Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKNIR á stofnfrumum hafa gefið mönnum nýja von í baráttunni við fjölmarga erfiða og ólæknandi sjúkdóma. Um leið vakna óhjá- kvæmilega margar áleitnar siðferð- isspurningar þar sem takast á ólík viðhorf sem lúta að upphafi lífsins og helgi þess. Þetta segja þeir Trausti Ósk- arsson, nemi í læknisfræði, og Flóki Guðmundsson, nemi í heimspeki, en þeir hafa gert viðhorfskönnun með- al íslenskra lækna, lögfræðinga og presta vegna mögulegrar notkunar stofnfrumna í lækningaskyni. Viðhorfskönnunin leiddi í ljós að viðhorf manna hér á landi til notk- unar á stofnfrumum eru almennt séð heldur frjálslyndari en víða ann- ars staðar. Af einstökum stéttum voru lögfræðingar frjálslyndastir, þá læknar en síðan prestar en meðal þeirra var að finna marga sem telja fósturvísa minnstu einingu manns- lífsins. Ákjósanlegar til lækninga „Stofnfrumur fósturvísa eru fjöl- hæfastar þeirra stofnfrumna sem völ er á og því ákjósanlegar til notk- unar í lækningaskyni og mun ákjós- anlegri en stofnfrumur úr fullorðnu fólki. Stofnfrumur fósturvísa eru í raun frumur sem hægt er að stýra til þess að verða að hvaða sérhæfðu frumutegund líkamans sem er. Þannig er hægt að mynda líkamsvef með því að fjölga þeim mikið og græða síðan í sjúklinga. En ekkert er í heiminum einfalt og til þess að ná stofnfrumunum stöðvast þroski fósturvísisins og þar vaknar siðferð- isvandinn,“ segja Trausti og Flóki. Rannsóknina unnu þeir undir handleiðslu Jóhanns Ágústs Sig- urðssonar, prófessors, Vilhjálms Árnasonar, formanns Siðfræðistofn- unar, og Linn Getz, trúnaðarlæknis á Landspítalanum. Sambærileg könnun hefur ekki verið gerð hér á landi og að því best er vitað ekki er- lendis heldur. Trausti og Flóki segja að menn bindi miklar vonir við að með notk- un á stofnfrumum megi takast að lækna illvíga sjúkdóma sem til þessa hafa verið nær ólæknandi, eins og t.d. Parkinsons-veiki, MS eða mænu- sigg, Alzheimers o.fl. sjúkdóma. „Á sama tíma vakna auðvitað spurn- ingar um siðferðilegt réttmæti lækninga af þessu tagi, t.d. sú hvort stöðva megi þroska fósturvísis til þess að bjarga lífi? Þótt menn geri sér almennt grein fyrir hvaða sið- ferðisspurningar kunni að vakna með tilkomu þessa tæknimöguleika fer því fjarri að menn séu sammála um hvernig þeim skuli svarað.“ Þeir telja mikla þörf á að ræða sið- ferðisspurningar málsins frekar. Í rannsókninni voru allir starfandi prestar á landinu spurðir en tekið 300 manna úrtak úr hópi lögfræð- inga og lækna. „Svarhlutfallið var tæp 40% en hafa ber í huga að þetta var erfið könnun, viðfangsefnið flókið og með áleitnum siðferðileg- um spurningum. Almennt má segja að þeir sem svöruðu í könnun okkar hafi verið töluvert frjálslyndari en umræðan erlendis hefur gefið til kynna. Svörum manna má gróflega skipta í þrjá flokka eftir viðhorfi til stöðu fósturvísa: persónusinna, þ.e. þá sem líta á fósturvísa sem frumu- klasa en ekki persónu eða veru með sjálfsmeðvitund. Í öðru lagi lífvernd- unarsinna sem líta á fósturvísa sem minnstu einingu mannslífsins og af- skipti sem ekki eru í þágu fósturvís- isins sjálfs séu því óréttlætanleg. Stærsti hópurinn aðhyllist það sem við köllum sérstöðuviðhorf, þ.e. sem vilja vega og meta hvert tilvik fyrir sig, að siðferðileg staða fósturvísis geti stundum vegið þyngra en ábat- inn af rannsóknum og svo öfugt. Þarna kemur sterkt inn hvað er ver- ið að reyna að lækna hverju sinni og það kom í ljós að eðli sjúkdómsins skiptir máli.“ Trausti og Flóki segja að í grundvallaratriðum sé þessi hópur frekar hlynntur notkun fóst- urvísa sem stofnfrumuuppsprettu en menn reki um leið fjöldann allan af varnöglum. Almennt megi segja að prestar hafi verið íhaldssamastir, þ.e. marg- ir þeirra voru lífverndunarsinnar, lögfræðingar voru frekar persónu- sinnar og læknarnir sérstöðusinnar. Helgar tilgangurinn meðalið? Trausti Óskarsson og Flóki Guðmundsson, nemar í læknisfræði og heimspeki við HÍ, rannsökuðu viðhorf þriggja stétta til notk- unar á stofnfrumum úr fósturvísum í bar- áttunni við sjúkdóma. Morgunblaðið/Kristinn Flóki og Trausti segja nauðsynlegt að þjóðfélagsleg umræða fari fram hér á landi um lækningar sem byggja á stofnfrumum fósturvísa. fornleifarannsókna auk kynningar á niðurstöðum þeirra. Einkum var litið til rannsóknarverkefna er varða mikilvæga sögustaði þjóðar- innar, aðra staði tengda sögu kristni á Íslandi, m.a. klaustur og kirkjustaði og aðra mikilvæga sögustaði, s.s. verslunarstaði, mið- aldabæi og þingstaði. Samþykkt var að veita átta umsækjendum samtals 50,5 milljónir í styrk. Hæsti styrkurinn, ellefu milljónir, fer til fornleifarannsóknar á Hólum í Hjaltadal. Stjórn Kristnihátíðarsjóðs skipa Anna Soffía Hauksdóttir, formaður, Anna Agnarsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. KRISTNIHÁTÍÐARSJÓÐUR út- hlutaði um síðustu helgi 94 millj- ónum króna til 55 verkefna sem tengjast menningar- og trúararfi þjóðarinnar og fornleifarannsókn- um við athöfn í Þjóðmenningarhús- inu. Hlutverk sjóðsins er að efla fræðslu og rannsóknir á menning- ar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn og í annan stað að kosta fornleifarann- sóknir á helstu sögustöðum þjóð- arinnar, m.a. á Þingvöllum, í Skál- holti og á Hólum í Hjaltadal. Starfstími sjóðsins er til ársloka 2005 en ríkissjóður leggur sjóðnum til 100 milljónir fyrir hvert starfsár. Í samræmi við hlutverk sjóðsins eru styrkir veittir til tveggja sviða, menningar- og trúararfs og forn- leifarannsókna. Styrkir ritun sögu biskupsstólanna Stjórn Kristnihátíðarsjóðs sam- þykkti að 47 umsækjendum á sviði menningar- og trúararfs verði veittur styrkur, samtals að fjárhæð 43,6 milljónir og var samþykkt að hæsti styrkurinn, fjórar milljónir, fari í það verkefni að rita sögu bisk- upsstólanna í Skálholti og á Hólum. Sjóðurinn veitti einnig styrki til Kristnihátíðarsjóður úthlutar 95 milljónum í styrki Hæsti styrkurinn vegna fornleifarannsókna á Hólum Morgunblaðið/Golli Heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra, forsætisráðherra og forseti Ís- lands voru viðstaddir úthlutun styrkja úr Kristnihátíðarsjóði. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum á föstudag að tillögu iðnaðarráðherra, að lagt verði fram á Alþingi frumvarp til laga um heimild til að stofna hlutafélag um Norðurorku. Samkvæmt frumvarpinu tekur Norðurorka hf. til starfa 1. janúar 2003 og yfirtekur allar eignir, skuldir og skuldbindingar Norður- orku frá sama tíma. Hlutafélagið tekur við réttindum Norðurorku varðandi dreifingu og sölu á heitu vatni og rafmagni og yfirtekur skyldu Akureyrarbæjar til reksturs vatnsveitu. Hlutafélagið verður stofnað á stofnfundi í desember og greiðist allur kostnaður af stofnun hluta- félagsins. Í frumvarpinu er kveðið á um að allir núverandi starfsmenn Norðurorku eigi rétt á sambæri- legum störfum hjá hinu nýja fyr- irtæki. Frumvarpið er byggt upp með sambærilegum hætti og frumvörp til laga um stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja og Orkubú Vestfjarða og frumvarp til laga um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur. Samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar Á fundi bæjarstjórnar Akureyr- arbæjar 3. desember sl. var sam- þykkt að stofna hlutafélag um rekstur Norðurorku. Fór Akureyr- arbær þess á leit við iðnaðarráð- herra að lagt verði fyrir Alþingi frumvarp til laga er heimili stofnun hlutafélagsins. Nokkur umræða var um málið á fundi bæjarstjórnar en átta bæjarfulltrúar greiddu at- kvæði með breytingunni, tveir bæj- arfulltrúar L-listans sátu hjá en bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboð greiddi at- kvæði á móti. Stjórn Norðurorku hefur lagt til stofnfundur Norður- orku hf. verði haldinn hinn 27. des- ember nk. Franz Árnason, forstjóri Norður- orku, sagði að rekstur sem þessi félli betur að hlutafélagaforminu heldur en að vera rekinn sem stofnun. „Þetta er fyrirtæki með eigin tekjuöflun og eigin fjárhag. Það sem breytist fyrst og fremst eru hin beinu pólitísku áhrif á rekstur fyrirtækisins. Eigandi fyr- irtækisins verður sá sami, þ.e. Ak- ureyrarbær, og á hlutahafafundum getur eigandinn ráðskast með þá hluti sem honum sýnist en þess á milli gerir stjórn fyrirtækisins það.“ Franz sagði að með þessari breytingu yrði fyrirtækið sveigjan- legra, öll ákvarðanataka fljótvirkari og þægilegra verði að bjóða t.d. ná- grannasveitarfélögunum aðild að því, sem vissulega sé áhugi fyrir að gera. Franz sagði að væntanlegar breytingar á lagaumhverfi orku- mála gerðu það fast að því nauð- synlegt að breyta rekstrarformi fyrirtækisins. Áætlaðar heildar- tekjur Norðurorku í ár eru 1.225 milljónir króna. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns en alls eru þar um 50 ársverk. Franz sagði að þessi breyting á rekstrarformi kæmi ekki til með að hafa nein áhrif gagnvart bæjarbú- um, umfram það sem annars hefði orðið. Heldur ekki gagnvart starfs- fólki, engum yrði sagt upp og að allir héldu sambærilegum störfum. Raforkuverð hækkar Bæjarstjórn staðfesti í síðasta mánuði ákvörðun stjórnar Norður- orku um breytingar á gjaldskrá fyrirtækisins frá næstu áramótum. Raforkuverð hækkar þá um 2,5%, heimlagnagjald, aukavatnsgjald og sum föst gjöld hækka um 5% og önnur föst gjöld um fasta krónu- tölu, 1.000 eða 2.000 krónur á ári. Ekki verður hækkun á heitu vatni að þessu sinni en í ársbyrjun lækk- aði tonnið af heitu vatni úr 103 krónum í 95 krónur. Norðurorka hlutafélag um áramót Fyrirtækið sveigj- anlegra og ákvarð- anataka fljótvirkari FJARSKIPTASAMBAND í Reykhólahreppi á Króksfjarðar- nesi er mjög slæmt og segir Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri að um mikið vandamál sé að ræða, NMT- sambandið fari versnandi og GSM- sambandið sé mjög slitrótt. Á fundi Brunamála- og almanna- varnanefndar Reykhólahrepps fyrir skömmu var samþykkt álykt- un þar sem skorað var á Símann að bæta fjarskiptasamband í Reyk- hólahreppi vegna þess að miklar gloppur væru í kerfinu. „Núver- andi ástand er algerlega óviðun- andi ef neyðarástand skapast“, segir m.a. í ályktuninni. Einar Örn segir að GSM-sam- band sé rétt á Reykhólum og varla annars staðar í hreppnum. „Þá verða menn að treysta á NMT- kerfið en það er líka slitrótt og fer versnandi þannig að menn verða að búa við það að vera utan alls síma- sambands á stórum svæðum í hreppnum. Þetta er mjög alvarlegt mál og menn hafa miklar áhyggjur af þessu.“ Slæmt fjarskiptasam- band í Reykhólahreppi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.