Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 4
4 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ sleit barnsskónum hérna og fór í barnaskólann á staðnum en varð að fara til Teulon, sem er skammt fyrir norðan Winnipeg, til að fara í 9. til 11. bekk. Þar hitti hann Dale sem er af enskum ættum og þau fluttu til Dauphin River. „Ég hafði aldrei löngun til að búa annars staðar eða gera eitthvað annað en starfa við fiskveiðar og vinnslu. Ég byrjaði að vinna hjá pabba og tók svo alfarið við rekstrinum þegar hann dó 1987.“ Foreldrar Dales voru bændur, en hún er íslensk í móðurætt. Móðir hennar var Jóhanna Magnússon en faðirinn enskur. Dale segir að sér hafi þótt mjög einmanalegt í Dauph- in River þegar hún kom þangað fyrst eftir að hafa verið í margmenni alla tíð. „Mér fannst þetta mjög einangr- aður staður en ég vildi ekki fara héð- an nú. Ég dýrka þennan stað. Kyrrð- in á veturna er ólýsanleg og lífið sem kemur með fólkinu á sumrin er fjöl- breytt og skemmtilegt. Það er eng- inn tími til að láta sér leiðast.“ Helgi tekur í sama streng og segir að þrátt fyrir allt þurfi fólk að vera mjög mannblendið til að geta búið í Dauphin River. „Reksturinn gengur út á að vera með fólki, hitta fólk, og því er þetta ekki fyrir lokaðar per- sónur. Hér verður maður að vera op- inn og njóta þess að umgangast aðra.“ Það á jafnt við um villtu dýrin sem mannfólkið. Svartbirnirnir eru dag- legir gestir við bjálkahúsin á sumrin og haustin en Helgi segir að ekki þurfi að óttast þá frekar en önnur dýr í umhverfinu. „Vissulega getur móðirin verið hættuleg ef eitthvað er verið að atast í yngstu fjölskyldu- meðlimunum en við reynum að halda friðinn við menn og dýr. Í því sam- bandi má nefna að við höfum verið með námskeið hérna þar sem við höf- um kennt fólki að umgangast dýrin og gefa dádýrunum að borða þegar þau geta sér enga björg veitt vegna snjóa.“ Velja veiðimennina í Þýskalandi Það er frekar rólegt í Dauphin River á veturna en þá er Helgi upp- tekinn við fiskveiðarnar. Hann kaup- ir fisk af öllum fiskimönnum í ná- grenninu, er í raun umboðsmaður þeirra, og kemur afurðunum á mark- að í Winnipeg. En þau nota líka veturna til að undirbúa sumarferðirnar. „Við för- um á ferðakaupstefnur í Bandaríkj- unum og Þýskalandi,“ segir Dale og Helgi bætir við að veiðarnar séu ekki á allra færi og ekki sé öllum gefið að vera tvær vikur úti í náttúrunni. Því fari þau og hitti umsækjendur og velji síðan úr það fólk sem þau telji að henti best í ferðirnar hverju sinni. „Við lentum einu sinni í vandræð- um en þá vorum við með hóp kennara frá Berlín í Þýskalandi í tveggja vikna kanóferð. Fólk þarf að vera nokkuð vel á sig komið líkamlega til að fara í þessar ferðir en eitthvað vantaði upp á það hjá sumum í hópn- um, sem var valinn af ferðaskrifstofu í Berlín. Við lærðum af reynslunni og í stað þess að bóka fólk blint förum við einfaldlega til Dortmund í Þýska- landi í lok janúar á hverju ári og velj- um þátttakendur í ferðirnar.“ Helgi segir að fyrir utan vegagerð- ina fyrir 40 árum hafi orðið mikil breyting þegar þau byggðu bjálka- húsin 1987 en áður voru þau bara með tjaldstæði fyrir ferðamennina. „Ferðamannastraumurinn jókst við þetta allt árið auk þess sem aðstæður fyrir erlendu veiðimennina bötnuðu til muna en mjög vel fer um fjóra til sex manns í hverju húsi.“ Íslenska rótin sterk Afi hans bjó hjá þeim 1959 til 1961 og reyndi meðal annars að kenna Helga íslensku án árangurs. „Þá hafði ég ekki áhuga en það hefur breyst,“ segir Helgi. „Ég hef oft hugsað um íslenska upprunann og það hefur lengi verið á dagskrá að fara til Íslands en það hefur ekki enn orðið af því.“ Hann segir að Gunnar Sæmunds- son, bóndi á Breiðabliki við Árborg, og Margrét kona hans, sem bæði eru látin, hafi komið árlega til Dauphin River og oft hafi komið til tals að fara með þeim til Íslands. „Pabbi og Gunnar voru náskyldir og ræddu þetta oft en þeir dóu áður en vonin varð að veruleika og því miður fórum við aldrei til Íslands.“ Helgi og Dale áttu nokkrar ís- lenskar bækur en þær urðu eldinum að bráð í fyrrnefndum bruna. Þar á meðal var ævisaga Helga Einarsson- ar frá Neðranesi. „Mamma las þessa bók fyrir okkur,“ segir Dale og Helgi bætir við að hann hafi lesið ensku þýðinguna. Að öðru leyti hafi hann lítið haft af afa sínum að segja, en vissulega hafi hann haft sín áhrif. „Ég man bara eftir afa sem gömlum manni kalla á mömmu vegna þess að ég var að skríða undir rúmið hans. „Dorothy, krakkarnir eru enn einu sinni komnir undir rúmið mitt,“ kall- aði hann og það situr eftir í minning- unni. En þetta var merkilegur mað- ur. Hann var fyrstur til að flytja ófrosinn fisk héðan suður til Banda- ríkjanna og fór meðal annars til New York og Chicago í þeim tilgangi. Pabbi talaði mikið um hann og allt var miklu erfiðara hjá honum en nokkru sinni hjá okkur.“ Áður var minnst á umsvif Helga eldra en það eina sem bjargaðist í umræddum bruna var kassi með peningaseðlum hans og mynt. Á eins og fimm dollara seðlunum stendur að Helgi selji matvörur, föt, skófatnað, byggingavörur, vír, fiskinet og útvegi landbúnaðarvörur. „Þetta er merki- leg heimild um liðna tíð,“ segir Helgi. Helgi er slæmur í baki eins og al- gengt er með vinnuþjarka, en hann ann sér aldrei hvíldar. „Sjúkraþjálf- arinn minn sagði mér að taka því ró- lega í viku en ég get ekki verið að- gerðarlaus í heilan dag, hvað þá viku. Það er mikið að gera í fiskinum og ég þarf að koma honum á markað í Winnipeg.“ Hann veiðir einkum við nálægar eyjar á Winnipegvatni. Við hrein- dýraeyju (Reindeer Island), Mc- Creary-eyju og Berens-eyju. Er síð- an með stórt fiskverkunarhús og sendir að meðaltali um sjö tonn af fiski á markað í Winnipeg vikulega. „Þessu fylgir mikil líkamleg vinna og ekki furða þó eitthvað láti undan,“ segir hann um bakið. Tölvur, ekki fiskur Um 2.500 indjánar búa á vernd- arsvæðunum í kring. Um 1.200 manns við St. Martin-vatn, álíka margir í Little Saskatchewan og um 50 til 100 í Fairford. Helgi segir að sambandið við þá sé gott enda hafi fjölskyldan alltaf átt heima þarna og hann sé indjáni að hluta en sjálfsagt yrði erfitt fyrir utanaðkomandi að flytja á svæðið. Hann á tvær systur og tvo bræður og búa þau öll í ná- grenninu en koma ekki að veiðunum. Helgi og Dale eiga fjórar dætur og einn son og hafa þau ekki áhuga á að feta í fótspor foreldranna. „Strákur- inn hefur áhuga á ferðamannaþjón- ustunni en ég er síðasti móhíkaninn hvað fiskveiðarnar varðar,“ segir Helgi. „Það er ekki gaman til þess að hugsa eftir að hafa fjárfest í öllum þessum tólum og tækjum og geta síð- an ekkert gert við þetta. Fiskveiðar heilla ekki ungt fólk heldur tölvur.“ Kassi með peningaseðlum og mynt Helga Einarssonar eldri bjargaðist að mestu óskemmdur úr brunanum. Ævisagan varð hins vegar eldinum að bráð en Þorsteinn Jakobsson, umbrots- maður á Morgunblaðinu, fann bók fyrir blaðamann á fornbóka- sölu og fékk Helgi hana að gjöf. Ekki er mikið um að vera í Dauphin River að vetri til en hundurinn bíður rólegur eftir næsta gesti. Dale og Helgi bjóða ferðamönnum upp á aðstöðu og gistingu í fjórum full- búnum bjálkahúsum. Boðið er upp á margvíslega þjónustu á staðnum. Helgi virðist lífsglaður og kátur maður en þegar talið berst að brunanum er greinilegt að erfiðir tímar rifjast upp. Söluskálinn í Dauphin River er skreyttur myndum úr umhverfinu og frá veiðum ferðamanna en fastagesturinn lætur sér fátt um finnast enda kemur hann bara til að fá sér kaffibollann sinn og fer svo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.