Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 22
22 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ irin sem var nú mesta heima, var það ekki? Katrín: Það var Emelía. Hún var heilsutæp en afskaplega yndisleg kona. Og hún tók þátt í leik líka en ekki eins mikið og hinar systurnar. Efemía lék líka eitthvað fyrr, áður en ég kynntist þeim. En þetta voru allt orðnar barnakonur og svo nóg að gera á þessum heimilum hjá þessu fólki svoleiðis að það var nú aðallega Guðrún sem lék stöðugt í ýmsum hlutverkum sem ég man nú ekki nöfnin á núna. Í vist hjá norska sendiherranum Pétur: En svo þegar þú ferð nú frá þessari fjölskyldu þá ertu lengi í þjónustu annarrar. Viltu segja okkur frá því? Katrín: Þegar ég er 17 ára þá deyr pabbi minn. Það var ákaflega erfitt fyrir verkamenn að lifa á þeim tíma, það var kreppa mikil ’21 og hann dó eiginlega af slysför- um, hann datt á hnakkann á skip- inu sem hann var að vinna á og fékk heilablæðingu sem ekki þá var hægt að gera neitt við, svoleið- is að hann dó þarna eftir fjóra sól- arhringa. Þá voru engar trygging- ar, ekkert, og engin hjálp fyrir fólk nema að bjarga sér sjálft upp á eigin spýtur. Og öll systkini mín voru yngri en ég og það hlaut að lenda á mér að sjá þeim fyrir a.m.k. þeim aurum sem ég gat afl- að mér. Og þá er ég svo heppin að ég kemst í vist hjá norska sendiherr- anum og frú á Hverfisgötunni, sem núna er Söngskólinn, og þar fékk ég það gott kaup að ég gat látið mömmu hafa helminginn af því til viðurværis. En við áttum nefnilega íbúðina sem við bjuggum í þegar pabbi dó og það bjargaði okkur náttúrlega því þá þurftum við ekki að flytja eða hafa áhyggjur af því. Þá voru þrír krakkar ófermdir heima svo það segir sig sjálft að þar þurfti ýmislegt. Mamma var mjög hagsýn kona og henni varð mikið úr litlu og þetta blessaðist allt saman. Og ég var þarna í fimm ár. Pétur: Hvernig féll þér það? Katrín: Þar var líka mikið að gera og mér féll það ljómandi vel, tók sinn staf og hatt og fór út að ganga svona upp úr átta svoleiðis að hann hélt sinni reisn allan tím- ann. Þetta var mjög hollt að drekka soðið vatn á morgnana. Pétur: Hann var mikið snyrti- menni og skartmaður. Katrín: Já, já, og gleðimaður. Hann var svo glaður, hann var allt- af ljúfur. Pétur: Vaknaðirðu sjálf á morgnana eða varstu vakin? Katrín: Gamla frúin kom alltaf á náttkjólnum og vakti mig því að ég hefði nú ekki vaknað klukkan sex af sjálfsdáðum. Og það fannst mér það erfiðasta að þurfa að vakna á morgnana. Og svo gat maður nátt- úrlega aldrei sofnað mjög snemma á kvöldin þegar maður heyrði þessa músík þarna úti. Svo það kom af sjálfu sér að maður – Og svo þurfti ég alltaf að hlaupa heim og sjá mömmu. Því að það er svona skrýtið að þegar maður fer að heiman að maður kannski kann ekki að meta mömmu á meðan maður er heima en þegar maður er kominn frá henni þá er það mamma sem er númer eitt. Pétur: En var hún ekki ánægð að hafa þig þarna á þessu heimili? Katrín: Jú jú, en það var bara búið að segja mér að þetta væri svo erfitt að þetta væri ekkert fyr- ir börn. „Allt í lagi,“ sagði ég bara. Ég hafði ekki neinar áhyggjur af því að ég gæti ekki unnið það sem ég ætti að gera. Enda var ekki far- ið fram á það sem ég ekki hefði getað gert. Frúin lagaði matinn sjálf og það var það sem var erf- iðast. Að vaska upp og þrífa gólf, því var ég von heima hjá mér, svo- leiðis að það var ekki neitt nýtt. Pétur: En þú nefndir áðan í sam- bandi við Ólaf Thors og konu hans, frú Ingibjörgu, að sonur þeirra sem lést ungur, hefði komið þarna. Katrín: Já já, hann kom þarna með foreldrum sínum. Hann var lítill herra, afskaplega vel klæddur og elegant og með hatt á höfðinu alveg eins og karlmenn voru í þá daga. Ég man eftir því að hann átti lítinn staf sem passaði honum svo vel. Mér fannst hann svo flott og það er sko síðasta sumarið sem hann lifði held ég. Árið eftir dó hann. Hann hét Thor Thors, Thor Ólafsson Thors. Pétur: Og fórst þú út að spáss- éra með börnin? Katrín: Ég fór nú ekki með hann en ég var oft með Kötlu og eins meðan Helga var með mömmu sinni, henni Mörtu, áður en þau fóru til Seyðisfjarðar, Helga Kalman, þá var ég að passa hana. Mér fannst voða gaman að fara út með krakkana. „Ég el á Íslandi – ég tala íslensku“ Pétur: En svo var ein systirin búsett í Danmörku. Katrín: Það var Lára, hún var gift yfirlækninum á Sölleröd Sanatorium, Pétri Bogasyni, og þau áttu þarna son einn, Boga Pét- ursson, og hann var fjögurra ára þegar þau komu upp 1919. Og það var þarna eftir stríðið. Það nátt- úrlega losnaði um hömlur alls stað- ar þegar stríðinu var lokið, þessu leiðinlega – fyrstu styrjöldinni sem verkaði nú mest á okkur hérna held ég, kom mest við okkur. Og þá kom hún með drenginn með sér og það var alveg sama sagan, hann heillaði mig þessi strákur, þessi fjögra ára strákur þeirra. Hann var líka dálítið afundinn við frænk- ur sínar, svona fannst að – „ég el á Íslandi, ég tala íslensku,“ sagði Bogi litli, „ég ætla ekkert að vera að tala dönsku við ykkur.“ Hann var að reyna að tala íslensku sko, en hann var náttúrlega danskur í eðli sínu þarna af því að hann tal- aði náttúrlega ekki nema – Pétur: Ætluðu þær að tala dönsku við hann? Katrín: Já já. En hann gat ekki sagt err svo hann sagði alltaf ell í staðinn fyrir err, svo það var dálít- ið skrýtið mál sem hann talaði. Svo þurfti ég alltaf að vera að segja honum Rauðhettu. Svo sveikst ég stundum um eitthvað og þá sagði hann: Það er ekki rétt. Það vantar eitthvað. Hann kunni miklu betur Rauðhettu heldur en ég. Pétur: En sagði hann þá Lauð- hetta? Katrín: Já, hann sagði alltaf Lauðhetta. Lára móðir hans var mjög vel klædd, átti falleg föt og ég var mjög hrifin af höttunum hennar sérstaklega. Pétur: Stórir og fallegir hattar? Katrín: Já já, þessir velúrhattar, bleikir öðrum megin og bláir hin- um megin. Þetta var óskaplega flott, það voru svona barðastórir hattar. Og hún var ljónið hans pabba síns. Pétur: Kallaði hann hana ljónið? Katrín: Já, hann kallaði hana ljónið. Hún var mjög falleg kona og glæsileg. Pétur: Ætli hann hafi dáð hana? Katrín: Ég hugsa það að hann hafi haft einhverja sérstaka tilfinn- ingu fyrir henni sem slíkri, göfgi eða eitthvað, ég veit ekki hvað. Pétur: Það var ákaflega gaman að sjá hann þó hann væri ekki há- vaxinn maður þá vakti hann eft- irtekt hvar sem hann fór. Katrín: Já já, hann var teinrétt- ur og alltaf hýr á svipinn og alltaf snyrtilega, sérstaklega snyrtilega klæddur. Pétur: En var gestkvæmt? Katrín: Það var mest svona fjöl- skyldan en það voru aldrei haldnar neins slags veislur þetta sumar sem ég var þar, um sumartímann, ekki veislur raunverulegar, en það voru náttúrlega gestir sem komu á laugardögum og sunnudögum. Það var nú aðallega fjölskyldufólk. Pétur: Það hefur verið talað mikið um leiklist? Katrín: Já já, alltaf verið að tala um leiklist. Ég get ekki endurtekið neitt af því af því að þetta fór svona dálítið fram hjá manni þegar maður er að vinna svona. Pétur: Já, en þú fórst í leikhús og sást þá Nýársnóttina til dæmis, var það ekki? Katrín: Jú jú, ég sá mikið fleira náttúrlega en eftir Indriða man ég ekki hvort ég sá nema Nýársnótt- ina. En ég fór mikið í leikhús ein- mitt þarna um fermingaraldur og ef maður átti aur þá fór maður í leikhús, mikið meira en í dag þó að maður hafi nóga peninga. Pétur: Og þú nefndir áðan að Guðrún hefði verið þér minnisstæð sem Halla. En svo var nú ein syst- ég hefði ekki verið þar í fimm ár án annars. Og það var af tilviljun að ég fór þaðan, kannski hefði ég verið þar til æviloka annars, það er enginn sem veit. Mamma sagði nú líka einu sinni við mig: Ætlarðu bara að verða vinnukona alla æv- ina? Ja, hvað á ég að gera, sagði ég, ég ætla ekki að giftast. Ég ætlaði mér ekki að giftast og hef ekki gert það. Hjá norskri óperusöngkonu Pétur: En svo ferðu nú til náms. Katrín: Já, svo er ég nú bara svo heppin að það kemur þarna söng- kona í heimsókn til norska sendi- herrans og hún er systurdóttir frú- arinnar. Þessi söngkona varð svo hrifin af matreiðslunni hjá mér að hún bauð mér matreiðslustörf heima hjá sér í Noregi, fría ferð og helmingi hærra kaup heldur en ég hafði í konsúlatinu. Það var nú ekki hægt að neita slíku enda hafði ég bara þráð það að komast eitt- hvað út þegar ég var ung. Svo ég gleypti nú við þessu og fór ’26, þá fór ég með henni til Noregs. Pétur: Þetta er ákaflega fögur kona, það er mynd af henni hérna á veggnum hjá þér og árituð til þín. Viltu segja okkur frá henni nánar, hvað hún hét og hver hún var. Katrín: Hún hét Erika Darbow og var norsk að uppruna, f. 22. maí 1891 í Ósló, d. 15. apríl 1972, en söng mest í Þýskalandi, lærði úti í Vín og var oft að heiman að end- urhæfa sig. Og ég var hjá henni í fjögur ár, bæði í Þýskalandi og Noregi. Og það var náttúrlega mjög lærdómsríkt. Ég var nú fyrst bara kokkur hjá henni og svo end- aði ég með því að vera bæði kokk- ur og barnapía þegar við vorum úti í Þýskalandi og þá náttúrlega fór ég oft með þeim hjónum eða henni sérstaklega í veislur eða með í heimsóknir til kunningja hennar úti í Þýskalandi. Og við ferðuðumst líka, bjuggum á ýmsum hótelum á veturna vetrarhóteli og svona. Pétur: Hvar í Þýskalandi var það? Katrín: Þetta var í Breslau sem nú tilheyrir Póllandi. Það var nokkuð stór borg. Annars var hún búin að syngja líka í Kiel en þá var ég nú kyrr í Noregi, ég fór ekki með henni þangað. Pétur: En heyrðu, þú nefndir hana í sambandi við Gretu Garbo, hvernig voru þeirra tengsl? Katrín: Þeirra tengsl voru þann- ig að þær voru nú báðar staddar í Svíþjóð því að Erika Darbow var óperettusöngkona fyrst hjá Ernst Rolf og þá hét Greta Garbo Greta Gustafsson. Og þeir sögðu: Gust- afsson er afskaplega erfitt nafn á listakonu og af því að þær þekkt- ust þá hefur Erika sennilega stungið upp á því að hún kallaði sig bara Garbo í staðinn fyrir Darbow svo það er nú bara G og D sem er munurinn þarna á nöfnunum þeirra. Pétur: Ja, það munar ekki miklu, nálægt hvor öðrum í stafrófinu. En þú nefndir Ernst Rolf en hann var einmitt maður Tutta Rolf söngkonu. Katrín: Já, Tutta var akkúrat úti þegar ég var úti, þá vann hún held ég hjá honum. Þá var Erika hætt þar og komin við óperuna alveg, hætt að vera í óperettum og svona léttari söng. En þetta er allt fólk sem kynntist þarna úti. Pétur: Söng hún ekki einmitt í myndinni „Við sem vinnum eldhús- störfin“? Katrín: Jú jú, það er Tutta sem syngur þar. Pétur: Hún syngur – ja það syngur allt svo – eða a.m.k. Ulla Billkvist söng lagið sem hún söng á sínum tíma: Nu skal opp opp opp på den gryende kärlekens topp. Er það ekki? Katrín: Jú jú, það passar. Þetta var voða flott hjá Ernst Rolf á sínum tíma. Pétur: Komstu til hans? Katrín: Nei nei, hann var dauður þegar ég kom út. Hann kollsigldi sig algjörlega, því að þetta var svo mikið, bæði það að þetta voru dýr- ar konur sem sungu þarna hjá hon- um eða fólk og það – Pétur: Já, hann var með geysi- lega stóra söngleiki og tilkomu- mikla og sem hafa verið kostn- aðarsamir: Hann hefur kollsiglt sig. Katrín: Já já, það var margt, maður kynntist mörgum nöfnum, maður kynntist þessu fólki nátt- úrlega ekki náið því að þjónustu- fólk er nú yfirleitt svona svolítið til baka. Pétur: Ja, hver kynnist nú nánar en þjónustufólk? Katrín: Já, auðvitað að mörgu leyti kynnist maður fólki náttúr- lega mikið betur en ella. En ég var nú þarna hjá þessari konu í fjögur ár og ég kynntist henni náttúrlega mjög vel og öllum hennar lifnaðar- háttum vegna þess að við vorum bara þarna, ég og barnið og hún í Þýskalandi og maðurinn hennar og sonur hennar sem hún átti þar voru í Noregi. Sonurinn í heima- vistarskóla og bóndinn bjó bara í herbergi, kom bara í heimsókn á hátíðum og tyllidögum. Pétur: Söng hún stór hlutverk? Katrín: Já, hún var alltaf stjarn- an í öllum þeim hlutverkum sem hún söng eða þeim – Hún söng í bæði Carmen og Butterfly og ég veit ekki hvað – allt mögulegt. Sal- óme t.d., sem er nú mjög sjaldgæf ópera. „Ich will den Kopf“, Jó- hannes skírara. Pétur: Já höfuðið? Já takk fyrir, hvorki meira né minna. Á fati. Katrín: Já, þá kemur hún þarna með silfurfatið og hausinn á aum- ingja Jóhannesi. Og þá segir hún, þegar hún er búin að kyssa hann: Es smäckt bittert, smäckt von Blut. Pétur: Já, beiskur ertu. Katrín: Hún söng í ákaflega mörgum óperum sem ég sá allar og ég fékk alltaf tvo miða á óperurnar svo ég gat alltaf boðið einhverri manneskju með mér. Pétur: Að hugsa sér. Svo þú hef- ur séð Nýársnóttina og Fjalla-Ey- vind hérna og Salóme og alls kyns stórverk. Katrín: Já já. Mér fannst hún af- skaplega flott í Carmen t.d. og í Madame Butterfly. Tosca líka, Tiefland og fleiri og fleiri sem ég man bara ekki nöfnin á. Eitt sér- staklega sem heitir Svalan, La Rondina, og það hef ég aldrei heyrt hér heima. Nú er ég orðin svo gömul að það eru orðnir litlir sjensar. Sérstak- lega núna af því ég varð nú fyrir bílslysi í haust. Það var keyrt á bakið á mér og ég er slæm í hnénu og ég dansa víst ekki mikið úr þessu. Pétur: En heyrðu, þú nefnir þetta en það sýnir bara best hvað þú berð þig vel og ert (K: Lifandi?) – aðdáunarverð og vel lifandi. Hugsaðu þér. Katrín: Já já. Ég ætla að lifa þangað til ég dey. Pétur: Þú ætlar að hafa það eins og Gunnlaugur Tryggvi sem Jó- hannes á Borg segir frá þegar þeir voru með heitstrengingarnar á Ak- ureyri. Þá stóð Gunnlaugur Tryggvi upp og sagði: Ég strengi þess heit að verða 100 ára en liggja dauður ella. Pétur: Þú kynntist Norðmanns- fólkinu? Katrín: Það er náttúrlega Katr- ín, hún er jú formóðirin þarna, hún er elsta systirin af þessum Norð- Erika Darbow, óperettu- og óperusöngkona. Katrín réðst til hennar og fluttist með henni til útlanda. Hrefna Clausen, sem er dóttir Erlu Þorsteinsdóttur, var svo vinsamleg að lána ljós- myndina. Þrjú elstu börn Jórunnar Norðmann. F.v.: Kristín Norðmann (kona Páls Ísólfssonar), Jón Norðmann og Katrín Viðar, sem var elst Norðmanns- systkinanna. Þuríði Pálsdóttur eru færðar þakkir fyrir lán á ljósmynd- um Norðmannsfjölskyldunnar. Jórunn Norðmann og börn hennar. Myndin er tekin í Ásbyrgi, Kirkju- stræti 4. F.v.: Kristín Norðmann. Fyrir framan hana situr Óskar Norð- mann. Við hljóðfærið situr Jón Norðmann og heldur á Jórunni yngri Norðmann. Fyrir aftan hann stendur frú Jórunn Norðmann. Við hlið hennar Katrín Norðmann (seinna Viðar). Fyrir framan hana stendur Ásta Norðmann. Myndin fyrir ofan hljóðfærið á veggnum er af Jóni Norðmann kaupmanni, sem var eiginmaður Jórunnar Norðmann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.