Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ V IÐ horfum niður á Hlemm. Heyrum nið- inn frá umferðinni á Hverfisgötu og Laugavegi. Strætis- vagnarnir koma og fara, renna í hlað, skila af sér farþegum, taka aðra upp í, renna af stað á ný. Fyrir flesta er Hlemmur biðstöð. Fyrir fæsta er Hlemmur endastöð. En þegar tökuvélin færir sig niður til mal- biksins og sýnir okkur Hlemm ekki að ofan heldur augliti til auglitis birtist önnur mynd, mynd af undantekningunum, fólkinu sem er ekki á leiðinni heim heldur er komið heim, fólk- inu sem lítur á skiptistöðina sem annað heimili sitt, jafnvel eina heimili sitt. Í tónlist Sigur Rósar, sem nú blandast saman við umferðar- niðinn, togast á birta og tregi. Þannig hefst Hlemmur, ný og einkar áhrifa- sterk heimildamynd Ólafs Sveinssonar. Og eft- ir því sem við kynnumst nánar svokölluðum fastagestum Hlemms, hvort heldur er drykkjufólki og útigangsmönnum, þroskaheft- um, öldruðum og öryrkjum, þunglyndum og manískum, eða strætóbílstjóranum, sem eitt sinn var sjálfur í hópi Hlemmverja, komumst við að því að einnig þetta fólk á sér drauma og von um annað líf og betra, um að eignast aftur það sem það hefur misst. Einnig það lítur ekki á biðstöðina sem endastöð. Leitar viðfangsefnin ekki uppi Hver heimildamyndin rekur nú aðra í ís- lenskri kvikmyndagerð og þær eru hver ann- arri betri; þær spegla íslenskan samtíma þann- ig að áhorfandinn verður að kryfja sjálfur spegilmyndina, fara bak við hana og greina í huganum. Ólafur Sveinsson hefur búið í Berlín í 14 ár og menntaði sig í kvikmyndaleikstjórn í Þýsku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og hef- ur lagt heimildamyndir sérstaklega fyrir sig. Fyrir nokkrum árum var sýnd hér á Kvik- myndahátíð í Reykjavík Nonstop, útskriftar- mynd hans um fastagesti og gangandi á bens- ínstöð í Berlín sem opin er allan sólarhringinn. Mynd hans Braggabúar, um mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur, vakti mikla at- hygli í fyrra og var tilnefnd til Edduverð- launanna. Ólafur lítur á Braggabúa sem fyrsta hluta þríleiks um Reykjavík og er Hlemmur annar hlutinn. Hann virðist hafa sérstakan áhuga á fólki sem á sér fastan samastað á stöð- um þar sem aðrir koma við af illri nauðsyn, eins og bensínstöðinni í Berlín Nonstop. Þessi áhugi og sá áhugi á utangarðsfólki eða fé- lagslegum olnbogabörnum, sem birtist í Braggabúum, renna saman í viðfangsefni Hlemms, ef svo má segja. Ég spyr Ólaf hvað dragi hann að slíkum viðfangsefnum almennt. „Þegar þú segir þetta, þá er heilmikið til í því, en ég hef satt best að segja aldrei pælt neitt sérstaklega í ástæðunni, kannski vegna þess að ég leita viðfangsefnin ekki uppi heldur bíð eftir að þau komi til mín. Í Nonstop gerði ég mynd um bensínstöðina mína úti á horni þar sem ég bý í Berlín. Ég hafði lengi gengið með þá hugmynd í maganum, að allt sem er þess virði að segja frá gerist í næsta nágrenni við þann stað þar sem maður býr; maður sé svo fastur í viðjum hins daglega vana að maður sjái það ekki. Ég hafði tekið eftir því að margir sóttu þessa bensínstöð, langaði að kynnast þessum heimi og besta leiðin fyrir mig var ein- faldlega að drífa í að gera mynd um staðinn og fastagestina, án þess ég hefði nokkra einustu hugmynd um hverskonar mynd það yrði eða hvort þetta væri heimur sem aðrir hefðu áhuga á. Forvitnin og samkenndin Svipað var með Hlemminn. Ég kom heim eitthvert sumarið skömmu eftir að ég hafði klárað Nonstop, var bíllaus og bjó hjá móður minni suður í Hafnarfirði. Ég fylgdi syni mín- um á leikjanámskeið í Reykjavík og þurfti í nokkrar vikur að skipta um strætó á Hlemmi 3–4 sinnum á dag og eins og strætókerfið er í Reykjavík þurfti ég oft að bíða býsna lengi. Þá fór ég smám saman að taka eftir því að ég var að sjá sömu andlitin aftur og aftur; þarna var greinilega heimur sem laut öðrum lögmálum en samfélagið í kring. Þetta var mjög mismun- andi fólk, með mismunandi reynslu, sem átti það eitt sameiginlegt að hafa tíma til að eyða bróðurpartinum úr deginum á Hlemmi og var því á einhvern hátt utangarðs í þessu stressaða reykvíska samfélagi, þar sem allir eru alltaf að flýta sér. Ég varð mjög forvitinn um þennan heim og ákvað þess vegna að gera mynd um staðinn og þetta fólk. Kannski í og með vegna þess að ég fann til ákveðinnar samkenndar með því. Þegar maður hefur búið jafnlengi er- lendis og ég er Ísland auðvitað „heima“, en um leið er maður gestur hér sem tilheyrir ekki þessu samfélagi nema að takmörkuðu leyti. Og kannski er það þessi tilfinning að vera á ein- hvern hátt utangarðs, bæði heima á Íslandi og úti í Berlín, þar sem ég er og verð útlendingur, sem dregur mig að stöðum þar sem fólk er ekki aðeins sífellt að koma og fara, heldur er líka í leit að mannlegum samskiptum, í leit að sam- félagi sem það tilheyrir þó ekki sé nema í fá- eina tíma á dag. Gerð þessara mynda hefur fært mig að ákveðnum sammannlegum kjarna, ákveðinni sameiginlegri reynslu og gert mér kleift að skilja sársauka fólks sem er eða hefur verið olnbogabörn samfélagsins skýrar en þeirra sem allt virðist leika í lyndi hjá. Þetta fólk er opnara, trúlega vegna þess að það hefur ekki jafnþykkan skráp til að fela tilfinningar sínar á bak við og þeir sem geta falið sinn innri mann handan við virðingarstöður í samfélag- inu og gott fjárhagslegt gengi.“ Þríleikir um tvo heima Ólafur segir að hann hafi frá upphafi hugsað Braggabúa sem fyrsta hlutann af þríleik um Reykjavík og Hlemm sem annan hlutann. „Ég gerði þessar myndir samhliða. Byrjaði reyndar á að taka fyrri hlutann af Hlemmi, tók Bragga- búa um þremur mánuðum seinna og var svo hálfnaður með að klippa Braggabúa þegar ég tók vetrarhlutann af Hlemmi. Samhliða því var ég svo að undirbúa aðra myndina í heimilda- myndaþríleik um Berlín, sem ég er að vinna að ásamt þessum þríleik um Reykjavík. Þýska- land og Ísland eru þeir tveir heimar sem ég lifi í og með því að gera þríleiki um báðar borg- irnar er ég auðvitað ekki aðeins að reyna að átta mig á þeim, heldur líka á sjálfum mér og þeim samfélögum sem ég bý í og hafa mótað mig.“ Hver verður þriðji hlutinn? „Fyrir þriðju myndina um Reykjavík er ég með nokkrar hugmyndir í kollinum, en að öll- um líkindum verður það mynd um íslensku út- gáfuna af ameríska draumnum og þar af leið- andi mynd um bissnissmenn. Það sem er spennandi við að gera heimildamyndir er nefnilega að geta notað þær sem afsökun til að öðlast innsýn í veruleika sem maður hefði ekki möguleika á að kynnast að öðrum kosti. Þetta eru náttúrlega forréttindi, því ég næ ekki að- eins að svala meðfæddri forvitni minni, heldur fæ borgað fyrir það í leiðinni.“ Hvernig afmarkaðirðu viðfangsefnið Hlemm? „Ekki er hægt að sýna allt; svo einfalt er það. Heimildamyndir, sem eru hugsaðar fyrir bíó og sjónvarp, veita höfundinum um 90 mín- útur til umráða, en hann verður þar að auki að beygja sig undir ákveðna dramatíska upp- byggingu ef hann vill halda athygli áhorfenda. Það sem vakti áhuga minn varðandi Hlemm voru manneskjurnar, fastagestirnir sem koma þangað næstum því á hverjum degi og dvelja þar í lengri eða skemmri tíma. Þar af leiðandi var klárt frá byrjun hvert viðfangsefnið yrði.“ Margir tortryggnir Hann segir að sú staðreynd að hann hefur búið 14 ár í Þýskalandi og komið heim annað slagið, nánast sem gestur, hafi áreiðanlega haft áhrif á efnisvalið og efnistökin. „Ég efast satt að segja um að ég hefði yfirleitt fengið þessa hugmynd ef ég hefði ekki búið úti í lengri tíma. Alltént hvarflaði það ekki að mér meðan ég bjó á Íslandi. Margir hér heima voru tortryggnir út í hugmyndina, ekki síst þeir sem taka reglu- lega strætó og sögðu við mig: Ég var á Hlemmnum í dag og þar var ekkert um að vera. Um hvað í ósköpunum ætlarðu eiginlega að gera mynd? Og ég verð reyndar að við- urkenna að oftar en ekki hvarflaði alvarlega að mér að þeir gætu haft rétt fyrir sér, en þá var of seint fyrir mig að hætta við vegna þess að ég var kominn með pening í hugmyndina og neyddist þar af leiðandi til að halda áfram.“ Varstu tíður gestur á Hlemmi meðan þú bjóst í Reykjavík? „Nei, en þó hef ég trúlega komið þar oftar en margir aðrir vegna þess að ég hef aldrei orðið svo frægur að eignast bíl. Þar af leiðandi hef ég alltaf verið upp á strætó kominn á Íslandi, þótt ég hafi reyndar snemma komist að því að ég er oft fljótari að ganga milli bæjarhluta en að taka strætó.“ Í biðsal lífsins – „Þetta er mynd um fólk sem ég kynntist, lærði að meta og þykir mjög vænt um. Lífið hefur leikið marga ansi grátt, en það gerir þá ekki að verri manneskjum,“ segir Ólafur Sveinsson kvikmyndagerð- armaður um Hlemm, nýja heimildamynd sem frumsýnd verður í vikulokin. Hann segir Árna Þórarinssyni frá heimi biðstöðvarinnar, í senn fábreyttum og fjölskrúðugum, þar sem sumir bíða nýrra tækifæra í lífinu en aðrir bíða dauðans. Ólafur Sveinsson á skiptistöðinni: Sér betur meðvitandi en áður um hversu lítið þarf út af að bera í lífinu svo maður lendi ekki sjálfur út á jaðri samfélagsins …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.