Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Sumir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta …? Nudd - Slökun - Aðhald Sokkabuxur á frábæru verði Meyjarnar, Háaleitisbraut. Forðum börnum okkar frá eiturlyfjum Uppeldið skipt- ir miklu máli RÁÐSTEFNA meðyfirskriftina„Forðum börnum okkar frá eiturlyfjum – við getum haft áhrif“ verður haldin í Norræna húsinu á morgun, mánudag, og stendur frá klukkan 16 til 18. Það er Landssamband framsóknarkvenna sem stendur að ráðstefnunni. Að sögn þeirra fram- sóknarkvenna verður á ráðstefnunni fjallað um tengsl uppeldisaðferða og áfengis- og vímuefna- neyslu barna og unglinga, en fjölmargar rannsóknir, bæði innlendar og erlend- ar, hafi sýnt að leiðandi uppeldisaðferðir minnki líkur á því að börn leiðist út í neyslu áfengis og vímuefna. Ráðstefnan hefst á erindi dr. Sigrúnar Aðalbjarnardóttur sem hún nefnir „Forðum börnum okk- ar frá eiturlyfjum – við getum haft áhrif“ sem er yfirskrift ráðstefn- unnar. Meðal annars efnis er t.d. fyrirlestur Marsibilar Sæmunds- dóttur, framkvæmdastjóra Götu- smiðjunnar, um úrræði Götu- smiðjunnar og Þóru Guðrúnar Guðmundsdóttur, framkvæmda- stjóra Geðræktar, sem nefnir er- indi sitt „EGO – vertu þú sjálfur“. Ráðstefnan endar á pallborðsum- ræðum sem Jónína Bjartmarz, þingmaður og formaður Heimilis og skóla, stjórnar. Morgunblaðið ræddi við Sig- rúnu Aðalbjarnardóttur um erindi hennar og bað hana fyrst að lýsa aðeins innihaldinu. „Í erindinu mun ég beina at- hyglinni að mikilvægum þáttum í uppeldi barna og unglinga sem sýnt hefur verið fram á að skipti miklu máli bæði um þroska þeirra og áhættuhegðun. Ég mun þó leggja sérstaka áherslu á tengsl á milli uppeldisaðferða foreldra og vímuefnaneyslu unglinga. Vímu- efnaneysla ungmenna veldur for- eldrum, aðstandendum og sam- félaginu áhyggjum. Áhyggjurnar tengjast að sjálfsögðu fylgikvill- um vímuefnaneyslu sem blasa við hverjum einstaklingi. Nánast í hverri íslenskri fjölskyldu má finna stúlku eða pilt, konu eða karl sem á erfitt með að ráða við vímu- efnaneyslu sína af einhverri teg- und. Fólk spyr sig því eðlilega hvort ekki sé hægt að finna leiðir til að stemma stigu við vímuefna- neyslu unglinga. Á þeim árum hefst oft vandinn, vítahringur byrjar. Áhættuhegðun ungs fólks er sannarlega afleiðing flókins samspils margra þátta en í lang- tímarannsókn minni beini ég at- hyglinni að tengslum milli uppeld- isaðferða foreldra og vímuefna- neyslu unglinga, einkum tóbaks, áfengis, hass og amfetamíns.“ – Snýst þá erindið um mismun- andi tegundir uppeldisaðferða? „Ég mun fjalla um mismunandi tegundir uppeldisaðferða og leggja áherslu á svo- kallaðar leiðandi upp- eldisaðferðir. Leiðandi foreldrar krefjast þroskaðrar hegðunar af börnum sínum, eru hlýir við þau og uppörvandi. Þeir setja skýr mörk um hvað er til- hlýðilegt og hvað ekki, nota til þess útskýringar og hvetja börnin til að skýra út sjónarmið sín. Þannig leggja þeir áherslu á að ræða ýmis mál í daglegu lífi við börnin þar sem sjónarmið beggja, þ.e. barnanna og foreldranna, koma fram og reynt er að sam- ræma þessi sjónarmið, t.d. við að setja reglur. Afar mikilvægt er að brýna foreldra í að setja mörk, setja reglur en gera það ekki ein- hliða heldur með börnum sínum og byggja upp gagnkvæma virð- ingu og traust. Framundan eru jól og áramót sem gefa sérstakt tæki- færi til að huga að þessum þáttum og góðri samveru með fjölskyld- unni.“ – Hvað sýna rannsóknir þínar? „Þær sýna að unglingar leið- andi foreldra eru ólíklegri til að reykja daglega, drekka illa og neyta ólöglegra efna en aðrir ung- lingar. Þetta kemur fram þegar við skoðum uppeldisaðferðir for- eldra við 14 ára aldur unglinganna og spáum fyrir um vímuefna- neyslu þeirra við 17 ára aldur. Unglingar leiðandi foreldra eru einnig ólíklegri til að hafa prófað að reykja og drekka við 14 ára ald- ur, en unglingar foreldra sem setja einhliða boð og bönn og eins unglingar foreldra sem skipta sér lítið af þeim. Það er þó ekki eingöngu í tengslum við vímuefnaneyslu sem leiðandi uppeldisaðferðir koma vel út heldur hafa rannsóknir víða um heim sýnt að börn foreldra sem nota þessar uppeldisaðferðir sýna meiri þroska á ýmsum svið- um en börn foreldra sem alast upp við aðrar uppeldisaðferðir. Þau hafa hærra sjálfsmat, meiri sjálfs- aga, eru sjálfstæðari í hugsun og sýna meiri samskipta- hæfni. Einnig hefur komið fram að þau sýna betri námsárangur og eru ólíklegri til afbrota. Þessar niðurstöður hafa komið fram um heim allan. Ég mun einnig leggja áherslu á hve mikilvæg fyrirmynd foreldrar eru í tengslum við neyslu barna sinna, en eins og kunnugt er, eru börn foreldra sem reykja og drekka líklegri til að gera slíkt hið sama á unglingsárum sínum. Mér finnst mikilvægt að hafa það í huga, ekki síst í jólamánuðinum núna.“ Sigrún Aðalbjarnardóttir  Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands. Fædd á Hvammstanga 1949. Lauk doktorsprófi í þroskasál- fræði frá Harvard-háskóla 1988 og mastersgráðu við sama skóla 1984, en BA-próf í uppeldisfræði frá HÍ 1983 og stúdentspróf frá Kennaraskóla Íslands 1970. Var grunnskólakennari 1970–77 og námsefnishöfundur á vegum menntamálaráðuneytisins 1973– 83, en hóf störf við HÍ 1988. Maki er Þórólfur Ólafsson tannlæknir og eiga þau tvo syni, Aðalbjörn og Þórólf Rúnar. Tvö barnabörn. … hafa komið fram um heim allan SIGRÍÐUR Finsen hagfræðingur hefur verið skipuð formaður hafna- ráðs og er það í fyrsta skipti sem kona er skipuð formað- ur ráðsins. Sturla Böðvars- son samgönguráð- herra hefur skip- að nýtt hafnaráð, en hafnaráð er ráðherra til ráðu- neytis um hafna- mál og veitir m.a. umsögn um tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun og um breytingar á lögum og reglum er varða hafnamál og sjóvarnir. Sigríður lauk BS-gráðu frá háskól- anum í York 1981 og MSc-gráðu frá London School of Economics 1985. Aðrir aðalmenn í hafnaráði eru: Einar K. Guðfinnsson alþingismaður, varaformaður. Brynjar Pálsson, for- maður samgöngunefndar Skagafjarð- ar. Hannes Valdimarsson, hafnar- stjóri í Reykjavík. Ólafur M. Krist- insson, hafnarstjóri í Vestmanna- eyjum, og Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Sigríður Finsen Skipuð formaður hafnaráðs TOMBÓLUBÖRN Rauða krossins hafa safnað rúmlega hálfri milljón króna til hjálparstarfs það sem af er árinu, en það er talsvert meira en safnaðist á árinu 2001. Féð renn- ur allt til að aðstoða munaðarlaus og fötluð börn í Dar es Salaam í Tansaníu. Í þakklætisskyni fyrir frammi- stöðuna hefur Laugarásbíó boðið tombólukrökkum Rauða krossins á kvikmyndina „Pétur og kötturinn 2“ næstkomandi sunnudag. Þór Daníelsson, sendifulltrúi Rauða kross Íslands í Tansaníu, heimsótti nýlega börnin sem ætl- unin er að hjálpa og hann ætlar sjálfur að hafa umsjón með aðstoð- inni. Til viðbótar framlagi tombólu- krakka leggst fé sem börn á leik- skólanum Norðurbergi í Hafnar- firði söfnuðu til að aðstoða börnin í Dar es Salaam. Börnin á Norð- urbergi hafa safnað flöskum til endurnýtingar allt árið og afrakst- urinn gáfu þau til Rauða krossins. Söfnuðu fé til hjálpar- starfs Rauða krossins SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudag frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum. Mark- mið frumvarpsins er að auðvelda möguleika tjónþola á að fá bætur vegna umferðarslyss sem þeir hafa orðið fyrir í EES-ríkjum og Sviss. Í minnisblaði ráðherra segir að tjóns- uppgjörsaðilum og upplýsingamið- stöðvum hafi verið komið á fót eða slíkir aðilar viðurkenndir í flestum þessara ríkja til að auðvelda tjón- þola að sækja rétt sinn og fá greidd- ar bætur frá því vátryggingafélagi sem tryggði ökutækið sem tjóninu olli. Lagt er til að svo verði einnig hér á landi og að dómsmálaráðherra við- urkenni tjónsuppgjörsaðila og upp- lýsingamiðstöð í þesssu skyni. Frumvarp um bætur vegna slysa í umferð ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.