Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐVENTUTÓNLEIKAR Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands verða að þessu sinni í íþróttahúsi Gler- árskóla og hefjst kl. 16 í dag, sunnudag. Á efnisskránni eru Fagottkonsert í B-dúr K 191 eftir Wolfgang Amadeus Mozart, kons- ert fyrir tvær fiðlur og hljómsveit í d-moll eftir Johann Sebastian Bach, menúettar eftir Ludwig van Beethoven og Luigi Boccher- ini, jólalög og jólaævintýrið Snjó- karlinn eftir Howard Blake. „Aðventutónleikarnir okkar hafa unnið sér fastan sess hér fyrir norðan og við erum alltaf með þá í samstarfi við börn. Hingað til hafa það verið barna- kórar en nú eru suzuki-nemendur með okkur í fyrsta skipti,“ sagði Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveit- arinnar, í samtali við Morg- unblaðið. „Hugmyndin er sú að boðið sé upp á eitthvað sem allir, ungir sem aldnir, hafa gaman af að heyra á aðventunni; til að koma fólki í jólastemmningu.“ Suzuki-nemendurnir eru frá Akureyri, Borgarnesi, Kópavogi, Reykjanesbæ og Reykjavík. Það eru nemendur sem leika einleiks- hlutverkin í fyrsta kafla úr Kons- ert fyrir tvær fiðlur og strengja- sveit í d-moll eftir Bach, tveimur menúettum eftir þá Beethoven og Boccherini og nokkrum jólalög- um. Johann Sebastian Bach er þekktastur fyrir sín kirkjulegu verk en einnig eru til heimildir fyrir því að hann hafi efnt til vikulegra tónleika í heimaborg sinni, Leipzig, þar sem flutt voru ýmis kammerverk eftir hann, þar á meðal konsertinn sem spilaður verður í dag á Akureyri. Einleikari í fagottkonsert Moz- arts er Pál Barna Szabó. Pál er ungverskur en flutti til Íslands 1996 og settist að á Sauðárkróki þar sem hann starfar sem tónlist- arkennari og kórstjóri. Hann hef- ur spilað með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands síðan hann kom til landsins „og er það okkur mikil ánægja að hafa hann á einleik- arapallinum í þetta skiptið“, segir í frétt frá hljómsveitinni. Fagottkonsertinn K 191 er sagður hafa verið meðal fyrstu einleikskonserta Mozarts, saminn 1774 þegar tónskáldið var 18 ára. Talið er að Mozart hafi samið fleiri konserta fyrir þetta hljóð- færi, en þessi er sá eini sem varð- veist hefur. Síðasta verkið á efn- isskránni er jólaævintýrið Snjókarlinn eftir Howard Blake. Verkið samdi Blake 1982 við sam- nefnda barnasögu eftir Raymond Briggs. Það varð strax mjög vin- sælt og er flutningur þess orðinn fastur liður um hver jól í Eng- landi. Verkið er til í ýmsum út- gáfum: sem ballett, sviðsverk, tónlist við samnefnda teiknimynd og í konsertútfærslu með sögu- manni eins og það verður flutt á þessum tónleikum. Sögumaður er Skúli Gautason leikari og ein- söngvari er 11 ára stúlka, Hrafn- hildur Marta Guðmundsdóttir. Börn á Aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands Til að koma fólki í jólastemmningu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á æfingu, ásamt um það bil 60 suzuki- nemendum, fyrir Aðventutónleika sem verða í íþróttahúsi Glerárskóla í dag kl. 16. Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnandi er fyrir miðri mynd. Í LISTASAFNI Íslands stendur yfir sýning á Íslenskri myndlist frá árunum 1980–2000. Alls eru 98 lista- verk á sýningunni sem eru í eigu safnsins og eru unnin á þessu 20 ára tímabili. Þau eru eftir 53 listamenn. Þegar innkaupanefnd Listasafns- ins festir kaup á samtímalistaverki er hún jafnframt að skrá og skrifa íslenska nútímalistasögu. Það er því ábyrgðarmikið hlutverk sem nefnd- in, og ekki síst forstöðumaður, tekur að sér. Á sýningu sem þessari er ekki aðeins verið að sýna helstu strauma myndlistar undanfarin 20 ár, heldur er líka verið að gefa okkur sem lifum þennan tíma tækifæri til að sjá hvort sú listasaga sem safnið er að skrifa sé rétt og viðunandi. Út frá því sjónarhorni er ýmislegt at- hugavert við sýninguna, en helst er það vöntun á myndbandsinnsetning- um og myndbandsgjörningum sem hefur verið áberandi tjáningarform í myndlist undanfarin ár bæði hér á landi og erlendis. Aðeins eitt mynd- bandsverk er sýnt á vegg með myndvarpa og er það frekar illa framsett ef miðað er við uppruna- lega listaverkið. Verst þótti mér þó að sjá hvernig farið var með mynd- bandsgjörning, sem áður var stað- bundinn í Galleríi Skugga og var varpað þar á vegginn í kjallaranum. Í Listasafni Íslands er gjörningur- inn sýndur í venjulegu sjónvarpi og verður þannig algerlega marklaus. Eðlilega þegar safn kaupir þess háttar verk er annaðhvort verið að kaupa hugmynd og listamaðurinn þá fenginn til að endurtaka gjörninginn fyrir rými í safninu, eða þá er smíð- að nýtt rými sem er nákvæm eft- irgerð af upprunalega herberginu þar sem gjörningurinn var fram- kvæmdur. Margt annað mætti fara betur varðandi framsetningu á lista- verkum á sýningunni, en ekkert annað listform virðist sæta skiln- ingsleysi af hálfu aðstandenda safns- ins annað en myndbandsformið og kýs ég því að horfa sem mest framhjá framsetningunni sökum þess að markmið forstöðumannsins, sem jafnframt er sýningarstjóri, virðist fyrst og fremst vera það að gera straumum myndlistar á þessu 20 ára tímabili sem best skil og til þess leggur hann metnað í fjöldann. Vissulega líða nokkur listaverkanna óþægilega mikið fyrir þrengslin, en yfirlitið verður ítarlegra og er, fyrir utan vöntun á myndbandsinnsetn- ingum, nokkuð trúverðugt. Þó er að- eins 1⁄3 hlutinn af þeim verkum sem safnið hefur eignast á tímabilinu til sýnis, en hina 2⁄3 hlutana geta sýn- ingargestir skoðað á tölvutæku formi í safninu. Ef stiklað er á stóru þá hefst tíma- bilið á „Nýja málverkinu“ svokall- aða. Tíðari og greiðari aðgangur ís- lenskra listamanna að umheiminum varð til þess að örari breytingar urðu í myndlist hér á landi en áður og í kjölfar Nýja málverksins tóku áherslur listamanna ólíkar stefnur. Nokkrir listmálarar fóru að skoða rómantískari gildi málverksins, aðr- ir leituðu í mínimalíska konseptlist, ljósmyndir hlutu loks viðurkenningu í íslenskri samtímalist, myndbandið gaf nýja möguleika til tjáningar og vakning og nýr skilningur varð á skúlptúr og rýmislist. Listamenn hófu að skoða ýmsar hliðar á nátt- úrunni, samfélaginu, þjóðararfinn, tungumálið, kynjahlutverkið, hand- verkið og svo má lengi telja. Segja má að þetta 20 ára tímabil, sem heyrir undir póstmódernisma, marki vissa upplausn í listum þar sem allar leiðir eru listamanninum opnar upp á gátt og hann er óháður nokkurri ríkjandi stefnu, nálgun eða útfærslu. Þannig er ástandið enn í dag hvort sem menn sjá það sem stefnuleysi eða frelsi fyrir myndlistarmanninn. Athyglisvert finnst mér að sjá hve listaverkin eldast misjafnlega á þetta skömmum tíma. Listaverk sem fyrir tæpum 10 árum þóttu frísklegt innlegg í listumræðu á Ís- landi eru fremur veik á sýningunni. Önnur eldast firnavel og gefa jafnvel tilefni til að líta á og endurskoða þær áherslur sem eru í listum í dag, t.d. hvað handverk varðar og umfang listaverka. Góð fræðsludagskrá um sýn- inguna er í boði hjá listasafninu og ætti hún að gefa færi á opinni um- ræðu um hlutverk og stöðu mynd- listar á Íslandi sem/og hlutverk og stöðu listasafnsins. Jafnframt tel ég sýninguna vera kjörið tækifæri fyrir aðstandendur listasafnsins til að skoða hvar þau skila hlutverki sínu vel og hvar þau þurfa að bæta sig, rétt eins og myndlistarmaður þarf að gera þegar hann heldur einka- sýningu. Sjálft framtakið tel ég svo vera listasafninu til sóma enda er hér á ferðinni einhver umfangs- mesta sýning á íslenskri samtímalist sem um getur. „Norðurljósabarinn“, rýmisinnsetning eftir Halldór Ásgeirsson á sýningunni Íslensk myndlist 1980–2000 í Listasafni Íslands. Straumar og stefnur í íslenskri samtímalist MYNDLIST Listasafn Íslands Yfirlitsýning úr safnaeign síðastliðinna 20 ára. 53 samtímalistamenn. Safnið er opin alla daga frá kl. 11–17. Sýningunni lýkur 12. janúar 2003. SAFNAEIGN Málverkið „Banner“ eftir Jón Óskar í baksýn og „Speglun“ Steinunnar Þórarinsdóttur í forgrunni. Sýningin stendur til 12. janúar 2003. Jón B.K. Ransu UNIVISJON, kvikmyndafram- leiðsludeild fjölmiðlamiðstöðvar há- skólans í Bergen, hefur hlotið verð- laun fyrir heimildamynd sem gerð var um Íslenska erfðagreiningu. Myndin nefndist Decoding the Icelanders, sem útleggja má sem Ís- lendingar erfðagreindir og hefur hún þegar verið seld til fjölda landa. Verðlaunin voru veitt í flokki vís- indaheimildamynda. Heimilda- mynd verðlaunuð OPNUNARTÍMA i8, Klapparstíg 33, hefur verið breytt. Galleríið er opið fimmtudaga og föstudaga frá kl. 11-18 og laugardaga frá kl. 13–17 eða eftir samkomulagi. Núna stendur yfir sýning á verk- um eftir ýmsa af listamönnum gall- erís i8. Galleríið verður lokað frá 19. desember til 9. janúar. I8 breytir opn- unartíma sínum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.