Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 12
höfuðborginni væri enn brýnni en nokkru sinni fyrr, en eins og áður sagði voru ráðamenn ekkert ginn- keyptir fyrir þessum hugmyndum. Mér datt í hug að ef til vill kynni grasrótin að vera móttækilegri svo ég ákvað að kanna áhuga foreldra- félaga, kennara og skólastjórnenda. Segja má að það sem orsakaði ákveðna stefnubreytingu í málinu hafi verið að Jón Baldvin Hannes- son, þáverandi forstöðumaður skólaþjónustu Eyþings, fékk áhuga. Honum lék forvitni á að vita meira og ákvað upp á sitt einsdæmi að fara til Indlands haustið 1998 til þess að kynna sér skólastefnuna í Lucknow og ganga úr skugga um hvað þar færi fram sem gerði þennan fram- úrskarandi árangur nemenda að veruleika,“ segir Böðvar. Eftir heimkomuna skrifaði Jón Baldvin hátt í sextíu síðna skýrslu um skól- ann undir heitinu „Þetta er náttúr- lega engu líkt“. Auk þess birtist við hann viðtal í Degi undir yfirskrift- inni „Myndu jarða okkur í námsár- angri“ þar sem vísað er til nemenda skólans. Jón Baldvin starfar nú sjálfstætt sem skólaráðgjafi og hef- ur fléttað þá hugmyndafræði sem hann kynntist í indverska skólanum með ákveðnum hætti inn í ráðgjafarstarf sitt. Eineltið leystist farsællega Að minnsta kosti tveir íslenskir skólastjórar, þau Karl Frímannsson í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði og Kristrún Lind Birgisdóttir í Grunn- skólanum á Flateyri, hafa í vetur lit- ið til reynslu indverska skólans í Lucknow og tekið upp ýmsa þá þætti sem þar eru í heiðri hafðir með ágætum árangri. Nemendurnir sjá sjálfir um samverustundir á morgnana þar sem fjallað er um dyggðir á borð við náungakærleika, ábyrgð, virðingu og samstöðu og þær eru settar í samhengi við dag- legt líf. Á göngum og í skólastofum hanga svo uppi veggspjöld sem lúta að hegðunarmótun og á þau eru t.d. letruð spakmæli á borð við þessi: „Við komum fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur sjálf“, „Framkoma mín í dag særir engan“, „Ég kem í skólann til að læra og nýta hæfileika mína til fulls“, „Við tölum lágt inni en meg- um tala hátt úti“, „Árangur merkir að nýta eigin hæfileika til fulls“, „Sittu ekki á árangri þínum, hann verður svo krumpaður“, „Hæfileik- ar koma að litlu gagni nema þeim fylgi dugnaður og þrautseigja“ og „Það er ekkert að óttast ef þú stefn- ir að því besta“. Að sögn Böðvars þarf vissulega að vera fyrir hendi ákveðin stað- festa, löngun og kjarkur hjá íslensk- um skólastjórnendum til þess að taka slíka skólastefnu upp því að í fljótu bragði mætti ætla að hér væri um að ræða afturhvarf til fortíðar. „Engan tíma hefur mátt missa í svona lagað þar sem allt skólastarf hefur miðast við að fá börnin til að innbyrða sem mest af staðreyndum til að vera klár í samræmdu prófin. Menntun barna er aftur á móti í mínum huga miklu flóknara fyrir- bæri en svo og ég get t.d. nefnt að eineltismál sem upp kom í 4. bekk í Hrafnagilsskóla í vetur tók farsæla stefnu þegar tekið var á því með þeim hætti sem þessi skólastefna býður upp á. Fulltrúar nemenda voru settir í að kafa ofan í eineltið og velta því fyrir sér hvaða áhrif það hefði, hvernig það væri til komið, hvaða atriði hleyptu slíku af stað og hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir þá sem fyrir því verða. Um þetta efni fjölluðu krakkarnir sjálfir í morgunstund og töluðu við sam- nemendur sína um það með þeim ár- angri að vandamálið hjaðnaði.“ Böðvar segir að þótt siðferðisgildi og tillitssemi við náungann séu í há- vegum höfð og leiði af sér mikinn aga, sem í raun sigli í kjölfarið af sjálfu sér, megi ekki gleyma því að stöðugt sé verið að innleiða nýjung- ar í skólastarfið sjálft enda hafi reynslan sýnt að nemendur skólans standa mjög vel að vígi í hvaða há- skólanámi sem er. Á síðasta ári fór til að mynda hópur ungmenna til Kanada þar sem hann tók þátt í Ól- ympíuleikunum í smíði vélmenna og kom með tíu verðlaunapeninga til baka. Sömuleiðis fannst íslensku gestunum áberandi hvað krakkarnir áttu auðvelt með að tjá skoðanir sín- ar þótt þær gengju þvert á hug- myndir annarra bekkjarfélaga og voru þau alls ekkert rög við að tjá hug sinn. Böðvar telur brýnt að íslenskt samfélag bregðist við breyttri þjóð- félagsþróun í uppeldislegu tilliti. Svo virðist sem gömlu góðu gildin skili sér ekki lengur milli kynslóða eftir að afar og ömmur hurfu af heimilunum og inn á elliheimilin og mömmur og pabbar í sívaxandi mæli út á vinnumarkaðinn. Skoða verði málið í nýju samhengi þar sem ljóst sé að við bökkum ekki frá þróuninni úr því sem komið er. Tvær stofn- anir, annars vegar heimilin og hins vegar skólarnir, séu að takast á við það mikla hlutverk að koma hverju barni til manns og óhjákvæmilegt sé að þær vinni samstíga að því að gera gömlu gildin virk í þjóðfélaginu á ný. „Það verður að viðurkennast að maður hefur óneitanlega vissar áhyggjur af uppvaxandi kynslóðum þegar dagblöðunum er flett og mað- ur les um vaxandi eiturlyfja- og áfengisnotkun, harðari ofbeldisverk en nokkru sinni fyrr og aukin afbrot á sviði kynferðismála. Mín tilfinning er sú að hin raunverulega forvörn í þessum málum öllum liggi í uppeld- isþættinum því að fyrir mér er það alveg ljóst að sá einstaklingur sem hefur sterka sjálfsmynd og siðferð- iskennd sé líklegri til þess að hafna eiturlyfjum og áfengi en sá sem hef- ur veika sjálfsmynd og stendur sið- ferðislega illa að vígi. Ég tel því að ef nægur áhugi myndaðist í þjóð- félaginu á að taka upp hér á landi þær grundvallarhugmyndir sem liggja að baki indversku skólastefn- unni myndum við á nokkrum árum sjá fram á að ungt fólk á Íslandi stæði mun betur að vígi í lífinu en það gerir nú, námslega jafnt sem siðferðislega. Ekki má heldur gleyma því að farið er að búa til neytendahópa úr krökkunum mjög Morgunblaðið/Kristján Á hverjum morgni koma nemendur saman í um það bil hálfa klukkustund og syngja skólasönginn, fara með skólabænina og hlusta á kennara og aðra nemendur tala um þá dyggð sem er til umfjöllunar þá vikuna. Afmælis- börn dagsins eru kölluð upp og afmælissöngurinn sunginn. 12 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Innlausnarverð: 7.951.764 kr. 1.590.353 kr. 159.035 kr. 15.904 kr. 1. flokkur 1991: Innlausnardagur 15. apríl 2001. Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.465.269 kr. 246.527 kr. 24.653 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.193.614 kr. 1.096.807 kr. 219.361 kr. 21.936 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 10.802.691 kr. 2.160.538 kr. 216.054 kr. 21.605 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1993: Innlausnarverð: 10.633.158 kr. 2.126.632 kr. 212.663 kr. 21.266 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 3. flokkur 1993: Innlausnarverð: 9.792.587 kr. 1.958.517 kr. 195.852 kr. 19.585 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1994: Innlausnarverð: 8.696.866 kr. 1.739.373 kr. 173.937 kr. 17.394 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1995: Innlausnarverð: 8.434.121 kr. 1.686.824 kr. 168.682 kr. 16.868 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.494.138 kr. 149.414 kr. 14.941 kr. 1. 2. og 3. flokkur 1996: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Húsbréf Nýtt Litaðu tilveruna með snyrtivörum frá Útsölustaðir: Árbæjarapótek, Borgarapótek, Hringbrautarapótek, Rimaapótek og Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. PARIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.