Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 10
10 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ T ÓLF manna hópur Íslend- inga hélt á eigin vegum til Indlands í febrúarbyrjun til þess að kynna sér ákveðna skólastefnu sem þar er hald- ið uppi og sem leitt hefur af sér afburðanámsárangur að því leyti að brottfall er ekkert og yfir 99% nemenda ljúka öllum sam- ræmdum prófum með fyrstu ein- kunn. Forsprakki ferðarinnar var Böðvar Jónsson, sem er lyfjafræð- ingur að mennt og starfar í lyfjabúri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, en er, að sögn þeirra sem til þekkja, óforbetranlegur áhugamaður um skólamál. Samferðamennirnir ellefu eiga það sömuleiðis sammerkt að hafa mikinn áhuga á uppeldismálum og afdrifum barna almennt, en ólíkt Böðvari starfa þeir að skólamálum, ýmist við leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla. Hópurinn dvaldi í tíu daga á Indlandi. Komið var m.a. til höfuðborgarinnar Delhi og farið var til Acra þar sem hið fræga Taj Mahal-hof var skoðað, en sjö dögum var varið í borginni Lucknow í Uttar Pradesh-fylki í norðurhluta Ind- lands þar sem íbúar eru um tvær milljónir. Þar var drjúgum tíma var- ið í að kynna sér skólastarfið og þá hugmyndafræði sem þar er rekin. Dyggðir standast tímans tönn Skóli þessi var upphaflega stofn- aður í kringum fimm nemendur fyrir rúmum 40 árum af hjónunum Jagd- ish og Barthi Gandhi, sem ennþá stýra skólanum af miklum dugnaði og eljusemi þrátt fyrir að nemendur séu nú orðnir 24 þúsund talsins á aldrinum þriggja til 18 ára og skól- inn rekinn á sextán stöðum vítt og breitt um borgina. Samhliða náminu er lögð geysilega mikil áhersla á mannrækt og siðferðisleg gildi í skólastarfinu og skólastjórnendurn- ir staðhæfa að hafið sé yfir allan vafa að það sé fyrst og fremst sá grunnur sem ber uppi þann frábæra náms- árangur sem nemendur skólans sýna. Hjónin hafa þróað eigin skóla- stefnu, sem byggist á fjórum horn- steinum; sammannlegum gildum, að gera allt framúrskarandi vel, hnatt- rænum skilningi og þjónustu við samfélagið. Ofan á þennan grunn er kennslulíkanið byggt og hafa þau fellt inn í eigin kennsluaðferðir að- ferðir sem reynst hafa árangursrík- ar og sígildar eins og t.d. uppeldis- og kennslufræði Maríu Montessori. Stofnendur skólans voru að sjálf- sögðu sér mjög meðvitandi um þá ábyrgð sem menntun barna felur í sér, að sögn Böðvars, og strax í upp- hafi fóru hjónin að velta því fyrir sér hvað þau gætu fellt inn í námskrá sína sem endast myndi þeim sem njóta skólaþjónustunnar fyrir lífstíð. Þegar þau höfðu komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki vinnandi vegur að líta til framtíðar í þessu til- liti þar sem heimurinn breyttist svo ört að nemendur skólans ættu örugglega eftir að lifa í gjörbreyttum heimi eftir nokkra tugi ára ákváðu þau að líta aftur til sögunnar með það að markmiði að komast að hvað staðist hefði tímans tönn í mannlegu og menningarlegu tilliti. Þau komust að raun um að ákveðin sammannleg gildi hefðu staðist álag tímans, óháð þjóðerni og trú manna, og líklegt væri að þau dygðu áfram úr því að þau hefðu dugað í árþúsundir. Þetta eru svokallaðar dyggðir og fjalla m.a. um heiðarleika, virðingu, ábyrgð, sjálfsaga, umburðarlyndi, traust, umhyggju, hugrekki, góðvild, hjálpsemi, sköpun, vingjarnleika, fyrirgefningu, samstöðu, friðsemd og staðfestu. Hjónin ákváðu að hafa þessar dyggðir grunninn í skóla- stefnu sinni með það að markmiði að þjálfa og hjálpa nemendum að til- einka sér þær í daglegu lífi. Gefnir hafa verið út bæklingar með öllum helstu dyggðunum sem ætlaðir eru bæði skólanum og heimilum nem- enda til að vinna með og unnið er nú að þýðingu þeirra yfir á íslenskt mál. Morgunstundir er snar þáttur í ind- versku skólastefnunni, en hver dag- ur hefst á því að nemendurnir sjálfir sjá um morgunstundir með söng og umfjöllun um sammannlegar dyggð- ir á borð við þær hvernig við komum fram hvert við annað og hvaða eig- inleika við eigum að styrkja í fari okkar til þess að verða hamingju- samari einstaklingar í betra sam- félagi. Samstarf heimila og skóla er mun meira en gengur og gerist í ís- lenska skólakerfinu og er valdsvið umsjónarkennarans mun meira og dýpra en tíðkast hérlendis. Auk þess sem umsjónarkennarinn ber ábyrgð á námsframvindu nemandans getur nemandinn leitað til hans með félagslega og tilfinningalega þætti. Ljósmynd/HF Snyrtileg og kurteis börn að fara að borða nestið sitt, sum komin með svuntur framan á sig til þess að hella nú örugglega ekki niður á skólabúninginn. Ljósmynd/HB Þröngt mega sáttir sitja í indverska skólanum í Lucknow í Uttar Pradesh og er ólíku saman að jafna í aðbúnaði skólabarna þar og hér. Ljósmynd/HB Íslensku gestirnir samankomnir með blómsveiga um hálsinn. Efri röð frá vinstri: Karl Frímannsson, skólastjóri við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði, Sigurður Björnsson, lektor við KHÍ, Páll Ingvarsson, kennari við Brekkuskóla á Akureyri og bóndi, Hjördís Fenger, aðstoðarleikskólastjóri í Árborg í Reykjavík, og Böðvar Jónsson lyfjafræð- ingur. Neðri röð frá vinstri: Anna Guðmundsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hrafnagilsskóla, Jóna Björg Sætran, kennari við MK, Áslaug Brynjólfsdóttir, fulltrúi foreldra og barna á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Kristinn Snævar Jónsson kerfisfræðingur, Herdís Egilsdóttir kennari, Halldóra Björnsdóttir útgefandi og Jórunn Páls- dóttir kennari. Hópur íslenskra skólamanna kynnti sér ný- verið skólastefnu á Indlandi sem leitt hefur af sér afburðaárangur og byggist að miklu leyti á sammannlegum gildum. Jóhanna Ingvarsdóttir ræddi við Böðvar Jónsson, lyfjafræðing og forsprakka ferðarinnar, sem kunnugir segja að sé óforbetranlegur áhuga- maður um skólamál. Sjálfur telur hann að nútímaþjóðfélagið krefjist þess að heimilin og skólarnir leggist á eitt við að virkja á ný gömlu gildin sem glatast hafi í hraða þróun- arinnar svo að koma megi hverju og einu barni til manns í námslegu jafnt sem sið- ferðislegu tilliti. Böðvar Jónsson Morgunblaðið/Kristján Gömlu gildin gera börnin að manneskjum Morgunblaðið/Kristján Yngstu nemendur Hrafnagilsskóla hefja samverustund sína með söng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.