Vísir - 15.06.1979, Blaðsíða 24

Vísir - 15.06.1979, Blaðsíða 24
Föstudagur 15. júní 1979 síminner 86611 Spásvæöi Veöurstofu islands eru þessi: 1. Faxaflói. 2.Breiöafjöröur 3. Vestfiröir. 4. Noröurland. 5. Noröausturland. 6. Austfiröir. 7. Suöausturland. 8. Suövesturland. veöurspá flagsins Kl. 6 var 993 millibara vax- andi lægð um 200 km V af Snæ- fellsnesi á hreyfingu ANA. Nokkuö hlýnar i veöri I dag. SV-land til Vestfjaröa og SV- miö til Vestfjaröamiöa: SA 4-6 og rigning fram eftir degi. Gengur i V 4-6 meö skúrum siödegis. Sennilega NA I fyrramáliö. N-land og N-miö: S 2-4 og siðan 4-5 rigning vestan til og siöan skúrir,gengur V eöa NV ,á morgun. NA-land og NA-miö: S 3-4 skýjaö, léttir til I nótt. Austfirðir og SA-land, Aust- fjaröamiö og SA-miö: S 3-4 og siöar 4-5 og rigning i dag og siöan SV 4-5 og skúrir, léttir til með V eöa NV-átt i fyrramál- ið. Austurdjúp og Færeyja - djúp: Gengur i S 4-6 meö rign- ingu I dag. veðrið hér 09 par Veörið kl. 6 I morgun: Akureyri alskýjaö 2, Bergen skýjaö 10, Helsinki rigning 12, Kaupmannahöfn þokumóöa 14, Osló rigning 13, Reykjavik úrkoma I grennd 6, Stokk- hólmur, skýjað 14, Þórshöfn skýjaö 7. Veöriö kl. 18 i gær: Aþena léttskýjaö 25, Bergen hálfskýjaö 18, Chicago alskýj- að 28, Feneyjar skýjaö 25, Frankfurt hálfskýjaö 18, Nuk slydda 5, London skýjaö 13, Luxemburg skúr 14, Las Palmas léttskýjaö 22, Mon- treal alskýjaö 22, Mallorka hálfskviaö 23. New York heiö- skirt 24, París skýjaö 26, Róm skýjaö 25, Malaga heiöskirt 30, Vin skýjað 18, Winnipeg þrumur 25. LOKI SEGIR A þjóöhátiðardag veröur dansaö á Hallærisplani, enda er þaö planiö, sem mörgum finnst þjóömálin vera á. Harðger geitungategund sest að á islandi: ,£eta dreplð menn stungum sfnum" - Bú tannst í miðri Reykjavík „Þessir geitungar geta drepiö menn meö stungum sinum, þaö er enginn vafi á þvl. Þaö gerist aö vlsu ekki oft, en hefur þó komiö fyrir erlendis. Ég tel sömuleiöis ijóst aö, nema þvi aöeins aö takist aö útrýma þeim, veröa þeir hér til frambúðar. Þessi tegund lifir noröur eftir allri Skandinavfu og þrifst ágætlega”, sagöi Erling ólafsson, hjá Náttúrufræöistofn- uninni, i samtali viö VIsi, en hann hefur séö um rannsóknir á geit- ungategund þeirri, sem nú er sest hér aö. Fyrst varö vart viö geitungana fyrir nokkrum árum. 1973 ollu þeir t.d. vandræöum I Mennta- skólanum viö Tjörnina og var þá talið að þeir ættu bú þar. Þaö fannst þó ekki. I fyrrahaust fengust svo fyrstu óyggjandi sannanir fyrir þvi aö ófögnuöur þessi heföi numiö hér land fyrir alvöru. Þá fannst geitungabú i Laugarneshverfinu i Reykjavik. „Þetta gæti orðið alvarlegt mál”, sagöi Erling. „Hvert bú framleiöir yfir sumartlmann 25.000 flugur sem klekjast út aö hausti og þar af eru 1000-1100 „drottningar” sem leggjast I hýöi yfir veturinn og stofna svo nýtt bú aö vori. Þaö er einungis einangrun landsins sem hefur haldiö þeim - : íviTíi®: Erling ólafsson meökassa fullan af geitungum.en á innfelldu myndinni má sjá hvernig þeir lfta út I ná- vigi- (Visism. GVA) héöan hingaö til, þvl aö þær geta lifað hér, veðurfarsins vegna. Þaö er ómögulegt aö segja hvernig þær hafa borist hingaö, með skipi, flugvél eða bilum, sem hafa veriö fluttir hingaö”. Stungur þessara kykvenda valda eymsium og kláöa og geta orsákaö miklar bólgur. I sumum tilvikum, sérstaklega ef viökom- andi er veikur fyrir, eöa veröur fyrir árás margra I einu, getur þaö leitt til dauöa. _ij Sögulegt uppboð Allsögulegt uppboö var haldiö á Blönduósi I gær. Þar voru boönir upp tveir hestar I eigu Björns á Löngumýri. Hestarnir voru teknir af Birni meö lögregluvaidi, en Björn og sýslumaöur Húnavatns- sýslu hafa löngum eldaö grátt silfur saman. A uppboðinu var múgur og margmenni, og þótti mörgum þetta ágætis tilbreyting. Er sýslumaöur haföi lesið upp skilmálana fyrir uppboöinu. kvaðst Björn ætla meö máliö til Hæstaréttar. Nokkrir gárungar voru aö velta þvi fyrir sér hvort hest- arnir væru undan þeirri frægu meri Löngumýrarskjónu. Kvaddi Björn sér þá hljóðs og sagöi aö honum heföi alltaf fundist sem Skjóna væri hin mesta bikkja. Annar hesturinn fór á 80 þús. en hinn á 150 þús. og þóttu þeir ekki dýrt seldir. RT/fi SmáauglVs- ingar í dag fyrir mánudag Auglýsingadeild VIsis verður iokuö á sunnudaginn 17. júni þannig aö þeir sem þurfa aö koma smáauglýsingu I VIsi á mánudag veröa aö hringja fyrir kl. 22 I kvöld. Starfsmannaverslunln: „Starfsmenn SÍS úll á landl njóta sambærilegra hlunnlnda” „Þaö er 40-50 ára gömul hefö fyrir þvi aö Samvinnustarfsmenn I Reykjavlk kaupi I heildsölu hjá Sambandinu, sagöi Þröstur Karlsson, formaöur Starfs- mannafélags Sambandsins I Reykjavik, þegar Vísir spuröi hann álits á þeirri deilu, sem upp kom á aöalfundi SIS varöandi starfsmannaverslunina I Holta- göröum. Þröstur sagöi þetta hafa komist I sviðsljósiö, þegar sett var upp sérstök verslunaraðstaða I Holta- göröum I staö þess aö menn áöur fyrr versluöu beint á lagernum. Þá taldi hann aö mál þetta væri byggt á töluverðum misskiiningi. Starfsmenn kaupfélaga úti á landi hefðu einnig sin hlunnindi, sem væru samanburðarhæf viö þessa heildsöluverslun, t.d. sæju sum kaupfélög starfsmönnum sinum fyrir orlofshúsum. Þröstur kvaö þaö rétt, aö verö- lag þarna væri 15-20% lægra en annars staöar, en þar á móti kæmi, aö vörur væru þarna ætiö á nýju veröi. Sagöi hann aö um 1000 manns nytu þessara hlunninda i Reykjavik. Blm. Visis brá sér inn i Holta- garöa til aö kanna verölagiö i starfsmannaversluninni, en var þá visað pent á dyr af þeim sem þarréö rikjum. Kvaðst sá hvorki hafa tima né myndugleik til aö greiða úr málum blaðamannsins. —HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.