Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.12.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Örn Traustasonfæddist í Hafn- arfirði 21. septem- ber 1954. Hann lést á sjúkrahúsi í Tema í Ghana 23. nóvem- ber síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Trausta Pálssonar, f. 28.10. 1915, d. 8.10. 1982, og Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, f. 1.12. 1929, búsett í Hafnarfirði. Systkini Arnar eru Rannveig, f. 7.9. 1950, Guðmundur Bjarni, f. 18.3. 1953, Aðalbjörg, f. 13.7. 1959, Trausti Rúnar, f. 23.12. 1960, og Ingi Hrafn, f. 10.7. 1962. Hinn 22.5. 1976 kvæntist Örn Sjöfn Sveinsdóttur, f. 14.11. 1954. Hún er dóttir hjónanna Ingibjargar Jóhannesdóttur og Sveins Þ. Sigurjónssonar, fyrr- um skipstjóra og útgerðarmanns í Grindavík. Örn og Sjöfn skildu árið 1992. Börn þeirra eru: 1) Sveinn Dan- íel, f. 25.10. 1973, sambýliskona Ásta Halldóra Styff. Börn þeirra eru Óli Örn og Örn Trausti. Ásta á fyrir dæturnar Birnu Maríu og Ástu Jóhönnu Styff. Þau eru bú- sett í Grindavík. 2) Ingibjörg Erna, f. 6.11. 1978, sambýlismað- ur Jóhannes Ægir Baldursson. Þau eru búsett í Reykjavík. Jó- hannes á synina Gústaf Berg og Elís Mar. Hinn 2.10. 1998 kvæntist Örn eftirlifandi konu sinni, Doris Traustason, f. 27.5. 1974, frá Ghana í Vestur-Afríku. Doris er dóttir Juliana Kor- anteng og Kofi Mensah sem búsett eru í Ghana. Örn var fæddur og uppalinn í Hafn- arfirði. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla 1971. Hann útskrif- aðist sem húsasmið- ur frá Iðnskólanum í Keflavík árið 1976 og lauk skipstjórn- arréttindum frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík árið 1978. Örn lauk námi í sjávarút- vegsfræðum frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 1994. Örn starfaði lengst af við sjó- mennsku, fyrst sem háseti og síðar sem stýrimaður, skipstjóri og útgerðarmaður. Hann starf- aði hjá sjávarútvegsráðuneytinu við veiðieftirlit á árunum 1984– 1990. Á árinu 1988 dvaldi Örn ásamt fjölskyldu sinni á Græn- höfðaeyjum. Þar starfaði hann við þróunaraðstoð og kenndi innfæddum fiskveiðar. Örn var framkvæmdastjóri útgerðarfyr- irtækisins Eldeyjar 1990–1993. Árið 1994 flutti Örn búferlum til Afríku og stofnaði útgerðarfyr- irtæki í Ghana sem hann starfaði við allt þar til hann lést. Örn sinnti félagsmálum og var m.a. formaður Alþýðuflokks- félagsins í Grindavík á árunum 1990–1994. Útför Arnar verður gerð frá Grindavíkurkirkju á morgun, mánudaginn 9. desember, og hefst athöfnin klukkan 11. Laugardagurinn 23. nóvember gleymist okkur seint. Við systur vorum að koma úr venjubundinni helgargönguferð þegar boð bárust um að hringja til Afríku. Hann Örn bróðir okkar var dáinn. Við trúðum þessu ekki. Þetta hlaut að vera misskilningur. En allt kom fyrir ekki. Örn var dáinn. Það var erfitt að færa börnunum hans, mömmu okkar og bræðrum þessar þungbæru fréttir. Örn var nefni- lega í þann mund að leggja af stað til Íslands ásamt Doris, eiginkonu sinni. Hann ætlaði að vera við- staddur brúðkaup Sveins Daníels, sonar síns, og Ástu og skírn ný- fædds afabarns. Þessi gleðilegi fjölskylduatburður snerist upp í mikla sorg. Öll fjölskyldan er harmi slegin. Í stað þess að eiga gleðileg jól með Erni fylgjum við honum til grafar á jólaföstunni. Örn bróðir okkar tók lífið með áhlaupi. Hann var maður athafna. Þrátt fyrir ungan aldur afrekaði hann meira en flestum sem auðið er lengri lífdaga. Afstaða hans til lífsins var líka þannig að það var eins og hann hafi skynjað að hon- um væri ætlaður takmarkaður tími. Hann hamaðist alla sína ævi. Það var svo margt sem hann þurfti og vildi gera. Í augum Arnar voru hindranir til þess að yfirstíga og honum óx ekkert í augum. Þegar litið er yfir æviferil hans er ótrú- legt hve miklu hann afrekaði og hversu ævintýralegu lífi hann lifði. Örn var þriðja barn í röð sex systkina. Krakkahópurinn á Hamrinum í Hafnarfirði þar sem Örn ólst upp var stór. Fjaran og slippurinn voru skammt undan og voru mikilvæg leiksvæði okkar barnanna. Þar var líka Böddatúnið og hamarinn þar sem við lékum hina ýmsu hópleiki. Örn fylgdi eldri systkinum sínum eins og skugginn fyrstu árin og lagði mikla áherslu á að halda í við þau þótt yngri væri. Hann var vinsæll meðal jafningjanna og var oftar en ekki leiðtoginn í hópnum. Hann stýrði kofasmíði og fleiri fram- kvæmdum af eljusemi og dugnaði. Þar kom strax í ljós hvaða at- hafnamann hann hafði að geyma. Örn var rétt byrjaður í barnaskóla þegar hann fór að sækja í trillu- karlana í Hafnarfirði. Hann hékk í kringum þá, gerði þeim smáviðvik og vann þannig álit þeirra og traust. Fyrr en varði var hann bú- inn að fá þá til að leyfa sér að fara í róðra með þeim. Sem barn dvaldi Örn mörg sumur á Hauganesi við Eyjafjörð hjá Halldóru móðursyst- ur okkar og Páli manni hennar. Hann sótti sjó á trillu með Páli og frændum sínum. Það voru mikil gleðisumur því Örn elskaði sjóinn og allt sem honum viðkom. Sjórinn dró hann til sín alveg frá því hann var barn og hann undi sér hvergi betur. Sjórinn var hans líf. Á ung- lingsárunum í Flensborgarskóla kynnist Örn fyrri eiginkonu sinni Sjöfn Sveinsdóttur. Þau voru í sama árgangi og felldu hugi saman strax sem unglingar. Örn og Sjöfn hófu búskap í Grindavík árið 1972 og giftu sig árið 1976. Samvistir þeirra stóðu í rúm 20 ár. Sjöfn var stoð og stytta Arnar og reyndist honum einstaklega trygg og góð eiginkona. Milli þeirra voru mjög sterk tengsl og þrátt fyrir að leiðir þeirra skildi árið 1992 héldu þau vináttutengslum þar til yfir lauk. Sonur þeirra Sveinn Daníel fædd- ist árið 1973 og dóttirin Ingibjörg Erna árið 1978. Örn var alla tíð mjög stoltur af börnunum sínum og lagði kapp á að halda góðum tengslum við þau þrátt fyrir land- fræðilegar fjarlægðir. Tengdafor- eldrar hans, Inga og Sveinn, tóku Erni eins og syni sínum og var hann alla tíð mjög tengdur þeim. Hann og Sveinn tengdafaðir hans deildu sjómannsáhuganum og Örn var ekki nema 15 ára þegar hann fór fyrst á sjó með Sveini. Milli þeirra var náin vinátta sem Örn mat mikils. Sveinn kenndi hinum unga tengdasyni sínum á sjóinn og deildi með honum áralangri reynslu sinni og þekkingu á hegð- un fiska og vistkerfi sjávar og leið- beindi honum um fengsælar fiski- slóðir. Örn var einstök aflakló og hafði næman skilning á atferli fiska. Veiðimaðurinn þarf að skilja eðli bráðarinnar og það gerði Örn. Hann sagðist líka geta hugsað eins og þorskur og þess vegna vissi hann hvar þorskinn væri að finna. Örn var skipstjóri áður en núver- andi fiskveiðikerfi var sett á lagg- irnar. Þetta var á þeim árum sem menn gátu orðið aflakóngar og Örn var aflakóngur í Grindavík um margra ára skeið. Líf Arnar var nátengt sjónum og varla er til sá þáttur sem snýr að sjómennsku sem hann ekki starfaði við. Örn var lærður húsasmiður. Sú menntun var stutt hliðarspor frá sjómennskunni. Hann starfaði nánast ekkert við þá iðn en hún nýttist honum vel við að byggja yf- ir sig og sína þrjú hús. Fyrsta hús- ið byggði hann í Grindavík meðan hann var við nám í húsasmíði. Seinna Grindavíkurhúsið byggði hann nokkrum árum síðar og það hús var nær sjónum sem hann elskaði svo mjög. Þriðja húsið byggði hann svo í Ghana. Örn var einstaklega duglegur maður sem naut þess að fást við framkvæmdir og hann hlífði sér aldrei. Árið 1988 dvaldi Örn á Grænhöfðaeyjum, ásamt fjölskyldu sinni, um sex mánaða skeið við þróunaraðstoð. Hann var skipstjóri á Feng, sem var skip sem íslensk stjórnvöld gerðu út til að kenna innfæddum veiðar. Þar kynntist Örn Afríku og, eins og svo margir, heillaðist af lífinu þar. Eftir að hann sneri heim dreymdi hann um að fara aft- ur til Afríku og dvelja þar um lengri tíma. Örn var maður at- hafna og ævintýra og árið 1994 lét hann drauminn rætast og hélt til Ghana þar sem hann setti á stofn útgerðarfyrirtæki. Í Ghana kynnt- ist hann eftirlifandi konu sinni Doris Traustason. Í Afríku naut Örn reynslu sinnar frá Grænhöfða- eyjum. Hann var ötull við að kenna innfæddum nýjungar í veið- um og var ákaflega virtur meðal þeirra. Útgerðarfyrirtæki hans veitti um 100 manns atvinnu og lífsviðurværi og Örn var örlátur við að aðstoða fátæka. Hann var öðlingur og naut mikillar virðing- ar. Örn var duglegur að skrifa bréf heim, sérstaklega síðari árin sem hann bjó í Ghana. Bréf hans voru heill hafsjór af fróðleik og voru einstaklega skemmtileg aflestrar. Hann hafði glöggt auga fyrir sið- um og háttum Afríkubúa og lýs- ingar hans á menningu og lífs- háttum eru svo lifandi að þær hefðu sómt sér vel í hvaða mann- fræðiriti sem er. Um síðustu jól dvaldi Örn á Íslandi. Nærvera hans gerði jólaboðin alveg sérstök því sögur hans frá Afríku voru svo grípandi að unun var á að hlýða. Sérstaklega fannst börnunum mik- ið til um þessar ævintýralegu frá- sagnir. Þessar minningar frá síð- ustu jólum eru okkur sérlega dýrmætar því þessar ánægju- stundur voru þær síðustu sem við áttum með Erni bróður okkar. Það var mikið ævintýri að búa í Afríku en ekki alltaf að sama skapi auðvelt. Ýmis vandamál herjuðu á útgerðina, erfiðleikar með að fá varahluti ef eitthvað bilaði og hið rólega líf sem Örn heillaðist af á Grænhöfðaeyjum var ekki alltaf sá taktur sem hann vildi hafa í kring- um sig. Líf við miðbaug er erfitt flestu hvítu fólki og Örn fór ekki varhluta af því. Þrátt fyrir mikið baráttuþrek varð hann að lokum að lúta í lægra haldi fyrir mal- aríunni sem hafði hrjáð hann hvað eftir annað og náði loks yfirhend- inni. Þrátt fyrir að Örn byggi fjarri Íslandi leitaði hugur hans sífellt til ástvina heima. Hann lagði mikið kapp á að taka þátt í mikilvægum áföngum í lífi barna sinna. Þegar Ingibörg Erna dóttir hans útskrif- aðist sem stúdent síðastliðið vor sendi hann okkur systrunum ræðustúf sem hann uppálagði okk- ur að flytja fyrir sína hönd í stúd- entsveislunni. Á þennan hátt tókst honum að vera með þrátt fyrir að vera langt í burtu. Örn kom sér einnig upp ýmsum leiðum til að gera ættingja sína á Íslandi sér nálægari. Meðal annars gróður- setti hann tré í garðinum sínum og nefndi eftir foreldrum og systk- inum. Hann fylgdist grannt með vexti og viðgangi þessara fulltrúa fjölskyldunnar í garði sínum í Ghana. Þetta var hans leið til að finna nálægð við fjarstadda ást- vini. Örn bróðir okkar er farinn. Hann er horfinn á vit nýrra æv- intýra. Það er erfitt að sætta sig við að hann skuli hrifinn burt í blóma lífsins. Stórt skarð er höggvið í fjölskyldu okkar. Minn- ingin um Örn lifir hins vegar um ókomna tíð og orðstír um góðan dreng. Elsku mamma, Sveinn Daníel, Ingibjörg Erna, Doris, Bjarni, Trausti Rúnar, Ingi Hrafn og aðrir sem um sárt eiga að binda. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Rannveig og Aðalbjörg. Elsku pabbi, erfitt getur verið að horfast í augu við staðreyndir og fá orð geta lýst hversu mikill söknuðurinn er. Það hvarflaði ekki mér að þegar ég talaði við þig á afmælisdeginum hennar mömmu, 14. nóv. sl. að ég ætti aldrei eftir að heyra frá þér aftur né sjá. Þar sem við töluðum um hversu mikið við hlökkuðum til að þú kæmir heim fyrir brúðkaup- ið hans Svenna bróður og Ástu að sjá nýfæddan son þeirra. Þó þú hafir ekki vitað það elsku pabbi þá áttir þú að halda litla Erni Trausta undir skírn. Það er svo margt ósagt og ógert, fráfall þitt hefur vægðar- laust leitt mér fyrir sjónir: hvað þú varst mér óumræðanlega mikils virði og hugsunin um það að fá aldrei að taka utanum þig né heyra þig tala um litlu prinsessuna þína er mér um megn. Ef ég að- eins gæti endurheimt kveðjustund- ina, þá myndi ég þakka þér hvíld- arlaust fyrir allar dýrmætu stundirnar sem þú helgaðir mér. Það er svo sárt að eiga þess ekki kost framar að njóta samvista þinna. Mér er það ógleymanlegt að ræðan sem þú sendir margoft á faxi til systur þinnar á útskrift- ardegi mínum þar sem þú hélst að hún hefði ekki borist, sagðir þú meðal annars svo fallega, að í vöggugjöf hefði ég fengið hið fagra útlit móður minnar en frá þér hið sterka innræti, bróðir minn erfði hið gagstæða, hann tók útlit þitt en hið ljúfa og dásamlega innræti móður okkar. Erfitt var að sætta sig við að þú værir svona langt frá okkur og óskin var alltaf sú að fá þig heim og heim ertu kominn. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Minningu þína varðveitum við. Þín dóttir, Ingibjörg Erna. Elsku yndislegi Örn minn. Að hugsa til þess að ég sé að kveðja þig finnst mér svo óréttlátt. Ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Við Svenni vorum ekki búin að vera lengi saman þegar þú ákvaðst að koma til Íslands og gista hjá okkur. Ég var svo stressuð, Svenni var úti á sjó en þegar þú labbaðir inn um dyrnar hjá mér var eins og við hefðum alltaf þekkst, sem er ekki skrítið af því að þú vildir svo vel við alla gera. Tengslin sem mynd- uðust á milli þín, Ástu og Birnu voru einstök. Þú kallaðir þær litlu prinsessurnar þínar og þeim fannst alltaf svo spennandi þegar þú sast með þeim og sagðir þeim sögur af sjónum eða frá Ghana. Það er svo gaman að hugsa til þess hvað þér leið alltaf vel hjá okkur í Hafnarfirði. Þér fannst ekkert eins yndislegt og að horfa út um eldhúsgluggann á bátana við bryggjuna og á hafið. Svo bauðst þú mér og Svenna út til þín, sá tími er mér mjög dýrmætur. Þú varst montinn þegar þú fékkst þær fréttir að við ættum von á barni skömmu eftir að við komum frá Ghana. Þegar þú svo komst aftur heim var fæddur fallegur prins og þegar hann var skírður Óli Örn varstu svo stoltur að þú varst alveg að springa, sast enda- laust með hann í fanginu á þér og sagðir honum sögur þó að hann væri bara nokkurra vikna gamall. Ég og Svenni ákváðum að gifta okkur eftir að ég varð ólétt aftur. Giftingardagurinn var ákveðinn á afmælisdegi mömmu þinnar og það var skemmtileg tilviljun að litli bróðir Óla kom á afmælisdegi pabba þíns. Þú varst búinn að ákveða heimkomu í brúðkaup og skírn, en lífið er stundum svo ósanngjarnt, þú veiktist illa af malaríu og kvaddir. Við hlökkuðum svo mikið til að þú deildir þessum merkilegu dög- um með okkur en núna eigum við bara minningar um þig, margar og yndislegar. Ég á svo erfitt með að kveðja, en veit að þú vakir yfir börnunum okkar, ekki síst þeim sem síðast kom og mun bera nafn- ið þitt. Elsku yndislegi Örn minn, ég þakka þér fyrir allar dásamlegu stundirnar sem ég fékk að eiga með þér. Ég kveð þig núna en þú verður alltaf með okkur, lifir í hjarta okkar og barnanna. Þín Ásta. Það er með trega að við kveðj- um tengdason okkar Örn Trausta- son, Ödda eins og hann var ávallt kallaður af okkur. Fimmtán ára kom hann inn í okkar fjölskyldu. Öddi var alla tíð dugnaðarfork- ur, sama að hverju hann gekk. Við vorum saman á sjó, þar til hann fór að læra húsasmíði sam- fara að byggja sér og sínum hús í Grindavík. Þá tók hann Sjómannaskólann á einum vetri. Aflasæll skipstjóri var Öddi, það lék allt í höndum hans, sama hvað hann var. Síðan fór hann í sjávarútvegsráðuneytið sem eftirlitsmaður og fleira, fór til Grænhöfðaeyja að kenna fiskveið- ar, þá tók hann við stjórn Eld- eyjar, síðar gerðist hann útgerð- armaður í Ghana þar sem hann lést 23. nóvember 2002. Öddi var okkur ávallt sem sonur og vinur. Við minnumst allra góðu stundanna, sem og fallegu og kær- leiksríku bréfanna frá honum eftir að hann flutti til Ghana. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til ástvina hans, Guð geymi ykkur. Ingibjörg og Sveinn. Það var mikil sorgarfrétt sem mér var færð laugardaginn 23. nóvember að Öddi hefði verið að kveðja þennan heim, þessu var erfitt að trúa. Hann og Doris seinni konan hans voru að koma heim frá Afríku, Svenni sonur hans og Ásta voru að fara að gifta sig og skíra átti litla afastrákinn. Mikið er það sárt að fá ekki að hitta hann aftur, það hlaðast upp minningar um Ödda sem mér hef- ur alltaf fundist vera bróðir minn. Hann hugsaði svo vel um okkur systkinin, bréfin sem hann skrifaði mér 11 ára gamalli í sveitinni bera vott um það. Þessi bréf á ég enn, þau eru dásamlega falleg. Eftir að Öddi flutti út til Afríku hef ég sjaldan hitt hann en við höfum átt góðar stundir gegnum síma og bréfaskriftir. Sjöfn systir og Öddi byrjuðu mjög ung saman, 15–16 ára, við áttum heima í Hafnarfirði, síðan flytjum við öll í Grindavík. Öddi lærði smíði um leið og þau Sjöfn voru að byggja og ef mig minnir rétt þá held ég að Öddi hafi verið í Stýrimannaskólanum líka, næstum því á sama tíma alltaf jafndugleg- ur. Það átti fyrir honum að liggja að verða skipstjóri enda var hann á sjónum frá því hann var strákur. Öddi og pabbi áttu margar stundir saman og ræddu um sjómennsk- una næstum því á hverjum degi og hafa gert það fram á þennan dag. Eldri strákurinn minn er skírður í höfuðið á Ödda og hélt hann á hon- um undir skírn og hefur alltaf átt mikið í honum. Ödda mínum eru minnisstæðar sögurnar frá Afríku sem Öddi sagði honum. En nú er Öddi farinn og öll eig- um við minningar sem við geymum með okkur um ókomna tíð. Svenni, Ingibjörg, Doris og ykkar fjöl- skyldur, ég votta ykkur alla mína samúð. Ásta Sveinsdóttir. ÖRN TRAUSTASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.