Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Frönsku- námskeið verða haldin 30. apríl.-22. júní 2001 Innritun frá 9. apríl. Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna, taltímar. Námskeið fyrir börn og eldri borgara og einkatímar. Kennum í fyrirtækjum. Ferðamannafranska: 10 tíma hraðnámskeið fyrir Frakklandsfara. Stuðningskennsla fyrir skólafólk. Upplýsingar í síma 552 3870 frá kl. 11-18 Hringbraut 121, JL-Húsið, 107 Reykjavík, fax 562 3820. ✆ Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is 17. MARS skrifa tveir hagfræðingar í Mbl., – Ásgeir Jóns- son og Sveinn Agnars- son í tilefni nýlegrar skýrslu Byggðastofn- unar um sjávarútveg. Höfundar telja, „að ekki sé hægt að rekja byggðaþróun beint til kvótakerfisins“. Það virðist sem höf- unda skorti upplýsing- ar. Heil gjá virðist milli sumra fræði- manna (hagfræðinga, fiskihagfræðinga og fiskifræðinga) og margra sem starfa við sjávarútveg til sjós og lands. Þetta bil er mjög skaðlegt og verður að brúa tafarlaust. Fræðimennska og atburðarás á vettvangi verða að vera í stöðugu endurmati – á vett- vangi, þar sem atburðirnir gerast. Hlutirnir breytast á vettvangi en ekki í skrifstofum hagsmunagæslu. Fræðimenn verða að koma á vett- vang og bera saman áætluð fræði og raunverulega reynslu. Með slíkri ábyrgri fagvinnu mætti end- urmeta mörg grundvallaratriði strax. Dæmi um það sem þarfnast endurmats: 1. Ráðgjöf og reynsla í fiskifræði og breyta áherslum í samræmi við niðurstöðu. 2. Láta hlutlausa aðila (verk- fræðistofur undir stjórn unhverfis- ráðuneytis) fram- kvæma umhverfis- og áhættumat við fiskveiðar, fyrir hverja tegund veið- arfæra. 3. Verðmyndun í verðlagningu fersk- fisks taki mið af samkeppnislöggjöf. 4. Stöðva þarf fé- nýtingu aflaheim- ilda til að raska samkeppni í fisk- vinnslu. 5. Rannsaka á vett- vangi raunveruleg áhrif kvótkerfisins á sjávar- byggðir. Háskóli Íslands verður strax að gera átak í að safna gögnum úr smáum og stórum fyrirtækjum í sjávarútvegi, (á vettvangi) með það að markmiði að bæta gagnagrunn um framleiðni og rekstrarskilyrði mismunandi fyrirtækja í sjávarút- vegi þar sem fullyrðingar um „hag- kvæmni“ kvótakerfisins virðast að verulegu leyti byggjast á gömlum vafasömum hagfræðimódelum. Gildandi samkeppnislög hafa enn ekki verið látin virka hvað varðar verðlagningu hráefnis í sjávarút- vegi. Þetta kann að reynast stærri fyrirtækum stórskaðlegt síðar meir. Samkeppnislög eiga við um sjávarútveg eins og aðrar atvinnu- greinar. Hefði t.d. öll verðlagning á ferskfiski tekið mið af samkeppn- islögum – hefðu gilt mun áreið- anlegri forsendur fyrir sameiningu stærri fyrirtækja og fjárfestingu í sjávarútvegi síðustu ár. 1. gr. samkeppislaga hljóðar svo: „Lög þessi hafa það markmið að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með að vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóð- félagsins.“ Úr 10.gr. „Allar samstilltar að- gerðir... sem hafa það að markmiði að komið sé í veg fyrir samkeppni eru bannaðar. c) bannað að skipta mörkuðum eða birgðalindum. d) bannað að mismuna viðskiptaaðil- um ... til að veikja samkeppnis- stöðu þeirra.“ Þetta voru bara örfá dæmi um að margt fyrirkomulag í sjávar- útvegi stenst tæplega samkeppn- islöggjöf. Mikið tap margra stærri fyrir- tækja í sjávarútvegi á síðasta ári er uggvænlegt. Þetta gerist þrátt fyrir ætlaða yfirburðastöðu þeirra eftir alla hagræðinguna. Dæmi: 1. Stærri fyrirtæki fá hráefni 30–50% undir markaðsverði (stenst það samkeppislög?). 2. Stærri fyrirtæki leigja frá sér kvóta og geta þannig skekkt samkeppnisstöðu með óbeinum ríkisstyrkjum sem tekjur af kvótaleigu eða sölu eru (stenst það samkeppnislög?). 3. Seldir hafa verið 34 togarar úr landi á þremur árum. (Fiski- fréttir 23. febr. sl.) 4. Sameinuð hafa verið mörg fyrirtæki til „hagræðingar“ síð- ustu ár. 5. Ekki þarf að vigta hráefni inn á vinnslulínur frystitogara (stenst það samkeppislög?). Stærri fyrirtæki birta nú tölur um mikinn taprekstur á rekstrar- árinu 2000, allt að 5–15% af veltu. Þetta hefur aðallega verið skýrt með „óhagstæðum gengisbreyting- um“. Var hagstjórn hérlendis svo afleit á síðasta ári að þessi skýring standist? Áttu sameinuð stærri fyr- irtæki ekki að þola betur hagsveifl- ur? Fór „hagræðingin“ kannski allt of hratt fram? Eru stærri sam- einuð fyrirtæki hálfgerðir risar á brauðfótum, ekki nægilega sam- keppnishæf, með lága framleiðni? Hráefni stærri fyrirtækja þarf ekki að fara á markað, þó verð- lagning hráefnis taki mið af gild- andi samkeppnislögum. Verðlagn- ing hráefnis í viðskiptum skyldra aðila getur einfaldlega tekið mið af „viðmiðunarverði“, summu mark- aðsverðs á fiskmörkuðum, að frá- dregnum sölukostnaði markaðs, svo og verði í viðskiptum óskyldra aðila. Verðlagsstofa skiptaverðs gæti skráð slíkt viðmiðunarverð vikulega, sundurliðað eftir fiski- stærðum og tegundum. Hvers vegna hafa samkeppnisyf- irvöld meðhöndlað sjávarútveg með öðrum hætti en aðrar atvinnu- greinar? Hver ætlar að bera ábyrgð á þeim skaða sem þetta kann að valda? Er það kannski álit samkeppnisyfirvalda að sjávarút- vegur sé svo gamaldags og vanþró- uð atvinnugrein, að atvinnugreinin þoli ekki lögmál markaðarins og gildandi samkeppnislög og verði því að búa við fortíðarskipulag? Deilt er nú um kvótasetningu smábáta á steinbít, kola, ýsu og fleiri tegundir sem oftast hefur ekki náðst að veiða? Af hverju tök- um við ekki þessar fisktegundir frekar út úr kvóta í aflamakskerf- inu, frekar en aðþvinga fram kvótasetningu á þessar fisktegund- ir í smábátaútgerð? Fisktegundir sem ekki næst að veiða geta varla verið í mikilli hættu. Umhverfisráðuneytið er sá aðili sem ætti að annast yfirstjórn á nýju umhverfis- og áhættumati við fiskveiðar. Slík ný gagnasöfnun er forsenda fyrir áreiðanlegum og réttum upplýsingum um rökstudda áhættuþætti við fiskveiðar hér við land. Gera þarf nýjan áreiðanlegan gagnagrunn um mismunandi fram- leiðni, kosti og galla stærri og smærri fyrirtækja í sjávarútvegi. Fagaðilar í deildum Háskóla Ís- lands hafa þær skyldur og ábyrgð að láta gera slíkan gagnagrunn strax. Gagnagrunnur sem notaður er til kennslu og ráðgjafar hvað varðar sjávarútveg, verður að vera í stöðugu endurmati. Úreltar kenn- ingar sem ekki hafa verið end- urmetnar árum saman geta reynst stórskaðlegar. Tökum höndum saman í fræði- mennsku og á vettvangi og gerum nýjan og betri gagnagrunn fyrir þá þætti sjávarútvegs sem hér hafa verið nefndir, áður en lengra verð- ur haldið á sömu braut. Hverju getum við svo sem tapað með meiri vandvirkni? Kínverskt máltæki segir: Sjá einu sinni er betra en heyra þúsund sinnum. Eru starfsskilyrði sjávarút- vegs á réttum forsendum? Kristinn Pétursson Fiskveiðistjórnun Tökum höndum saman í fræðimennsku og á vettvangi, segir Krist- inn Pétursson, og ger- um nýjan og betri gagnagrunn fyrir sjáv- arútveginn, áður en lengra verður haldið á sömu braut. Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. LÍFVÍSINDI – Lykillinn að skilningi á erfðafræðilegum or- sökum sjúkdóma. Svo hljóðar yfirskrift Al- þjóðadags meina- tækna, 15. apríl 2001. Á síðustu árum hafa rannsóknir á erfða- mengi mannsins tekið stórstígum framförum. Nýlega var tilkynnt að raðgreiningu erfða- mengisins væri lokið. Í náinni framtíð er gert ráð fyrir að þekking þessi verði nýtt til að skilgreina erfðafræði- legar orsakir algengra sjúkdóma og leita nýrra meðferðarleiða. Erfða- mengi Íslendinga er talið henta afar vel til slíkra rannsókna og munu ís- lenskir meinatæknar gegna mikil- vægu hlutverki í þeirri vinnu. Fyrirtækið Urður Verðandi Skuld (UVS) hyggst nýta aðstæður á Ís- landi til að greina líf- fræðilegar orsakir krabbameins. Fyrsta verkefni fyrirtækisins er Íslenska krabba- meinsverkefnið, um- fangsmikil og fjölþætt rannsókn á 20 algeng- ustu krabbameinum á Íslandi. Verkefnið er samstarfsverkefni fyr- irtækisins, flestra lækna sem koma að krabbameinsrannsókn- um og -lækningum á Ís- landi, tveggja stærstu sjúkrahúsa landsins og Krabbameinsfélagsins. Til þátttöku í rannsókninni verður reynt að ná til allra einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og að- standenda þeirra auk þess sem leitað verður til almennings sem viðmiðun- arhóps. Ljóst er að Íslenska krabba- meinsverkefnið er eitt stærsta rann- sóknaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi og hefur skapað og mun skapa mörg ný atvinnutækifæri. Allar rannsóknaaðferðir krefjast mikillar þekkingar, nákvæmni og vandvirkni, ekki síst í grunnrann- sóknum. Fyrirtækið UVS hefur sett á laggirnar nýja og vel útbúna rann- sóknastofu til rannsókna í erfða- og sameindalíffræði og er að sjálfsögðu lögð mikil áhersla á áreiðanleg og góð vinnubrögð. Meinatæknar eru meðal þeirra sem að rannsóknunum koma og nýtist þekking þeirra og menntun vel til starfans. Tilgangur rannsókna af þessu tagi er m.a. að finna ný lyf og greiningaraðferðir á hinum ýmsu krabbameinum sem síð- ar geti nýst við þjónusturannsóknir á hefðbundnum rannsóknastofum á heilbrigðissviði. Rannsóknirnar krefjast mikils og flókins tækjabún- aðar, en tækjaeðlisfræði er meðal annarra greina stór hluti af núver- andi námi meinatækna. Sú menntun skilar sér vel í störfum hjá tækni- væddum rannsóknafyrirtækjum á borð við UVS. Meinatæknanámið byggist á gömlum merg og er í sí- felldri þróun og tekur mið af fram- förum í rannsóknatækni, í greining- araðferðum sjúkdóma og annarri nýrri þekkingu. Því er vel við hæfi að yfirskrift alþjóðadagsins fjalli um skilning á erfðafræðilegum orsökum sjúkdóma, það svið sem efst er á baugi vísindanna í dag. Lykill að skilningi á erfðafræðilegum orsökum sjúkdóma Halla Hauksdóttir Höfundur er meinatæknir og for- stöðumaður sýnabanka UVS. Lífvísindi Meinatæknanámið er í sífelldri þróun, segir Halla Hauksdóttir, og tekur mið af framförum í rannsóknatækni. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.