Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 D 23 mannssystkinum. Ég kynntist henni náttúrlega ekki nema svona lauslega eins og ég segi sem kær- ustu Einars Viðars. En mér fannst bara hún svo yndisleg kona. Ég sá hana síðast svona tveimur árum áður en hún dó og hún var alltaf jafn falleg. Það var eins og ald- urinn hefði engin áhrif, það var eins og það geislaði alltaf af henni kærleikur og blíða. Svo vorum við nú, systir hennar, skólasystur, Ásta Norðmann, og Jórunni litlu þekkti ég líka pínulít- ið en ekki til þess að geta lýst henni neitt sérstaklega. Pétur: Þá var nú Ásta Norð- mann mikil dama, hefðarkona í framkomu. Katrín: Já já, góður dansari og hæfileikakona. Pétur: Og svo er nú kona Páls Ísólfssonar. Katrín: Já, hún dó einmitt þetta fyrsta ár sem ég var á Landspít- alanum. Pétur: Já, þegar þú varst orðin hjúkrunarkona þar. Katrín: Já, Kristín Norðmann. Pétur: En manstu eftir Óskari Norðmann? Katrín: Já, ég man eftir honum úr karlakórnum. Pétur: Þarna er nú skólasystir þín einn helsti danskennarinn. Katrín: Já já, en ég hafði bara ekki tækifæri til að læra að dansa því að maður þurfti að vinna fyrir sér. Í fiskvaski Pétur: Já, þú fórst í fiskvaskið. Segðu okkur frá því. Katrín: Vorið sem pabbi minn dó þá fór ég í fiskvask og einasta skiptið sem ég var í fiski og lærði að vaska þorsk og gekk mjög vel. En kalt var það. Pétur: Og þú gekkst alla leið frá Grettisgötunni? Katrín: Já og inn í Defensor. Pétur: Og hvar var Defensor? Af því að nú veit fólk ekkert um það. Katrín: Defensor var ekki alveg Kirkjusandur en það er svolítið nær og það er þar sem Ásbjörn Ólafsson hafði síðustu húsin sín í Borgartúni. En ég var aldrei í fisk- inum nema þetta eina vor. Ég ætl- aði ekki að leggja það fyrir mig. Pétur: Þér leist ekkert á það? Katrín: Nei, og maður át hafra- graut á morgnana og saltfisk um hádegið og búið og punktum, alltaf sami maturinn. Pétur: Varstu í Verkakvenna- félaginu Framsókn? Katrín: Nei nei, ég var ekki í neinu félagi. Ég var ekki nema 17 ára og ég var ekki farin að ganga í nein félög þá. Pétur: En voru ekki bolsarnir byrjaðir eitthvað að skurka í verkalýðsfélögunum? Katrín: Það er nú mjög trúlegt. Ég man eftir Ólafi Friðrikssyni náttúrlega mest því að hann gerði mikla lukku hjá okkur. Manni fannst hann skemmtilegur, karl- inn. Pétur: Já, segðu okkur frá því. Hvernig þá fannst þér hann skemmtilegur? Katrín: Mér fannst hann bara vera svo ansir röggsamur þegar hann talaði og svona mikið líf í honum og mér fannst hann vinna af áhuga og hann meinti það sem hann sagði, svoleiðis að ég hafði svolítið álit á honum. Pétur: Var þetta á fundum í Bárubúð eða hvað? Katrín: Já, og svo bara úti stundum. Svo hafði hann nú þessa skemmtilegu áráttu að vera að hafa dýragarð þarna á Suðurgöt- unni, bæði hrafna og önnur kvik- indi. (P: Já, manstu eftir því?) Já já. Pétur: Já hrafna, veiðibjöllur, súlur og refi. Katrín: Já já, það kenndi margra grasa þar. Já já, það er svo sem margs að minnast þegar maður fer að rifja þetta upp. Pétur: Já, það gerðist ýmislegt þó að Reykvíkingar væru ekki orðnir hundrað þúsund. Katrín: Já, og það bar meira á því sem gerðist sko. Það vissu allir um allt sem gerðist. En nú veit maður ekki nema lítinn hluta og það fer eftir því hvaða blöð maður les. Pétur: Og ætli maður megi ekki bara þakka fyrir að vita ekki allt? Katrín: Jú, ég segi það líka. En náttúrlega hefur maður sjónvarpið og útvarpið. (Skarkhljóð heyrist) Pétur: Þetta er nú bara trekkur. Katrín: Það er nefnilega það. Draugarnir eru farnir af stað. Fólk hefur alltaf haldið að það væri draugagangur en það er mikill trekkur í mörgum húsum hér í Reykjavík. Og ég man eftir á Víf- ilsstöðum þá voru margir hræddir og töluðu um það að það væri draugagangur. Og ég uppdagaði það þegar ég var á næturvakt að þessi draugagangur var bara vind- urinn. Það hvein bara í öllu og alls staðar. Ludvig Arne Knudsen verslunarmaður (bókhaldari) og seinni kona hans, Katrín Elísabet Einarsdóttir. Ludvig reisti hús sitt 1880 og seldi Indriða Einarssyni árið 1887. Höfundur er þulur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.