar urðu að láta í minni pokann. íslendingar höfðu meiri áhuga á versl- un við Þjóðverja þar sem verslun en ekki veiði var aðaltilgangur þeirra með Islandsheim- sókninni ólíkt því sem verið hafði með Eng- lendinga. Þjóðveijar voru einnig sólgnir í land- búnaðarvörur. Að lokum fór það svo að Danir tóku fyrir öll viðskipti og um leið heimsóknir erlendra skipsáhafna og menningaráhrifa sem fylgdu þeim þegar þeir einokuðu verslunina í valdi konungs árið 1602. Á þeim tíma voru komnar fleiri mikilvægar hafnir vítt og breitt um Vestfirði. Þingeyri hélt þó áfram að vera mikilvægasta fiskihöfnin með verslunarum- dæmi með 2.375 manns á svæði sem náði frá Önundarfirði að Suðurfjörðum Arnarfjarðar. Árið 1787 var verslun við íslendinga gefin frjáls fyrir þegna Danakonungs. Þá hafði myndast vísir að því sem átti eftir að verða Þingeyrarþorp í kringum höfnina. Frá upphafi var .það útgerðin, fiskverkun og verslun sem gerði útslagið fyrir byggðaþróun á eyrinni. Eins og víða annars staðar á Vestfjörðum myndaðist þéttbýli á Þingeyri þegar vélvæðing og útgerð þilskipa tók við af árabátunum. Ekki Þingeyri. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin. var lengur hægt að stunda sjóróðra frá verbúð- um fyrir opnu hafi og þorp tóku að myndast innanfjarða þar sem hafnarskilyrði voru betri. Höfnin laðaði ekki einungis að sér íbúa nágr- annasveitanna heldur einnig erlend skip og at- hafnamenn. Saga Þingeyrarþorps er af mörg- um talin hefjast þegar Daninn Niels Christian Gram keypti Þingeyrarverslun árið 1866, rúm- um áratug eftir að lög um verslunarfrelsi á ísl- andi tóku gildi. Gram var afkastamikill og byggði mörg af fyrstu húsum kauptúnsins, meðal annars myndarlegt verslunarhús sem nú hýsir Kaupfélag Dýrfirðinga. Loftið í versl- unarhúsinu komst á spjöld sögunnar árið 1888 þegar Grænlandsleiðangursmenn norska land- könnuðarins Fridtjof Nansen gistu þar á með- an þeir biðu eftir skipsferð til Grænlands. Nan- sen og félagar höfðu komið til Þingeyrar í maí með danska skipinu Thyra og hugðust fá far með norska selveiðiskipinu Jason. Á meðan á viðdvöl þeirra stóð ferðuðust þeir á hestum til sveitabæjanna í kring og birtust nokkrar teikningar af bæjum Dýrafjarðar í bókinni Paa ski over Grönland. Gram rak einnig ýmis kon- ar atvinnustarfsemi á Þingeyri, t.d. seglsaum- sverkstæði og lýsisbræðslu en hákarlaútgerð var talsverð öflug í firðinum á síðari hluta 19. aldar. Hákarlalýsi var þá eftirsótt í götulýsing- ar og eftir að verslunarfrelsið komst á var ör- asta aukningin í framleiðslu á hákarlalýsi. Önnur afleiðing verslunarfrelsisins var að ís- lenskar hafnir voru opnaðar á ný fyrir erlend; um skipum, þ.á m. fisk- og hvalveiðimönnum. í gegnum Gram voru hefðbundin tengsl Þing- eyringa við umheiminn tekin upp að nýju þeg- ar hann gerðist ræðismaður Norðmanna, Bandaríkjamanna og Frakka. Umsvif Frakka á íslandsmiðum höfðu aukist mjög á 19. öldinni og franskar duggur og herskip orðið tíðir gest- ir á Þingeyri. Þeir voru með stór áform fyrir staðinn og árið 1855 leituðu þeir til Alþingis eftir heimild til að stofna fiskverkunarstöð í Dýrafirði og reisa íbúðarhús fyrir 400 til 500 manns. Því var vísað frá tveim árum síðar með ummælum alþingismanna þess efnis að banna ætti fiskveiðar erlendra þjóða á Islandsmiðum svo og fiskverkun þeirra í landi. Má segja að þetta hafi verið fyrstu tilraunir hins veikburða Alþingis til að vernda landhelgina með þeim árangri að Frakkar drógu mjög úr umsvifum sínum á Islandsmiðum í upphafi skútualdar- innar. Aðrir erlendir gestir sem settu svip sinn á bæinn voru Norðmenn en þeir ráku um tíma hvalstöð í Framnesi hinum megin í firðinum. Mestan svip á bæjarlífið settu, hins vegar, amerísku lúðuveiðararnir. Tímabilið undir lok 19. aldar á Þingeyri er kennt við þá. Ameríkan- arnir áttu heimkynni sín í Gloucester í Massachussets og höfðu aðalbækistöðvar á Þingeyri yfir sumarmánuðina á meðan þeir stunduðu „sprökuveiðar" út af Dýrafirði. Þeir voru tíðir gestir í bænum þar sem þeir komu í land á hálfsmánaðarfresti til að sækja vatn og vistir. Byggðu þeir m.a. geymsluhús í bænum. Þótti Þingeyringum mikið til amerísku skonn- ortanna koma þar sem þær sigldu inn fjörðinn, háar og glæsilegar, og lögðust við akkeri utan við höfnina. Fyrstu heimildir um amerískar skonnortur er að finna í fréttatilkynningu í Þjóðólfi sumarið 1884 sem segir frá þremur slíkum á leið til Reykjavíkur. Árið eftir voru skútumar orðnar sex. Forsaga málsins var í stuttu máli sú að amerísku lúðuveiðararnir höfðu orðið að yfirgefa Grænlandsmið vegna löndunarbanns danskra yfirvalda. J. W. Coll- ins, skipstjóri frá Cloucester og starfsmaður bandarísku fiskveiðinefndarinnar, hafði heyrt um gjöful lúðumið við íslandsstrendur hjá út- gerðarmönnum frá Grimsby á fiskveiðisýning- unum í London 1880 og 1883. Hann fundaði um málið með skipstjórum og öðrum hagsmuna- aðilum í Gloucester síðarnefndan vetur og var ákveðið að ieita gjöfulli miða í austurátt. Cloucester-menn könnuðu miðin vítt og breitt út fyrir Vestfjörðum og vestanverðu Norður- landi og gerðu síðan Dýrafjörð að bækistöðv- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 5. FEBRÚAR 2000 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.