Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 21 ina inni í herbergi hjá henni.“ „Hvaða vitleysa er þetta, Kalli minn? Ég er alveg sannfærð … við skulum ekki halda þetta út af öndinni. Við skulum halda áfram að trúa því að dóttir okkar sé lifandi.“ Vonir Hjalta, unnusta Ingigerðar, um að hann sæi kærustu sína aftur á lífi voru farnar að dvína. Hann ótt- aðist að hún fyndist jafnvel aldrei. Hjalti var ekki ókunnugur dauðan- um. Hann hafði verið sex ár við nám í Chicago í Bandaríkjunum. Í ágúst 1943, þegar heimsstyrjöldin hafði verið í algleymingi, fór hann með skipi vestur um haf í skipalest. Þá horfði hann nokkrum sinnum á sam- ferðaskip skotin niður. Í eitt skiptið sá hann kanadískan tundurspilli skot- inn niður í um 200 metra fjarlægð – herskipið varð logandi sprengivíti þar sem tugir manna stukku í ískalt Atl- antshafið – fyrir augum hans. Þá hafði hann fundið sterkt til vanmáttar síns og þess hve smár maðurinn er gagnvart svo skelfilegum atburðum. Dagfinnur Stefánsson var að vakna í fleti sínu í frostköldu flaki Geysis. Hann hafði nú sofið meira og minna í tæpan hálfan annan sólarhring, að undanskilinni stund þegar búið var um sár hans daginn áður. Er hann loks vaknaði fannst Einari félaga hans hann minna helst á skógarbjörn að vakna af dvala. En heldur var hann ótótlegur, með blóðuga plástra við munn og nef. Hægra augnalokið var mjög sigið og mar við brotin kinn- bein. Dagfinnur virtist þó vera að jafna sig. Einar dáðist að æðruleysi hans og karlmennsku. Þegar Geysisfólkið leit út um morguninn var skafrenningur. „Það sama áfram,“ hugsaði Dagfinnur og minntist þess er hann horfði út skamma stund daginn áður. Ekkert skyggni, engin von til að fá nokkra hugmynd um hvar þau væru niður- komin. Ekki var á það hættandi að ganga af stað: „ … Það var alveg sama í hvaða átt maður rýndi – engin kennileiti var að sjá. Hvergi dökkur díll svo orð væri á gerandi. Nú sem áður fannst mér eins og menn væru að koma til okkar utan úr sortanum. Þetta voru tálsýn- ir.“ Ákveðið var að reyna að nota dag- inn til að útbúa hlífðarföt vegna vænt- anlegrar brottferðar sem varla yrði fyrr en daginn eftir, á sunnudag. Þarna voru stórir strangar af prýði- legu ullarefni. Eins konar sokkar voru útbúnir, bundnir eða saumaðir, vettlingar og renningar til að vefja um fætur. Félagarnir höfðu fundið nál og tvinna í einni ferðatöskunni sem átti að fara vestur um haf. … Hendur Ingigerðar voru bláar af kulda þar sem hún sat við sauma. Hundarnir geltu og spangóluðu. Þeir voru orðnir mjög órólegir. Svangir. Nánast það eina sem hundur hugsar í stöðu sem þessari er að fá eitthvað að éta og drekka. En slíkt var ekki á boðstólum hér, nema kannski einhver vökvi. Nú var mikið farið að ræða um að ef ekki tækist að finna út staðsetn- ingu vélarinnar og fólkið neyddist til að halda kyrru fyrir í henni – þá væri rétt að aflífa hundana. Miklu nær væri að gera slíkt en að láta þá drep- ast þarna úr sulti. Hægt yrði að geyma þá í hjarninu til matar. Þetta yrði léleg fæða en matur engu að síð- ur. Beðið var með að taka ákvörðun að sinni. Einar tók þátt í umræðunum um örlög hundanna: „Við vorum farin að gjóa augum á hundana – ræða hvernig kjötið af þeim væri á bragðið ef til þess kæmi. Vissulega gaf þetta von til að halda lífi lengur ef skyggnið yfir jöklinum batnaði ekki. Ég vissi að við urðum að vera undir það búin að láta eins mikið á okkur bera og mögulegt var. Í slíkum til- fellum er ekkert betra en bensíneldur því hann reykir rosalega – gerir svarta bólstra. Mér fannst heldur ekki ólíklegt að hann gæti jafnvel stigið upp í gegnum ský ef svo bæri undir. En bálið varð að loga eins lengi og mögulegt var því ef flugvél kæmi eða í henni heyrðist fyrir ofan var of seint að fara að kynda þegar hún flygi yfir. Bensín varð því að vera í fötunni með loga í og við myndum svo skvetta meiru á þegar heyrðist í vél – reyna að mynda reykský. Ég ákvað að hafa nú alltaf bensín í fötunni og fylgdist vel með.“ … Hvar sem fólk á Íslandi kom saman var fyrsta umræðuefnið yfirleitt Geysir: á götuhornum, í verslunum, á vinnustöðum, heimilum og í skólum. Á Hofteigi var Guðný Magnúsdóttir, þriggja ára dóttir flugstjórans, úti að leika sér. Agnete, móðir hennar, lá í rúminu en nú var sú stutta að koma inn. Hún átti erindi við mömmu: „Dóttir mín gekk til mín þar sem ég lá í rúminu. Hún horfði á mig og sagði: „Af hverju eru krakkarnir að segja að pabbi sé dáinn?“ Börnin úti höfðu greinilega verið að segja við Guðnýju litlu að pabbi hennar væri dáinn. Ég var ekki búin að afskrifa áhöfn Geysis – eða hafði ekki haft kjark til að segja barninu frá því sem var að gerast. Aldrei hafði ég heyrt um að fólk lifði flugslys af.““ Ingigerður Karlsdóttir, 23 ára flug- freyja, var nýkomin úr 14 klukku- sunda flugi frá New York þegar hún var beðin um að fljúga frá Reykjavík til London og Lúxemborgar og heim aftur, tæplega sólarhrings ferð. Hún fékk að leggja sig í tvær klukkustund- ir áður en hún lagði upp í hina ör- lagaríku för. Útkall – Geysir er horfinn eftir Óttar Sveinsson kemur út hjá Stöng. Bókin er 222 síður að lengd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.