Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.08.2002, Blaðsíða 23
Íran kom hann til Íslands á ný og starfaði meðal annars á vegum ABB við Sigölduvirkjun. Eftir það hóf hann störf hjá Landsvirkjun og hef- ur starfað þar síðan, ef árin í Vene- súela eru undanskilin. Guðmundur hefur unnið við undirbúning og framkvæmd allra vatnsaflsvirkjana Landsvirkjunar síðan þá, svo sem Hrauneyjafossvirkjun, Blönduvirkj- un, Sultartangavirkjun, Vatnsfells- virkjun og endurnýjun Sogsvirkj- ana. Einnig hefur hann starfað að undirbúningi virkjana sem fyrirhug- aðar eru í náinni framtíð. Óeirðatímar í Íran hafa áður verið nefndir, þar sem Guðmundur var staddur í hringiðunni, en hann hefur heldur ekki verið langt undan átök- um núna í Venesúela þar sem órói hefur ríkt í stjórnmálum landsins og innan verkalýðshreyfinganna. Þann- ig var einn verkalýðsforingi nýlega skotinn til bana í átökum sem áttu sér stað á virkjanasvæðinu og þrír lágu auk þess eftir særðir. Þetta var í kjölfar mikilla óeirða sem brutust út í höfuðborginni Caracas. Að sögn Guðmundar olli þessi atburður tals- verðum óróa meðal starfsmanna, en hann telur öryggi sínu alls ekki ógn- að á svæðinu. Öryggisgæsla sé mikil af hálfu fyrirtækisins og hersins og enginn fari inn á virkjanasvæðið nema að sýna skilríki. „Ég vona að það sé tilviljun ein að átök fylgi dvöl minni erlendis, enda var friðsælt í Venesúela síðast þeg- ar ég var þar. Engin átök eiga sér heldur stað við umhverfissamtök hér vegna virkjanaframkvæmd- anna. Allt er þetta unnið í ágætri sátt við íbúana og náttúruna að mínu mati. Síðasta virkjun á vegum EDELCA, Macagua-virkjunin, er nánast inni í miðjum skrautgarði og hefur verið felld inn í borgarum- hverfið á sérlega skemmtilegan hátt,“ segir Guðmundur og heldur áfram. „Þar er stórt og fagurt úti- vistarsvæði, fjölnota aðstaða til skemmtanahalds og kynninga svo og söfn. Á þessu svæði eru fallegir fossar sem heimamenn vildu ekki fórna fyrir nokkurn mun og var því hönnuð lítil virkjun, um 200 MW, við hlið þeirrar stóru til að hægt væri að halda rennslinu í þessa fossa óbreyttu. Einnig var gerð mikilvæg hraðbrautartenging milli borgarhluta meðfram stíflunni auk gönguleiða og hjólabrauta. Ég held að borgarbúar séu mjög sáttir við virkjunina og það sem henni hefur fylgt.“ Að sögn Guðmundar starfrækir orkufyrirtækið bæði fiskeldisstöðv- ar og gróðrastöðvar við virkjanirnar og hefur að auki látið útbúa bað- strendur við virkjunarlónið þar sem vatnið er 27–28 gráða heitt. Hann segir að þessar strendur séu mikið notaðar af borgarbúum þar sem sjávarstrendur Karíbahafsins séu langt í burtu. Bjórinn á 25 krónur „Okkur líður mjög vel hérna, hit- inn alltaf 26–29 gráður, frekar rakt en yfirleitt alltaf einhver gola. Fólk- ið er mjög vingjarnlegt og því virð- ist líða vel þótt launin séu lítil og þjóðfélagsástandið ótryggt um þess- ar mundir. Þolinmæði og nægjusemi eru einkennandi fyrir heimamenn en skipulagið er oft frekar skrítið á okkar mælikvarða og stjórnsýslan mætti vera mun betri. Verðlag er dálítið sérstakt, langflestar neyslu- vörur eru innfluttar og óeðlilega dýrar miðað við kaupmátt fólksins og nær óskiljanlegt hvernig það get- ur veitt sér ýmsa hluti. Sem dæmi um það þá eru bílar á svipuðu verði og heima á Íslandi þótt þeir séu framleiddir hér og allur innfluttur matur er rándýr. Aftur á móti er innlendur matur mjög ódýr,“ segir Guðmundur og tekur sem dæmi að kílóið af nautalundum kosti 450 krónur, bjórflaska 25 krónur, úr- valskaffibolli 25 krónur og romm- flaskan um 200 krónur. Ávextir og grænmeti eru nánast gefins. Aðspurður segist Guðmundur engar áhyggjur hafa af því að fá ekki nóg að gera við sitt hæfi við heimkomuna á næsta ári, enda hafi hann fengið launalaust leyfi frá Landsvirkjun. Ekki sé enn útilokað að einhvers konar Kárahnjúkavirkj- un verði senn reist svo og aðrar virkjanir sem eru í undirbúningi, en hann hafi komið að undirbúnings- vinnu þeirra. „Einnig hefur Lands- virkjun mikinn áhuga á að auka starfsemi sína á alþjóðlegum vett- vangi og miðla þeirri þekkingu og reynslu sem starfsmenn hennar hafa öðlast við byggingu, rekstur, viðhald og endurnýjun vatnsafls- og jarðvarmavirkjana,“ segir Guð- mundur að endingu í samtali okkar. bjb@mbl.is Guðmundur ásamt Hólmfríði Gísladóttur, eiginkonu sinni, við vatnsfall sem er skammt frá Macagua-virkjuninni sem hann vann síðast við í Venesúela. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 2002 23 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Stökktu til Rimini 5. september frá kr. 39.663 Verð kr. 49.750 M.v. 2 í íbúð, 5. sept., vikuferð. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. Verð kr. 52.240. Rimini er vinsælasti strandstaður Ítalíu og hvergi er skemmtilegra mannlíf að finna en á ströndinni og í mið- bænum á þessum heillandi áfangastað. Einstakt tilboð á síðustu sætunum til Ítalíu í haust. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og þremur dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 39.663 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Flug, gisting, skattar, 5. sept., 1 vika. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.650. Síðustu sætin til Ítalíu í haust 30-60% afsláttur Nýjar haustvörur komnar ÚTSÖLULOK í dag opið 13-17 eva Laugavegi 91, 2. hæð sími 562 0625 KRINGLUNNI, S. 568 9017 Komdu og gerðu meiriháttar góð kaup... ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR LAUGAVEGI 91, S. 511 1717 ÚTSÖLULOK KONUR: Tark Diesel Laura Aime Assure Studio Trend Zinda Cemic MENN: Diesel Camper Parks 4 you 4 you Diesel Mao í dag opið 13-17 gallabuxur skór jakkaföt buxur bolir bolir peysur 5.990 40% afsl. 12.990 1.990 5.990 1.900 1.900 buxur bolir bolir bolir kápur skór sandalar leðurstígvél 1.500 1.900 1.990 2 f. 1 5.990 1.900 3.900 5.990 DKNY - Gerard Darel - Tara Jarmon - Virmani - Seller - Custo - Paul et Joe Ath. Einnig barna Diesel fatnaður Nýtt kortatímabil Laugavegi Nýtt kortatímabil Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkar og vatnsvarnarlög á:  þök  þaksvalir  steyptar  rennur  ný og gömul hús Góð þjónusta og fagleg ábyrgð undanfarin 20 ár - unnið við öll veðurskilyrði - sjá heimasíðu www.fagtun.is FAGTÚN Brautarholti 8 • sími 562 1370 M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.