Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 7
nefndar vera sá að reyna að koma í veg fyrir offramleiðslu saltaðrar síld- ar og undirboð á mörkuðunum. Í því augnamiði skyldi nefndin skipuleggja og hafa eftirlit með framleiðslunni, löggilda útflytjendur með þeim skil- málum sem hún teldi nauðsynlega um löggildingartíma, framboð og lág- marksverð og annað það sem tryggði sem öruggasta sölu á saltsíldafram- leiðslu landsmanna, eins og það var orðað í frumvarpinu. Samkvæmt frumvarpinu skyldi Síldarútvegsnefnd enn fremur hafa forgöngu um markaðsleit og annast um að gerðar yrðu tilraunir með út- flutning á saltaðri síld sem verkuð yrði með öðrum aðferðum en tíðkaðar voru. Frumvarpið var samþykkt í efri deild Alþingis 19. desember 1934 og í neðri deild 22. desember. Það vekur athygli að þrátt fyrir slæma reynslu af fyrri afskiptum Alþingis greiddu aðeins 6 þingmenn samtals í báðum deildum atkvæði gegn frumvarpinu, þ.e.a.s. 3 í hvorri deild. Síldarútvegsnefnd tók til starfa 1. marz 1935. Framan af hafði nefndin fyrst og fremst eftirlit með söltun, sölu og útflutningi saltsíldar og lög- gilti útflytjendur, eins og áður er sagt. Árið 1945 fól nýsköpunarstjórn Ólafs Thors Síldarútvegsnefnd að annast sölu og útflutning á allri salt- síldarframleiðslunni en fram að þeim tíma hafði nefndin aðeins séð um sölu á léttverkaðri síld, svonefndri matjes- síld. Eins og áður er sagt var tekið fram í lögunum að sjávarútvegsráðherra væri heimilt að veita Síldarútvegs- nefnd einkaleyfi til útflutnings og var slík heimild aldrei veitt nema til eins árs í senn. Einkaleyfi þetta var ekki veitt nema með samþykki viðkom- andi hagsmunaaðila. Síldarútvegs- nefnd sótti ekki um slíkt leyfi um mjög langt árabil og óskaði margoft eftir því að heimildarákvæði þetta yrði fellt niður úr lögunum þar sem það olli sífelldum misskilningi. Afstaða hagsmunaaðila til sölufyrirkomulagsins Í byrjun september 1994 skipaði sjávarútvegsráðherra sjö manna starfshóp allra helztu hagsmunaaðila, sem gera skyldi tillögur sem miði að því „að auka nýtingu síldar til mann- eldis og nýta betur þá möguleika til atvinnusköpunar og gjaldeyrisöflun- ar, sem felast í veiðum og vinnslu síld- ar“. Starfshópi þessum var einnig fal- ið að endurskoða lögin um Síldarútvegsnefnd og útflutning salt- aðrar síldar eins og óskað hafði verið eftir af saltendafélögunum og síldar- útvegsnefnd. Starfshópurinn kannaði m.a. við- horf beggja saltendafélaganna til sölufyrirkomulags saltsíldarinnar og birti í skýrslu sinni afstöðu þeirra til málsins svo og samþykktir þær sem saltendafélögin höfðu gert í sam- bandi við umfjöllun á Alþingi um síld- arútflutningsmálin en þar segir m.a.: „Félög síldarsaltenda hafa frá stofn- un verið í nánu samstarfi við Síldarút- vegsnefnd og fjallað ítarlega um sölu- og markaðsmál saltaðrar síldar. Margsinnis hafa fundir félaganna séð ástæðu til að láta í ljós ánægju sína með þann árangur sem náðst hefur við markaðssetningu síldarinnar og stjórn framleiðslunnar. Skoðanakannanir meðal saltenda hafa leitt í ljós að hver einasti fram- leiðandi hefur lýst stuðningi sínum við núverandi sölufyrirkomulag.“ Breytinga margsinnis óskað Um tillögur starfshópsins varðandi breytingar á lögunum um Síldarút- vegsnefnd og útflutning saltaðrar síldar segir svo í skýrslunni: „Eins og fram hefur komið hér að framan eru lögin um Síldarútvegs- nefnd og útflutning saltaðrar síldar komin til ára sinna og tímabært orðið að gera á þeim ýmsar breytingar en Síldarútvegsnefnd hefur margsinnis óskað eftir að það verði gert. Í umfjöllun hér að framan um þingsályktunartillögu um Síldarút- vegsnefnd og útflutning saltaðrar síldar og afstöðu félaga síldarsalt- enda kemur fram eindreginn vilji framleiðenda til þess að byggja í grundvallaratriðum á núverandi fyr- irkomulagi við útflutning saltsíldar.“ Síldarútvegsnefnd laumað inn á fjárlög En svo skipast veður í lofti? „Nokkru síðar, eða eftir að starfs- hópurinn hafði skilað skýrslu sinni til ráðherra, varð vægast sagt óvæntur atburður sem breytti skyndilega stöðu allra þessara mála,“ segir Gunnar. „Þá kom í ljós að embætt- ismenn á vegum fjármálaráðuneytis- ins höfðu, án þess að gera viðkomandi aðilum viðvart, laumað inn í nýtt frumvarp um fjárreiður ríkisins ákvæði þess efnis að Síldarútvegs- nefnd skyldi framvegis tekin inn á fjárlög og þar með teljast eign rík- isins. Sú eina skýring fylgdi þessum dæmalausa gjörningi var „að Síldar- útvegsnefnd hefði aldrei verið á fjár- lögum en nú hafi verið ákveðið að taka hana inn á fjárlög samkvæmt skilgreiningu nýrra fjárreiðulaga,“ eins og það var orðað. Hér var um grófa eignaupptöku að ræða þar sem Síldarútvegsnefnd hafði aldrei verið ríkisstofnun og aldrei fengið grænan eyri úr ríkissjóði eða öðrum opinber- um sjóðum. Aðeins fengið 2% sölu- þóknun af fob-verði þeirrar saltsíldar sem hún seldi og flutti út fyrir salt- endur og 5% sölulaun vegna rekstr- arvara þeirra sem nefndin hafði til sölu að ósk saltenda. Okkur þótti það einnig meira en lít- ið furðulegt að embættismenn á veg- um þáverandi fjármálaráðherra skyldu standa að því að reyna að breyta Síldarútvegsnefnd í ríkis- stofnun á sama tíma og það væri yf- irlýstur vilji ríkisstjórnarinnar að draga úr afskiptum ríkisvaldsins af atvinnuvegunum. Til að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning skal tekið fram að um- ræddur gjörningur var framinn skömmu fyrir tíð núverandi fjármála- ráðherra. Íslandssíld hf. Þar sem frumvarpið var orðið að lögum, þegar þessi gjörningur kom í ljós, boðaði ég strax fund í Síldarút- vegsnefnd og lagði þar fram tillögu um að nefndin beiti sér fyrir því, að höfðu samráði við félög síldarsalt- enda, að stofnuninni yrði svo fljótt sem unnt væri breytt í hlutafélag í eigu saltsíldarframleiðenda og að gildandi lög um Síldarútvegsnefnd og útflutning saltaðrar síldar yrðu felld úr gildi. Í tillögunni var jafnframt tekið fram að hliðsjón hefði einnig verið höfð af þeim breytingum sem verið var að gera á rekstrarfyrirkomulagi annarra helztu útflutningssamtaka sjávarútvegsins. Tillagan var samþykkt samhljóða og einnig á sameiginlegum fundi stjórna beggja saltendafélaganna. Með aðstoð þáverandi sjávarútvegs- ráðherra og núverandi fjármálaráð- herra tókst að koma í kring þeirri breytingu sem fólst í áðurnefndri til- lögu minni og tók þá hlutafélagið „Ís- landssíld“ við hlutverki Síldarútvegs- nefndar sem þá hafði starfað í hvorki meira né minna en í 63 ár.“ Ótrúlega heppinn með starfsfólk – Var ekki erfitt að slíta sig frá framkvæmdastjórastarfinu eftir svo langan og áhugaverðan starfsferil? „Það var eiginlega auðveldara en ég hafði átt von á, bæði vegna þess að ég tók þá við starfi sem stjórnarfor- maður og ekki síður vegna þess að við framkvæmdastjórastarfinu tók frá- bær starfsmaður, Einar Benedikts- son, núverandi forstjóri Olís. Hann hafði um langt árabil starfað sem að- stoðarframkvæmdastjóri minn og því öllum hnútum kunnugur. Annars hef ég alla tíð verið ótrúlega heppinn með samstarfsfólk. Þegar ég hóf störf sem sumarmað- ur hjá Síldarútvegsnefnd á Siglufirði var Jón Stefánsson framkvæmda- stjóri skrifstofunnar þar. Hann var meðal greindustu manna sem ég hef kynnzt um dagana og af honum lærði ég mikið. Birgir Kjaran sagði mér eitt sinn að reynt hefði verið að fá Jón eða Sigurð Jónsson frv. fram- kvæmdastjóra Síldarverksmiðja rík- isins til að gefa kost á sér í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar nyrðra en báðir hefðu þverneitað og heldur viljað sinna síldarmálum en þing- mennsku.“ Fjandans nafnið á fyrirtækinu Hvaða síldarsaltandi er þér minn- isstæðastur frá starfsferli þínum? „Þessu get ég ekki svarað, þeir eru svo ótrúlega margir minnisstæðir. Þegar ég byrjaði sem forstöðumaður hér syðra voru flestir síldarsaltend- urnir langtum eldri en ég og það lá við að ég fyndi í byrjun fyrir hálf- gerðri minnimáttarkennd út af þess- um mikla aldursmun. Eitt sinn er Óskar Halldórsson kom í heimsókn til mín á skrifstofuna segir hann allt í einu upp úr þurru: „Hvað ert þú annars gamall, Gunn- ar?“ Ég sagði honum að geta. Hann velti þessu fyrir sér og sagðist gizka á að ég væri 35 ára. Ég var þá aðeins 25 Gunnar Flóvenz hefur líklega unnið meira að sölu saltsíldar en nokkur annar Íslendingur, sem framkvæmdastjóri og stjórnar- formaður Síldarútvegsnefndar. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 D 7 UM glímu Gunnars Flóvenz og Austur-Þjóðverja um salt- síldarsöluna er meðal annars sagt frá í bók þeirra Árna Snævarr og Vals Ingimund- arsonar um samskiptin við kommúnistaríkin á kald- astríðsárunum. Hér fer á eft- ir stuttur kafli, þar sem skýrt er frá fundi í austur- þýzku flokksdeildinni, 9. febrúar 1961 í Reykjavík. Þar var verzlunarfulltrúinn Karl Holmelin harðlega gagnrýndur fyrir að vera í taumi Gunnars og kaupa of mikið af saltsíld frá Síld- arútvegsnefnd: „Karl Homelin iðraðist einskis og neitaði að verða við óskum samstarfsmanna sinna um sjálfsgagnrýni. En nokkrir flokksmenn léku ekki þar við sitja: Þeir deildu hart á Homelin fyrir að leggja of mikið upp úr kaupum á ís- lenskum fiskafurðum án þess að tryggja markað fyrir aust- ur-þýskar vörur á Íslandi. Og það sem verra var: Hom- elin var sakaður um að draga taum Gunnars Flóvenz hjá síldarútvegsnefnd. Roland Feix orðaði það svo: Það skiptir engu máli hvað [Gunnar] Flóvenz sagði, það kom honum [Karli Homelin] alltaf í vandræði. Ég [Feix] þurfti alltaf að kalla á vini okkar í sovéska sendiráðinu til að fá botn í málið. Mín skoðun er sú að Karl ætti frekar að leita ráða hjá þess- um félögum heldur en Flóv- enz. Það liggur í augum uppi að Flóvenz reynir að túlka sinn málstað sem best hann getur.“ Hart deilt á Holmelin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.