Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 D 11 Ekki kippir sér heldur neinn upp við þótt umsjónarkennarinn komi í heimsókn á heimili nemenda og ráð- færi sig við foreldrana enda er mikil nauðsyn talin á að heimili og skóli vinni saman að þroskaferli einstak- lingsins. Ekki sé hægt að kenna eitt í skólanum og annað heima. „Stjórnendur skólans líta svo á að skólinn eigi ekki að endurspegla samfélagið á hverjum tíma, heldur eigi skólinn að vera á undan sam- félaginu. Hann eigi að vera eins og viti sem lýsi samfélaginu leiðina til sívaxandi siðmenningar. Því er ekki litið svo á að eingöngu sé verið að mennta börn til að standa einhverj- um staðreyndum skil á prófi, heldur sé ekki síður mikilvægt að ala börnin upp til þess að verða heilsteyptar og góðar manneskjur, sem hafi til að bera sterka sjálfsmynd, skapgerð og siðferðisþroska. Þannig geti þau lagt sitt af mörkum til að byggja upp heil- brigt og hamingjusamt samfélag,“ segir Böðvar. Talaði fyrir daufum eyrum En hvernig stendur á þessum mikla áhuga Böðvars á skólamálum? „Þegar við hjónin fluttum norður til Akureyrar árið 1993 varð ég áþreif- anlega mjög fljótt var við hvað lands- byggðin á undir högg að sækja gagn- vart höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma töluðu málsmetandi menn um að sækja fram í atvinnumálum, skapa ný atvinnutækifæri í bænum og fá ungt, vel menntað fólk til starfa til þess að móta þessi nýju tækifæri. Þegar þessi umræða var í gangi ákvað ég að láta þá skoðun mína í ljós við bæði bæjarfulltrúa og at- vinnumálafulltrúa hversu mikilvæg- ur þáttur menntunin væri í öllu þessu ferli. Staðreyndin væri sú að atvinnusvæðið þyrfti að bjóða upp á jafngóða og helst betri skóla en höf- uðborgarsvæðið því að það unga og vel menntaða fólk sem verið væri að sækjast eftir vildi sjá til þess að sín eigin börn fengju góða menntun. Því miður verður það að viður- kennast að ég varð ekki var við neinn sérstakan áhuga á skólamálum yf- irleitt meðal sveitarstjórnarmanna eða annarra þeirra sem sátu í ráð- andi stöðum á þessum tíma og því fengu þessar hugmyndir mínar eng- an sérstakan hljómgrunn. Um svip- að leyti var ég staddur erlendis, nán- ar tiltekið í Ísrael, þar sem ég heimsótti m.a. konu sem hafði unnið mikið í menntamálum. Á meðan hún var að hita kaffið handa okkur rak ég augun í blaðaúrklippur sem lágu á borðinu hjá henni og fjölluðu allar um indverska skólann í Lucknow og þá skólastefnu sem þar er rekin með slíkum árangri að ekki er annað hægt en að hrífast með. Eftir heimkomuna ákvað ég að skrifa til stofnunar sem starfandi er í Washington í Bandaríkjunum og hefur haldið indverska kennslulíkan- inu mjög á lofti. Hún hefur reynt að aðstoða skóla á Vesturlöndum við að hagnýta sér hugmyndafræðina og sníða hana að vestrænum þörfum. Þær upplýsingar, sem ég fékk send- ar frá viðkomandi stofnun, The Co- uncil for Global Education, urðu til þess að auka áhuga minn enn frekar og upphófst þar með ákveðið sam- starf milli mín og þessarar stofnun- ar. Á þessum tíma var verið að flytja grunnskólana frá ríkinu yfir til sveit- arfélaganna sem í mínum huga þýddi að þörf landsbyggðarinnar fyrir að sækja á í menntamálum gagnvart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.