Vísir - 15.06.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 15.06.1979, Blaðsíða 16
VÍSIR Föstudagur 15. jdnl 1979 Um s jón: Sigurveig .lónsdúttir „Þurta að vera hðrkutói” Sýning á verkum 25 myndlistarkvenna stendur nú yflr í Ásmundarsal Sigriöur, Svala og Edda viö verk Guörúnar Marinósdóttur, „Skjalataskan lians”. „Konur þurfa helst aö vera hörkutól til aö hafa sig i aö halda sýningu á verkum sfn- um,” sagöi Svala Sigurleifsdótt- ir ein 25 kvenna, sem nú sýna saman verk sin i Ásmundarsal viö Freyjugötu. Visir hitti Svölu ásamt þeim Eddu Jónsdóttur og Sigriöi Guð- jónsdóttur i gær og voru þær þá meðal annars inntar eftir ástæðu þess að svo margar listakonur sýna þarna á einu bretti. » Þær sögu að tilgangurinn hefði verið sá einn að koma saman sýningu á verkum kvenna sem hingað til hafa litið haft sig i frammi með mynd- verk sin. Þær voru sammála um að konur væru yfirleitt miklu óduglegri við að sýna verk sin en karlar. Astæðan væri ef til vill sú að þær hefðu meiri minnimáttarkennd og sjálfs- gagnrýni er karlarnir. „Við fáum lika harðari gagn- rýni gagnrýnenda en karlar,” sagði Svala. „Gagnrýnendur eru flestir karlar og verk kvenna höfða ef til vill ekki til þeirra. Þeir skilja þau ekki.” Sigriður skaut þvi að, að ástæða þess hve konur eru treg- ar til að sýna það sem þær eru að fást við, gæti verið sú, að heimilið taki alla þeirra orku. Visst samræmi Mörg verkanna á sýningunni fjalla um stöðu kvenna og sýna' sjónarmið þeirra. Og flest, ef ekki öll, bera verkin ljósan vott um handbragð kvenna. „Það kom fram visst samræmi, sem við vissum ekki fyrir að væri milli verkanna,” sagði Svala, en myndverkin voru ekki valin, heldur komu konurnar sjálfar með það sem þær vildu sýna skömmu áður en sýningin var opnuð. Þarna kennir ýmissa grasa, vefnaður, ljósmyndir, keramik, vatnslitamyndir, teikningar, grafik og saumuð myndverk eru meðal þess sem gefur að llta. Fyrsta daginn fór fram gjörn- ingur á sýningunni. Hann flutti Guðrún.Erla (Gerla) Geirsdótt- ir og fjiallaði hún þar um hefð- bundið hlutverk konunnar. Gjörningurinn var ljósmyndað- ur og eru myndirnar á sýning- unni, ásamt þvi umhverfi sem hann fór fram i. Allar listakonurnar fást við myndlist að staðaldri og flestar eru þær nýlega útskrifaðar úr Myndlista- og handiðaskólan- um. Sýningin er liður I dagskrá um konur, sem hófst með tveim myndlistarsýningum 1 Galleri Suðurgötu 7 og dagskrá um Jakobinu Sigurðardóttur skáld. Henni lýkur 19. júni, á kvénrétt- indadaginn, og er gert ráð fyrir að þann dag verði sérstök dag- skrá i Ásmundarsal með Ijóða- lestri og tónlist. — SJ Frummyndir og ljósmyndir af verkum eftir Rikarö Jónsson verða til sýnis i Moskvu næstu vikurnar. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum árum af iista manninum við nokkur verka- sinna. verk Ríkarðs Jðnssonar sýnd í Sýning á verkum Rikarðs Jóns- sonar myndhöggvara var opnuð I Húsi vináttunnar I Moskvu 29. mai al. Fyrir sýningunni standa félögin Sovétrikin-island og MIR, Menningartengsl íslands og Ráð- stjórnarrikjanna. Á sýningunni eru 27 frummynd- ir eftir Rikarð, blýants-, penna- og kritarteikningar, einkum mannamyndir frá yngri árum listamannsins. Þá eru þar tillögur hans að hátiðarfrimerkjum i til- Moskvu efni Alþingishátiðarinnar 1930. Einnig eru á sýningunni yfir 20 ljósmyndir af höggmyndum eftir Rikarð, myndskurði ýmiskonar, lágmyndum og fleiru. Loks eru þar fáeinir smíðisgripir úr steini, tré og beini. Við opnun sýningarinnar voru flutt ávörp og var þriggja manna sendinefnd frá borgarstjórn Reykjavikur undir forsæti Sigur- jóns Péturssonar , forseta borg- arstjórnar, viðstödd. Aöstandendur Sumargleöinnar umkringja farkostinn. Þessi feröamáti mun þó ekki veröa viöhaföur. Sðngur, grín og gleði Hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar, Þurfður Siguröardóttir, Ómar Ragnarsson og Bessi Bjarnason fara I sumar um landiö þvert og endilangt með Sumar- gleðina sina. 1 þetta sinn verða heimsóttir um 20 staðir og veröur byrjaö i Vestmannaeyjum, föstudaginn 22. júni og endað I Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 12. ágúst. A Sumargleðinni verður margt til skemmtunar eins og verið hef- ur, en mottó þeirra félaga er „Söngur, grin og gleði”. A6 lokn- um tveggja tima skemmtiatrið- um verður stiginn dans fram eftir nóttu og aðeins tekin hvlld til aö spila Bingó, þar sem þrjár sólar- landaferðir verða i vinninga,— SJ Norræn vefjallst um Norðurlðndln önnur sýning norrænnar vefjalistar 1979-80 verður opnuð I Röhsska listiðnaðarsafninu i Gautaborg 20. júni. Þaðan fer sýningin til Kaupmannahafnar, Helsinki, Oslóar, Þórshafnar og endar að Kjarvalsstöðum i april 1980. Þriggja manna dómnefnd var kosin i hverju landanna og skip- uðu islensku nefndina Hrafnhildur Schram listfræð- ingur, Hörður Ágústssön list- málari og Magnús Pálsson myndlistarmaður. 27 verk bár- ust eftir 19 höfunda. Þar af voru 8 verk valin til sýningarinnar. Fyrir valinu urðu verk eftir Ásgerði Búadóttur, Gerlu Geirsdóttur, Guðrúnu Auðuns- dóttur, Guðrúnu Þorkelsdóttur, Hildi Hákonardóttur, Rögnu Róbertsdóttur og Þorbjörgu Þórðardóttur. Norræn vefjalist var sýnd að Kjarvalsstöðum I janúar 1977. önnur sllk sýning veröur opnuð I Gautaborg I næstu viku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.