Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 50
KIRKJUSTARF 50 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í TILEFNI af 40 ára vígsluafmæli kirkjunnar í Árbæjarsafni verður messað þar á annan í páskum, klukk- an 14. Prestur er séra Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarkirkju. Jafn- framt verða nokkur safnhúsanna op- in og munu leiðsögumenn taka á móti gestum í Árbæ, Suðurgötu 7 og Lækjargötu 4, en þar er sýningin Saga Reykjavíkur – frá býli til borg- ar. Einnig verður Dillonshús opið en þar er boðið upp á ljúffengar veiting- ar. Safnhúsin verða opin frá klukkan 13 til 17 og verður aðgangur að safn- inu ókeypis þennan dag. Safnkirkjan í Árbæjarsafni á upp- runa að sækja til Silfrastaða í Skaga- firði en þar var reist torfkirkja árið 1842. Í safnkirkjunni eru messur á sumr- in og á aðventu og kirkjan hefur löngum verið vinsæl fyrir athafnir. Passíusálmarnir lesnir í Möðruvalla- kirkju SÚ nýbreytni verður á föstudaginn langa að allir Passíusálmarnir verða lesnir í Möðruvallaklausturskirkju. Hefst lesturinn kl. 13 og verður lesið fram eftir degi. Það eru félagar úr Leikfélagi Hörgdæla, sem hafa tekið lesturinn að sér, en þetta er annað samstarfsverkefni kirkjunnar og leikfélagsins. Hið fyrra var á aðvent- unni þegar leikfélagið studdi við helgileik fermingarbarna í öllum kirkjum prestakallsins. Lesarar eru karlar og konur á aldrinum 14 til 77 ára og hefur verið gaman að finna hversu áhugasamir þeir eru um þetta verkefni. Birgir Helgason organisti kirkjunnar leikur á orgelið eftir fimmta hvern sálm, en fólk getur komið og farið eftir því sem það kýs á þeim tíma sem sálmarnir verða lesn- ir. Það er von kirkjunnar og leik- félagsins að sem flestir leggi leið sína að Möðruvöllum þennan dag, bæði fólk úr sveitinni, Akureyringar og ferðafólk og njóti þannig þeirrar helgi sem þessi dagur felur í sér. Helgihald í Langholtskirkju FJÖLBREYTT helgihald og tón- leikar varða um bænadaga og páska í Langholtskirkju. Á skírdag verður messa kl. 20 þar sem heilög kvöld- máltíð Drottins verður fram borin og verður framkvæmd hennar með sér- stökum hætti á þessu kvöldi. Á föstudaginn langa verður guðs- þjónusta og kyrrðarstund við kross- inn kl. 11 með sálmasöng, lestri úr píslarsögunni og Passíusálmunum. Síðar um daginn, kl. 16 og kl. 20, verður Jóhannesarpassían flutt, en þetta stórbrotna tónverk eftir J.S. Bach túlkar píslarsöguna eins og hún er skráð í guðspjalli Jóhannesar. Kór Langholtskirkju flytur verkið ásamt einsöngvurum og kammersveit. Á laugardagskvöldið fyrir páska verður miðnæturmessa og skírnarminning kl. 23.30 sem sr. Kristján Valur Ing- ólfsson leiðir. Messan hefst í myrkvaðri kirkj- unni en síðan verður páskaljósið bor- ið inn og það borið til allra viðstaddra. Hátíðarmessa verður kl. 8 árdegis á páskadagsmorgun þar sem páska- boðskapurinn verður kunngjörður og lofsöngurinn hljómar. Þjóðlög og sígild tónlist í Hafnar- fjarðarkirkju FJÖLBREYTT og fögur tónlist mun einkenna helgihald í Hafnarfjarðar- kirkju bænadaga og páska. Sif Ragn- hildardóttir mun syngja lög í þjóð- lagastíl m.a. eftir gríska tónskáldið Theodorakis við kvöldmessu í Hafn- arfjarðarkirkju á skírdag 12. apríl kl. 20.30. Nora Kornblue mun leika á selló við guðsþjónustu föstudaginn langa 13. apríl kl.14 og Kór Hafnar- fjarðar kirkju syngja verk úr Req- uiem W.A. Mozarts. Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngv- ari mun syngja einsöng við hátíð- arguðsþjónustur á páskadagsmorgni 15. apríl kl. 8 og kl. 11. Ásdís Þórð- ardóttir leikur á trompet í fyrri hátíð- arguðsþjónustunni en Árni Gunnars- son á básúnu í þeirri síðari. Félagar úr Kór Hafnarfjarðarkirkju munu syngja við þessar athafnir. Organisti er Natalía Chow nema á skírdags- kvöldi er Örn Falkner leikur á orgel kirkjunnar. Boðið verður upp á páskamorgunverð eftir fyrri hátíð- arguðsþjónustuna á páskadags- morgni í Hásölum Hafnarfjarðar- kirkju. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Prestsvígsla í Dómkirkjunni Á SKÍRDAG mun Biskup Íslands Karl Sigurbjörnsson vígja guðfræð- ing til prestsþjónustu. Vígslan fer fram í Dómkirkjunni og hefst kl. 11. Vígsluþegi er Auður Inga Einars- dóttir, cand. theol. sem vígist til þjón- ustu sem sóknarprestur í Bíldudals- prestakalli, Barðastrandarprófasts- dæmi. Vígsluvottar verða dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, séra Jakob Ág. Hjálmarsson, dómkirkjuprestur, séra Jóhanna Sigmarsdóttir, sóknar- prestur á Eiðum, og séra Bragi Bene- diktsson, prófastur, sem lýsir vígslu. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, dómorg- anista. Passíusálmar í Akraneskirkju SÚ hefð hefur skapast í Akranes- kirkju að Passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar hafa verið lesnir í heild sinni á föstudaginn langa. Svo verður einnig á morgun og hefst lesturinn kl. 14. Í fyrra lásu félagar í bókmennta- klúbbi á Akranesi Passíusálmana en í ár koma lesarar úr hópi fyrstu ferm- ingarbarna sr. Björns Jónssonar á Akranesi. Katalin Lörincz mun leika á orgelið á milli lestra. Akurnesingar eru hvattir til þess að koma í kirkju sína, hlýða á og hugleiða með lesur- unum píslarferil frelsarans. Kirkju- gestum er heimilt að koma og fara eftir því sem þeim sjálfum hentar. Sóknarprestur. Kvöldvaka við krossinn AÐ kvöldi föstudagins langa verður að venju afar sérstæð kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hefst hún kl. 20.30. Í kórdyrum kirkjunnar verður reistur stór kross og undir honum tendruð sjö kertaljós sem minna á síðustu orð Krists á kross- inum. Fermingarbörn lesa ritningar- texta, kór kirkjunnar leiðir söng und- ir stjórn Þóru Vigdísar Guðmunds- dóttur, Salbjörg Jónsdóttir leikur á fiðlu en Hanna Björk Guðjónsdóttir söngkona syngur einsöng. Undir lok stundarinnar verður slökkt á raf- magnsljósum kirkjunnar og kerta- ljósin tendruð. Fermingarbörn lesa þá síðustu orð Krists á krossinum og þegar síðustu orðin eru lesin er kirkjan almyrkvuð. Þannig er kirkjan yfirgefin á þessu kvöldi. Allir eru hjartanlega vel- komnir að upplifa með okkur þessa helgu stund. Einar Eyjólfsson. Djass á skírdags- kvöldi KVÖLDMESSA verður haldin á skírdagskvöld kl. 20.30 í Laugarnes- kirkju. Það eru okkar frábæru tón- listarmenn í tríói Gunnars Gunnars- sonar sem leika en kór Laugar- neskirkju syngur. Sr. Bjarni Karlsson prédikar og þjónar til alt- aris ásamt Eygló Bjarnadóttur með- hjálpara. Að þessu sinni er ekki boðið til messukaffis enda lýkur messunni ekki í raun. Sóknarnefnd kirkjunnar mun, að lokinni altarisgöngu, annast afskrýðingu altarisins undir upplestri 22. Davíðssálms, og þannig endurlif- um við með táknrænum hætti myrk- ur skírdagsnætur, er Jesús var svipt- ur öllu því sem prýddi hann sem mann. Loks gengur söfnuðurinn út úr myrkvaðri kirkjunni, en á auðu alt- arinu stendur róðukross og þar hjá liggja fimm rauðar rósir sem tákna fimm sár Krist á krossinum. Á föstudaginn langa kl. 11 höldum við svo ferðinni áfram við guðsþjón- ustu í Laugarneskirkju þar sem Haf- liði Kristinsson, fjölskylduráðgjafi, mun prédika. Hvetjum við fólk til þátttöku í þess- um tveimur guðsþjónustum þar sem við undirbúum okkar innri mann und- ir fögnuð páskanna. Sunnudagaskóli í Laugarneskirkju ANNAN dag páska kl. 11 verður sunnudagaskóli með sérstökum há- tíðarbrag haldinn í Laugarneskirkju. Kirkjutrúðurinn Tóta mætir til leiks, fiðraðir hnoðrar heilsa upp á mann- skapinn og boðskapur páskanna verður túlkaður með margvíslegum hætti í sögum og söng. Hrund Þór- arinsdóttir, djákni, leiðir stundina ásamt hópi sunnudagaskólakennara og Gunnari Gunnarssyni, organista. Hvetjum við barnafjölskyldur til að mæta og nýta sér þetta vandaða til- boð. Helgihald í Grafarvogskirkju HELGIHALDIÐ verður fjölbreytt að venju. Nýmæli er að á föstudaginn langa munu þjóðþekktir leikarar flytja Passíusálmana frá kl. 13.30- 18.30. Hið árvissa páskakaffi-páska- súkkulaði verður að lokinni hátíð- arguðsþjónustu kl. 8 árdegis. Helgi- hald verður sem hér segir: Skírdagur 12. apríl: Ferming kl. 10.30. Ferming kl. 13.30. Föstudagurinn langi 13. apríl: Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, pré- dikar og þjónar fyrir altari. Passíu- sálmarnir lesnir, kl. 13.30- 8.30. Leik- arar annast lesturinn, milli lestra verður tónlistarflutningur. Páskadagur 15. apríl: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 8 árdegis Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Einsöngur: Sigríður Anna Helga- dóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Heitt súkkulaði að „hætti Ingjaldar“ eftir guðsþjónustu. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Barna- og unglingakór Grafarvogs- kirkju syngur. Stjórnandi: Oddný Þorsteinsdóttir. Systkinin Garðar Thor Cortes og Nanna María Cortes syngja. Organisti: Sigríður Þór- steinsdóttir. Hátíðarguðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Eir kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Einsöngur: Anna Sigríður Helgadóttir. Kór Grafar- vogskirkju syngur. Organisti: Hörð- ur Bragason. Annar í páskum, 16. apríl: Ferming kl. 10.30. Ferming kl. 13.30. Helgihald í Digraneskirkju SKÍRDAGUR er dagur seinustu kvöldmáltíðarinnar og því tilhlýðilegt að söfnuðurinn komi saman um kvöldið kl. 20.30 til þess að eiga sam- félag um borð Guðs. Altarissakra- mentið verður fram borið með sér- bökuðu ósýrðu brauði og bergt af sameiginlegum kaleik. Föstudaginn langa (13. apríl) kl. 14 flytur sr. Magnús B. Björnsson fyrirlesturinn: „Hvers vegna þurfti Jesús að deyja?“ Um kvöldið kl. 20.30 er passíuguð- sþjónusta. Sr. Gunnar Sigurjónsson syngur litaníuna ásamt kór Digranes- kirkju. Passíuguðþjónustan minnir okkur á píslardauða og krossfestingu Krists. Passíuguðsþjónustunni lýkur með því að kirkjan verður myrkvuð og íhugun þagnarinnar tekur við. Aðfangadag páska (14. apríl) kl. 22 er páskavaka. Hátíðahöld páskanna eru elsta kristna guðsþjónustugerð sem þekkt er í kirkjunni og á uppruna sinn í Jerúsalem á 1. öld, í kirkju postul- anna. Jóhannes guðspjallamaður nefnir Jesú Krist „ljós heimsins“. Af þeirri hefð spratt sá siður að tendra nýjan eld á vökunni og kveikja á páskakertinu sem tákn um nærveru Jesú Krists, hins upprisna Drottins, sem lýsir myrkri veröld. Orð og at- hafnir páskavökunnar eru full af táknum, sum auðskilin, önnur krefj- ast nokkurrar þekkingar og íhugun- ar. Þeir sem áhuga hafa á kristinni trú og helgihaldi kirkjunnar ættu ekki að láta páskavökuna fram hjá sér fara. Páskavakan hefst kl. 22 við eldstæði fyrir utan Digraneskirkju. Páskahátíðin hefst að morgni páskadags kl. 8 með morgunmessu. Sungin verður hátíðarmessa sr. Bjarna Þorsteinssonar af sóknar- prestinum og kór Digraneskirkju, einsöngur og mikil dýrð. Einsöng syngja Guðrún Lóa Jónsdóttir, Stef- anía Valgeirsdóttir og Eiríkur Hreinn Helgason. Sr. Magnús B. Björnsson prédikar. Altarissakra- mentið verður fram borið með sér- bökuðu ósýrðu brauði. Eftir messu verður morgunmatur í safnaðarsal og er mælst til þess að safnaðarfólk komi með eitthvað meðlæti með sér. Húsmóðir kirkjunnar hitar kaffi, te, súkkulaði og rúnnstykki þar að auki. Allir eru velkomnir. Fjölskyldustund í Árbæjarkirkju HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA, út- varpsguðsþjónusta, verður í Árbæj- arkirkju kl. 8 á páskadagsmorgun. Orgelleikari er Pavel Smid. Einsöng- ur Kristín Á. Sigurðardóttir. Hjördís Lárusdóttir spilar á trompet. Kirkju- kórinn syngur. Eins og á undanförn- um árum verður barna- og fjöl- skyldustund á helgum morgni páska í Árbæjarkirkju kl. 11. Páskaatburð- urinn verður útskýrður í máli og myndum. Saga lesin og mikill söngur. Barn borið til skírnar. Öll börn fá páskaegg að gjöf frá kirkjunni. Sr. Þór Hauksson. Myndasýning í Neskirkju EFTIR messu kl. 8 á skírdagskvöld í Neskirkju mun sr. Frank M. Hall- dórsson sýna litskyggnur í safnaðar- heimilinu og segja frá lífi og starfi Katrínar frá Bora, eiginkonu Mar- teins Lúthers. Katrín var kvenskör- ungur mikill sem studdi starf eigin- manns síns með ráðum og dáð, aflaði heimilinu tekna með útsjónarsemi og dugnaði og tók vel á móti þeim fjöl- mörgu sem áttu erindi við Lúther. Helgihald á páskum í Hjallakirkju Á SKÍRDAGSKVÖLD, fimmtudag- inn 12. apríl kl. 20.30 verður passíu- stund í Hjallakirkju, Kópavogi. At- burðir skírdagskvöldsins verða rifjaðir upp, þátttakendur feta í fót- spor lærisveina Jesú er þeir áttu samfélag við hann við stofnun heil- agrar kvöldmáltíðar. Félagar úr Kammerkór Hjallakirkju leiðir sálmasönginn. Á föstudaginn langa, 13. apríl, kl. 20.30, verður stund sem við nefnum Kvöldvöku við krossinn. Þá er leitast við að lifa atburði dagsins á mynd- rænan hátt og minnast dauða Krists með táknrænum hætti. Í kórdyrum kirkjunnar verður reistur kross sem minnir á krossinn á Golgatahæð, þann sem frelsarinn Jesús var negldur á og líflátinn. Við hann munu fermingarbörn lesa sjö orð Krists á krossinum. Fólk úr kirkjustarfinu annast lestur píslasög- unnar og kór kirkjunnar leiðir safn- aðarsöng. Þátttakendur á kvöldvök- unni yfirgefa kirkjuna myrkvaða. Í henni verða ekki tendruð ljós fyrr en árla á páskadagsmorgun. Þá hefst hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis, sannkölluð upprisuhátíð. Kór kirkjunnar syngur og leiðir safnaðarsöng. Að guðsþjónustu lok- inni er kirkjugestum boðið í morg- unkaffi í safnaðarsal kirkjunnar. Fólk er hvatt til að leggja leið sína í Hjalla- kirkju yfir páskahátíðina. Föstudagurinn langi í Oddakirkju AUK hefðbundins messuhalds um páskana verða Passíusálmar séra Hallgríms Péturssonar lesnir í Odda- kirkju á Rangárvöllum á föstudaginn langa og hefst lesturinn kl. 9 árdegis. Tilhögun lestrarins verður þannig að lesnir verða 10 sálmar í röð og síðan einn þeirra sunginn við undirleik Magnúsar Ragnarssonar organista. Sálmarnir verða þannig lesnir í fimm áföngum og sungið á milli. Lesturinn verður í höndum sókn- arprests og leikmanna og er öllum frjálst að taka þátt í lestrinum. Áheyrendum er að sjálfsögðu frjálst að koma og fara að vild meðan á lestr- inum stendur. Áætlað er að lestrinum ljúki um kl. 13, en þar með er helgi- haldi í Oddasókn ekki lokið, því mess- að verður á Dvalarheimilinu Lundi kl. 14. Kl. 17 hefst kyrrðar- og íhugunar- stund í kirkjunni þar sem Stúlknakór Odda- og Þykkvabæjarsókna flytja kirkjulega tónlist undir stjórn Nínu M. Morávek. Kórinn er skipaður 14 stúlkum á aldrinum 13-15 ára og hafa þær sungið saman í nokkur ár. Undirleik og einleik annast Magn- ús Ragnarsson organisti, en hann stundar orgelnám við Tónskóla Þjóð- kirkjunnar og einsöng syngur Anna Lilja Torfadóttir sem nemur söng við Tónlistarskóla Rangæinga og tekur 5. stig nú í vor. Á dagskránni verða kirkjuleg verk úr ýmsum áttum, bæði íslensk og erlend með áherslu á anda dagsins. Páskavaka Ísafjarð- arprófastsdæmis PÁSKAVAKA Ísafjarðarprófasts- dæmis verður haldin laugardaginn 14. apríl í Ísafjarðarkirkju kl. 20.30. Páskavakan er tileinkuð ungu fólki og fjölskyldum þeirra. Dagskráin er fjölbreytt og má þar nefna einsöng lítillar söngstjörnu úr Önundarfirði, Önnu Þuríðar Sigurð- ardóttur, frumfluttan leikþátt, saxó- fónkvartett undir stjórn Lesaw Szyszko, og svo mun barítonsöngv- arinn góðkunni Ólafur Kjartan Sig- urðarson syngja tvö lög við undirleik Tómasar Guðna Eggertssonar píanó- leikara. Þá verður fjöldasöngur og biblíulestur. Fjölskyldur eru hvattar til að mæta með unglingana sína og eiga notalega stund í guðshúsi við söng-, leik- og tónlistarflutning, mitt í gleði og kátínu páskavikunnar til að minna á hvers vegna páskarnir eru haldnir. Biskup Íslands í Kálfatjarnarkirkju HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA verð- ur í Kálfatjarnarkirkju á páskadag kl. 14. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Frank Herlufsen. Biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson prédikar. sr. Friðrik J. Hjartar og sr. Hans Markús Haf- steinsson þjóna við athöfnina. Að lok- inni guðsþjónustu verður gengið til nýja þjónustuhússins sem byggt hef- ur verið við kirkjuna. Þar mun hr. Karl Sigurbjörnsson helga húsið og á eftir verða veitingar í boði sóknar- nefndar. 40 ára vígslu- afmæli Árbæjarkirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.