Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 35 Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði! FRANZ@holl.is Hóll — Alltaf rífandi salaAGUST@holl.is FJÖLDI EIGNA TIL SÖLU OG LEIGU! Ekki hika við að hringja í okkur félagana, Franz, gsm 893 4284, Ágúst gsm, 894 7230. Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi, Austurvegi 3, 800 Selfossi, sími 480 2900 - fax 482 2801- fasteignir@log.is Hveramörk 2, Hveragerði 140 fm einbýli ásamt 30 fm bíl- skúr. Eignin telur 5 svherb. 2 stof- ur, rúmgott eldhús og eru þvotta- hús og búr innaf. Baðherbergi og sérgestasnyrting. Góður garður og steypt innkeyrsla. Verð 13,9 m. Áhv. ca 6,3 m. Íb.lánasj. Heiðmörk 6a, Hveragerði 82,8 fm parhús. Tvö svefnherb. stofa, eldhús m/gluggageymslu innaf, rúmgott baðherbergi. Geymsluloft yfir allri íbúðinni. Góður suðurgarður. Þrefalt gler í gluggum. Eign í góðu viðhaldi. Skipti möguleg á eign á Rvk- svæðinu. Verð 10,2 m. Áhv. ca 6 m. húsbr. Dynskógar 18, Hveragerði Mikið endurn. og huggul. 118,9 fm eldra einb. á eftirsóttum stað. 3 svherb., stofa, eldhús, þvhús og baðherb. Vandaðar innré. og inni- hurðir sem og gólfefni endurn. Stór garður og mögul. á bílskúrs- rétti. Verð 10,9 m. áhv ca. 4,3 m. Kambahraun 23, Hveragerði 146 fm einbýli ásamt tvöföldum 43 fm bílskúr. Vel staðsett, í botn- langagötu. 4 svefnherb. 2 rúm- góðar stofur, arinn í neðri stofu. Eldhús með viðarinnréttingu, gott tvískipt þvottahús innaf. Baðher- bergi flísalagt í hólf og gólf. Garður er gróinn, hellulögð verönd m/heitum potti. Hitalögn í plani f. framan bílskúr. Verð 16,8 m. Áhv. 7,2 m. húsbr. Bjarkarheiði 6 og 8, Hveragerði 113,7 fm parhús í smíðum ásamt 35,8 fm innbyggðum bílskúr. Skriðkjallari undir húsunum. Húsin fást afhent á ýmsum byggstigum. Fyrsta byggstig, fullbúnar að utan og rúmlega fokheld að innan. Grófjöfnuð lóð. Húsin verða klædd að ut- anverðu með lituðu innbrenndu stáli og því viðhaldsfrí næstu árin. Verð frá 11.960 þús. Heiðarbrún 74, Hveragerði Eign sem kemur skemmtilega á óvart. pallabyggt parhús með inn- byggðum bílskúr, samtals 139 fm. Einstaklega rúmgóð eign. 4 svefn- herb. Rúmgóð stofa, stórt eldhús, baðherbergi hefur verið algerlega endurnýjað. Þvottahús og gott geymsluloft yfir bílskúr. Mikið endurnýjuð eign. Verð 13,6 m. Áhv. 6,9 ca byggsj. + húsbr. Eignir í Hveragerði VIÐ eigum öll mikið undir því að alþjóðavæðingin takist vel. Hún felur í sér að allar þjóðir eigi raun- verulega möguleika á sjálfbærum vexti og geti sigrast á fátækt. Fyr- irtækin hafa hér lykilhlutverki að gegna. Alþjóðavæðing þjónar hagsmun- um allra en það hefur verið vand- kvæðum bundið fá öll ríki til að taka þátt í henni. Þrátt fyrir mikl- ar framfarir býr enn einn millj- arður manna við sára fátækt og stjórnarhættir eru afleitir víða um heim. Samningalotan, sem nú fer fram innan WTO (Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar) kennd við Doha í Kvatar, gerir kleift að taka frekari jákvæð skref í alþjóðavæðingunni. Við skorum þess vegna á ríkis- stjórnir Norðurlandaþjóða að beita sér fyrir frekara frjálsræði í al- þjóðlegum viðskiptum. Keppikefli okkar er að tollar á viðskipti með iðnaðarvörur verði úr sögunni árið 2010. Andúðarbylgjur gegn alþjóða- væðingunni fara reglulega um heiminn og marka djúp spor óánægju með allt sem lýtur að starfsemi sem teygir sig þvert yfir landamæri. Megnið af þessari and- úð á ekki við haldbær rök að styðj- ast heldur byggist á þeim rang- hugmyndum að ríku þjóðirnar noti alþjóðavæðingu og frjáls viðskipti til þess að arðræna hinar fátækari. Þetta er goðsögn. Kofi Annan, að- alritari Sameinuðu þjóðanna, hefur kveðið skýrt að orði í þessu sam- hengi: „Þeir sem hafa orðið undir við skiptingu gæða heimsins eru ekki þar sem alþjóðavæðingin er mest heldur eru það þeir sem eru utanveltu í þeirri þróun.“ Opin hagkerfi Sagan kennir okkur að vöxtur og velferð verða mest í opnum hagkerfum þar sem góðir stjórn- arhættir ríkja. Norðurlönd eru gott dæmi um þetta. Öll voru þau fátæk bændasamfélög fyrir 150 ár- um en eru nú þróuð lýðræðisríki þar sem lífskjör eru með því besta sem þekkist í heiminum. Það er óhugsandi að fyrirtæki á borð við Nokia, Volvo, Marel, Norsk Hydro og Grundfos hefðu orðið til án þess að geta þróað, framleitt og selt vörur sínar víða um heim. Með sama hætti er erfitt að ímynda sér norrænt samfélag án slíkra fyrirtækja. Fríverslun, án tolla og tækni- legra viðskiptahindrana, tryggir að fyrirtæki geta keppt á jafnrétt- isgrundvelli. Það eykur hag- kvæmni sem leiðir af sér meiri efnahags- og félagslega velferð hjá þeim fyrirtækjum og þjóðum sem eru virkir þátttakendur. Fríversl- un breiðir út tækni og þekkingu, og eykur úrval góðrar vöru á lægra verði. Sama gildir um fjárfestingar milli landa. Fjármagnið nýtist með hagkvæmari hætti en ella. Þegar norrænt fyrirtæki fjárfestir í fyr- irtæki í þróunarlandi færist þang- að ekki aðeins fjármagn heldur einnig tækni og þekking. Slíkt samstarf stórbætir yfirleitt sam- keppnisstöðu fyrirtækisins í þró- unarlandinu. Löndin í Asíu, sem oft eru köll- uð asísku tígrarnir í efnahagslegu tilliti, eru gott dæmi um hvernig stefna gagnvart umheiminum get- ur skipt sköpum en þessi ríki hafa búið við gríðarlegan efnahagslegan vöxt frá sjöunda áratugnum. Þró- unin hefur á hinn bóginn orðið gerólík hjá þeim hópi ríkja í Afr- íku sem voru álíka stödd í efna- hagslegu tilliti við upphaf sjöunda áratugarins en hafa ekki enn opn- að efnahagslíf sitt gagnvart um- heiminum. Mörg þróunarríki brynja sig enn háum tollmúrum sem koma meðal annars í veg fyrir svæðisbundna verslun milli þess- ara ríkja. Þessir tollar eru miklu skaðlegri fyrir þróunarríkin sjálf en þau iðnvæddu. Það breytir hins vegar ekki því að mikilvægast er fyrir þróunarlöndin að fá betri að- gang að mörkuðum ríku landanna. Alþjóðabankinn hefur nýlega komist að þeirri niðurstöðu að full- komin fríverslun myndi auka tekjur í heiminum um 2,8 milljarða Bandaríkjadala. Sú fjárhæð er sannarlega umhugsunarverð. Baráttan gegn fátækt Fyrirtækin vilja gjarnan leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn fátækt en þróunarríkin verða líka sjálf að taka þátt í þeirri baráttu. Fyrirtækin þrífast ekki og skapa hagsæld nema þar sem góðir stjórnarhættir ríkja – og þar er ekki heldur rúm fyrir óábyrg fyr- irtæki. Á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesarborg síðast- liðið sumar var einmitt þessi tví- þætta ábyrgð stjórnvalda rækilega undirstrikuð. Góðir stjórnarhættir fela í sér að fyrir hendi eru leikreglur og stofnanir sem tryggja lög og reglu í landinu. Án góðra stjórnarhátta og réttaröryggis er borin von að laða að erlendar fjárfestingar. Áhættan er beinlínis of mikil. Erlendar fjárfestingar í þróun- arríkjunum hafa gífurlega þýð- ingu, ekki síst vegna aukins hag- vaxtar, atvinnusköpunar, aðgangs að tækni og þekkingu og þátttöku í uppbyggingu grunnþátta sam- félagsins en einnig vegna þess að beinar erlendar fjárfestingar eru miklu umfangsmeiri en öll önnur fjárframlög til þessara ríkja. Þær eiga því miklu ríkari þátt í að hjálpa þeim úr fátækt til hagsæld- ar. Þróunaraðstoð er einnig mikil- væg. Hún á að gera þróunarríkj- unum fært að taka þátt í alþjóða- væðingunni. Bestur árangur næst með þróunarhjálp sem stuðlar að góðum stjórnarháttum og eykur þar með möguleika landsins til þess að taka þátt í verkaskiptingu þjóðanna. Ábyrgð fyrirtækjanna Oft er rætt um samfélagslegt hlutverk fyrirtækja í tengslum við alþjóðavæðinguna. Rannsóknir leiða í ljós að fyrirtæki á erlendum mörkuðum setja sér yfirleitt mun háleitari viðmið varðandi um- hverfi, vinnuvernd og félagsleg réttindi en heimafyrirtækin og leggja því sitt af mörkum til sjálf- bærs vaxtar. Til þess að fyrirtækin geti skap- að eigendum sínum arð verða þau að byggja upp traust hjá við- skiptavinum sínum og samstarfs- aðilum. Markaðslögmálin knýja því fyrirtækin til þess að haga rekstri sínum þannig að ekki sé tekin óþörf áhætta og orðspori spillt. Rétt er að hafa í huga að fyr- irtækin hafa meðferðis verðmæta- mat og siðferðiskennd frá heima- löndum sínum hvar í heiminum sem þau kunna að fjárfesta. Til þess að koma til móts við auknar kröfur, sem gerðar eru til hegðunar fyrirtækja á alþjóða- mörkuðum, hafa þau sjálf, eða í samstarfi, mótað sér alls kyns reglur og staðla um góða við- skiptahætti. Kosturinn við reglur af þessu tagi er að þær mótast af kröfum markaðarins hverju sinni. Ekki er til nein algild aðferð sem hægt er að leggja til grundvallar því hvernig fyrirtæki eiga að axla samfélagslega ábyrgð. Það er sjálf hegðun fyrirtækjanna sem skiptir máli – ekki reglur á pappír. Umsvif norrænna fyrirtækja á erlendum mörkuðum eiga ríkan þátt í að skapa hin góðu lífskjör á Norðurlöndum samtímis því sem þau breiða út nýja tækni, þekk- ingu og gildismat hvar sem þau eru að störfum. Hagstæð skilyrði fyrir alþjóðavæðingu eru nauðsyn- leg í þessu samhengi. Þess vegna vonum við að þær viðræður, sem nú fara fram á vettvangi Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar, marki mikilvægan áfanga í að auka al- þjóðavæðinguna enn frekar. ALÞJÓÐAVÆÐING ER NAUÐSYNLEG Eftir Hans Skov Christensen, Johannes Koroma, Finn Bergesen, Ara Edwald, Svein Hannesson og Göran Tunhammar „Sagan kennir okkur að vöxtur og velferð verða mest í opnum hagkerfum.“ Dansk Industri – Danmörku, Hans Skov Christensen framkvæmdastjóri Industrins och Arbetsgivarnas Cent- ralförbund – Finnlandi, Johannes Koroma framkvæmdastjóri Næringslivets Hovedorganisasjon – Noregi, Finn Bergesen fram- kvæmdastjóri Samtök atvinnulífsins – Íslandi, Ari Edwald framkvæmdastjóri Samtök iðnaðarins – Íslandi, Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Svenskt Näringsliv – Svíþjóð, Göran Tunhammar framkvæmdastjóri. Morgunblaðið/Kristján Karl E. Sveinsson, vélvirki í Kröflu, hleypir holunni upp en Benedikt Stein- grímsson frá Orkustofnun t.h. fylgist með mæli á hljóðdeyfinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.