Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 15
LJÓÐRÝNI Langsdorf skipherra kveður 36 falina félaga úr orrustunni á La Plata-flóa 15. desember 1939. Takið eftir að Langsdorf er eini maðurinn á myndinni sem ekki heilsar að hætti nazista. Langsdorf skipherra les um endalok Graf von Spee í argentísku dagblaði 19. desember 1939. verulega illa farin. Ákvað því yfirmaður deildarinnar að halda undan og ráðast á ný til atlögu um kvöldið og reyna þá að koma tund- urskeytum á Graf Spee í skjóli myrkurs. Hélt Graf Spee inn til Montevideo, höfuðborgar Uruguay, til viðgerða. Samkvæmt hlutleysisstefnu sinni fyrir- skipaði stjórn Uruguay Langsdorf skipherra að yfirgefa landið innan þriggja daga, annars yrði skipið kyrrsett. Þjóðverjar vildu ógjarn- an una þessu og kvörtuðu yfir því að sá tími dygði ekki til að gera Graf Spee klárt til bar- daga. Endalokin Brezki flotamálaráðunauturinn í Buenos Aires sá fram á að eitthvað yrði til bragðs að taka. Að öðrum kosti slyppi Graf Spee út á Atlantshafið til frekari sjórána strax eftir að viðgerðum á því væri lokið. Brezku beitiskip- in, sem Graf Spee hafði áður barist við, voru það illa farin að ekki þótti gerlegt að etja þeim aftur á móti þýzka skipinu. Nálægasta brezka herskipið var flugmóðurskipið Ark Royal, en það var alltof langt í burtu til að geta hindrað för Graf Spee á nokkurn hátt. Því greip flotamálaráðunauturinn til þess bragðs að hefja mikil vistakaup og lét það berast út að öflug brezk flotadeild væri nú komin til La Plata-flóa til að eyða þýzka orr- ustuskipinu. Þýzka leyniþjónustan komst fljótlega að þessu og kom boð- um um þetta til Langsdorf skipherra. Þar sem skipherr- ann vissi ekki betur en að skila- boðin væru á rökum reist áleit hann að ekki væri nema um eitt að ræða. Hinn 17. desember sigldi Graf Spee út frá Montevideo og út á La Plata-flóann, eingöngu mannað nauðsynlegri áhöfn. Þar opnaði áhöfnin botnhlera skips síns og lagði síðan eld að því, til þess að það félli ekki í hendur Bretum. Ekki eitt ein- asta brezkt skip var á staðnum og þýzka skipið hefði án efa auðveldlega geta komist undan. Hitler hafði misst sitt fyrsta herskip í stríðinu. Graf Spee brann í fimm daga þangað til það hvarf loks í haf- ið. Ahöfn skipsins var flutt með dráttarbátum yfir til Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu, og var síðar flutt heim til Þýzkalands með þýzkum kaup- skipum. Eftir að hafa gengið frá öll- um málum er sneru að áhöfn sinni hélt Langsdorf skipherra upp í herbergi sitt, vafði sig inn í hinn gamla keisaralega flota- fána og skaut sig, 20. desember 1939. Með þessu vildi hann koma í veg fyrir að nokkur skömm félli á skip sitt og fána. Hins vegar leit stjórn Hitlers engan veginn á gerðir Langs- dorfs sem virðingarverðar og var nafni hans útskúfað með skömm og er það þannig enn þann dag í dag. Niðurlag Ekki verður betur séð en að Hans Langs- dorf skipherra hafi verið mun virðingarverð- ari maður en margar þær stríðshetjur úr síð- ari heimsstyrjöldinni sem mikið hefur verið hampað. Skilyrðislaus hlýðni hans við þær al- þjóðlegu leikreglur sem settar höfðu verið á milli þjóða til þess að eftir þeim væri farið, hvort heldur sem væri á ófriðar- eða friðar- tímum, er svo sannarlega aðdáunarverð og til eftirbreytni, ekki síst í samfélögum nútímans þar sem heiður og æra virðist oft skipta langtum minna máli en skammtíma hags- munir og yfirdrottnunarsemi. Það hlýtur að teljast nokkuð undarlegt að slíkur maður skuli ekki hafa hlotið uppreisn æru enn þann dag í dag og að útskúfunardómur þýzku nazistastjórnarinnar yfir honum skuli enn standa. Hcimildir: ComptoiTs Interactivc Encyclopcdia 1997 Edition, Compton’s New Mcdia, Inc. Chronicle of thc 20th Century, DK Multimedia, Inc. Skipabók Fjölva, Fjölvi 1979. The New Universal Encyclopedia, The Educational Book Co., Ltd. Höfundurinn býr á Skagasfrönd. ÞORARINN ELDJARN LITIÐINN HJÁ LAUTRÉA- MONT GREIFA í BAKA- LEIÐINNI Óvænt sagðirðu en hvar var svo sem eðlilegra að skurðlæknirinn hefði saumavélina meðan hann var að sikksakka þessi fáeinu spor íregnhlífina sína? Lestur þessa ljóðs, sem birtist í bókinni Ydd (1984), er sjálfsagt súr- realísk reynsla fyrir þann sem ekki þekkir Lautréamont greifa eins og lestur allra texta sem maður nær ekki að tengja sig við. Eigi vísun á borð við þessa að takast svo sem til var ætlast er nauðsynlegt að lesandinn skilji hvað við er átt. I þessu tilfelli geta áhrifín orðið þver- öfug við það sem höfundurinn ætlaði ef lesandinn kveikir ekki. Ljóð- ið er nefnilega útúrsnúningur á setningu eftir greifa þennan er notuð var sem eins konar stefnuyfirlýsing súrrealista snemma á öldinni. Ljóð sem átti að vera ofurrealískur viðsnúningur á súrrealískri mynd verður þannig að metasúrrealískri textaskýringu, það er að segja skýringu sem skýrir sig ekki einu sinni sjálf. En hér hefur undirritaður túlkandi sennilega þegar gengið of langt í leik sínum. Myndin sem dregin er upp af skurðlækninum að gera við regnhlífina sína í saumavél er fýndin og skiljanleg sem slík þó að hvergi komi fram hvar þessi sérkennilega viðgerð fór fram. Að auki þarf lesandinn einungis að fletta upp á Lautréamont greifa til að átta sig á vísuninni. Þegar það er gert kemur reyndar í ljós að maðurinn hét alls ekki Lautréamont og var enn síður greifi. Eins og ljóð Þór- arins er nafnið bókmenntaleg vísun. Comte du Lautréamont hét í raun og veru Isidore-Lucien Ducasse (1846-1870) og var franskt skáld en dulnefnið og titilinn tók hann upp eftir söguhetju skáldsögunnar Lautréamont (útg. 1837) eftir Eugéne Sue. Sennilega væri Lautréamont öllum gleymdur ef súr- realistarnir hefðu ekki fundið einhvern samhljóm með ljóðum hans sem einkenndust af skrýtilega samsettum myndum. Ljóðstíll hans var raunar svo framandi á sjöunda áratug nítjándu aldarinnar að frægasta verk hans, Les Chants de Maldoror (Söngvar Maldors), vakti óhug meðal lesenda. Viðhorf samtímans má glöggt ráða af því að Lautréamont birti fyrsta erindi þessa ljóðabálks nafnlaust árið 1868. Bálkurinn var birtur í heild sinni ári síðar en útgefandinn neit- aði að dreifa bókinni í bókabúðir af ótta við lögsókn. Verkið hlaut enda litla athygli en var þó gefið út aftur árið 1890. Það sem súrrealistarnir sáu í Lautréamont var þessi undarlegi myndheimur þar sem ólíklegustu hlutum var steypt saman svo að jaðraði við sifjaspell að mati nítjándu aldar manna. Súrrealistarnir vildu einmitt horfa framhjá hinni skynsömu skipan hlutanna, losa sig úr viðjum hinnar vitsmunalegu orðræðu þar sem hugsunin laut fyr- irfram gefnum reglum. Raunsæi undirvitundarinnar átti að taka við þar sem listamaðurinn tjáði virkni hugsunarinnar á sjálfvirkan hátt - hugsaði hugsunarlaust. Setningin sem Þórarinn leggur út af sáu forsprakkar súrrealistanna sem dæmigerða afurð ómeðvitaðra skrifa af þessu tagi og vísuðu til hennar sem eins konar yfirlýsingar um fagurfræði sína. Setningin er tekin úr hinum hættulegu söngvum Maldors og hljómar þannig: „Fagurt eins og óvæntur fundur sauma- vélar ogregnhlífar á skurðarborði.“ Þórarinn afbyggir setningu Lautréamonts í ljóði sínu og þar með fagurfræði súrrealistanna. Súrrealísk mynd verður algerlega realísk og sjálfsögð. Hann finnur vit í óvitinu, hið meðvitaða í hinu ómeðvit- aða. Ef til vill hefur hann haft að leiðarljósi orð Freuds þar sem hann lýsir miklum efasemdum um aðferð súrrealista en þeir byggðu ein- mitt hugmyndir sínar um dulvitundina og virkjun hennar í listrænni tjáningu á kenningum hans: „I klassískum verkum leita ég hins óm- eðvitaða - í súrrealískum hins meðvitaða.“ Að mati Freuds var súrrealisminn hin ómögulega list. Ljóð Þórar- ins sýnir að það sem lengi virtist ómögulegt er þrátt fyrir allt mögu- legt. ÞRÖSTUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 5. FEBRÚAR 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.