Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 27
st þeim í framhalds- Baldurs Þórhallssonar lafræði. Segir hann ð reyna að fá vinnu er- alþjóðastofnunum. aukist að nemendur m erlendis og taki ekki er boðið upp á æðunum hér. Það lgengt að menn fari í g er það fremur fátítt ðingar starfi erlendis. m með alþjóðlega skír- vaxandi,“ segir Skúli r við lagadeild HÍ. tar og þjóðarréttar er r sem annars staðar. ð starfa sem lögfræð- nema að hafa ákveðna segir hann. fleiri dæmi um það væðingin hefur haft á nefna að í verkfræði- boðið er upp á fram- omið í ljós, að sumir a tekið til dæmis eitt Það er þó ekki mjög þegar í þrjátíu manna hópi eru sex til tíu útlendingar. Það gefur íslenskum stúd- entunum aðra sýn á veruleikann og gerir kennurum kleift að tengja námsefnið við reynsluheim erlendu stúdentanna,“ segir Baldur. Starfsreynsla erlendis eykur atvinnumöguleikana Þeir sem við ræddum við kváðust finna fyrir því að atvinnurekendur og stofnanir hér á landi væru farnar að gera auknar kröfur um menntun og reynslu og þá einnig starfsreynslu erlendis frá. „Þegar verið er að sækja um vinnu spyrja at- vinnurekendur hvort maður hafi dvalið erlendis við nám eða störf og í hvað lang- an tíma,“segir Edda Jónsdóttir nemandi í ítölsku og fjölmiðlafræði við HÍ. „Það er í raun gerð sú krafa til fólks sem er að út- skrifast úr háskóla, að það hafi ekki að- eins gott háskólapróf heldur hafi nokkuð víðtæka starfsreynslu og tali nokkur tungumál.“ Alþjóðahyggjan tekur á sig ýmsar myndir. Ungt fólk er farið að leggja mikla áherslu á að læra tungumál sem getur nýst þeim í starfi erlendis því það er yfirleitt ekki nóg að kunna ensku nema viðkomandi dvelji í enskumælandi landi. Fólk þarf að geta talað málið í því landi sem það nemur eða starfar í. „Ég varð var við það þegar ég var að gera rannsóknir á vegum Rannsóknarstofu um uppeldis- og kennslumál að nemendur í grunn- og menntaskólum vilja fá að velja hvaða tungumál þau læra. Áhugi á spænsku sem öðru tungumáli fer vaxandi því það málsvæði er stórt. Áhugi á asísk- um tungumálum er líka að aukast,“ segir Þórólfur. Heilmikið að gerast á Íslandi Getur það verið hluti af skýringunni á útþrá ungra, menntaðra Íslendinga að þeim finnist tækifærin ekki nóg hér á landi. Atvinnulífið sé ekki nógu fjölbreytt og vanti störf við hæfi? Hjá flestum sem við ræddum við virðist sú ekki vera raun- in. „Það er heilmikið að gerast á Íslandi og fólki finnst það hafa nóg af tækifærum hér,“ segir Edda. „Háskólastúdentar, sem eru að selja lokaverkefnin sín, fá jafnvel allt að hálfri milljón fyrir þau. Háskólinn er að eflast. Mér finnst fólk al- mennt vongott og ánægt og enginn bar- lómur í því. En eins og ég nefndi áðan þá þarf maður að fara til útlanda til að verða samkeppnisfær. Mín kynslóð, X- kynslóð- in, hefur mótast mjög af umhverfi sínu sem er mjög markaðsmiðað. Við hugsum í raun um okkur sjálf sem markaðsvöru. Hvað þarf ég að gera til að vera gjald- geng á markaðnum? spyrjum við. Ég þarf að vera með eftirsóknarverða sér- hæfingu til að fá gott starf og svo ég geti farið fram á góð laun og haft ákveðið svigrúm í mínu starfi. Ég er því á leiðinni í mastersnám í alþjóðasamskiptum. Þeg- ar hef ég verið einn vetur sem skiptinemi á Ítalíu við Bologna-háskóla að læra ítölsku.“ „Ég er ekki viss um að unga fólkinu finnist vanta eitthvað hér,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við félags- vísindadeild HÍ, þegar ofangreind spurn- ing er lögð fyrir hann. „Miklu fremur að það líti á Ísland sem hluta af miklu stærri heild. Það er líka spurning hvort fólk vilji fjárfesta allt sitt hér. Það vill geta búið einhvers staðar annars staðar ef því líkar ekki hér á einhverju tíma- skeiði. Ég held að fólk vilji hafa meira val í lífinu en búa hér á höfuðborgarsvæðinu allt sitt líf.“ Er áhugi á þjóðararfinum að víkja fyrir alþjóðahyggjunni? Það vaknar einnig sú spurning hvort ungir Íslendingar hafi ef til vill ekki eins sterkar taugar til upprunans og áður? Elín Halla hefur mjög ákveðna skoðun á gildi þjóðararfsins og segir að sér finn- ist sorglegt þegar því sé haldið fram að menn séu veglausir haldi þeir ekki dauðahaldi í einhverja menningarlega arfleifð, tungumál og sögu. „Ég held miklu fremur að menn séu ekki á réttri leið ef þeir, vegna fordóma og þröngsýni, sem er sprottin af þjóðernishyggju, eru ófærir um að skilja og skynja þann marg- breytileika sem við höfum tækifæri til að kynnast. Hin tilfinningalega vídd þjóð- ernisins er að mínu mati farin að missa gildi sitt. Ég er til dæmis ekki viss um að hreintungustefnan sé af réttum meiði. Við erum að eyða ómældum tíma í að kenna börnum okkar í grunnskóla hluti eins og ég hlakka í staðinn fyrir að segja mér hlakkar, sem þeim virðist eðlilegra, í stað þess að leyfa tungumálinu að þróast og nýta tímann í eitthvað gagnlegra. Ég tel einnig að við eyðum of miklum tíma í að kenna börnunum Íslandssöguna og láta þau lesa verk eftir íslenska rithöf- unda. Á sama tíma er að mínu mati lögð of lítil áhersla á almenna mannkynssögu og að kynna þeim erlenda heimspekinga og rithöfunda sem lagt hafa grunninn að vestrænni hugsun.“ Gunnar Helgi kveðst hafa orðið var við minni áherslu hjá ungu fólki á það sem þjóðlegt er og segir að fyrir tíu árum hafi nemendur haft áhuga á að fræðast um Ísland, íslenska stjórnmálaflokka og ís- lenska stjórnmálasögu. Nú sé meiri áhugi á alþjóðastjórnmálum og stjórnmálum annarra heimshluta. Hann segir einnig ungt fólk verða fyrir miklu fjölbreytilegri áhrifum alveg frá fyrstu tíð. Þau velji sér það sem þau vilja að hafi áhrif á sig eins og sjónvarpsefni, kvikmyndir, tónlist og eru orðin sleip í ensku tíu til tólf ára. „Ég finn töluverða breytingu á nemendum frá því sem áður var. Þau eru meira ein- staklingshyggjufólk, minna tengd sam- félaginu og þau þekkja ekki eins vel til gömlu, þjóðlegu menningarinnar. Tel ég það stafa af því að þau hafa mikið af út- lendu efni fyrir augunum daglega og samsama sig því sem þau sjá þar.“ Koma til baka Arnljótur Bjarki Bergsson er nemi í sjávarútvegsfræðum við HA. Hann segist hafa orðið var við minnkandi áhuga á því sem er íslenskt hjá jafnöldrum sínum. Það sé jafnvel talið gamaldags að leggja rækt við þjóðlega menningu, eins og þorrablót eða rímnakveðskap. „Það hefur komið fram í skoðnanakönnun að þekking Íslendinga á sögunni fer þverrandi. Það kemur einnig í ljós í spurningakeppnum framhaldsskólanna að nemendurnir virð- ast vita um margt sem er að gerast út í heimi en rekur í vörðurnar þegar spurt er út í ýmsa þætti íslenskrar arfleifðar.“ Þórólfur telur hins vegar að við séum í vaxandi mæli að gera okkur grein fyrir því að sérstaða okkar felst í íslenskri menningu, íslensku þjóðfélagi og þeirri þekkingu sem við höfum aflað okkur hér sem Íslendingar. Hann segir sérstöðu okkar lykilinn að sókn á alþjóða markaði. „Við sjáum þetta í listum bókmenntum og vísindum. Sem dæmi um þetta má nefna Íslenska erfðagreiningu sem bygg- ist að nokkru leyti á sérstöðu Íslands. Við höfum hitakærar örverur þar sem við sjáum líftækni í sókn. Íslensk fiskiensím eru að verða grundvöllur að fyrirtækjum og ekki má gleyma íslenskri poptónlist sem hefur gert það gott á undanförnum árum.“ Edda telur einnig að þjóðerniskenndin hafi fremur eflst en hitt með árunum og segir að þó alþjóðavæðingin leiði til meiri fjölbreytni á flestum sviðum og að við skoðum hlutina í víðara samhengi þá gleymum við því ekki hver við erum. „Við vitum hvað er gott hér og annars staðar. Þó við flytjum til annars lands og vinnum hjá erlendu fyrirtæki um tíma þarf það ekki að þýða að við komum ekki til baka.“ Ungt fólk gerir sér grein fyrir því í mikið um það,“ segir Jón Atli Benedikts- son, prófessor í verkfræðideild og for- maður Vísindanefndar. „Það kemur þó fyrir að nemendurnir stundi framhalds- námið erlendis en geri lokaverkefni til meistaraprófs á Íslandi. Einnig er alltaf eitthvað um það að fólk ljúki framhalds- námi erlendis og fái vinnu þar. Það er þó alltaf ríkt í Íslendingum að koma heim. Ef ég lít nokkra áratugi aftur þá sé ég að það er að aukast áhugi hjá ungu fólki að reyna fyrir sér um vinnu erlendis. Á móti kemur að hér hefur á undanförnum árum verið mikið framboð af vinnu fyrir nem- endur sem lokið hafa námi í verkfræði. Hefur þróunin fremur verið sú að þeir hafi farið að vinna hér á landi eftir BS- próf og farið í framhaldsnám síðar.“ Jón Atli segir að fyrirtækin sem verk- fræðinemarnir hafa unnið hjá hafi sum hver alþjóðlega tengingu og þannig hafi nemendurnir tengst stærra umhverfi. Meiri umfjöllun um Íslendinga í útlöndum hefur áhrif Fyrirmyndirnar skipta ungt fólk miklu máli. Við sjáum nú mun fleiri dæmi í kringum okkur af Íslendingum sem eru að ná góðum árangri í útlöndum sem hvetur unga fólkið til að fara út á sömu braut. Það er mun meiri umfjöllun um Ís- lendinga í útlöndum í fjölmiðlum en verið hefur. Til dæmis er mikil umfjöllun um atvinnumennina okkar í íþróttum sem starfa erlendis. Annað dæmi er útrásin í sjávarútveginum. Við sjáum þetta líka mjög vel í hugbúnaðar- og fjármálageir- unum. Við þetta má bæta að íslensk fyrirtæku eru í vaxandi mæli að markaðssetja sig alþjóðlega og útrás íslenskra fyrirtækja ýtir undir þessa alþjóðahyggju unga fólksins. Sum af þessum fyrirtækjum hafa sóst eftir að ráða til sín vel mennt- aða Íslendinga og sækja þá í skólana þar sem þeir eru að nema eða í fyrirtækin. Háskólasamfélagið hér á landi er einn- ig að breytast töluvert. Háskóli Íslands leggur áherslu á að hann sé alþjóðlegur rannsóknarháskóli þar sem allur heim- urinn er leikvöllurinn. Það er því ekki að- eins að stúdentar héðan fari utan til náms heldur kemur hingað aukinn fjöldi erlendra stúdenta í stuttan tíma og sækir námskeið sem haldin eru á ensku sem gerir umhverfi íslenskra stúdenta alþjóð- legra. Á þessu ári voru fjögur til fimm hundruð erlendir háskólastúdentar við nám í HÍ frá fimmtíu og þremur þjóð- löndum. „Það breytir námskeiðunum Herjólfur Guðbjartsson nemandi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. „Flestir af mínum vinum hafa hugs- að sér að búa er- lendis í lengri eða skemmri tíma.“ Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor Háskólans í Reykjavík. „Það er hollt að dvelja í öðrum löndum og þurfa að spjara sig.“ Edda Jónsdóttir nemandi í ítölsku og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. „Þegar verið er að sækja um vinnu spyrja atvinnurek- endur hvort maður hafi dvalið erlendis við nám eða störf.“ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 D 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.