Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 37 Í dag býðst þér að skoða glæsilegar 3ja til 5 herbergja íbúðir í þessu fallega fjölbýli á góðum stað í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi. Öllum íbúðum fylgir stæði í bílageymslu. Íbúð Stærð Herb. Verð 101 97,6 3 14.600.000 102 101,8 4 14.900.000 SELD 103 84,6 2 12.700.000 SELD 104 61,3 2 10.500.000 SELD 105 87,8 3 13.900.000 106 87,8 3 13.900.000 SELD 107 60,4 2 10.500.000 SELD 201 110,8 4 15.800.000 202 100 4 14.900.000 203 99,5 3 14.900.000 204 131,8 4 18.200.000 Íbúð Stærð Herb. Verð 205 87,8 3 13.900.000 206 87,3 3 13.900.000 207 87,3 3 13.900.000 208 89 3 13.900.000 301 178,6 5 21.900.000 302 100 4 14.900.000 303 145,1 5 18.700.000 SELD 304 129,2 5 17.900.000 305 125,6 5 16.900.000 SELD 306 126,2 5 16.900.000 SELD 307 135,6 5 18.300.000 Húsinu er skilað fullbúnu að utan, lóð og sameign verða frágengin. Að innan eru íbúðirnar afhentar fullbúnar án gólfefna. Eldhúsinnréttingar og skápar eru frá danska fyrirtækinu HTH. Eldunartæki eru frá AEG og eru ofnar og háfar úr burstuðu stáli. Baðherbergi eru flísalögð með vönduðum ítölskum flísum í línunni Gallia. Vandaðar yfirfelldar innihurðir. Traustur byggingaraðili. Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17 Naustabryggja 1 til 7 Sölumenn Höfða verða á staðnum í dag með allar upplýsingar á reiðum höndum. Möguleiki er á 85% fjármögnun, standist kaupendur tilskilið greiðslumat. Söluaðili: Byggingaraðili: Sími 533 6050 Sími 565 8000 Suðurlandsbraut 20 Bæjarhraun 22 Við höfðum til þín Glæsileg 77 fm 3ja herbergja ris- íbúð í þessu fallega húsi á horni Hjarðarhaga og Kvisthaga. Íbúðin er mjög mikið endurnýjuð, bæði innréttingar og gólfefni. Sameign nýl. teppalögð og máluð, húsið að utan í mjög góðu standi. Íbúðin skiptist í hol, aðalstofu, borðstofu sem auðvelt er að nýta sem her- bergi. Skemmtilegt eldhús með fal- legri eldri innréttingu og flísum á gólfi. Svefnherbergi með skápum og parketi. Baðherbergið er standsett, ljósar flísar, sturta og innrétting. Risgeymsla er yfir íbúðinni. Björt og fal- leg íbúð með útsýni. Áhv. byggsj. og húsbr. 6,9 millj. Verð 11,9 millj. Jón Gunnar og Harpa taka á móti þér og þínum í dag frá kl. 14-16. Sjón er sögu ríkari. Opið hús - Kvisthagi 18 - Risíbúð Borgartúni 22, 105 Reykjavík, sími 5-900-800. Mjög falleg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja 77 fm íbúð á 4. hæð ásamt stæði í bílageymslu. Nýjar flísar og parket á gólfum. Eldhúsið er með nýrri glæsilegri beykiinnréttingu. Baðherbergið með nýjum flísum í hólf og gólf, nýr sturtuklefi og innrétting. Tvö góð herbergi með nýjum gólfefn- um. Stofa með nýju parketi, suð- ursvalir með glæsilegu útsýni. Möguleiki að stækka íbúðina um 22 fm upp í óinnréttað ris. Áhv. húsbr. 5,0 millj. Verð 10,5 millj. Pétur tekur á móti þér og þínum í dag frá kl. 14-16. Sjón er sögu ríkari. Opið hús - Engjasel 72 - Nýstandsett Borgartúni 22, 105 Reykjavík, sími 5-900-800. SYSTIR Emelía Van Goethem var kvödd í safnaðarheimili St. Jósefs- kirkju á Jófríðarstöðum í Hafn- arfirði sunnudaginn 2. desember sl. Systir Emelía er fædd í Belgíu 1924 og er úr bændafjölskyldu. Hún vann lokaheit sitt sem Frans- iskussystir árið 1950. Fyrstu 7 starfsár sín dvaldi hún í Þórshöfn í Færeyjum og kom til Íslands 1958. Vann hún á sjúkra- húsinu í Stykkishólmi, einkum við umönnun geðsjúkra. Til Hafn- arfjarðar kom hún síðan 1990 og þjónaði þar í kirkjunni þar til hún sneri aftur til Belgíu 2. desember sl. eftir 44 ára starf á Íslandi. „Söfnuðurinn þakkar systir Emel- íu fyrir ómælda fórnfýsi og óskar henni alls hins besta og Guðs blessunar á nýjum slóðum,“ segir í fréttatilkynningu frá söfnuðinum. Systir Emelía kvödd Hluti safnaðarmeðlima syngur fyrir systur Emelíu, sem situr fyrir miðri mynd, í kveðjuhófi sl. sunnudag. Ljósmynd/Árni Stefán Árnason VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur sent frá sér álykt- un þar sem er mótmælt áformum Leikskóla Reykjavíkur að loka öllum leikskólum borgarinnar í fjórar vikur yfir sumartímann. „Með sumarlok- unum leikskóla yrði þrengt að hags- munum heimila og vinnustaða og stigið skref afturábak í jafnréttismál- um á íslenskum vinnumarkaði. Með lokun leikskóla á vinsælasta sumarleyfistíma eru foreldrum leik- skólabarna settar óviðunandi skorð- ur varðandi töku sumarleyfis. Þær skorður munu koma í veg fyrir að fjölmargar fjölskyldur geti notið sumarleyfis saman. Einnig er hætt við því að þrýstingur á að foreldrar leikskólabarna njóti forgangs til sum- arleyfa á vinsælasta tíma skapi árekstra við samstarfsfólk og yfir- menn. Síðast en ekki síst bendir VR á að með sumarlokunum leikskóla skapast hætta á minni atvinnuþátt- töku kvenna og auknu launamisrétti kynjanna. Það er þekkt staðreynd að óvissa um dagvistun barna stuðlar að því að konur dragi úr þátttöku á vinnumarkaði og sæki í hlutastörf. Rannsóknir á íslenskum vinnumark- aði sýna einnig að launakjör eru því verri sem starfshlutfall er lægra.“ Mótmæla sumar- lokunum leikskóla Í DAG sunnudaginn 8. desem- ber, kl. 17 mun Kvennakórinn Kyrjurnar halda sína árlegu jólatónleika í Seltjarnarnes- kirkju. Á efnisskrá eru bæði innlendir og erlendir jóla- og kirkjusöngvar. Stjórnandi kórsins er Sigur- björg Hvanndal Magnúsdóttir og píanóleikari Halldóra Ara- dóttir. Einnig mun Ásdís Arnar- dóttir leika undir á selló í nokkrum lögum. Miðaverð er kr. 1.200 en frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Tónleikar Kvennakórs- ins Kyrjurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.