Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Í ÍSLENSKU hiphopi þá geturðu bara tapað / það er eins og að lána Lalla Johns pening, þú færð ekkert til baka menn bara taka / án þess að þakka fyrir sig og sína.“ Svo hefst fyrsta ríma í titillagi nýrrar plötu XXX Rottweilerhunda, Þú skuldar, sem kom út um daginn. Hvað sem líður skuldum, eiginlegum og óeig- inlegum – lagið vísar væntanlega í raunverulega viðburði en einnig má skilja það svo að þeir sem fyrstir kveikja eldana njóti sjaldnast góðs af því – verður ekki af þeim Rott- weilerhundum skafið að með fyrstu plötu þeirra, sem kom út á síðasta ári, hófst nýtt tímaskeið í íslenskri tónlist; skyndilega var allt leyfilegt, allt mátti og átti að flakka. Í kjölfar hennar spunnust svo miklar umræð- ur; eins og fólk hefði skyndilega átt- að sig á að ný kynslóð er ekki bara smækkuð útgáfa af þeirri gömlu heldur nýtt fólk með ný viðmið og nýja hugsun. Ég mælti mér mót við tvo Rott- weilerhunda, þá Ágúst Bent Sig- bertsson og Erp Eyvindarson á kaffihúsi og eftir flóknar samninga- viðræður við griðku tekst þeim að panta sér mat og drykk og viðtalið getur hafist. Eftir síðustu plötu ræddu Hund- arnir hvort gera ætti aðra plötu til og sýnist sitt hverjum eins og Erp- ur rekur söguna. „Í vor ræddum við hvort við ættum að gera nýja plötu, ég, Bent, Lúlli og Eiki. Bent og Lúlli vildu gera aðra plötu, Eiki alls ekki og ég var á báðum áttum,“ seg- ir hann en hvernig sem það atvik- aðist þá var á endanum ákveðið að kýla á það. Þeir fóru þó rólega af stað, tóku upp „Rabis Canis“ fyrir Rímnamín snemmsumars, en byrj- uðu svo að spá í útgáfusamning fyr- ir plötuna. Það tók sinn tíma enda vildu þeir tryggja að þeir fengju al- mennilegan samning, leituðu meðal annars til lögfræðinga til að tryggja rétt sinn. „Þessir útgáfugaurar gubba bara,“ segir Erpur og Bent heldur áfram: „Gubba prósentum og rugli um ótilgreindan kostnað, með- alheildsöluverð og álíka bull.“ „Það er allt fullt af einhverri óskiljanlegri djöflasýru,“ segir Erpur, „og þá á maður bara að fá einhvern sem er menntaður í því að tala afturábak og við gerðum það.“ Þeir skrifuðu svo undir samning í lok september og byrjuðu vinnu við upptökur sem gengu afskaplega hratt, unnið frá morgni til morguns. Þeir áttu eitt lag, lagið af „Rabis Canis“, Erpur átti nokkra texta, marg- ar pælingar og hálfklár- aðar hugmyndir, „Eins og skepnan deyr“ var síðan til sem gömul hug- mynd sem hafði heyrst á X-inu í öðrum búningi 1996 eða 7 og svo má telja. Þeir voru því ekki alveg blankir þegar upp- tökur hófust, en Bent byrjaði ekki að skrifa sitt efni fyrr en skömmu áður, var þá rétt búinn að ljúka við Bent og 7berg plötuna. Fækkað um einn Síðasta Rottweilerskífa kom út hefur fækkað um einn í kjarna sveitarinnar eins og þeir félagar orða það, Eiki er hættur þótt hann troði enn upp með þeim á tónleikum sem plötusnúður og eigi væntanlega eftir að gera það áfram. Erpur segir að hann hafi ekki viljað vera með í að gera plötuna, en síðan skipt um skoðun þegar þeir voru byrjaðir. Fyrir vikið eigi hann þátt í einu lagi á henni og eitt lag einn, annað hafi ekki verið í boði. „Hann langaði ekki að vera með í alvörunni, ætlaði bara að vera með okkur í smástund,“ segir Bent. „Það er leiðinlegt að hann sé ekki með lengur, var einn af kjarnanum og er mjög góður, en hann er búinn að vera á leiðinni út lengi.“ Mannaskipan í Hundunum hefur reyndar verið nokkuð á reiki, alltaf sami kjarninn en síðan fjölmargir í kringum þann kjarna. Erpur segir að það hafi verið mjög fínt þegar menn voru í stuði, en þess á milli þurftu fjórir að draga vagninn en hinir voru bara statistar á sviðinu. „Núna eru þeir bara í bandinu sem eru að gera eitthvað,“ segir Erpur en leggur áherslu á að þeir hafi ekki rekið menn beint, en sumir hafi far- ið og ekki fengið að koma aftur. „Það er í raun bara betra að vera færri, því þegar við erum bara tveir þá er gott pláss fyrir gestarappara.“ Betri að öllu leyti Þeir félagar eru greinilega mjög ánægðir með nýja diskinn, hann sé mun betri að öllu leyti, pælingarnar meiri, textarnir og tónlistin mun betri. „Það vildu margir að við gerðum aðra eins plötu, gerðum annað beyglulag, annað híáþiglag, en það var bara ekki í myndinni,“ segir Erpur ákveðinn. „Hiphopsen- an hefur líka breyst svo mikið,“ seg- ir Bent, „og það er bara allt annað í gangi en þegar við tókum upp síð- ustu plötu. Það má líka ekki gleyma því að þegar hún kom út var hálft ár frá því lögin voru tilbúin. Við höfum þróast svo mikið sjálfir og senan breyst.“ Gróskan er ótrúlega mikil í hip- hopinu íslenska, tíu breiðskífur koma út með hiphopi, og nýjar sveitir virðast bætast við á hverjum degi. Það hvað mikið er í gangi hef- ur orðið mörgum tilefni til að spá því að hápunktinum sé náð, eftir þessi jól sigli allt niðurávið aftur, allir þeir sem slógust í för vegna þess að hiphop er líka tíska eigi eft- ir að snúa sér að öðru og tónlistin að hverfa undir yfirborðið að nýju. „Mér finnst ekki endilega sigling niðurávið að losna við allt tískuliðið, þetta verður kannski ekki jafn- sýnilegt en það er fullt af góðu liði komið inn í þetta sem á eftir að end- ast,“ segir Bent og Erpur tekur í sama streng: „Það verður fullt af leiðinlegu liði sem verður ekki með fyrir næstu jól, ekki fullt af liði sem heldur að það geti grætt á hiphopi. Ég er samt ekki einn af þeim sem vilja að þetta sé bara „undergro- und“, en það er aftur á móti gott að losna við alls konar lið sem er í kringum kúltúrinn þegar það er peningur í þessu. Það kemur fullt af byrjendum inn sem margir eiga ekki eftir að halda áfram en þeir koma með mikið af ferskum hug- myndum með sér og ég held að þeir hörðustu eigi eftir að halda áfram, við höldum áfram og gefum út fleiri plötur.“ Allt of margir markaðsfræðingar Rottweilerhundarnir eru ekki síst þekktir fyrir að hnýta bagga sína ekki sömu hnútum og sam- ferðamennirnir og þannig héldu þeir útgáfutónleika síðustu plötu í apríl, fimm mánuðum eftir að hún kom út. Þeir segja að það hafi verið svo skemmtilegt að þeir hyggist endurtaka leikinn núna, halda út- gáfutónleika eftir áramót, enda eigi slíkir tónleikar að vera skemmtun en ekki sölutrikk. „Allt sem við höf- um gert frá upphafi hefur byggst á því að gera bara það sem okkur finnst gaman og eini galdurinn við að gera eitthvað sem er einhvers virði er að vera skítsama,“ segir Erpur. „Það er allt of mikið af markaðsfræðingum, það er of- framboð á þessu drasli og vegna þess að þeir hafa ekkert að gera eru þeir að skipta sér af hlutum sem koma þeim ekkert við, eru að skipta sér af tónlist sem þeir hafa ekkert vit á. Það fer rosalega í taugarnar á mér þegar ég á að fara að tala við einhverja markaðsfræðinga um það hvað ég eigi að gera við mína músík. Þegar við vorum að byrja á plötunni voru menn frá Skífunni að hringja í okkur og biðja okkur um að gera svona og hinsegin: „Heyrðu Erpur, þetta verður að vera svona eins og síðast“.“ „Þið verðið að höfða til krakkanna,“ skýtur Bent inn í, greinilega að herma eftir sama aðila og Erpur heldur áfram „ … „krakk- arnir eru að dilla sér við Írafár núna og í fyrra voru þeir að dilla sér við ykkur,“ segja þeir við mig, eins og mér sé ekki sama, og halda svo áfram: „þetta þarf að vera hart en má samt ekki vera of hart, það má ekki ýta krökkunum frá“. Ég sagði þeim að það væri einmitt það sem krakkarnir vildu, þau vilja hafa þetta hart, auðvitað, en þá sögðu þeir: „það má ekki fæla foreldrana frá“ og þá missti ég mig og öskraði á þá. Þeir fatta ekki það að það sem krakkarnir fíluðu við okkur var ein- mitt að við vorum harðir og grófir og foreldrarnir þoldu okkur ekki,“ segir Erpur og segir að í fyrsta samningnum sem Skífan bauð þeim hafi verið kafli um að þeir lofuðu að vera ekki með meiðyrði og að sví- virða ekki nafngreinda einstaklinga, í raun að þeir lofuðu að þeir hættu að vera XXX Rottweilerhundar. „Ef ég væri að semja við hljómsveit myndi ég setja klausu um að hún lofaði að vera eins hörð og ógeðsleg og hún gæti.“ Þú skuldar! Þegar hér er komið sögu þarf Bent að rjúka, hann er að læra und- ir próf, kveður Erp og hverfur á braut. Við Erpur sitjum svolítið lengur en síðan er tími til kominn að slútta þessu, borga og fara. Þá áttar Erpur sig á að Bent stakk af án þess að borga sinn skammt. Hann bölvar góðlátlega, hristir hausinn og tekur upp símann. Það síðasta sem ég heyri til hans er ég geng út er að hann segir hátt í símann: „Heyrðu góði – þú skuldar!“ Galdurinn er að vera skítsama Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson XXX Rottweiler eru Bent, Lúlli, Stinni og BlazRoca (Erpur). Fáar hljómsveitir hafa vakið annað eins umtal og deilur síðustu ár og XXX Rottweiler- hundar. Árni Matthías- son ræddi við tvo Rottweilerhunda. Erpur: „Ef ég væri að semja við hljómsveit myndi ég setja klausu um að hún lofaði að vera eins hörð og ógeðsleg og hún gæti“ Geislaplatan Þú skuldar með XXX Rottweilerhundum er komin í verslanir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.