Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 45
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES GUÐMUNDSSON, Kelduhvammi 7, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans föstu- daginn 6. desember. Birgir Jóhannesson, Kristín Svavarsdóttir, Kristinn Jóhannesson, Guðrún Ásmundsdóttir, Sverrir Jóhannesson, Elín Pálsdóttir, Selma Jóhannesdóttir, Gunnar Sumarliðason, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 45 Mikið var mér brugðið þegar ég kom heim laugardaginn 23. nóv- ember og var tjáð það að Öddi væri dáinn. Þegar ég man fyrst eftir mér var Öddi þegar kominn í fjölskyld- una og nokkrum árum seinna giftu þau sig, hann og Sjöbba systir, þannig að ég hef alltaf litið á hann sem bróður minn. Enda fékk ég oft að fljóta með þegar þau fóru eitthvað og flækjast í kringum Ödda þegar þau voru að byggja. Mér er það nokkuð minnisstætt þegar ég fór hringinn með þeim og Svenna frænda sem er 3 árum yngri en ég, ætli ég hafi ekki verið 6 ára. Farartækið var þessi fína VW Bjalla, ekkert smátæki sem rataði sjálft heim, það tók mig mörg ár að átta mig á því hvernig Öddi fór að því að láta hana keyra sjálfa. Og allar skröksögurnar sem hann bjó til jafnóðum og hann sagði þær þegar hann var að svæfa okkur Svenna. Öddi lærði smíðar og kláraði stýrimannaskólann á sama tíma og hann var að byggja, man ég vel eftir öllum kvöldunum sem hann eyddi heima með pabba, að stúd- era kort og dýptarmælablöð, þegar hann var að byrja sem skipstjóri nýkominn úr skólanum. Enda byrjaði hann með stæl og var með þeim aflahæstu í Grindavík fyrstu vertíðina sína sem skipstjóri. Fyrir um 12 árum fékk ég síðan vinnu hjá honum þar sem hann var framkvæmdastjóri hjá útgerðar- fyrirtæki. Þetta var mjög lær- dómsríkur og skemmtilegur tími. Eftir að Sjöbba systir og Öddi skildu og hann flutti út til Afríku minnkuðu samskipi okkar, en þó reyndi ég alltaf að hitta á hann þegar hann kom í heimsókn til Ís- lands. Yfirleitt hittumst við hjá mömmu og pabba, því þangað kom hann alltaf þegar hann kom til Ís- lands. Þótti mér mjög gaman að ræða við hann og heyra sögunar frá Afríku. Og þykir mér það mjög sárt að fá ekki að hitta hann aftur. Jóhannes G. Við vorum farin að hlakka mikið til að hitta Örn frænda okkar sem búið hefur í Ghana í átta ár. Hann var á leiðinni heim til að fagna giftingu sonar síns og skírn yngsta afabarnsins og ætlaði að eyða með okkur aðventunni og jólunum í góðu yfirlæti. Tilhlökkunin breyt- ist í ólýsanlega sorg með símtali sem ber okkur þær fréttir að Arn- ar sé dáinn í kjölfarið á snarpri rimmu við skæða malaríu. Það var aldrei lognmolla í kring- um Örn og þegar hann tók sér eitthvað fyrir hendur þá gerði hann það af lífi og sál. Fyrir tíma kvótaúthlutana var hann fengsæll skipstjóri. Einn af þessum afla- kóngum sem lifði fyrir það að etja kappi við náttúruna og aðra skip- stjóra og hafa betur. Þegar kvótakerfið var sett á sneri Örn sér að öðru – það var jú engin spenna í þessu lengur! Örn hélt til Grænhöfðaeyja til að starfa við þróunaraðstoð í sjávarútvegi og olli það straumhvörfum í lifi hans. Eftir búsetuna á Grænhöfðaeyj- um lét Afríka hann ekki í friði. Endaði það með því að hann lét drauminn rætast og hélt til Ghana til að reka skipaútgerð. Örn valdi sér ekki auðvelt líf. Hann valdi það að verða skipstjóri og kljást við náttúruöflin. Hann valdi að lifa þessu lífi á þann eina hátt sem hann gerði. Það verður skrítið að hafa Örn ekki með okkur um jólin að segja sögur af lífinu, menningunni og brauðstritinu í Ghana. Fá að heyra – akkúratið – og fleiri skemmtileg orðatiltæki sem hann viðhafði í daglegu tali. Það er stórt skarð komið í fjöl- skylduna sem aldrei verður hægt að fylla. Elsku amma, Ingibjörg, Sveinn Daníel, Doris, Rannveig, Bjarni, Alla, Trausti og Ingi, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Guðrún Ágústa og Rögnvaldur. ✝ Bragi Ásgeirs-son Austfjörð fæddist á Akureyri 6. desember 1934. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- ala – háskólasjúkra- húss föstudaginn 29. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Ásgeir Vilhelm Austfjörð Jónsson múrara- meistari, f. 15.11. 1905, d. 29.1. 1952, og Svanhildur Bald- vinsdóttir verslunar- maður, f. 24.9. 1905, d. 16.5. 1975. Systir Braga er Kristín Sig- ríður sjúkraliði, f. 13.9. 1944, gift Kolbeini Péturssyni rafmagns- tæknifræðingi, f. 28.2. 1935, syn- ir þeirra eru Kolbeinn, f. 21.10. 1967, og Ásgeir, f. 11.1. 1975, en dóttir Kristínar er Svanhildur Þengilsdóttir, f. 11.1. 1964. Hinn 17. júní 1959 kvæntist Bragi eftirlifandi eiginkonu sinni Ólöfu Halblaub fatahönnuði, f. 17.2. 1941. Foreldrar hennar eru hjónin Ágúst Halblaub, f. 18.5. 1914, d. 6.6. 1994, og Jónína Halblaub, f. 22.9. 1919. Börn Braga og Ólafar eru: 1) Ásgeir Vilhelm bifvélavirkjameistari, f. 1.9. 1960, kvæntur Önnu Lilju Björnsdóttur sjúkraliða, f. 8.5. 1967, börn þeirra eru Bragi Sveinbjörn, f. 4.9. 1997, og Jó- hanna María, f. 23.12. 1998. Dótt- ir Ásgeirs með fyrri konu sinni Ástu Jónu Ragnarsdóttur, f. 24.5. 1963, d. 9.7. 1989, er Hanna María, f. 30.5. 1984, d. 9.7. 1989. Sonur Önnu Lilju af fyrra hjóna- bandi er Fannar Benedikt Guð- mundsson, f. 27.5. 1986. 2) Sólveig nið- ursuðutæknir, f. 21.9. 1961, maður Stefán Árnason vinnuvélastjóri, f. 30.1. 1951, börn þeirra eru Stefanía Rós, f. 12.10. 1989, Hanna Jóna, f. 16.6. 1992, og Baldur Stefán f. 11.3. 1998. Börn Sólveigar af fyrra hjónabandi eru Adolf Bragi, f. 24.12. 1978, Hart- mann, f. 21.7. 1982, d. 2.5. 1990, og Ólafur Björgvin, f. 9.5. 1985. Bragi ólst upp á Akureyri og gekk þar hinn hefðbundna menntaveg í Barnaskóla Akur- eyrar og síðan Gagnfræðaskóla Akureyrar, eftir það lá leið hans í Iðnskólann á Akureyri og hóf hann þar nám í bifvélavirkjun samhliða verklegu námi á bif- reiðaverkstæðinu Víkingi hjá Jó- hanni Kristinssyni og síðan á bif- reiðaverkstæðinu Þórshamri og starfaði síðan þar, þangað til hann stofnaði Bifreiðaverkstæðið Bílaréttingu sf. 1. sept. 1960 sem hann átti og rak þar til síðastliðið vor, er sonur hans tók við rekstr- inum. Bragi starfaði með Karla- kórnum Geysi frá 1952 og eftir sameiningu karlakóranna á Ak- ureyri starfaði hann með Karla- kórnum Geysi, eldri félögum. Hann gekk í Frímúrararegluna á Akureyri 1973. Útför Braga verður gerð frá Akureyrarkirkju á morgun, mánudaginn 9. desember, og hefst athöfnin klukkan 14. Sorgin knýr að dyrum í hjarta mínu þegar ég nú þarf að kveðja þig í hinsta sinn í þessu lífi, elsku pabbi minn. Ekki datt mér í hug þegar þú komst til mín fyrir mánuði að það yrði síðasta heimsóknin þín til mín í þessu lífi. Þú komst til mín með Lóu og Braga og varst hjá mér þennan dag, röbbuðum við ýmislegt saman, hlógum og töluðum bæði grín og alvöru og borðuðum saman steikt slátur ásamt Hönnu, Baldri, Braga og Lóu. Elsku pabbi minn, nú er röðin komin að Hartmanni og Hönnu Maríu og öllum hinum ástvinum okkar að fá að hafa þig hjá sér. Ég bið algóðan Guð að bjóða þér í faðm sinn og umvefja þig faðmi sínum ljósi og kærleik. Vertu sæll, elsku pabbi minn, ég mun sárt sakna þín en einn góðan veðurdag munum við hittast á ný, þá verða nú aldeilis fagnaðarfundir. Ég hugsa til þess tíma með gleði í hjarta. Ástarkveðja. Þín dóttir Sólveig. Elsku bróðir minn. Svo stór, bjartur og fallegur, alltaf varstu mín fyrirmynd. Nú þegar þú stend- ur í ljósinu bjarta, til áframhaldandi þroska, eins og þú stefndir að í líf- inu, verður sorgin léttbærari. Það var okkur systkinunum mik- ið áfall þegar pabbi féll frá, ég að- eins sjö ára og þú sautján. Þú axl- aðir þá ábyrgð, sem skyndilega hvíldi á þínum ungu herðum, af miklum dugnaði og óeigingirni. Þú fórst að vinna hörðum höndum í öðrum landshluta til að hjálpa mömmu að halda heimili. Þær voru ófáar gjafirnar sem þú sendir litlu systur þinni og vöktu þær jafnan mikla gleði og eftirvæntingu um endurfundi. Þú stofnar þitt fyrirtæki með tvær hendur tómar og nærð þeim góða árangri, að það verður vel þekkt og virt, út fyrir raðir sam- borgara þinna. Þú stofnar heimili með góðri konu. Með Ólöfu mágkonu mína þér við hlið voru ykkur allir vegir færir því þið byggðuð hvort annað upp. Saman áttuð þið tvö börn, heilbrigð og hraust. Þú varst fagmaður, gleðimaður, sögumaður og söngmaður góður og menn sóttu í félagsskap þinn á hvaða sviði sem var. Samverustund- ir síðari ára voru mjög dýrmætar og höfðum við lag á að láta okkur líða vel í návist hvort annars og með fjölskyldum okkar, hvort held- ur var í Selgili, sælureit fjölskyld- unnar í Fnjóskadal eða í ferðum okkar til útlanda. Þú varst röskur við allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Þetta gat bitnað á stuttum endurfundum, því þú varst jafnvel rokinn áður en dag- skráin var tæmd. Brottför þín úr þessum heimi var á sama veg. At- burðarás síðustu daga lífs þíns var svo hröð að okkur gafst ekki tími til að eiga með þér kveðjustund. Ég kveð þig nú með ást og þakklæti. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp var þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Hvíl þú í friði. Þín systir, Kristín (Lillagó). Nú er Bragi mágur farinn yfir móðuna miklu, og verður hans sárt saknað hjá okkur, sem eftir stönd- um. Ég vil kveðja þennan vin minn að leiðarlokum og þakka honum fyrir þær ótalmörgu gleðistundir, sem við fengum notið saman á liðn- um árum. Bragi var bifvélavirki að mennt, mjög fær í sínu fagi og sérlega lunkinn að finna lausnir, sem komu viðskiptavinum hans vel. Og hand- lagnin virðist hafa gengið í erfðir því sonur hans er afar fær í rétt- ingum og bílasprautun. Ég minnist þess þegar Bragi játaði þessi sann- indi. Það var á góðum degi í Sel- gilinu, neðarlega í þriðja glasi, að hann viðurkenndi, að drengurinn væri að verða jafn góður og hann. En bætti svo við: „Nei, það er lygi, hann er miklu betri, en það segi ég bara þér.“ Bragi var hnyttinn mjög í tilsvörum og lýsingum, þannig að hversdagslegustu umræður gátu orðið verulegt skemmtiefni af hans vörum, að ekki sé talað um vínlegn- ar athugasemdir á góðri stund. En þrátt fyrir skrautlega mælsku var Bragi orðvar maður, þegar slíkt átti við. Hann þrasaði ekki við menn, en sagði gjarnan ljúflega: „Jæja vinur, svo þú heldur það.“ Ef verið var að ræða bílaviðgerðir, þá iðaði viðmæl- andinn óðara af óöryggi. Söngmaður var hann ágætur, enda meðlimur í karlakórnum Geysi, nánast frá unglingsaldri. Hann gekk snemma í frímúrara- regluna og helgaði reglunni krafta sína um áraraðir, af einlægni, með stolti og að frímúrara sið. Það verður erfitt að venjast því að Bragi sé ekki til staðar, þegar komið er til Akureyrar, en af sam- tölum okkar genum tíðina trúi ég, að hann sé ánægður í nýjum vist- arverum og vilji ekki vera syrgður, heldur ætíð minnst, þá glaðst er. Og ég er reyndar sannfærður um, að nú myndi hann ekki hafa sagt: „Jæja vinur, svo þú heldur það.“ Gakk mót ljósinu, kæri vinur. Kolbeinn Pétursson. Vinur okkar Bragi er kallaður burt frá okkur, skyndilega, óvænt. Hann hafði staðið þarna eins og klettur í tilveru okkar. Við höfðum gert ráð fyrir að svo yrði áfram. Þessu er víst svo oft þannig farið. Undirritaður fluttist á Syðri-Brekk- una, þá rétt 13 ára, í Möðruvalla- stræti. Þar átti heima 12 ára dreng- ur, Bragi, og bjó þar hjá foreldrum sínum. Í kvöldblíðu haustdaganna 1946 hófust kynnin og vinskapur sem stóð svo alla tíð. Þá tóku við táningsár er við sóttum Gagnfræða- skólann sem stóð svo að segja í næsta garði og í framhaldi nám í Iðnskólanum. Þegar að starfsnám- inu kom beindist áhuginn nokkuð að bílum. Eignaðist Bragi þá Ford, árgerð líklega 1935, og með elju- semi og dugnaði tókst honum að endurgera góðan bíl. Að þessu dáð- umst við mjög, enda merkti þetta upphaf að farsælu starfi. Og vinirnir eignuðust systur að eiginkonum og sambandið varð áfram náið og óslitið af þeirri ástæðu einnig. Bragi var kurteis maður að eðl- isfari. Vísast var hann nokkuð skap- ríkur en hreinskiptinn og ákveðinn. Hann hafði ágæta kímnigáfu sem var græskulaus og vakti okkar iðu- lega kátínu. Og ötull var hann í fé- lagsstarfi, hann hafði ákaflega góða tenórrödd sem hann léði Karlakórn- um Geysi. Einnig helgaði hann sig starfi í Frímúrarareglunni. Við höf- um margs að minnast og þakka fyr- ir. Það var okkur ávallt tilhlökk- unarefni að hitta Ólöfu og Braga, þar var einkennandi hressileiki og æðruleysi. Þannig minnumst við með ánægju og þakklæti ferða í sumarbústaðinn í Selgili oft í sum- arblíðu sem þar ríkir gjarna. Og líka margra gistinátta. Við kveðjum þig góði vinur. Við biðjum guð að styrkja ykkur öll, Ólöf, Ásgeir, Sól- veig, barnabörn og aðrir ástvinir. Hreinn og Sigríður. Skáli við Kaldbaksgötu á Akur- eyri. Það var snemmsumars árið 1975, ég nýfluttur norður og var að leita að atvinnuhúsnæði, en Skáli var þá nýreistur. Ég var með Ingi- mar nokkurra mánaða gamlan á handleggnum og gaf mig á tal við háan og þéttvaxinn mann og kynnti mig og varpaði fram erindi mínu. Viðmælandi minn var Bragi Aust- fjörð. Með skeleggu en ljúfu við- móti tjáði hann mér að Skáli væri fullsetinn, þar voru meðal annarra með verkstæði bifvélavirkjarnir Al- bert Valdimarsson, Birgir Stefáns- son, Bjarni Sigurjónsson og Bragi ásamt Kristjáni Jóhannssyni vél- virkja og söngvara. Þessi fundur okkar Braga varð að órjúfandi vinaböndum milli fjöl- skyldna okkar; samgangur milli heimila, ferðalög og ógleymanlegar stundir í sumarbústað Braga og Ólafar í Fnjóskadal, gegnt Vagla- skógi. Öll árin, sem ég, Gunnar Tryggvason og Hjörleifur Gíslason rákum Bílasöluna Stórholt, byrjaði ég daginn á kaffistofunni hjá Braga í Bílaréttingu. Þar hittust menn eins og Björgvin Júníusson útvarps- maður, Einar Guðnason viðskipta- fræðingur, Stefán múrari, Páll sjó- maður, Stefán Einarsson lög- regluþjónn, Ágúst Berg húsa- meistari og Haddi rakari, ásamt fleirum. Þessir menn voru þver- skurður samfélagsin á Akureyri þeirra daga. Ég kveð vin minn og þakka sam- fylgdina og góðar stundir. Beztu kveðjur frá Ingimari, Sissu og Siggu til Ólafar, Ásgeirs, Sól- veigar og fjölskyldna. Haraldur E. Ingimarsson. BRAGI ÁSGEIRSSON AUSTFJÖRÐ  Fleiri minningargreinar um Braga Ásgeirsson Austfjörð bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför okkar hjartkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR, Svínafelli, Nesjum, Hornafirði. Alúðarþakkir til starfsfólksins á hjúkrunar- heimilinu Skjólgarði fyrir góða umönnun. Börn, tengdabörn og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.