Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er að verða jafn víst og að lóan kemur á hverju vori að lögregl- an auglýsir eftir fólki til þess að setjast á skóla- bekk. Þörfin fyrir ungt, hraust og vel gefið fólk í lögregluna er mikil og fer vaxandi í harðnandi heimi þar sem þó ekki reynir síður á hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum en krafta. Hinum eftirsótta lög- reglumanni hefur hvergi verið lýst en meðal þeirra kosta sem hann þarf að vera búinn má nefna: hreysti, góð- ar gáfur, mikil hæfni í mannlegum samskiptum og löngun til þess að gera vel. Ert þú búinn þessum kostum og ert á aldrinum 20–35 ára eða jafnvel eldri, andlega og líkamlega heil- brigður og hefur að lágmarki 68–70 einingar úr framhaldsskóla eða menntum sem jafna má til þess og hefur ekki komist í kast við lögin svo nokkru nemi. Ef þú getur svarað þessum spurningum játandi ættir þú að leiða hugann að þessu starfi og lesa greinina til enda. Umsóknarfrestur um önnina sem hefst í janúar 2002 er til 1. maí nk. Þú getur sótt upplýsingar og umsókn á Netið eða hringt eða komið í Lög- regluskólann sem er á Krókhálsi 5 í Reykja- vík. Umsóknareyðu- blöð fást einnig á flest- um lögreglustöðvum. Það mun liggja fyrir um mánaðamót maí/ júní hverjum verður gefinn kostur á námi á næsta ári. Námið tekur eitt ár og er launað 8 síðustu mánuðina. Þar af eru fjórir mánuðir í launaðri starfsþjálfun í Hafnarfirði, Kópavogi eða Reykjavík. Umsóknina þarft þú að senda valnefnd skól- ans fyrir 1. maí, eins og áður sagði og henni þurfa að fylgja staðfest afrit frá þeim framhalds- skólum sem þú hefur sótt og þú ert beðinn að fylla umsóknareyðublaðið vandlega út. Þegar þetta er skrifað eru aðeins 30% umsókna hæf, þ.e. upplýsingar vantar með öllum hinum eða um- sækjendur uppfylla ekki laga- skilyrði. Það kostar fé og fyrirhöfn að ná í þessa umsækjendur til þess að minna þá á það sem skýrt er tekið fram í upplýsingum um skólann og á umsóknareyðublaðinu. Alltof margir umsækjendur sinna þessu ekki og lesa greinilega ekki upplýsingar sem þeim eru veittar. Umsókn, án staðfestra gagna frá framhalds- skólum, er ekki tekin til greina. Úr því verið er að finna að við suma umsækjendur er ekki hægt að láta hjá líða að finna að við yfirmenn framhaldsskólanna hvað snertir ein- kunnablöð frá þeim. Þau eru í fyrsta lagi ekki samræmd og í öðru lagi get- ur verið ákaflega erfitt að lesa úr þeim hjá sumum og þarf þá að hringja í viðkomandi skóla og spyrj- ast fyrir hvað þetta eða hitt þýði. Ég vona að skólameistarar framhalds- skólanna leiti leiða til að samræma þessi einkunnablöð svo þau verði öðrum skiljanlegri. Það er ómögu- legt annað en það sé hægt þótt skólar séu með breytilegt námsframboð og ólíkir að uppbyggingu. Ágæti lesandi, þú ert e.t.v. að hugsa um af hverju þú ættir að sækja um að komast í lögregluna. Svörin við því kunna að vera mörg mismun- andi. Lögreglan er öðrum þræði þjónustustofnun sem aðstoðar borg- arann eftir því sem tími og aðstæður leyfa. Lögreglan þarf reyndar stund- um að beita valdi sem henni ber þó að beita í hófi. Lögreglan hefur mjög marga hæfa og vel menntaða menn innan sinna vébanda og vinnur að verkefnum sem gera kröfu til starfs- mannsins. Starfið er fjölbreytt og í sumum tilfellum spennandi en því má ekki gleyma að lögreglan fæst við störf sem spanna allt tilfinningasvið- ið, allt frá taumlausri gleði til dýpstu sorgar og örvæntingar. Íslenskt þjóðfélag þarf að hlúa vel að lögreglunni, gera henni kleift að fá hæft fólk og vinna gegn því af alefli að þessi minnihluti stækki og í fram- haldi af því að minnka hann. Lög- reglan er metnaðarfull stofnun sem vill vinna vel og hennar verkefni er aðeins eitt. Það er að hjálpa þér að lifa við þær reglur og öryggi sem þjóðfélagið sjálft hefur valið sér og framfylgja þeim leikreglum sem það hefur sett. Lögreglan er með öðrum orðum að sjá til að þú getir sofið öruggur, komist áfallalaust áfram í umferðinni, vernda eigur þínar og þinna og almennt að tryggja að við getum lifað við þau norm sem eðli- legt lýðræðisríki hefur sett sér. Lögregluskóli ríkisins er öflug stofnun sem vel hefur verið hlúð að af yfirvöldum. Húsnæði er eins og best verður á kosið og aðstæður allar til kennslu og þjálfunar hinar bestu. Kennarar eru samhentir og hafa mikla og víðtæka reynslu. Samstarf við dómsmálaráðuneyti, Ríkislög- reglustjóra og embættin í nágrenn- inu gefa honum aukinn styrk og gera skólann að skemmtilegum valkosti fyrir ungt og hraust fólk sem vill spreyta sig á erfiðu en oftast skemmtilegu starfi. Viljir þú fræðast meira um lög- regluna bendi ég þér á heimasíðu lögreglunnar logreglan.is. Þar finnur þú m.a. upplýsingar um skólann, inn- tökuskilyrði og hvernig standa á að umsókn í skólann. Ætti ég að sækja um Lögregluskólann? Gunnlaugur V. Snævarr Nám Lögregluskóli ríkisins er öflug stofnun, segir Gunnlaugur V. Snæv- arr, og hefur verið hlúð vel að honum af yfir- völdum. Höfundur er yfirlögregluþjónn. SAMFYLKINGIN er flokkur félags- hyggjufólks og baráttu fyrir frelsi, jöfnuði og jafnrétti í þjóðfélaginu. Þetta eru þær hug- sjónir sem eiga að halda flokknum saman. Við sem styðjum flokkinn höfum þá sannfæringu að með samstöðu þeirra sem aðhyllast þessar hug- sjónir náist hámarks- árangur í baráttunni fyrir betra þjóðfélagi. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að eigi slíkur flokkur að verða stór og öflug hreyfing verður hann að rúma mismunandi skoðanir á vissum póli- tískum átakamálum. Hér er ég að tala um afstöðuna til veru ameríska hersins hér, aðildar- innar að NATO og til Evrópusam- bandsins. Herinn og NATO Afstaðan til hersins og NATO hafa í hálfa öld valdið togstreitu og ráðið því að félagshyggjufólk hefur ekki staðið saman. Það hefur enginn grætt á því nema Sjálfstæðisflokk- urinn en herinn er hér enn og Ísland ekki líklegt til að fara úr NATO í bili. Þeir sem eru að berjast fyrir brottför hersins eru ekkert líklegri til að ná árangri þótt vinstri-grænir hafi málið á stefnuskrá sinni. Það eru því miður of fáir í þjóðfélaginu sem finnst að vera erlends hers á landinu skerði sjálfstæðið og ímynd Íslands sem sjálfstæðs ríkis. Eigi að nást árangur í þessu máli verður að myndast þverpólitísk hugarfars- breyting sem þyrfti að ná inn í alla flokka. Ég og aðrir sem hafa þá skoðun að herinn eigi að fara erum þess vegna jafngóðir liðsmenn þó að við tilheyrum ekki VG. Það sama gildir um aðild landsins að NATO en það kompaní er reynd- ar mjög að breytast og ástæða til að gefa gaum að því fyrir þá sem hafa barist gegn veru Íslands í þeim félagsskap. Þessi tvö mál hafa skipt mönnum í pólitíska flokka, dregið kraftinn úr félagshyggjufólki í hálfa öld. Það virðast ekki haldbær rök fyrir því að þau ráði skiptingu manna í flokka í dag. Það er m.ö.o. ekki líklegt að það muni skila þeim meiri árangri sem berjast fyrir brottför hersins og úr- sögn úr NATO að gera það í röðum VG en annars staðar. Evrópusambandið Afstaða manna til Evrópusam- bandsins hefur ekki farið eftir flokkslegum línum hér á landi. Reyndar hefur umræðan aldrei náð svo langt hér að afstaða almennings geti hafa fullmótast. Þó skerptust línur veru- lega þegar EES-samn- ingurinn var sam- þykktur. Hann er að mörgu leyti hliðstæður aðild og valdaafsalið líklega ekki minna en þó við hefðum gengið í Kaup- félagið sjálft. Í þeim átökum kom í ljós að allir flokkar voru klofnir í málinu. Meira að segja Alþýðubanda- lagið var klofið. Þótt þingmenn færu að meirihlutavilja um að leggjast gegn aðild þá voru í þing- flokknum menn sem gerðu það mjög nauðugir. Það munu allir flokkar verða klofnir í þessu máli þegar á reynir og þess vegna engin rök fyrir því að menn flytji sig milli flokka eftir því hvort þeir eru með eða á móti inngöngu í Evrópusambandið. Andstæðingar aðildar gera mál- stað sínum ekki meiri ógreiða en þann að reyna að einoka forystuna í málinu með því að gera VG að höf- uðvígi þess. Þeim sem vilja leiða baráttu gegn aðild að Evrópusambandinu er ekki líklegra til árangurs að gera það úr röðum VG en Samfylkingarinnar. Þvert á móti munu raddir þeirra öðlast meiri styrk ef þeir kjósa að tala úr röðum Samfylkingarmanna. Mér er ekki grunlaust um að það muni hlakka í þeim sem eru fylgj- andi aðild ef barátta þeirra sem vinna gegn henni ætlar að leggjast í sama farið og andófið gegn hernum og NATO. Allt eru þetta utanríkismál og það er ekki skynsamlegt fyrir félags- hyggjufók að láta afstöðu til þeirra kljúfa raðir sínar. Við höfum langa reynslu af slíku. Á því græðir eng- inn nema Sjálfstæðisflokkurinn. Og árangurinn í málefnabaráttunni verður minni en annars. Það er löngu kominn tími til að félags- hyggjufólk hætti að skemmta skrattanum. Utanríkismál og flokkadrættir Jóhann Ársælsson Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Pólitík Það er ekki skynsam- legt fyrir félagshyggju- fólk, segir Jóhann Ár- sælsson, að láta afstöðu til utanríkismála kljúfa raðir sínar. Í FORYSTUGREIN Morgunblaðsins mið- vikudaginn 11. apríl er mælt með því að Al- þingi Íslendinga við- haldi því banni við iðkun hnefaleika á Ís- landi, sem gilt hefur frá árinu 1956 og segir orð- rétt í leiðaranum: „…og frá því hefur ekki verið hvikað þrátt fyrir margar tillögur áhuga- manna um að fá því hnekkt. Það hefur ekki tekist þótt á stundum hafi munað mjóu í at- kvæðagreiðslum um tillögur þess efnis í sölum Alþingis.“ Í greininni er vitnað í umræðu í Ástralíu um að banna hnefaleika vegna meiðsla sem hafa orðið í þeim. Af þessum leiðaraskrifum má skilja að verið sé að vitna til atkvæða- greiðslu í fyrra á Alþingi um frum- varp um ólympíska hnefaleika en samhljóða frumvarp er nú til með- ferðar á þinginu. Sé svo felst í því grundvallarmisskilningur því það frumvarp fjallar alls ekki um það að aflétta banni við þeim hnefaleikum eftir gömlu reglunun, sem giltu hér 1956 og eru svipaðar þeim sem nú gilda í atvinnuhnefaleikum. Í Ástr- alíu er aðeins verið að ræða um það að banna slíka hnefa- leika, en þeir eru bann- aðir hér á landi og í nokkrum öðrum lönd- um. Ekkert frumvarp liggur fyrir um það á Alþingi að taka slíka hnefaleika upp og eng- inn Íslendingur leggur opinberlega til að slíkir hnefaleikar verði lög- leiddir hér. Sú spurn- ing vaknar því hvað vaki fyrir ritstjóranum með forystugreininni. Frumvarpið á Alþingi fjallar um að leyfa ólympíska hnefaleika, sem hvergi eru bann- aðir í heiminum nema hér og umræð- an í Ástralíu snýst alls ekki um að banna þá, enda eru þeir Ólymp- íuíþrótt og notkun hlífa og miklu strangari reglur hafa gert það að verkum að meiðsli í þeim eru aðeins brot af því sem eru í þeim hnefaleikum sem Ástralir eru að fjalla um. Sjötíu íþróttagreinar teljast með hærri meiðslatíðni en ólympísku hnefaleikarnir. Hér á landi eru leyfðar og iðkaðar bardagaíþróttir sem sumar hverjar leyfa ekki að- eins að beita höndum heldur einnig spörkum með fótum. Tvær dóttur- dætur mínar iðka slíka íþrótt ásamt fjölda annarra án þess að það teljist saknæmt. Ég undirritaður telst hins vegar lögbrjótur með því að setja upp hnefaleikahanska tvisvar í viku og iðka ólympískan hnefaleik með tilheyrandi dansi við höggpúða sem hluta af þjálfun snerpu, krafts og úthalds mér til heilsubótar. Sam- kvæmt íslenskum lögum brýt ég lög þótt ég snerti engan mann því sak- næmt telst að eiga slíka hanska og nota þá við hnefaleika. Ég mætti hins vegar fara berhentur eða með hanska og æfa ýmsar aðrar bardagaíþróttir með snertingu við mótherja án þess að það teldist lög- brot. Meira að segja mætti ég iðka tælenska sparkhnefaleika sem rutt hafa sér til rúms hér á landi af því að þeir heita ekki hnefaleikar held- ur jít kúna do! Að mínum dómi felst í þessu mismunun og brot á mann- réttindum. Ég taldi rétt árið 1956 að banna hér hnefaleika eftir þeim reglum sem þá giltu hér og eru hlið- stæðar þeim sem nú gilda í atvinnu- hnefaleikum. Því veldur óviðunandi tíðni höfuðmeiðsla í þeim. Ég hef ekki skipt um skoðun; myndi styðja slíkt bann ef ég ætti heima í Ástr- alíu og er sammála ritstjóra Morg- unblaðsins um að bann við slíkum hnefaleikum gildi áfram á Íslandi. En mér finnst að ritstjórinn verði að tala skýrar þegar hann talar um tillögur um þessi efni á Alþingi. Þessum hnefaleikum má ekki rugla saman við ólympísku hnefaleikana, sem hvergi eru bannaðir nema á hér. Hnefaleikar eða ólymp- ískir hnefaleikar? Ómar Þ. Ragnarsson Íþróttir Sjötíu íþróttagreinar, segir Ómar Þ. Ragn- arsson, eru með hærri meiðslatíðni en ólymp- ísku hnefaleikarnir. Höfundur er fréttamaður. Dragtir Neðst á Skólavörðustíg strets- gallabuxur tískuverslun v. Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.