Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 28
28 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ríkara mæli að til þess að vera „heimsborgari“ verða menn að eiga sér einhvers staðar rætur,“ segir Páll og bætir við: „Það er ákvörðun að vera Íslendingur. Þess vegna er það svo mikilvægt hjá okkur sem erum í uppeldis- og menntamálun- um að skapa unga fólkinu skilyrði á Íslandi. Sem þýðir það að við verð- um að byggja upp öflug tengsl við erlenda háskóla. Gefa nemendum okkur kost á að skynja að þeir eru ekki fangar á Íslandi heldur geti farið burtu og geti komið aftur.“ Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, segir að- spurð að við eigum að varðveita sérstöðu okkar, tunguna, menn- inguna og söguna, betur en nokkru sinni fyrr, því henni starfi hætta af alþjóðamenningunni. „Við megum samt ekki vera hrædd við að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Að verða fylki í Ameríku er þó ekki draumurinn, þar sem allt er svo stórt og virðist svo tilkomumik- ið, enda lausnina ekki að finna þar. Hún felst miklu fremur í einfald- leikanum. Því að lifa góðu, heið- arlegu lífi, vera nægjusamur og stunda sína vinnu. Sá er ríkastur sem getur glaðst yfir litlu.“ Íslendingur eða Evrópubúi? Í nýjasta hefti Time, þar sem verið var að fjalla um alþjóða- hyggju ungmenna í Evrópu, kemur fram að fólk á aldrinum 21-35 ára er í auknum mæli farið að líta á sig sem Evrópubúa en ekki frá ein- stöku landi, eða um einn þriðji þeirra sem spurðir voru í könnun sem gerð var í Þýskalandi, Frakk- landi, Ítalíu og Bretlandi. Hér á landi hefur engin slík athugun farið fram, en hvað segja viðmælendur okkar, erum við Íslendingar eða Evrópubúar? „Þetta er áhugaverð spurning,“ segir Baldur. „Að grunninum til teljum við okkur Ís- lendinga en í auknum mæli erum við farin að skilgreina okkur sem Evrópubúa og alþjóðasinna. Ef skoðaðar eru gestabækur á sögu- frægum stöðum í heiminum má sjá að fólk er í auknum mæli farið að skrifa, „Evrópubúi“ en tilgreinir ekki frá hvaða einstaka landi það er.“ Þórleifur segist ekki hafa orðið var við að menn skilgreini sig sem Evrópubúa, þvert á móti. Þegar nemendur væru til dæmis að gera rannsóknaráætlanir væri gjarnan beðið um að þeir skilgreindu sig og verkefni sitt í evrópsku samhengi. Sagði hann það ganga erfiðlega hjá okkur Íslendingum því við værum svo upptekin af því að vera Íslend- ingar. Arnljótur Bjarki kveðst heldur ekki hafa orðið var við það að Ís- lendingar séu farnir að skilgreina sig sem Evrópubúa. Hann segist hins vegar hafa orðið var við það hjá evrópskum kunningjum sínum, að þeir séu fráhverfir því að líta á sig sem Þjóðverja, Svía eða Dani og vilji heldur tala um sig sem Evr- ópubúa, en telja okkur Íslendinga frekar bandaríska. Þeir sem við ræddum við voru sammála um að ásókn í að nema og starfa erlendis eigi eftir að aukast í framtíðinni og að háskólarnir hér á landi eigi eftir að taka aukinn þátt í samstarfi við erlenda háskóla. Verði þróunin jafnvel sú að hluti af há- skólanámi fari fram erlendis sem hefur verið reynt í erlendum há- skólum og gefist vel. Einnig má gera ráð fyrir að við sækjumst eftir að starfa erlendis, en það er auðvitað háð þeim at- vinnutækifærum sem gefast bæði hér og þar. Þurfa að fá atvinnutækifæri við hæfi Gætt hefur miðsækni í fólksflutn- ingum undanfarinna ára hér á landi. Fólk hefur flutt í auknum mæli utan af landi til þéttbýlis- kjarnanna eða farið er enn lengra og flutt til erlendra stórborga. Við viljum gjarnan fá þetta fólk til baka. „Ég held að þessi þróun kalli á það í enn ríkara mæli en áður að við eflum tækifæri til rannsókna, þróunarstarfs og nýsköpunar í at- vinnulífinu,“ segir Þórólfur. „Eftir að fólk lýkur námi þarf það að fá strax atvinnutækifæri við hæfi og við þurfum að bjóða upp á þau. Annars er hætta á að þau fari ann- að og ílendist. Það sem við viljum einna helst er að unga fólkið fari í bestu skóla erlendis þar sem það fær fjölbreytta reynslu, síðan vilj- um við fá það til Íslands aftur, fyrr eða síðar, til að byggja upp íslenskt atvinnulíf og íslenska menningu og endurnýja hana.“ Halldór er með svipaðar pæling- ar og segir að um leið og við hætt- um að hafa tilboð sem eru aðgengi- leg eða lokkandi fyrir ungt fólk séum við farin að skaða okkur sjálf. „Þessi tilboð geta alveg eins verið eftirsóknarverð fyrir útlendinga. Þetta snýst ekki um það að allir Ís- lendingar séu á Íslandi og allir Danir í Danmörku.“ Hann bendir á að stærra hlutfall nemenda sem búa í jaðarbyggðum eins og Íslandi og fara til náms er- lendis snúi aftur heim. Fjölskyldu- tengsl séu mjög sterk hérna. Aldur nemenda þegar þau fara utan skipti einnig máli. „Þegar við förum í framhaldsnám erum við eldri en nemendur í öðrum löndum. Oft á tíðum er fólk búið að mynda vina- tengslin sem eru mikilvæg á efri unglingsárum. Ef þau eru mynduð áður en farið er utan eru minni lík- ur á að viðkomandi ílendist.“ Jákvæð þróun „Ég tel útþrá íslenskra háskóla- nema mjög jákvæða,“ segir Guð- finna. „Það er hollt að dvelja í öðr- um löndum og þurfa að spjara sig þar, ég þekki það af eigin reynslu, en ég starfaði í Bandaríkjunum í þrettán ár. Mér finnst líka mik- ilvægt að háskólanemarnir snúi aft- ur heim til Íslands. Við þurfum að skapa hér aðstæður sem gera það eftirsóknarvert að taka þátt í ís- lensku atvinnulífi. Til þess að við höldum áfram að vera samkeppn- ishæf á alþjóðavettvangi og Ísland góður staður að búa á verður að vera hér blómstrandi menning og góð menntun. Ég vil sjá fleiri fyr- irtæki eins og Íslenska erfðagrein- ingu sem er að laða að Íslendinga sem annars hefðu haldið áfram að starfa erlendis. Ég vil ekki upplifa þá daga aftur að heyra Íslendinga sem langar til að koma heim segja: „Það eru engin tækifæri fyrir mig á Íslandi.“ he@mbl.is Morgunblaðið/RAX 4. flokki 1992 – 30. útdráttur 4. flokki 1994 – 23. útdráttur 2. flokki 1995 – 21. útdráttur 1. flokki 1998 – 12. útdráttur 2. flokki 1998 – 12. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 2001. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Útdráttur húsbréfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.