Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Guðrún Vala FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍRAK SKILAR SKÝRSLU Írakar sýndu fjölmiðlafólki í Bagdad í gær tólf hundruð blað- síðna skýrslu þar sem þeir gera grein fyrir vopnaeign sinni en gert var ráð fyrir því að síðar um daginn myndu þeir afhenda erindrekum Sameinuðu þjóðanna skýrsluna. Þar með hafa Írakar uppfyllt skilyrði ályktunar öryggisráðs SÞ. Ekki er þó víst að það nægi til að koma í veg fyrir hernaðarátök í Írak. Árni Þór hættir Árni Þór Vigfússon, annar stofn- enda Íslenska sjónvarpsfélagsins, mun láta af störfum sem sjónvarps- stjóri Skjás eins um næstu áramót. 1.400 bílar stöðvaðir Lögreglan í Reykjavík stöðvaði um 1.400 bíla á Kringlumýrarbraut á föstudagskvöld. Um var að ræða eftirlit sem verður haldið áfram út desembermánuð. Útgjöld hækka Kostnaður ríkissjóðs af mótfram- lögum vegna viðbótarlífeyrissparn- aðar ríkisstarfsmanna hefur tvö- faldast milli ára og nemur um 800 milljónum króna í ár. Veiða fleiri hreindýr Á næsta ári er heimilt að veiða 800 hreindýr. Þetta er talsverð aukning en á þessu ári mátti veiða 574 hreindýr. Barnaklám? Myndir eins og birst hafa á Net- inu af fá- eða óklæddum unglings- stúlkum gætu fallið undir skilgrein- ingu á barnaklámi, enda allir undir 18 ára aldri börn í skilningi lag- anna. Sunnudagur 8. desember 2002 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 7.535  Innlit 13.856  Flettingar 57.552  Heimild: Samræmd vefmæling ISAL - STRAUMSVÍK Alcan á Íslandi er stærsta iðnfyrirtæki landsins. Árleg velta er um 30 milljarðar króna og starfsmenn eru um 500 talsins. Þekking þeirra, markviss símenntun og stöðugar tæknilegar framfarir gera fyrirtækinu kleift að framleiða hágæðavöru með miklum virðisauka, til hagsbóta fyrir þjóðina alla. Alcan á Íslandi hf. er hluti af Alcan Inc., einu stærsta álfyrirtæki heims. Alcan á Íslandi (ISAL) vill ráða byggingarverkfræðing eða byggingartæknifræðing til tæknisviðs fyrirtækisins í Straumsvík. Umsóknir merktar „Alcan – 3080“ skulu berast Hagvangi eða Alcan á Íslandi fyrir 13. desember nk. Upplýsingar veita Katrín S. Óladóttir og Baldur G. Jónsson. Netföng: katrin@hagvangur.is og baldur@hagvangur.is Starfssvið Skipulagning á viðhaldi og endurbótum byggingarmannvirkja, gatna og opinna svæða á athafnasvæði fyrirtækisins í Straumsvík. Þátttaka í gerð árlegra rekstrar- og fjárfestingaáætlana. Umsjón með útboðum og framkvæmdum á ofangreindu sviði. Menntunar- og hæfniskröfur Verkfræði- eða tæknifræðimenntun. Framhaldsnám erlendis æskilegt. Góð enskukunnátta er nauðsynleg. Frumkvæði og sjálfstæði í starfi. Færni í mannlegum samskiptum. Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Við leitum að byggingarverkfræðingi/ -tæknifræðingi Störf í grunnskólum Reykjavíkur Árbæjarskóli, sími 567 2555 Almenn kennsla á yngsta stigi frá og með næstu áramótum. Íslenskukennsla á unglinga- stigi. Matráður. Grandaskóli, sími 561 1400 Stuðningsfulltrúar/starfsmenn skóla; stuðning- ur í bekkjum, baðvarsla drengja og ýmis önnur störf. Húsaskóli, sími 567 6100 Sérkennsla/stuðningskennsla. 50%—70% staða. Bókasafnsfræðingur eða kennari með reynslu á bókasafni. Víkurskóli, sími 545 2700 Smíðakennsla frá næstu áramótum vegna for- falla. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri viðkomandi skóla. Umsóknir ber að senda til skóla. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf og grunn- skóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is. Seltjarnarnesbær — félagsþjónusta Stuðningsfjölskyldur Óskum eftir að ráða stuðningsfjölskyldur til að taka að sér börn eina til tvær helgar í mánuði. Allar nánari upplýsingar gefur Snorri Aðal- steinsson, félagsmálastjóri, Bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurströnd 2. Sími 595 9100. Heilsuhúsið Skólavörðustíg óskar eftir starfskrafti 4 daga í viku eftir hádegi og annan hvern laugardag. Viðkomandi þarf að hafa mikla þjónustulund, vera jákvæður, lipur í mannlegum samskiptum, stundvís og reglusamur. Áhugi er skilyrði og þekking kostur. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf skilist til auglýs- ingadeildar Mbl. merktar: „H — 13079“ eða í box@mbl.is fyrir mánudaginn 15. desem- ber 2002. Tæknirekstrarstjóri — GSM Íslenskt GSM-fyrirtæki með sterkan stuðning erlends aðila óskar eftir að ráða tæknirekstrar- stjóra sem mun sjá um tæknilegan rekstur GSM-kerfis fyrirtækisins hérlendis. Reynsla af hliðstæðum rekstri er nauðsynleg svo og þekk- ing á helstu einingum og samskiptum GSM- kerfa, auk þekkingar á helstu stuðningskerfum. Krafist er háskólamenntunar á sviði verkfræði eða tölvunarfræði, auk stjórnunarreynslu. Umsóknir með upplýsingum (CV) um umsækj- endur, á ensku, berist augldeild Morgunblaðs- ins eigi síðar en 20. desember nk., merktar: „Tæknirekstrarstjóri — GSM — 13085“. Fyllsta trúnaðar verður gætt. RÁÐGJAFA Við leitum að: Orkurannsóknir og þróun í norrænu ljósi Sjá www.nefp.info eða hafið samband við Per Ø. Hjerpaasen forstjóra í s. +47 91817602 og fáið nánari upplýsingar. Norrænar orkurannsóknir Sunnudagur 8. desember 2002 Morgunblaðið/Kristinn Dýrmætustu gjafirnar verður að rækta Sigurbjörn Einarsson biskup situr ekki auð- um höndum þótt kominn sé á tíræð- isaldur. Hann heldur heimili með konu sinni á sama ári í tveggja hæða raðhúsi í Kópavoginum, ekur á rauðri Toyotu út um borg og bý í ýmsum er- indagjörðum og skrifar lærðar greinar með aðstoð nýjustu tölvutækni. Anna G. Ólafs- dóttir fékk hann til að hliðra aðeins til í dag- skránni til að svara nokkrum áleitnum spurningum um lífshlaupið og nýútkomna greinasafnið Sókn og vörn. ferðalögÁ slóðum Inkannasælkerar JólahlaðborðbörnÁvaxtakarfanbíóTim Allen Í upphafi var morðið Af morðingjum og fórnarlömbum Árni Þór- arinsson og Páll Kristinn Pálsson senda frá sér sögu Prentsmiðja Morgunblaðsins Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 47 Hugsað upphátt 27 Myndasögur 48 Listir 28/31 Bréf 48/49 Af listum 28 Dagbók 50/51 Birna Anna 28 Krossgáta 53 Forystugrein 32 Leikhús 54 Reykjavíkurbréf 32 Fólk 54/61 Skoðun 34/35 Bíó 58/61 Minningar 39/45 Sjónvarp 52/62 Þjónusta 46 Veður 63 * * * Kynningarefni – Morgunblaðinu í dag fylgir Hálendisblaðið, sem gefið er út á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands. ÁRNI Þór Vigfússon, annar stofn- enda Íslenska sjónvarps- félagsins, mun láta af störf- um sem sjón- varpsstjóri Skjás eins um næstu áramót og snúa sér að nýjum verkefnum m.a. á er- lendum vettvangi. Árni Þór mun taka sæti í dagskrárráði Skjás eins sem stofnað verður um áramótin en staða sjón- varpsstjóra verður lögð niður. Árni Þór verður áfram hluthafi í Íslenska sjónvarpsfélaginu. Árni Þór mun snúa sér í auknum mæli að verkefnum á vegum félagsins Þrjár sögur en að því standa auk hans Kristján Ra. Kristjánsson, fyrrum fjármálastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, og Bjarni Haukur Þórsson, leikari og leikstjóri. Meðal verkefna félagsins eru fyrirhugaðar uppsetningar á leikritinu Hellisbúanum víðs vegar um heim, gerð sjón- varpsþátta í Noregi og upp- setning hér á landi á nýjum bandarískum einleik sem verið er að gera alþjóðlega útgáfu af.  Útgangspunktur/14 Árni Þór Vigfússon Árni Þór hættir sem sjónvarps- stjóri UMHVERFISVERND var einn af þeim þáttum sem höfðu áhrif á ákvörðun, er haft eftir Giselu Lind- strand, upplýsingastjóra verktaka- fyrirtækisins NCC International AS, sem hætti við að gera tilboð í gerð stíflu og aðrennslisganga við Kára- hnjúkavirkjun. NCC vinnur nú að því að bora 720 metra göng, sem undirverktaki Ís- lenskra aðalverktaka, til undirbún- ings framkvæmdum við Kárahnjúka- virkjun, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Vísað í sænska fjölmiðla NCC er að mestu í eigu sænskra og norskra aðila og fréttin þar sem vísað er í Giselu Lindstrand er birt á sænskri vefsíðu fyrirtækisins, www.ncc.se. Ekki er þó um að ræða tilkynningu frá fyrirtækinu heldur er verið að vísa til fréttar sem birtist í sænskum fjölmiðlum. Fréttir um að NCC væri hætt við þátttöku í útboðinu birtust m.a. í Dag- ens Nyheter og Svenska Dagbladet. Sagt var frá því að Kárahnjúkavirkj- un væri umdeild vegna náttúruvernd- arsjónarmiða þar sem hún myndi rísa í stærstu samfelldu víðernum Vestur- Evrópu. Gagnrýnendur virkjunarinn- ar, þ. á m. alþjóðlegu náttúruvernd- arsamtökin World Wide Fund for Nature (WWF), hefðu bent á að virkj- unin ylli miklum umhverfisspjöllum. Haft er eftir Samönthu Smith, sem stýrir heimskautaverkefni WWF, að hún fagni ákvörðun NCC. Það sé mik- ilvægt að stórfyrirtæki eins og NCC taki tillit til umhverfisins þegar þau taki ákvarðanir. NCC er að vinna við Kárahnjúka ÓVENJUMIKIL umferð fólks hefur verið til Ak- ureyrar upp á síðkastið en veður og færð hafa verið með besta móti. „Síðustu þrjár helgar hefur umferð utanbæj- arfólks verið geysimikil enda tíðin einstök og færð eins og á sumardegi,“ sagði Ragnar Sverr- isson, kaupmaður í JMJ og formaður Kaup- mannafélags Akureyrar. Hann sagði að um væri að ræða fólk hvarvetna að af Norðurlandi, allt frá Holtavörðuheiði og langt austur á firði. Brjálað að gera og mikil stemning „Fólk er að nýta sér góða veðrið og þykir ekki tiltökumál að aka um nokkurn veg til að versla,“ sagði Ragnar. Átti hann von á að fjöldi fólks yrði í bænum um helgina. „Það er mikill straumur hingað þó svo að hin eiginlega jólaverslun sé bara rétt að fara af stað. Það má búast við að hún fari í fullan gang um næstu helgi, þá byrjar alvaran,“ sagði Ragnar. Óðinn Geirsson, verslunarstjóri í Bónusi, sagði að mun meira væri um fólk úr nágrannabyggðum og lengra að komnu nú en á sama tíma í fyrra. „Ég gæti skotið á að það væri helmingi fleira ut- anbæjarfólk á ferðinni núna,“ sagði hann. Hann kvaðst ekki merkja að ráði að opnun Bónusversl- unar á Egilsstöðum á dögunum tæki mikið frá versluninni á Akureyri. „Það er mikið af Austfirð- ingum á ferðinni hér og við erum bara afskaplega ánægð með þetta, þetta er alveg frábært. Það má eiginlega segja að við séum að drukkna, það er stappfull búð hér dag eftir dag,“ sagði Óðinn. „Við höfum ekki við að fylla í hillurnar.“ Hann sagði jólaverslun greinilega komna vel á veg því fólk væri farið að kaupa kjöt til jólanna í miklu magni. „Við erum búnir að selja fleiri tonn af hamborgarhrygg,“ nefndi hann sem dæmi. „Það er mikil stemning yfir þessu og mjög gam- an.“ Færðin skiptir sköpum Birgir Reynissson, verslunarstjóri í Rúmfata- lagernum, sagði að mikið hefði verið að gera í versluninni síðustu daga og vikur. Mikið væri um utanbæjarfólk „og það kemur héðan af öllu Norð- urlandi og eins er mikið um að fólk að austan sé á ferðinni. Menn eru að nýta sér þessa góðu færð, hún skiptir öllu máli. Mér finnst sem heldur fleira fólk sé á ferðinni nú þegar ég miða við sama tíma á síðastliðnu ári. Þannig að þetta góða veður og færð skiptir sköpum,“ sagði Birgir. Veðrið hefur haft mjög góð áhrif á umsvif í verslun á Akureyri Fleiri á ferðinni að versla en á sama tíma í fyrra Í SLAGVIÐRUM síðustu viku hef- ur þakgluggi á nýja þjónustuskála Alþingis lekið og hafa vatnsdrop- arnir fallið á afgreiðsluborð í mat- sal. Karl M. Kristjánsson, rekstrar- og fjármálastjóri Alþingis, segir að þar á bæ hafi menn litlar áhyggjur af lekanum. Litlar líkur séu á tjóni og viðgerðin varla stórvægileg. All- ur kostnaður falli þar að auki á verktakann sem sá um byggingu skálans. Karl bendir á að meðan verið var að byggja skálann hafi vatni verið sprautað á gluggann til að athuga hvort hann væri vatns- heldur og glugginn hafi staðist það próf. Náttúran væri hins vegar erfiðari viðfangs og fljótlega eftir að skálinn var tekinn í notkun hafi borið á smávægilegum leka. Þak þjónustuskála Alþingis lekur KOSNINGAR til sveitarstjórnar í Borgarbyggð fóru fram í gær en um var að ræða endurtekna kosn- ingu þar sem Hæstiréttur dæmdi fyrir nokkru að kosningarnar sem fram fóru í maí sl. væru ógildar. Kjörsókn var nokkuð góð í gær- morgun en þá hafði um fjórðungur kosið að meðtöldum 116 utankjör- fundaratkvæðum sem borist höfðu, og var hún nokkru betri en á sama tíma í kosningunum sl. vor. Horfur eru á góðri kjörsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.