Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 D 15 launaða stöðu og nýt ekki þess stuðn- ings sem rannsóknarstofnanir veita starfsmönnum sínum. Ég sótti um styrki til Rannsóknarráðs og hef ég fengið nokkra úrlausn þar þrisvar sinnum. Vegna styrkja Rannsóknar- ráðs hef ég talist starfa við Raunvís- indastofnun, þó að vinnuaðstaða mín hafi í raun verið hjá Orkustofnun. Þannig gat ég lokið litlum hluta verk- efnisins og birt niðurstöður á prenti og í fyrirlestrum. Jafnframt varð ljóst að mun lengri tíma þurfti til að ljúka verkefninu á sómasamlegan hátt. Styrkir Rannsóknarráðs eru hins vegar aðeins skammtímalausn og þeir eru engan veginn nógu háir til að nægja bæði fyrir launum og reksturs- kostnaði á vettvangi, einkum þegar tekið er tillit til þeirrar fyrirhafnar sem fylgir því að útbúa umsóknirnar. Styrkir Rannsóknarráðs nægja einungis fyrir hluta launa og hluta úr árinu, en þá á eftir að kosta úthaldið á vettvangi. Umsóknarferlið er tíma- frekt og dýrt miðað við ávinning. Tím- anum væri betur varið til raunveru- legrar vísindalegrar vinnu. Þetta þekkja allir sem þurfa að sækja um styrk til Rannsóknarráðs. Frá því á síðastliðnu hausti hef ég sótt ásamt öðrum íslenskum jarðvís- indamönnum, sem allir eru framar- lega á sínu sviði, um styrk frá Rann- sóknarráði til að halda þessu verkefni áfram, en bíð enn eftir ákvörðun þar. Grunnrannsóknir mikilvægar Á svæði eins og Miðvesturlandi er vísindalegt gildi rannsóknanna ekki augljóst þeim sem ekki hafa unnið þar. Því er erfitt að sannfæra yfirles- ara umsóknanna hjá Rannsóknarráði um gildi þeirra. Ef aðferðafræðin er þeim þar að auki framandi er skilj- anlegt að miklum tíma þurfi að eyða í umsóknarferlið allt. Ég hef vegna þessa verið að leita að fjármögnun annars staðar og eytt miklum tíma í fundi, viðræður, bréfa- skriftir o.fl., meðal annars hef ég ver- ið í sambandi við orkufyrirtæki en allt án árangurs enn sem komið er. Verk- efnið er langtíma grunnrannsóknar- verk. Það mun einnig hafa verulegt hagnýtt gildi fyrir almennan skilning á jarðfræði Íslands, jarðhitavísindi og mat á jarðskjálftahættu. Vandinn er að slíkar hagnýtar ályktanir fást fyrst eftir margra ára grunnrannsóknir og orkufyrirtæki láta eins og eðlilegt er önnur hagnýtari verkefni ganga fyrir, t.d. verkefni sem tengjast meira hin- um virku beltum landsins og jarðhita- svæðum. Óvissa og lágar tekjur Við Háskóla Íslands er engin kennslu- eða rannsóknarstaða í mín- um fræðum og gerir það einnig erf- iðara að leita fyrir sér á þeim vett- vangi. Ég hef einnig leitað samstarfs við erlenda vísindamenn sem hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga. Þegar þeir hafa hins vegar kynnst aðstöðu minni hér eru þeir hikandi við að stofna til samstarfs við þær óvissu kringumstæður sem ég bý við hér. Til að þoka verkefni mínu áfram þarf langtímasýn, góðan samstarfs- hóp og nægilega fjármögnun. Verk- efnið er skilgreint, samstarfshópur- inn er til, en fjármögnunina vantar. Afleiðing af fjárhagsáhyggjum er langur vinnudagur og varla nokkur frí. Vísindaleg vinna sem ætti að taka nokkra mánuði tekur hátt í ár. Við þessar aðstæður er erfitt að skipu- leggja vinnuna og halda áhuganum við. Jafnframt reynist mér erfiðara en ég bjóst við að samlagast vísindasam- félaginu hér á landi. Óvissan, lágar tekjur og tímafrek vinna tefur aðlög- un mína að íslensku samfélagi en ég fékk íslenskan ríkisborgararétt á síð- astliðnu ári. Ef til vill er ég í svipaðru stöðu og sumir innfæddir Íslendingar sem stunda rannsóknir. En það er mun erfiðara fyrir Íslendinga af erlendu bergi brotna að koma sér fyrir hér vegna þess að þá skortir þann stuðn- ing sem hinir hafa beint og óbeint eins og af fjölskyldu og þekkingu á ís- lensku samfélagi.“ Það má geta þess hér að Maryam er ógift, barnlaus og býr ein. Hún er heldur ekki búin að ná valdi á íslenskunni. Vantar heildarstefnu í jarð- vísindarannsóknum Hún víkur að sérstöðu sinni og segir að vísindamenn sem koma erlendis frá eigi erfitt með að aðlagast umhverfinu hér því að það sé engin opinber stefna til varðandi hjálp til þeirra við að koma sér fyrir á vinnumarkaði hér. „Þessu er allt öðruvísi farið bæði í Bandaríkj- unum og öðrum Evrópulöndum. Þar er meðvituð stefna að hjálpa minni- hlutahópum með því að fjármagna rannsóknir eða með því að hvetja stofnanir og fyrirtæki til að ráða þá til vinnu þannig að starfskraftar þeirra nýtist sem best. Jarðvísindi eru oft nefnd sem svið þar sem framlag Ís- lendinga til alþjóðlegra vísinda er mikið. Þau hafa notið talsverðs stuðn- ings af hálfu opinberra aðila en engu að síður er aðeins verið að rannsaka lítinn hluta landsins, aðallega virku beltin. Það er vel hægt að ímynda sér hvert framlag íslenskra jarðvísinda- manna væri ef allt landið og öll svið rannsóknanna væri undir. Oft heyrast íslenskir vísindamenn kvarta undan því að fjármagn til rannsókna sé ófullnægjandi hér á landi. Vandinn er sá að mínu mati að vísindarannsóknir eru ekki forgangs- verkefni hér á landi og peningarnir því ekki þar sem þeir þyrftu að vera. Þetta á fyrst og fremst við um grunn- rannsóknir, en síður um svokallaðar hagnýtar rannsóknir. Í þekkingar- þjóðfélagi nútímans getur hins vegar þekkingin sem slík orðið verðmæti og þannig ber að líta á þekkingaröflun með grunnrannsóknum. Ísland alþjóðleg rannsóknar- stofa í jarðvísindum Það vantar hér sterka langtíma- stefnu um stærri grunnrannsóknar- verkefni í jarðvísindum sem Íslend- ingar hefðu forystu um að skilgreina og fjármagna en drægi jafnframt að sér athygli erlendra vísindamanna og erlent fjármagn. Í raun og veru ætti Ísland að stefna að því að verða al- þjóðleg rannsóknastofa í jarðvísind- um þar sem öllum vísindamönnum sem hafa þekkingu og áhuga væri gert kleift að vinna um lengri eða skemmri tíma. Væri slík aðstaða sköpuð myndi fjármagn til rannsókna leita hingað erlendis frá og allir nytu góðs af. Það er líka athyglisvert að hér á landi eru jarðfræðirannsóknir dreifðar á margar stofnanir sem hafa hver sitt markmið, en engin sterk jarðfræðastofnun (geological survey) er hér starfandi eins og í flestum öðr- um löndum heims, meira að segja líka í þróunarlöndunum. Slíkar stofnanir hafa m.a. það hlutverk að vera stjórn- völdum til ráðgjafar í þeim fjölmörgu málum þar sem jarðfræði kemur við sögu. Einnig vinna þær að því að kynna þýðingu jarðfræðilegrar þekk- ingar fyrir þjóðfélagið. Ekki er heldur nægilega vel búið að ungum vísindamönnum sem koma heim að loknu doktorsprófi og sérnámi eins og ég hef komist að raun um. Bylting hefur orðið í líf- tækni og vísindum sem tengjast erfðafræði. Ekkert hliðstætt hefur átt sér stað í jarðvísindunum þótt mikil alþjóðleg tækifæri séu fólgin í sérstöðu Íslands. „Vinur er sá er til vamms segir“ Það virðist of algengt hér á landi að fólk með dýra og tímafreka langskóla- menntun á sviði jarðvísindarann- sókna neyðist til að taka að sér störf þar sem menntun þess nýtist illa eða ekki. Oft er um að ræða kennslu á grunnskóla- eða framhaldsskólastigi. Það er augljóslega þjóðfélaginu óhag- kvæmt að nýta ekki þekkingu þessa fólks. Hér eru allar aðstæður fyrir hendi til að nýta þessa þekkingu ef fólki eru skapaðar aðstæður til að starfa. Það þyrftu að vera margir op- inberir sjóðir og einkasjóðir til að hjálpa þeim sem stunda grunnrann- sóknir. Íslendingar ættu í raun ekki að láta sér nægja að standa jafnfætis öðrum að þessu leyti heldur vera fremri. Landfræðileg lega landsins er ákjós- anleg og gerir það að verkum að Ís- lendingar eru lausir við mörg þau vandamál sem hrjá aðrar þjóðir. Hér ríkir meiri friður en víða annars og hér ætti umhverfið að vera hvetjandi til nýrra hugmynda og nýsköpunar. Ekki er buddunni heldur íþyngt með útgjöldum til hermála. Þessar aðstæður, ásamt náttúru landsins, eiga að geta komið Íslandi í fremstu röð ríkja. Ég vona að ég hafi engan stuðað með þessum orðum mínum. Það er mikill sannleikur í máltækjunum „glöggt er gests augað“ og „vinur er sá er til vamms segir“.“ „Það vantar hér sterka langtíma- stefnu um stærri grunnrannsóknarverk- efni í jarðvísindum sem Íslendingar hefðu forystu um að skilgreina og fjár- magna en drægi jafn- framt að sér athygli erlendra vísinda- manna og erlent fjár- magn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.