Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Markáætlun um upplýsingatækni og umhverfismál Umsóknarfrestur er til 18. apríl Nánari upplýsingar á www.rannis.is Markáætlun apríl 2001 Rannsóknarráð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800, bréfsími 552 9814, netfang rannis@rannis.is, heimasíða http//www.rannis.is Borgarstjórinn í Reykjavík leggur mik- ið upp úr ytra útliti hlutanna og ímyndar- sköpun. Hann er mað- ur umbúða en minni maður innihalds. Mið- borgarstjórn, sem sett var á laggirnar í upp- hafi kjörtímabilsins, hlýtur að teljast gott dæmi um það. Það kostar okkur borgar- búa um 20 milljónir króna á ári að halda uppi miðborgarstjórn og formaður þeirrar stjórnar er borgar- stjórinn, Ingibjörg Sólrún. Hástemmd lýsingarorð voru valin þessu hugarfóstri borg- arstjórans. Samkvæmt markmið- um sínum á miðborgarstjórn að efla samskipti, treysta stöðu fyr- irtækja í miðborginni, tala máli borgaryfirvalda og hagsmunaaðila og hvetja til fjárfestinga. Hún á að ,,…hafa frumkvæði að ýmsum mál- um til eflingar miðborgar Reykja- víkur, fylgja eftir þróunaráætlun miðborgar og samhæfa og bæta þjónustu borgarstofnana á svæð- inu“. Það mætti ætla að hér sé fundin mesta valdastofnun borg- arinnar, þaðan sem allt gott kem- ur. Væntingar urðu að engu Hagsmunaaðilar í miðborginni bundu vonir við hina nýju stjórn en afraksturinn hefur valdið von- brigðum, því miður. Ákveðið var á síðasta ári að láta fullreyna á gagnsemi miðborgarstjórnar. Nú er útséð með reynsluna og þol- inmæðin á þrotum. Áþreifanlegur árangur í þágu uppbyggingar í miðborginni er harla lítill. Ef lesnar eru fundargerðir kemur í ljós að á fundum mið- borgarstjórnar hefur þetta eða hitt verið kynnt, rætt eða skoð- að en lítið um aðgerð- ir. Laugaveginum lokað Undantekningin er að ákveðið var að loka Laugaveginum fyrir bílum í júlí á síð- astliðnu ári án sam- ráðs við verslunareig- endur sem eðlilega mótmæltu kröftuglega enda lokun- in að þeirra mati hreint skemmd- arverk sem torveldaði viðskipta- vinum aðgang að verslunum í götunni og dró úr viðskiptum. Mið- borgarstjórn setti rófuna á milli lappanna og hætti við lokunina en opinberaði um leið sambandsleysi sitt við hagsmunaaðila miðborgar- innar. Gríðarleg hækkun stöðumæla- gjalda og sekta vegna stöðumæla- brota er annað dæmi um aðgerð sem unnið hefur gegn viðgangi verslunar í miðborginni. Ekki er að sjá að ákvarðanir miðborgarstjórn- ar leiði til þess að varnarstöðu mið- borgarinnar verði snúið upp í sókn. Tilgangurinn með stofnun hennar var að skapa þá ímynd að verið sé að stuðla að uppbygginu í miðborg Reykjavíkur með nýjum hætti. Sú ímynd stenst ekki skoðun. Svört skýrsla um ástand miðborgarinnar Þróunarfélag miðborgarinnar eru sjálfstæð samtök hagsmuna- aðila á miðborgarsvæðinu. Síðast- liðið haust kom út skýrsla frá Þró- unarfélagi miðborgarinnar þar sem fjallað var um þróun verslunar í miðborginni á undanförnum árum. Þetta er svört skýrsla. Þar kemur fram að 42% verslana í hjarta borgarinnar hafa farið þaðan á undanförnum fimm árum. Í sömu skýrslu kemur fram að ef skoðað er svæðið frá Grjótaþorpinu og alla leið upp að Snorrabraut hefur tí- unda hver verslun horfið af því stóra svæði á sama tímabili. Meiri- hluti borgarstjórnar rumskaði ekki við þessar fréttir og gerði lítið úr þeim í umræðum í borgarstjórn. Skýrsla Þróunarfélags miðborgar- innar var lögð fram í miðborgar- stjórn án umræðu, viðbragða, frek- ari fyrirspurna eða tillagna til aðgerða sem duga. Það hentar ekki ímyndarsköpuninni að verið sé að ræða um neikvæða hluti eins og visnandi miðborg. Glanstímarit um miðborg sýndarveruleikans Á sama tíma og Þróunarfélagið vann sína samantekt um skugga- lega þróun atvinnulífsins í miðborg Reykjavíkur vann miðborgarstjórn að gerð glanstímarits sem ber heit- ið Blómstrandi miðborg. Borgar- stjóri skrifar leiðara í þessu tíma- riti. Þar skrifar hann m.a.: ,,Hvergi er fjörugra mannlíf og menningar- líf, viðskipti og verslun hafa sótt í sig veðrið og eftirspurn eftir hús- næði fyrir ýmiss konar starfsemi er vaxandi.“ Hátt í helmingur verslana í hjarta borgarinnar hefur horfið þaðan á fáum árum. Fjöl- miðlar fjalla um það hvernig hvert verslunarhúsnæðið við annað stendur autt og er auglýst laust til leigu eða sölu. Á sama tíma gefur miðborgarstjórn út rándýrt glans- tímarit sem hefur engan tilgang annan en að skapa falska ímynd eða, með öðrum orðum, flottar um- búðir án innihalds. Fyrir fáeinum vikum kom út á vegum borgarinn- ar annað innihaldslaust glanstíma- rit. Það ber heitið Framtíðarborgin og var líka borið inn á hvert heim- ili í borginni. Það er enn stærra og dýrara en hið fyrra. Allur áróð- urinn er unninn og skipulagður af sérfræðingum. Höfuðáherslan er tilbúin ímynd. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún, hefur haft sjö ár til þess að sanna sig og standa við stóru orðin í kosninga- baráttunni. Kosningaáróður ári fyrir kosningar nægir ekki til þess að bjarga andlitinu. Báknið burt Lifandi umræða er undirstaða þess að skoðanir borgarbúa nýtist í stefnumótun kjörinna fulltrúa. Sjálfstæð félög byggð á brennandi áhuga um borgarmálefni endur- spegla ákveðinn tærleika. Nægir að nefna félög eins og Laugardals- samtökin, sem komu í veg fyrir skipulagsslys í Laugardalnum, Samtökin um betri byggð, Þróun- arfélag miðborgarinnar, íbúasam- tök o.fl. Það ber að efla samvinnu við slík félög og nýta þann frjó- sama kraft sem í þeim býr. Í valdatíð borgarstjórans, Ingi- bjargar Sólrúnar, hefur báknið blásið út. Frá árinu 1994 hefur stjórnunarkostnaður og yfirbygg- ing borgarinnar aukist óheyrilega. Háleit markmið sem kynnt voru við stofnun miðborgarstjórnar hafa reynst innantóm og gagnslaus. Hún hamlar skilvirkni, eykur á báknið, tefur afgreiðslu mála, er dýr í rekstri og skilar ekki nauð- synlegum árangri. Miðborgar- stjórn virkar ekki og ber að leggja niður. Hún er tilgangslaust prjál eins og montprik sem við fyrstu sýn virðist vera nýtilegur göngu- stafur en hefur í raun og veru eng- an tilgang annan en mont. Miðborgin þarfnast aðgerða Miðborgin þarf málsvara. ,,Sálin í Reykjavík býr í miðbænum“ eins og fram kom á aðalfundi Þróun- arfélags miðborgarinnar nýlega. Spjallfundir enda þótt innan borg- arkerfisins séu koma að litlu gagni. Hugmyndir þeirra sem sitja í slík- um teboðum fá ekki vængi og ná ekki fram að ganga. Þannig liggur gagnsleysi miðborgarstjórnar ekki í þeim einstaklingum sem þar sitja, öðru nær. Það liggur í uppsetning- unni og valdaleysinu – í pakkning- unni en ekki innihaldinu. Borgar- ráð er framkvæmdastjórn borgarinnar. Til þess að umfjöllun um málefni miðborgarinnar verði eins beinskeytt og nauðsynlegt er þarf að tengja úrlausnir hennar mála inn í þennan mesta valda- kjarna borgarinnar. Með þeim hætti næst beintenging og skjót- virkni. Þannig breytast hugguleg teboð í vinnufundi og aðgerðir. Málefni verslunar, athafnalífs og íbúa í miðborginni eru brýn og þurfa umfjöllun á æðsta stjórnstigi með skipulögðum og milliliðalaus- um hætti. Slíkt myndi kalla á breikkun ráðsins á þeim fundum sem helgaðir væru miðborgarmál- um en það er til mikils að vinna. Það er líka miklu að tapa ef þróun miðbæjarins heldur hindrunar- og aðgerðarlaust fram sem horfir. Leggjum niður miðborgarstjórn Júlíus Vífill Ingvarsson Höfundur er borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Borgarstjórn Borgarstjórinn er mað- ur umbúða, segir Júlíus Vífill Ingvarsson, en minni maður innihalds. HINN 7. apríl var al- þjóðaheilbrigðisdagur WHO, Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar. Í ár er þessi dagur helgaður geðheilbrigði. Umsjón með við- burðum í tilefni dagsins höfðu Landlæknisemb- ættið og Geðrækt. Mikilvægi þess að búa við góða geðheilsu er vonandi öllum ljóst. En hvað með þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða? Það er ekki síður mikilvægt fyrir þessa einstaklinga að geta þekkt ráð til að efla heilsu sína, jafnt líkamlega sem andlega. Að finna þetta andlega og líkamlega jafnvægi sem okkur er öllum nauð- synlegt til að takast á við daglegt líf og gerir okkur kleift að takast á við sjúkdóma þegar þeir herja á okkur. Vandi þeirra sem eiga við geðsjúk- dóma að stríða er ekki einungis að þurfa að takast á við sjúkdóm sem er ekki „viðurkenndur“ af sam- félaginu heldur þurfa þessir einstaklingar einnig oft að glíma við fordóma samfélagsins og jafnvel eigin for- dóma. Ég tel þó að margt hafi áunnist og undanfarið hefur mark- visst verið unnið að því að draga úr fordómum gagnvart geðsjúkdóm- um. Rauði kross Íslands – Kópavogsdeild, Kópa- vogsbær og svæðis- skrifstofa málefna fatl- aðra á Reykjanesi lögðu myndarlega af mörkum til þessa málaflokks þeg- ar þessir aðilar stofnuðu athvarfið Dvöl árið 1998. Dvöl er í Reyni- hvammi 43 í Kópavogi og er athvarf fyrir þá sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða. Meginmarkmið at- hvarfsins er að draga úr einangrun og koma í veg fyrir endurinnlögn á geðdeild. Þörf fyrir athvarfið er mjög greinileg og hefur gestakomum fjölg- að verulega frá opnun og sífellt bæt- ast nýir gestir í hópinn. Athvarfið er opið alla virka daga frá kl. 9–16. Til athvarfsins leita einstaklingar af öll- um stigum þjóðfélagsins og á öllum aldri, þeir eiga það sameiginlegt að hafa þörf fyrir öryggi, stuðning og hlýju. Þeir sem eiga við geðsjúkdóma að stríða þurfa það sama og þeir sem kljást við líkamlega sjúkdóma; hvatn- ingu, skilning og að njóta virðingar til að geta tekist á við sjúkdóminn. Dvöl – athvarf í Kópavogi Sigríður Hrönn Bjarnadóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Dvalar. Geðheilbrigði Þeir sem eiga við geð- sjúkdóma að stríða þurfa það sama og þeir sem kljást við líkamlega sjúkdóma, segir Sigríð- ur Hrönn Bjarnadóttir; hvatningu, skilning og að njóta virðingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.